Morgunblaðið - 12.12.1984, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 12.12.1984, Blaðsíða 50
50______________MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1984_ Friðarsamband Norðurhafa , eftir Árna Hjartarson Morgunblaðið gerði mér þann heiður að nefna mitt lítilfjörlega nafn í forystugrein sinni 27. ág. sl. Þann greiða vil ég nú endurgjalda með pistilstúfi í blaðinu. Það voru reyndar ekki beint vinarkveðjur sem leiðarahöfundurinn sendi mér og hinir góðu vættir sannleikans hafa auðsjáanlega ekki haldið í höndina sem leiðarann ritaði. Hann fjallaði um ráðstefnu Frið- arsambands Norðurhafa á Hótel Loftleiðum 24.-26. ág. og frétta- flutning af henni. í þessum stutta pistli tókst furðulega oft að halla réttu máli. Vígvöllur í Norðurhöfum Það er rangt hjá Mbl. að Sam- tök herstöðvaandstæðinga hafi staðið fyrir ráðstefnunni. Það var Friðarsamband Norðurhafa sem það gerði. Friðarsamband Norður- hafa (The North Atlantic Net- work) eru óformleg samtök frið- arhreyfinga í löndum sem liggja að Norður-Atlantshafi. Markmið sambandsins er kjarnorkufriðlýs- ing og afvopnun á hafsvæðum norðursins. Gífurleg hernaðar- uppbygging á sér nú stað á þessum slóðum. Þær 579 kjarnorkuflaugar sem hernaðaröflin þröngvuðu upp á sárnauðugar þjóðir Evrópu sl. vetur eru aðeins smámunir hjá þeim meira en 4.000 kjarnorkusk- eytum sem þessi vitfirrtu öfl hyggjast koma fyrir í skipum, kafbátum og flugvélum á ha- fsvæðinu kring um ísland. Sér- fræðingar í friðarmálum eru á ' "Vinu máli um að þessi þróun sé enn hættulegri heimsfriðnum en Evrópuflaugarnar. Gegn henni eru hreyfingarnar í Friðarsam- l>andi Norðurhafa nú að samræma krafta sina. Á Loftleiðaráðstefnuna mættu 45 fulltrúar 11 erlendra þjóðlanda og að auki baráttufólk úr 7 ís- lenskum friðarhreyfingum. Óeðlilegur þrýstingur Einhverra hluta vegna hefur ráðstefnan farið óskaplega í taug- arnar á leiðarahöfundi Mbl. en þó kastaði fyrst tólfunum þegar ljóst varð að fjölmiðlar höfðu áhuga á henni. Leiðarinn er fyrst og síðast . —«væsin árás á fréttastofu RÚV fyrir að flytja fréttir af ráðstefn- unni. Það er reyndar bæði gömul saga og ný að Mbl. og menn tengd- ir því halda uppi þrýstingi á hend- ur ríkisfjölmiðlunum ef þeim mis- líka fréttirnar eða fréttamennsk- an. Heimildarmenn mínir segja að þetta sé gert með símhringingum, ádeiluskrifum t.d. í Staksteinum eða forystugrein og síðan endar leikurinn með einhverjum látum og bókunum uppi í útvarpsráði. Áróðursmáttur Mbl. er mikill og með þessum hætti tekst því að skapa óeðilegan þrýsting á frétta- stofur útvarps og sjónvarps sem svo sannarlega mega ekki við ^meiri bandarískri og breskri slagsíðu í sínum eilífu APN- og Reuters-fréttum. Ásakanirnar Mbl. á hendur Fréttastofu útvarpsins í þessu til- felli voru þær, að það sé „óvenju- legt að fréttastofna sýni ráðstefnu útlendinga hér á landi svo mikla athygli" og telur þetta rétt eina sönnunina fyrir því að útvarpið sé „óvenjulega hliðhollt málstað þeirra sem skortir önnur rök gegn vörnum íslands og friðarsam- starfi þjóðarinnar við vinveitta nágranna en órökstuddar dylgjur —og hálfkveðnar vísur". Það er ekki gott að svara svona málflutningi því heiftarhugurinn ber rökvísina ofurliði. Hér er t.d. ráðstefnan sem í upphafi greinar- inn var sögð haldin