Morgunblaðið - 12.12.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.12.1984, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1984 Niðurfelling SÍS á flutningskostnaði: Viðræður við Ríkis- skip um flutninga gegn afslætti STJÓRN Sambands íslenskra samvinnufélaga hefur ákveðið aö greiða flutn- ingsgjald af þeim vörum sem matvörudeild SÍS selur kaupfélögum úti á landi. Jafnframt stendur SÍS í samningaviðræðum við Ríkisskip um flutning á vörunum, á þá staði sem skip þess sigla, gegn afslætti. Hafsteinn Eiríksson, deildar- stjóri matvörudeildar. sagði að- spurður um hvernig SIS ætlaði að greiða flutningskostnaðinn að það væri ætlunin að gera með aukinni sölu, með hagræðingu og með hag- stæðari samningum við flutnings- aðila. Gat hann þess að matvöru- deildin hefði á síðasta ári greitt kaupfélögunum rekstrarafgang að fjárhæð 9 milljónir kr. og hefði upp á þá upphæð að hlaupa miðað við sambærilegan rekstur. Sagði hann að flutningskostnaðurinn ætti ekki að koma fram í hærra heildsöluverði frá SÍS. Hafsteinn sagði að taxtar land- og sjóflutninga væru nokkuð mis- munandi og erfitt að bera þá sam- an. Þó virtist með samningum við Ríkisskip vera hægt að lækka flutningskostnaðinn um allt að því helming. Sagði hann áhrif niður- fellingar flutningskostnaðarins á vöruverð úti á landi afar mismun- andi. Færi það eftir landshlutum og vörutegundum. Hafsteinn sagði að með niðurfellingunni ættu kaupfélögin úti á landi að verða samkeppnishæfari, ekki síst við Reykjavíkursvæðið, enda væri fólk farið að líta á landið allt sem eitt markaðssvæði og gerði kröfur til sömu þjónustu við sama verði hvar sem er á landinu. Framkvæmdastjóra- skipti hjá Útflutnings- miðstöð iðnaðarins ÞRÁINN Þorvaldsson rekstrarhagfræðingur mun taka við starfi fram- kvæmdastjóra Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins hinn 15. febrúar næstkom- andi af Úlfi Sigurmundssyni hagfræðingi, sem þá tekur við starfi viðskipta- fulltrúa við ræðismannsskrifstofuna í New York. Þráinn sem er 40 ára lauk við- skiptafræðiprófi frá Háskóla ís- lands 1969. Hann var fram- kvæmdastjóri Loðskinn 1969— 1971 en hóf þá störf hjá Útflutn- ingsmiðstöð iðnaðarins. 1973 hóf hann framhaldsnám í markaðs- og sölufræðum við háskólann í Lan- caster á Bretlandi og lauk þaðan MA-prófi og fjallaði aðalverkefni hans þar um sölumál íslensks ull- arfatnaðar á Bretlandi. Eftir að hafa unnið að úrvinnslu þessa verkefnis um skeið á vegum Prjónastofu Borgarness hóf hann enn á ný störf hjá Útflutnings- miðstöðinni. Þráinn gerðist fram- kvæmdastjóri hjá Hildu hf. 1975 og hefur tekið mikinn þátt í hinni miklu uppbyggingu þess fyrirtæk- is ásamt eigendum og öðrum starfsmönnum. Kona Þráins er Elín Guðrún Óskarsdóttir viðskiptafræðingur. Frá sama tíma verður Úlfur Sigurmundsson hagfræðingur og framkvæmdastjóri Útflutnings- miðstöðvar iðnaðarins viðskipta- fulltrúi við ræðismannsskrifstof- una í New York. Sem kunnugt er gerðu utanrík- isráðuneytið og Útflutningsmið- stöð iðnaðarins að höfðu samráði við viðskiptaráðuneytið með sér samning um samstarf skv. 11. gr. laga um utanríkisþjónustuna. Þar er kveðið svo á að Útflutnings- miðstöð iðnaðarins og utanríkis- þjónustan skipti með sér kostnaði við starf viðskiptafulltrúa þannig að Úlfur verði að öllu leyti launað- ur af Útflutningsmiðstöð iðnaðar- ins en skrifstofukostnaður komið í hlut utanríkisráðuneytisins. Hugmyndin með þessari ákvörð- un er að veita útflytjendum iðnað- arvara alhliða viðskiptaþjónustu á bandarískum markaði skv. reglum sem verða