Morgunblaðið - 12.12.1984, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.12.1984, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1984 35 Vötnin miklu St. Lawrence-vatnavegurinn er myndað- ur af St. Lawrence-fljóti, en í því eru uppistöðulónin St. Louis, St. Francis og St. Lawrence, og vötnunum Ontario, Erie, Huron, Michigan og Superior. Leið- in frá Atlantshafi til borgarinnar Duluth við botn Superior-vatns er 3.700 km en á leiðinni eru 9 skipastigar. Þversnið af St. Lawrence- vatnaveginum í-vatn Ontario vatn gj--W—uvu" Lawrence-\ St. Louis-vatn vatn St. Francis-vatn nesið hefur haft og mun hafa viðkomu á leið sinni. Fyrst er að telja Valleyfield-brúna við Montreal, þar sem skipið tafðist. Síðan er borgin Ashatabula við Erie-vatn, þar sem farmi skips- ins verður landað. Næst Toledo, þar sem skipið lestar kol fyrir járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga, þá Chicago, en þangað átti hluti farms skipsins að fara og loka Duluth, sem er lengst þessara borga inni í landi. Minna kortið sýnir þverskurð af vötnunum og leið- inni um þau og gefur hann nokkra mynd af fjölda skipa- stiga og hækkun á leiðinni. Ljóam. Mbi./Bjarni. Kalph E. Slayton, sem ferðast hefur um Norðurlönd í 6 mánuði til að kynna sér barna- og unglingaleikhús. i, sem hann hefði séð á ferðalagi sínu. i hann. var mjög gott og eins sýning Nem- endaleikhússins á Grænfjöðrungi. Leikrit Fassbinders, Beisk tár Petru von Kant, sem Alþýðuleikhúsið sýn- ir er einnig gott, svo og Anna Frank og verkið Sem yður þóknast, hjá Leikfélagi Selfoss. Að lokum má nefna leikrit Sveins Einarssonar, Ég er gull og gersemi, sem Leikfélag Akureyrar tekur brátt til sýninga." Starfsemi áhugaleikhúsa fannst Slayton til fyrirmyndar hér á landi og nefndi Alþýðuleikhúsið sérstak- lega sem dæmi um það. „í Noregi er núna rætt mikið um að koma á fót Þjóðleikhúsi barnanna og Finnar ætla að hefjast handa með slíkt leikhús þegar byggingu óperuhúss er lokið,“ sagði Slayton. „Mér fynd- ist viðeigandi ef Islendingar riðu á vaðið með Þjóðleikhús barnanna og gerðu sér og öðrum grein fyrir því að hvert barn er mikilvægt. Ég var á gangi á göngugötu í Kaupmanna- höfn fyrir nokkru og mætti þá lítilli stúlku, sem hélt á brúðu í fanginu, á sama hátt og móðir hennar hafði haldið á henni. Mér flaug þá í hug, hvort stúlkan velti því aldrei fyrir sér, hvernig framtíðin yrði, hvort hún ætti einhvern tímann eftir að halda á sínu eigin barni í fanginu, eða hvort brúðan væri það næsta sem hún kæmist móðurhlutverkinu. Við eigum oft erfitt með að vera heiðarleg við börn, en við verðum að gefa þeim sjálfum tækifæri til að tjá sig í listinni, tjá viðhorf sitt til Iífsins.“ Slayton sagði að lokum, að honum væri margt minnisstætt úr Norður- landaferð sinni, en þó væri honum efst í huga sú hlýja og sú velvild sem honum hafði hvarvetna verið sýnd. Hann vildi koma á framfæri innilegum þökkum til allra þeirra, er létu mál hans sig einhverju varða. Hann sagði, að árið 1985 væri helgað börnum og unglingum og því ættu rikisstjórnir að nota tækifærið og styðja vel við bakið á æskunni, ekki aðeins með auknum fjárfram- lögum til íþróttaiðkana, heldur og til lista. