Morgunblaðið - 12.12.1984, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.12.1984, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ; MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1984 Byggðastefna III - eftir Björn S. Stefánsson Forsenda sveitarbyggð- ar I Landbúnaður er forsenda sveitabyggðar. Forsenda landbún- aðar hér á landi er það ákvæði laga um framleiðsluráð landbún- aðarins, að þess skuli Jafnan gætt, að innflutningur á landbún- aðarvörum fari því aðeins fram, að innlend framleiðsla fullnægi ekki neysluþörfinni". Á Alþingi hefur þetta ákvæði verið stutt ein- róma. Var sá stuðningur staðfest- ur nú síðast í vor í löngum umræð- um um verzlun með kartöflur og grænmeti. Þar var deilt um fyrir- komulag á innflutningi á græn- meti, en enginn lagði til, að dregið skyldi úr þeirri vernd sem innlend kartöflurækt og önnur garðyrkja býr við gagnvart innflutningi. Fráleitt er að þingmenn hafi þar allir verið undir áhrifum garð- yrkjubænda, sem eru ekki margir, heldur nýtur sú afstaða almenns stuðnings að hér á landi séu fram- leidd þau matvæli sem náttúran leyfir, þótt vitað sé að erlendis eru á boðstólum matvæli á lágu verði. Síðan er það þjóðfélagsmál, hvernig kostnaðurinn við fram- leiðsluna innanlands skuli borinn, til að mynda með því að neytendur greiöi hann allan við búðarborðið eða stjórnvöld greiði niður búðar- verð eða ákveðna kostnaðarliði í framleiðslunni. Verðlagið hefur áhrif á það, hversu mikils er neytt og hversu hollt það er og á kjör almennings, og verður að ákveða það í þvf ljósi. II í þessu efni skipa Islendingar sér í flokk með öðrum þjóðum sem þeir eiga mest skipti við. Ýmis rök eru færð fyrir þeirri afstöðu að vernda innlendan landbúnað, þótt menn aðhyllist haftalaus viðskipti milli landa að öðru leyti. Eitt er öryggissjónarmiðið. Þó hefur það aldrei verið rökstutt nánar af ís- lenzkum stjórnvöldum eða ályktað um, hvers konar landbúnaður sé öruggastur þjóðinni. Augljóslega er minna öryggi fólgið í búfjár- rækt sem byggir á innfluttu fóðri en búskap sem byggir á innlendu fóðri, svo eitt atriði sé nefnt. Öryggiú verður því meira sem framleiðslan er meiri. Engin opinber greinargerð mun vera til um það, hversu langt skuli ganga í þvi efni. Flestir virðast sættast á að framleiðslan sé i samræmi við neyzlu innanlands, en neyzlan er að sjálfsögðu háð efnahag og verð- lagi. Neyzlan eykst með bættum efnahag, þó trúlega ekki á kartöfl- um, og hún eykst með lækkuðu verðlagi, sem stjórnvöld geta haft áhrif á með þvi að greiða niður kostnað. Þess vegna er erfitt að segja, hvað er umframframleiðsla. Ekki ætti að breyta miklu um það öryggi sem fæst með umfram- framleiðslu, hvort hennar neytt innanlands eða hún flutt út á því verði sem þar kann að bjóðast. — Þess ber að minnast, að engin for- sjá er um birgðir af aðföngum í landinu eða heima í sveitum til að búskapur truflist ekki, ef aðflutn- ingar stöðvast. III Varðandi öryggisleysi hefur undanfarið verið rætt um ógnir kjarnorkustríðsvetrar, sem verður við það að himinhvolfin mengast svo af sóti við stríðselda, að geisl- ar sólar stöðvast á leið til jarðar. Það ætti að hjálpa þeim sem eftir lifa, ef bústofn og fóðuröflun hef- ur verið umfram brýnar þarfir, en þó því aðeins að kjarnorkuvetur- inn vari ekki fleiri