af Samtökum herst.andst. orðin að ráðstefnu út- lendinga. Hvað sem því líður þá er það alrangt að ráðstefnan hafi fengið óvenju mikla athygli. Vik- una áður var t.d. haldin önnur al- þjóðleg ráðstefna á sama stað. Ráðstefna áhangenda skoska heimspekingsins Hume. Frá þess- ari ráðstefnu var sagt í nokkrum fréttatímum og að minnsta kosti höfð tvö viðtöl við þátttakendur í henni í kvöldfréttunum. Út frá venjulegu fréttamati verður þó ekki annað sagt en þessi ágæti heimspekingur og hugmyndir hans séu léttvægar í samanburði við þau áhrif sem friðarbarátta nútímans hefur á heimspólitíkina og daglega umræðu fólks. Ásakan- ir Mbl. eru því út í hött. Ríkis- fjölmiðlunum bar hreinlega skylda til að greina rækilega frá þessari ráðstefnu. Friðarsamstarf íslendinga Það er nokkur spurning hvað við er átt þegar Mbl. minnist á „friðarsamstarf þjóðarinnar við vinveitta nágranna". Að mínu viti fer slíkt friðarsamstarf fyrst og fremst fram á vettvangi friðar- hreyfinga og friðarbaráttu. Bar- átta norrænna friðarhreyfinga fyrir kjarnorkuvopnalausu svæði á Norðurlöndum er dæmi um slíkt samstarf svo og starfsemi Friðar- sambands Norðurhafa og margt fleira mætti til nefna. Stefna ís- lendinga á alþjóðavettvangi er hins vegar því miður engin frið- arstefna heldur er þar um að ræða herskáa kjarnorkuvopnastefnu. Þvi til sönnunar má minna á að innan Sameinuðu þjóðanna hafa Islendingar ítrekað neitað að styðja tillögur um stöðvun á fram- leiðslu kjarnorkuvopna, „freeze“- tillögurnar svonefndu. Á sama vettvangi hafa þeir neitað að for- dæma framleiðslu nifteindavopna. Innan NATO hafa íslendingar stutt uppsetningu meðaldrægu kjarnorkuflauganna í Evrópu og reyndar sérhverja vígbúnaðar- áætlun bandalagsins. Á vettvangi Norðurlandaráðs hafa þeir hunds- að umræður um kjarnorkuvopna- laus Norðurlönd og á innanlands- vettvangi hafa stjórnvöld ætíð neitað að gefa bindandi yfirlýs- ingar um kjarnorkufriðlýsingu Iandsins. Það má að vísu deila um það hversu íslensk þessi stefna er. Stjórnvöld hafa fylgt henni í blindni í áratugi en hún er ekki mótuð hérlendis heldur af herfor- ingjaráðunum í Pentagon og Brússel. Hún hefur þar að auki engan hljómgrunn meðal íslensku þjóðarinnar, það hafa skoðana- kannanir sýnt. Hernaðarlegt leynimakk Þá er komið að þeim þætti þessa máls sem að mér snýr persónu- lega. Mbl. segir mig hafa fariö með rangfærslur í útvarpsviðtali þar sem ég hélt því fram að um- svif hersins hér á landi væru hjúp- uð leynd og almenningur fengi litlar upplýsingar um hvað raun- verulega væri í bígerð hverju sinni. Mbl. segir: „Méð þessum dylgjum hverfur Árni Hjartarson nokkra áratugi aftur í tímann í áróðri herstöðvaandstæðinga." Eins og svo margt annað er þetta því miður ekki satt hjá Mbl. Ég tók mjög vægilega til orða í þessu viðtali. Ég get fullyrt hér að það er ekki bara gagnvart almenningi sem leynd er haldið yfir brambolti og áætlunum hersins heldur einn- ig gagnvart þingmönnum, þing- flokkum og æðstu embættismönn- um. Og þar er ekki einungis að leyndarhjúpi sé brugðið yfir hern- aðarumsvifin heldur eru mörg dæmi tiltæk um að villandi upp- lýsingar hafi verið gefnar og bein ósannindi sögð. Það eru ekki nema nokkrir mánuðir síðan utanríkis- ráðherra sjálfur rak upp stór augu er fram í dagsljósið voru dregnar