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐM. HALLDÓRSSON Skilnaðarsinnar í Quebec klofnir Klofningur er kominn upp í sjálfstæðishreyfingu frönskumælandi manna í Quebec, Parti Quebecois (PQ), sem hefur verið þar við völd síðan 1976. Sex ráðherrar hafa sagt af sér vegna yfirlýsingar Rene Levesque forsætisráðherra á fundi með framkvæmdastjórn og þingflokki flokks- ins þess efnis að flokkurinn ætti að leggja megináherzlu á efnahagsmál, en ekki sjálfstæði Quebecs, í næstu fylkisþingkosningum, sem fara líklega fram á næsta ári. Levesque stofnaði PQ fyrir sextán árum til að berjast fyrir sjálfstæði Quebec og á tímabili var hreyfingin alvarleg ógnun við einingu Kanada. I þjóðaratkvæðagreiðslu 1980 greiddu um 60% kjósenda at- kvæði gegn tillögu Levesques um að samið yrði um fullveldi fylk- isins, sem skyldi þó vera áfram í tengslum við Kanada. Nú finnst harðlínumönnum í flokknum að tillaga Levesques jafngildi svik- um við hugsjónir flokksins. Stefnubreyting Levesques stafar af því að dregið hefur úr stuðningi við sjálfstæði Quebec síðan þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram og uggur út af atvinnu- leysi þykir nú skipta meira máli. PQ hélt því fram fyrir þjóðar- atkvæðagreiðsluna að sjálfstæði mundi ekki koma niður á efna- hag Quebec, en uggur um það átti mikinn þátt í því að margir kjósendur greiddu ekki atkvæði með sjálfstæði. Þótt mótsagnakennt sé sigraði PQ í fylkisþingkosningum skömmu síðar, en síðan hefur hann beðið ósigur í 21 aukakosn- ingu. Samkvæmt nýlegri skoð- anakönnun styðja aðeins 23% íbúanna PQ, en 58% Frjálslynda flokkinn undir forystu Robert Bourassa. Flokksmönnum hefur fækkað úr 300.000 í 160.000 á þremur árum. Sem stendur hef- ur PQ 70 fulltrúa af 122 á fylkis- þinginu. Bourassa var forsætisráð- herra 1970—1976 og þótt ásak- anir um hneyksli settu blett á stjórn hans er hans enn minnzt fyrir það að hann jók atvinnu með víðtækum framkvæmdum, einkum smíði vatnsaflsvirkjun- ar. Hins vegar þykir hann þurr á manninn og sneyddur kímni- gáfu. Boðskapur hans hefur ekki breytzt og Quebec-búum kann að finnast að hann hafi ekkert nýtt fram að færa. Helzta baráttumál hans nú er að draga úr atvinnuleysi fólks á aldrinum 18—24 ára. Sums stað- ar í fylkinu er atvinnuleysi í þessum aldurshópi rúmlega 50%, en 30% að meðaltali. Bour- assa er sannfærður um að PQ muni bíða „mesta ósigurinn í sögu Quebec" í næstu fylkis- þingkosningum. Þótt fylgi PQ hafi minnkað stöðugt komu harðlínumenn í flokknum því til leiðar á þingi hans í sumar að samþykkt var, með 80% atkvæða, alyktun um að sjálfstæði Quebec yrði aðal- baráttumál flokksins í næstu kosningum. Þetta olli hófsömum mönnum í flokknum vonbrigð- um, þar sem þeir óttuðust að ályktunin mundi fæla burt kjós- endur einmitt þegar mest á riði fyrir flokkinn. I ályktuninni sagði að ef PQ fengi meira en helming greiddra atkvæða yrði litið á það sem um- boð til að lýsa yfir sjálfstæði. Margir ráðherrar sögðu eftir flokksþingið að þeir væru sann- færðir um að ályktunin mundi skaða flokkinn. Menningarráð- herrann, Clement Richard, sagði: „Ef kosið væri á morgun yrði ég ekki í framboði." Ein af ástæðunum fyrir minnkandi áhuga Quebec-búa á sjálfstæði eru tungumálalög, sem mæltust illa fyrir utan Que- bec, en hafa aukið sjálfstraust Quebec-búa. Þrengt hefur verið að