ár og verði ekki að ísöld. Nauðsyn er að gera sér grein fyrir öryggi garðyrkju í gróðurhúsum í þessu sambandi; þótt hiti haldist í þeim, þarf lýs- ingu til að gróður vaxi. Fjarlægara öryggisleysi er fólg- ið í því, að spáð er, ef friður helzt, hlýnandi loftslagi á norðurhveli jarðar vegna aukins koltvisýrings í lofthjúp jarðar. Koltvísýringur- inn fylgir iðnaði og orkunotkun. Ekki ættu hlýindin að vera íslend- Björn S. Stefánsson „Framleiðsla kjöts úr innfluttu fóðri (svína- kjöts og fuglakjöts) hef- ur lítið þjóðfélagslegt gildi. Innflutta fóðrið er þar í samkeppni við inn- lent fóður, sem notað er til framleiðslu á kjöti af grasbítum.“ ingum á móti skapi. Hins vegar er hættan sú, að þeim fylgi þurrkar og landeyðing í helztu kornrækt- arlöndum heims, eins og raunin varð í Bandaríkjunum á hlýviðr- isskeiðinu fyrir hálfri öld, og þar með skortur á fóðri og matvælum. IV Það er líkt um öryggissjónarmið varðandi landbúnað og um það ör- yggi sem menn treysta með her og vigbúnaði, að erfitt er að rök- styðja einstakar ráðstafanir, en tilfinning og trú verður að ráða almennu viðhorfi og afstöðu. Engu að síður ber að meta skipulag landbúnaðarins með tilliti til ör- yggis, svo sem öryggi einstakra búgreina, öryggi flutninga, tækja og birgðaþörf. Önnur viðhorf sem ráða því að ríki hins vestræna heims vernda eigin landbúnað eru menningarleg og félagsleg og varða þjóðarvit- undina og samhengið í sögu þjóð- anna. í strjálbýli íslands er það sjónarmið sterkt, að byggðakeðjan megi ekki rofna. Þar daufheyrast menn við tillögum um að kaupa fólk til að hverfa úr strjálbýli, þar sem slík úrræði veikja stöðu sveit- unganna sem eftir sitja og þóttust þó þunnskipaðir fyrir; reyndar yrði erfitt að meta hver væri verð- ugur og hver ekki í þeim efnum. Fóðuröflun er undir- stada sveitabyggÖar I Innflutningsverndin sem tóm- ataræktin nýtur með lögum er því aðeins nokkurs virði, að fólk leggi sér tómata til munns, en láti ekki appelsínur og aðra suðræna ávexti koma í þeirra stað. Eins er um kartöfluræktina, að innflutn- ingsverndin væri einskis virði, ef þjóðin tæki upp siði Kínverja og neytti hrísgrjóna í stað jarðepla, og búfjárræktina, ef fólk færi að neyta sojabauna í stað kjöts. Slíkt væri álíka mikið áfall fyrir sveita- héruðin og það væri fyrir alla af- komu íslendinga, ef mannkynið tæki það í sig að neyta ekki fisks (vildi ekki „éta dýr“). Með ódýrum innfluttum matvælum, sem ekki eru framleidd hér, gætu neyzlu- venjur breytzt þannig, að innlend- ur landbúnaður rýrnaði stórlega og þjóðin byggi þá ekki við trygg- ara viðurværi en Grænlendingar, sem flytja inn allar mjólkurafurð- ir og grænmeti. Með innflutningi á ódýru fóðri handa svínum og fuglum mætti framleiða kjöt, sem gæti þrengt mjög hlut búfjárræktar sem bygg- ist á innlendu fóðri og gróðri. Þannig telja kunnugir, að neyzla kindakjöts gæti dregizt saman um helming á nokkrum ár- um. II Þjóðfélagslegt gildi landbúnaðar tengist nýtingu auðlinda sem þjóðin ræður yfir: beit og heyöflun til búfjárræktar og jarðhita og gróðurmold til garðyrkju. Enn- fremur veltur á miklu, að þjóðin kunni til búverka og eigi varasjóð Um gagnrýni Hjáguðs á rás 2 - eftir Jens Kr. Guðmundsson „Prentfrelsi á villigötum" er yf- irskrift greinar sem birtist í Mbl. 13. nóv. er