kynntar síðar, auk ann- arrar almennrar þjónustu. Úlfur Sigurmundsson, 50 ára, hefur verið framkvæmdastjóri Út- flutningsmiðstöðvarinnar frá upp- hafi 1971 og þar áður Útflutn- ingsskrifstofu Félags íslenskra iðnrekenda frá 1. janúar 1%9. Hann starfaði áður á vegum Sam- bands íslenskra samvinnufélaga sem framkvæmdastjóri Hrað- frystihússins á Kirkjusandi í Reykjavík og við sölustarfsemi á mjöli og lýsi og þar áður við mark- aðsmál á vegum Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. Þar á meðal vegna áætlaðra framkvæmda þess fyrirtækis í Hollandi. Kona Úlfs er Sigríður Péturs- dóttir. Metsölublcic) á hverjum degi! Ólympíulið íslands í skák, talið frá vinstri: Guðlaug Þorsteinsdóttir, Guðmundur Sigurjónsson, Jón L. Árnason, Karl Þorsteins, Helgi Ólafsson, Margeir Pétursson, Sigurlaug Friðþjófsdóttir, Ólöf Þráinsdóttir, Kristján Guðmundsson (liðsstjóri karlasveitar) og Jóhann Hjartarson. FRAMMISTAÐAN Á ÓLYMPÍUMÓTINU Skák Gunnar Gunnarsson íslenska landsliðið í skák, karla- flokki, var hársbreidd frá því að hreppa eitt af fyrstu 10 sætunum á Ólympíumótinu í Þessaloníku í Grikklandi, en það hefði veitt þeim tækifæri til að tefla í nýstofn- aðri keppni sem fram fer á næsta ári í Luzern í Sviss. En eins og svo oft áður brugðust taugarnar á síð- ustu stundu og sá glæsilegi árang- ur sem við blasti um miðbik móts- ins og allt fram aö síðustu umferð hrundi vegna sárgrætilegrar óheppni. Mjög líklega hafa íslend- ingarnir vanmetið ítalina sem þeir tefldu við í síðustu umferð, því íslensku strákarnir höfðu allir hærri Eló-stig og því talið sig vera sterkari. Allir reyndu að sjálfsögðu að tefla stíft til vinn- ings því nú var að duga eða drep- ast. Þeir Helgi og Margeir unnu báðir glæsilega á 1. og 2. borði, sérstaklega þó Helgi. Sigur blasti einnig við hjá Jóni á 4. borði og Jóhann átti kost á jafn- tefli á 4. borði. En úrslitin urðu „aðeins" 2,5 vinningur, því Jó- hann tapaði sinni skák eftir djarfa tilraun til að vinna. Sagan hafði endurtekið sig: Sveitin hafnaði langt fyrir neðan það sem þeim bar eftir glæsilega taflmennsku og höfnuðu loks í 15. sæti með 31,5 vinningeða ein- um vinningi meira heldur en á síðasta Ólympíumóti og hækk- uðu sig uppúr 23. sæti. Svona er skákin; þeir voru sjálfir búnir að spá því að svona gæti gerst og voru á varðbergi gagnvart því, en það er svo margt sem hefur áhrif á menn þegar teflt er undir álagi og ótrúlegustu hlutir eiga sér stað. Álagið í síðustu umferð var náttúrulega meira vegna þess að þeir höfðu tapað slysa- lega einum vinningi á móti Þjóð- verjum í næstsíðustu umferðinni þegar Jóhann lék af sér manni í unninni skák á móti Hartmann. Svona má fara yfir allt mótið og finna eina og eina skák þar sem hægt hefði verið að vinna, í stað þess að fá „aðeins" jafntefli, og líka þar sem hægt hefði verið að halda jafntefli í stað þess að tapa. En árangur sveitarinnar í heild er mjög glæsilegur og þeir eiga allir mikinn heiður skilið fyrir frammistöðuna. Glæsileg byrjun Sveitin byrjaði mjög glæsilega og var fljótlega komin í flokk bestu sveitanna og í 4. umferð byrja þeir á Englendingum og síðan koll af kolli. Jafntefli við þrjá efstu menn Englendinga var mjög glæsilegt því enska sveitin var með mjög sterka sveit og hafnaði að lokum í 2. sæti. Að ná jafntefli við þjóðir eins og Tékkóslóvakíu, Ungverja- land, Rúmenfu, og vinna t.d. Hol- land, að ekki sé talað um rósina í hnappagatið að fá „aðeins" 1,5 vinning á móti Sovétríkjunum eru úrslit sem vert er að státa sig af. Ljóst er að sveitin tefldi