skólum þar sem kennsla fer fram á ensku í samræmi við lögin og það átti þátt í fjármagnsflótta eftir að PQ komst til valda 1976. Alls fluttust 130 stór fyrirtæki frá Quebec á 10 árum vegna þessara laga og önnur fyrirtæki ákváðu að flytjast ekki til Que- bec vegna erfiðleika, sem voru því samfara að starfa undir stjórn sem reyndi að koma á að- skilnaði og neyddi börn starfs- manna þeirra að sækja franska skóla. Fólk hefur verið tregt til að flytjast til fylkisins, þar sem það hefur óttazt að börn þess fengju ekki að sækja enska skóla. Stjórn Levesques hefur mildað lögin nokkuð. I fyrra var þeim breytt til að auka möguleika á kennslu, sem fer fram á ensku, draga úr kröfum um notkun frönsku og fella niður þá skyldu stofnana enskumælandi manna að láta þýðingar á frönsku fylgja skjölum. 1 sumar úrskurðaði síð- an Hæstiréttur Kanada að ákvæði það i tungumálalögun- um, sem þrengdi að skólum þar sem kennsla fer fram á ensku, bryti í bága við stjórnarskrána. Það virðist hafa átt þátt í ákvörðun Levesques að hann virðist telja að hann geti komizt að betra samkomulagi um Que- bec við hinn nýja forsætisráð- herra, Brian Mulroney, sem sjálfur er frá Quebec, en fyrir- rennara hans, Pierre Trudeau. Sá möguleiki er fyrir hendi að Levesque undirriti samkomulag, sem mundi leysa sjálfstæðismál- ið í eitt skipti fyrir öll. Það mundi líklega fela í sér aukna sjálfstjórn fylkisins f efna- hagsmálum og e.t.v. á fleiri svið- um. Einn af ráðherrum Levesques, Gerald Godin, sagði nýlega að ráðherrarnir teldu að skoðanir ibúa Quebecs á framtíð sinni hefðu breytzt. Hann sagði að Levesque vildi veðja á það, ef Mulroney og Kanadamenn væru fúsir að „rýma til fyrir Quebec- búum innan kerfisins". Hann sagði að hugsa mætti sér sam- komulag um „ríkjasamband nær fullvalda ríkja í stað sambands- ríkis“. Yfirlýsing Levesques vakti hneykslun þeirra, sem hafa grundvallað stjórnmálabaráttu sína á því markmiði að gera Quebec að sjálfstæðu lýðveldi. Meðal þeirra ráðherra, sem sögðu af sér í mótmælaskyni, voru tveir af nánustu vinum Levesques: Jacques Parizeau fjármálaráðherra og Camille Laurin aðstoðarforsætisráð- herra. Þeir segja báðir að þeir muni halda áfram að beita sér fyrir því að flokkurinn berjist fyrir sjálfstæði. Aðrir leiðtogar, sem hafa ekki snúið baki við Levesque, segjast enn fylgjandi sjálfstæði, en segja að það yrði málstaðnum ekki til framdráttar að berjast fyrir honum nú og bíða herfi- legan ósigur. Búizt er við að a.m.k. 10 full- trúar PQ á fylkisþinginu segi sig úr flokknum og ef borin verður fram tillaga um vantraust á stjórn Levesques og þeir ákveða að snúast á sveif með Frjáls- lynda flokknum yrði hann að efna til kosninga. Þó er talið ólíklegt að það gerist fyrr en eft- ir 19. janúar. Þá mæta 1800 full- trúar á sérstöku flokksþingi, sem verður haldið til að ákveða hvort fylgja skuli stefnu Lev- esques og falla frá loforðinu um að gera fullveldi Quebec að aðal- máli í næstu kosningum. Þótt vinsældir PQ hafi dvínað hafa persónulegar vinsældir Levesques ekki minnkað og hann er sterkasta vopn flokksins. Ef hann segir af sér sem flokksleið- togi hlýtur PQ að bíða ósigur í næstu kosningum og e.t.v. þurrk- ast flokkurinn út.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.