leið. Höfundur greinar- innar er Eggert Jónsson, tilvon- andi prófessor í viðskiptafræðum. í greininni skoðar Eggert og skilgreinir 1. tbl. poppblaðsins Hjáguðs. Eggert varpar fram mik- ilvægri spurningu: „Hver er til- gangurinn?” og á þá við efnistök Hjáguðs. Ég tel sjálfsagt að svara spurningunni. Áróöursblað Hjáguð er pólitískt áróðursblaö. Það er málgagn lifandi popptón- listar, en lifandi popptónlist á nú mjög undir högg að sækja, m.a. vegna gegndarlauss skallapopp- áróðurs rásar 2. Rás 2 beitir kunnri heilaþvottaraðferð: Hlust- andinn er slævður með síbylju. Honum er nánast haldið dópuðum af sljóleika. Síðan eru einfaldir áróðursfrasar keyrðir ofan í kok á honum. Tilgangurinn með Hjáguði er að vekja fórnarlömb rásar 2 upp af skallapoppsvefninum og venja þau af dópinu. I þeim efnum duga eng- in vettlingatök eða klapp á kinn- ina. Það þarf hreinlega kaldar vatnsgusur í andlitið. Það þarf að ganga svo hressilega fram af les- andanum að hann sýni viðbrögð, og helst að hann standi á fætur. Ljósritaö á rás 2 Ekki er annað að sjá en Hjáguði hafi tekist vel upp. Á rás 2 var blaðið ljósritað og hengt upp á auglýsingatöfiu. Fjöldi manna vaknaði upp af værum blundi og fann sig knúinn til að tjá sig um Hjáguð í blöðum og tímaritum. Eggert er einn af þeim. Velkominn á fætur, Eggert! Mikil ósköp getur þú bullað mikið með stírurnar i augunum. Ég vona að viðskipta- fræðin liggi betur fyrir þér en blaðaskrif. Annars fer illa þegar kemur að prófum. Eggert segir: „Blaðið (Hjáguð) er fullt af ambögum og málslett- um ýmiskonar. Orð eins og orgin- al, kópía, spekúlant og meika heyra ekki til íslenskrar tungu eftir mínum bestu heimildum." Hvaða heimildir ætli það séu? A.m.k. er það ekki „íslensk orða- bók“ Menningarsjóðs. Þar er öll þessi orð að finna, þótt ekki til- heyri þau fornislenskunni sem mig grunar að Eggert rugli saman við nýíslensku. Ólæti og slagsmál Annaö dæmi um vanda byltu Eggerts í blaðaskrifum er þar sem hann ruglar „Poppbókinni— 1 fyrsta sæti“ saman við poppblaðið Hjáguð. Eggert segir „Má einnig skilja að bókin hafi ekki aöeins valdið deilum heldur einnig ólát- um, sem maður hlýtur að skilja sem slagsmál einhvers konar — nú verð ég að játa mig orðlausan!" Að sjálfsögðu er Eggert orðlaus fyrst hann heldur að orðið ólæti þýði slagsmál. Ólæti er nefnilega allt annað en slagsmál. Orðið ólæti er notaö yfir hávaða eða skarkala. Ég skora á ættingja Eggerts að gefa honum „íslensku orðabókina" í jólagjöf. Mútur Eggert er hneykslaður á því að höfundur „Poppbókarinnar" kom fram í þættinum Fristund á rás 2. Jens Kr. Guómundsson „Þaö þarf aö ganga svo hressilega fram af les- andanum aö hann sýni viöbrögö, og helst að hann standi á fætur.“ .. Var tekið langt viðtal við Jens Guð á besta útsendingatíma um nýútkoma bók frá bókaútgáfu Æskunnar. Og hver tók viðtalið? Jú, það var Eðvarð Ingólfsson sem vinnur sitt aðalstarf hjá Æskunni. Hér er sem sagt einn starfsmaður Æskunnar að ræða við annan slík- an um bók frá útgáfunni. Mútur eða mútur, svona má ekki gera i hlutlausum fjölmiðli eins og Ríkisútvarpið á að vera.