Morgunblaðið - 12.12.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.12.1984, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1984 Trén vegin og metin áður en til höggs kemur. Egilsstaðir: 1000 grenitré felld í Hall- ormsstaðaskógi SUersta íslenska jólatréð á mark- aðnum í dag, 11 m hátt rauðgreni úr Hallormsstaðaskógi, hefur verið reist framan við kjörbúð KHB á Egiisstöðum. F^ibBtöóum, 8. desember. í CÆR höfðu verið felld nokkur hundruð grenitré í Hallormsstaða- skógi, aðallega rauðgreni, brodd- greni og blágreni, sem fara eiga í jólatrjáamarkaðinn í ár. í næstu viku lýkur skógarhöggi jólatrjáa í Hallormsstaðaskógi og mun tala felldra trjáa þá nema um 1000 að þessu sinni, en það eru heldur færri tré en undangengin ár. Að sögn Jóns Loftssonar, skógarvarðar, fara jólatrén úr Hallormsstaðaskógi nú fyrst og fremst á markað á Austurlandi. Jón sagði að tala felldra trjáa hefði yfirleitt verið um 1500—2000 tré ár hvert — en vegna maurafaraldursins í sumar reyndist einungis unnt að fella 1000 tré nú. Að sögn Jóns munu maurar þessir að líkindum hafa borist hingað á sínum tíma með plönt- um, en veðurblíðan í sumar hefði búið þeim ákjósanleg lífsskilyrði hér og hefðu þeir því margeflst. Sum svæði í skóginum eru illa farin af völdum þessara maura, Jón Loftsson, skógarvörður, með eitt myndarlegt jólatré, sem fellt hefur verið. þótt strax hafi verið brugðist við ófögnuðinum með úðun og rann- sóknum svo að endanlega megi ráða niðurlögum hans. Jón sagði að þessir maurar væru alþekktar en illræmdar skepnur í skóglendi hinna Norð- urlandanna, en aðstæður þar væru allt aðrar en hér svo að aðferðir frænda okkar þar dygðu skammt gegn ófögnuðinum hér- lendis. Því hefðu sérstakar rann- sóknir þurft að koma til. Taldi Jón sýnt að vori hvort tekist hefði að stemma stigu við vexti skaðvalds þessa og ráða niður- lögum hans. Trén sem nú hafa verið felld í Hallormsstaðaskógi eru velflest til heimilisskrauts, þó hafa nokkur svonefnd torgtré verið felld, en hið stærsta er um 11 m hátt og var reist framan við kjörbúð KHB í dag. Að líkum er það stærsta íslenska jólatréð að þessu sinni eins og raunar und- angengin ár. — Olafur Síöasta bók Málfríöar Einarsdóttur: Tötra í Glettingi „Sagan erfull af sprelli og göldrum og aö því er varöar meðhöndlan raun- veruleikans þá getur hér allt gerst. Hiö vanalega er gert óvanalegt og hiö sjaldgœfa að hversdagsreynslu. í þess- ari sögu finnst mér MálfríÖi takast best upp, hún baöar sig í dirfsku og frum- leika. “ (Rannveig Ágústsdóttir í Dagblaðinu-Vísi) Enn er til nokkuö af fyrri bókum Málfríöar Einarsdóttur: Samastadur í tilverunni Úr sálarkirnunni Auðn uleysingi og Tötrughypja „Það er eitt afundrum veraldar hvern- ig sumt fólk getur allt í einu sprottiö fram á efstu árum sínum og ausiö yfir okkur geníalíteti slíku aö maöur græt- ur þaö eitt aö hafa ekki notiÖ þess fyrr, “ sagði Heimir Pálsson í ritdómi um síöastnefndu bókina. Bókaútgáfan LJÓÐHÚS Laufásvegi 4, Reykjavík. Símar 17095 og 18103. Síðara bindið af riti um seinni heimsstyrjöldina BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlygur hefur gefið út síðara bindi af ritverk- inu Heimsstyrjaldarárin á íslandi 1939—1945 eftir Tómas Þór Tóm- asson, en fyrra bindið kom út á síð- asta ári. Fyrra bindið fjallaði um hcrnám Breta og lauk þar sem Bandaríkjamenn voru að taka við. í þessari bók, þ.e. síðara bind- inu, heldur Tómas áfram þar sem frá var horfið og segir frá hersetu Bandaríkjamanna og þjóðlífi á ís- landi fram yfir lok heimsstyrjald- arinnar. Fjallað er ítarlega um lýðveldisstofnunina, sambúð Is- lendinga og Bandaríkjamanna og m.a. eru hin frægu „ástandsmál“ rakin. Þá er einnig fjallað um breytingu á búsetu og atvinnu sem varð á þessum árum. í bókinni er fjöldi ljósmynda og hafa fæstar þeirra birst áður. Voru myndirnar m.a. fengnar úr safni hersins í Bandaríkjunum og fjölmargir er myndir tóku á þess- um árum drógu þær úr pússi sínu Tómas Þór Tómasson til birtingar í bókinni. Út af fyrir sig eru myndir þessar sögulegur fjársjóður, segir í frétt frá útgef- anda. Bókin Heimsstyrjaldarárin á Is- landi 1939—1945 er sett og prent- uð í Prentstofu G. Benediktssonar en bundin hjá Arnarfelli hf. Kápu hannaði Sigurþór Jakobsson. „Læknabrandarar“ „Læknabrandarar" nefnist ný bók, sem Skjaldborg sendir frá sér. Kr þar að finna á þriðja hundrað skopsagna, sem Ólafur Halldórsson hefur safnað um lækna og sjúklinga á íslandi. Kru þar sagðar sögur af 62 nafngreindum læknum. „Ólafur Halldórsson, sem hefur verið starfandi læknir m.a. í Vest- mannaeyjum, Bolungarvík og Ak- ureyri, hefur safnað skrýtlum um lækna og sjúklinga undanfarin 40 ár og er hér að finna hluta af ávexti þeirrar iðju,“ segir m.a. á kápusiðu. „Á yngri árum sínum kynntist Ólafur persónulega mörgum merk- um læknum af eldri kynslóðinni s.s. Steingrími Matthíassyni, Guð- mundi Hannessyni, Vilmundi Jónssyni o.fl. og segir af þeim ýms- ar sögur sem eflaust mun þykja fengur í. Skopmyndir hins ágæta listamanns, Kristjáns G. Jóhanns- sonar, gefa bókinni enn frekara gildi og hjálpa lesandanum til þess að sjá atburðina ljóslifandi fyrir sér.“ Bókin er 144 bls. að stærð. Óttar Einarsson bjó hana til prentunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.