af miklum þrótti og öryggi og vakti verðskuldaða athygli á mótinu fyrir góða frammistöðu. Piltarn- ir sönnuðu að þeir eru til alls líklegir á móti öflugustu skák- mönnum heimsins. T.d. Helgi Ólafsson: Hann gerir jafntefli við Miles, vinnur Hort, gerir jafntefli við Timman en hann ræður ekki við þá Portisch, Belj- evsky eða Hiibner, enda allir ver- ið orðaðir við heimsmeistaratit- ilinn. Lang mesta álagið hefur verið á honum, enda hvíldi hann oftast eða fjórum sinnum. Margeir Pétursson fékk 2,5 vinninga úr fyrstu þremur „upp- hitunarumferðunum", en sigldi síðan lygnan sjó og gerir jafn- tefli við alla, nema Rúmenann sem hann tapar fyrir, en í tveim- ur síðustu umferðunum tekur hann sig á og vinnur báðar. Sér- staklega var það góður sigur að taka Danann Curt Hansen á 1. borði. Jóhann Hjartarson byrjaði á því að tapa í 1. umferð en eftir það er hann nær óstöðvandi og tapar ekki aftur skák fyrr en í 12. umferð á móti Þjóðverjanum sem áður hefur verið minnst á. Hann vinnur t.d. glæsilega hinn öfluga skákmann Hollendinga van der Wiel og Sax frá Ungverja- landi, báðir skákmenn á heims- mælikvarða. Slíkur firnakraftur var í Jóhanni að allt virtist benda til þess að hann næði þarna stórmeistaraáfanga, en tap hans fyrir Þjóðverjanum og í síðustu umferðinni fyrir ítalan- um bundu enda á þær vonir. En Jóhann var sæmdur titlinum; Al- þjóðlegur meistari á FIDE-þingi og er honum óskað innilega til hamingju með það og er víst að ekki líður á mjög löngu þar til Jóhann nær stórmeistaraáfang- anum. Jón L. Árnason byrjaði mótið með því að vinna fyrstu þrjár skákirnar; hvílir sig síðan í næstu tveimur umferðum og heldur þá áfram strikinu: gerir jafntefli við hina öflugri, vinnur Kínverjann og Þjóðverjann en er hársbreidd frá því að vinna Sov- étmanninn Sokolov í vel útfærðri skák í uppáhaldsbyrjun Jóns: Sikileyjar-vörninni. Einungis tímahrak Jóns hindraði hann í að kóróna það listaverk. Jón tap- aði engri skák á mótinu sem seg- ir sína sögu, enda endaði hann með langhæsta vinningshlutfall. Stórmeistarinn okkar, Guð- mundur Sigurjónsson, má sann- arlega muna sinn fífil fegurri, en nú var hann í fyrsta skipti í varamannshlutverki síðan á Kúbu 1966. Guðmundur tefldi einungis 5 skákir (af 14), vinnur tvær og gerir jafntefli tvisvar og tapaði fyrir Mestel frá Englandi, sem ér geysiöflugur skákmaður á heimsmælikvarða. Æskilegra hefði verið að Guðmundur tefldi fleiri skákir til þess aö hvíla oftar, t.d. þá Jóhann og Margeir. Karl Þorsteins var óheppinn að fá alltaf svörtu mennina til að glíma með og tapaði öllum sín- um þremur skákum. Vissulega var það ekki nógu gott, en hlut- verk varamanna í slíkri keppni er ekki öfundsvert. Vonandi hef- ur Karl lært sína lexíu eftir þetta fyrsta Ólympíumót sitt. Kvenfólkið Kvennasveitin hafnaði í miðju móti með 21 vinning en það eru nákvæmlega sömu úrslit og í síð- asta Ólympíumóti. Frammistaða þeirra undirstrikar enn frekar þörfina á að örva kvenfólk til frekari þátttöku í skák og setja sér háleitari markmið. Alltof fá- ar konur tefla skák á íslandi í dag og verulegar framfarir eiga sér ekki stað hjá konum í skák nema þær stundi skákina af al- vöru. Þessar þrjár sem tefldu úti hafa allar reynt að leggja sig fram eftir bestu getu og undir- búið sig af kostgæfni, en greini- lega þarf meira til, til þess að um verulegar framfarir verði að ræða. Guðlaugu Þorsteinsdóttur var sýndur sá sómi að vera boðin þátttaka í skákmóti í Aþenu eft- ir Ólympíumótið sem hún þáði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.