“ í bústofni og tækjum umfram brýnustu þarfir. Núverandi bú- skaparhættir eru einnig mikil stoð annarri byggð en sveitabyggð í stórum hluta landsins og sums staðar undirstaða hennar. Framleiðsla kjöts úr innfluttu fóðri (svínakjöts og fuglakjöts) hefur lítið þjóðfélagslegt gildi. Innflutta fóðrið er þar í sam- keppni við innlent fóður, sem not- að er til framleiðslu á kjöti af grasbítum. Ef menn sjá ekkert at- hugavert við það að rýra þannig hlut búskapar sem styðst við inn- lendar auðlindir, sýnist liggja beinast við að leyfa innfiutning á svínakjöti og fuglakjöti. Fóðrið sem þarf til að framleiða slíkt kjöt kostar nefnilega lítið meira komið í höfn í Reykjavík en kjötið mundi kosta. Kostnaðurinn við að fiytja fóðrið austur fyrir fjall og afurð- irnar aftur til Reykjavíkur jafnar mismuninn að mestu. III Gylfi Þ. Gíslason mun fyrstur íslenzkra stjórnmálamanna og hagfræðinga hafa orðið til að verja hækkun á verði innflutts fóðurs með því að hátt verð örvaði innlenda fóðuröflun. Það gerði hann sem viöskiptamálaráðherra í umræðum um útflutningssjóð á Alþingi 1958. Þetta er augljóst mál í Noregi, þar sem sams konar fóður er framleitt innanlands með kornrækt. Öðru máli gegnir hér á landi, þar sem innlent fóður hent- ar jórturdýrum, en ekki einmaga dýrum. Hátt verð á innfluttu fóðri rennir ekki aðeins stoðum undir þá byggrækt, sem nú er að breið- ast út, og framleiðsla á grasmjöli og graskögglum, sem eru að nokkru ígildi kjarnfóðurs, heldur er líka öflug hvatning til bænda að vanda heyverkun. Þar er mikið að vinna. Nýting jarðhita við fóður- verkun er að sjálfsögðu miklu ör- uggari en olía og hlýtur að koma til greina frekar en orðið er. Málflutningur Gylfa Þ. Gísla- sonar i þessu efni fékk ekki ein- róma stuðning bænda; ég minnist þess, að fyrsti þingmaður Rang- æinga, sem þá var í stjórnarand- stöðu, andmælti honum. Þó ættu hvergi að vera betri skilyrði en í Rangárþingi að taka slíkri upp- örvun með bættri heyverkun, graskögglagerð og kornrækt. Ákvæði laga um framleiðsluráð landbúnaðarins um takmarkanir á innflutningi á landbúnaðarvörum hefur ekki verið látið gilda um Eitthvað er brogað við minnið eða athyglisgáfuna hjá Eggerti, nema hvorutveggja sé. í fyrsta lagi var umrætt viðtal aðeins fjög- urra mínútna langt. í öðru lagi gerðu allir unglingaþættir ann- arra fjölmiðla „Poppbókinni" mun ítarlegri skil. í þriðja lagi vann Eðvarð Ingólfsson ekki hjá Æsk- unni, hvorki aðalstarf né hluta- starf, þegar viötalið fræga var tekiö. Gód sala Eggert fullyrðir að „Poppbókin“ hafi ekki selst nema I meöallagi i bókabúðum á Reykjavíkursvæð- inu. Fullyrðinguna byggir hann á samtölum við bóksala. Ég kalla það nokkuð gott að „Poppbókin" skuli hafa selst í meðallagi í bókabúðum. „Popp- bókin“ var nefnilega bókaklúbbs- bók og seldist aðallega í gegnum klúbbinn. Man Eggert eftir ein- hverrri annarri bókaklúbbsbók sem hefur náð þeim góða árangri að seljast einnig í meðallagi i bókabúðum. Lítil hlustun á rás 2 Eggerti þykir skallapoppdóp rásar 2 gott. Hann segir: „Hygg ég að skoðanakannanir um hlustun rásar 2 gefi það ótvírætt til kynna að hlustendur séu almennt ánægð- ir. óánægjurödd Jens er því rödd hins smæsta minnihluta." Skoðanakönnun Hagvangs sýndi að 54% fólks á hlustenda- svæði rásarinnar notfærir sér þetta ókeypis skallapoppdóp sem rásin býður upp á. Til samanburð- ar má geta þess að yfir 70% iands- manna Iesa Morgunblaðið reglu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.