áætlanir Bandaríkjahers um eld- flaugastöðvar á íslandi. Áætlanir um nýja neðanjarðarstjórnstöð á Keflavíkurvelli, sem þola skyldi 7 daga einangrun frá umheiminum í kjarnorkustríði, komu fyrst fyrir augu íslenskra fjölmiðla er þær höfðu orðið að deilumáli í banda- rískum þingnefndum. Árni Hjartarson. Ég Ias lítið útvarpserindi inn á band í fyrra um afmarkaðan þátt hernámssögunnar. Þetta var frá- sögn af því hvernig ísland var rið- ið, án vitundar þings og þjóðar, inn í kjarnorkuvopnanetið í Norð- uratlantshafi með Loran C-kerf- inu. Enginn hefur viljað upplýsa hvort ríkisstjórninni var nokk- urntíma skýrt frá hvað raunveru- lega var að gerast á þessum tíma eða hvort utanríkisráðherra sjálf- um var kunnugt um að loranstöðin hér hafði þann megintilgang að leiðbeina Pólaris-kjarnorkukaf- bátum Bandaríkjahers í skot- stöðu. Hitt er vitað að varnar- máladeild utanríkisráðuneytisins gaf út ósannar upplýsingar um til- gang stöðvanna. Útvarpsráð bann- aði þetta erindi áður en því var útvarpað og Morgunblaðið neitaði að birta það. Svona er nú við- kvæmnin og laumupukrið mikið. Ég nefni þetta dæmi sérstaklega vegna þess að nú virðist sagan vera að endurtaka sig 1 ratsjár- stöðvamálinu. Enginn hefur feng- ið að vita um raunverulegan til- gang ratsjárstöðvanna sem nú á að fara að reisa og ummæli ís- lenskra ráðherra um að hér sé ekki um hernaðarmannvirki að ræða eru ljót dæmi um villandi yfirlýsingar. Málstadur þjóðarinnar Ályktunarorð Morgunblaðsleið- arans sem er vaki þessarar grein- ar voru þau, að hinir íslensku þátttakendur í ráðstefnu Friðar- sambands Norðurhafa hefðu ekki verið þeim vanda vaxnir að halda uppi málstað sinnar þjóðar. Um það mál veit ég betur en leiðara- höfundurinn því ég sat ráðstefn- una en ekki hann. Ráðstefnan heppnaðist stórvel. íslenskir þátttakendur, jafnt hægri menn sem vinstri, fluttu sitt mál með ágætum, inngangserindi Páls Bergþórssonar veðurfræðings var t.d. framúrskarandi gott. Hinir er- lendu framsögumenn fluttu einnig stórfróðleg erindi og fyrirlestur prof. Michio Kaku mun öllum ógleymanlegur sem á hlýddu bæði hvað flutning varðaði og ekki hvað síst fyrir þær hrikalegu stað- reyndir um áætlaða beitingu kjarnorkuvopna sem þar komu fram. Veðrið lék við ráðstefnugesti og á meðan á dvöl þeirra stóð hér á Álftanesi skein sól og Þingvöllur skartaði sínu fegursta. 1 skoðun- arferðinni til Keflavíkur var hins vegar suddi en það var líka það veðurlag sem hæfði þeirri ferð best. Það er e.t.v. þetta ferðalag sem Mbl. er hrætt um að hafi orð- ið málstað þjóðarinnar til hnekk- is, innst inni blygðast víst flestir sín fyrir setuliðið þarna syðra. Tilgangurinn var að kynna sam- býli hers og þjóðar. Margt af gest- um okkar þekkir þetta ástand frá eigin heimaslóðum. Setuliðið var hálfhrætt við þetta fólk og her- setnu svæðunum var iokað þegar það bar að garði, vallarlögreglan stóð í hliðunum. Við sögðumst ætla að sýna gestum okkar al- þjóðaflughöfnina okkar en hlið- verðir sögðu okkur ekkert erindi eiga þangað. Þetta er auðvitað brot á öllu venjulegu ferðafrelsi og brýtur í bága við Helsinki- sáttmálann en sýnir vel það óeðli- lega ástand sem hér ríkir. Kefl- vískir herstöðvaandstæðingar, sem við snæddum hádegisverð með á Glóðinni, voru málstað þjóðar sinnar til sóma í þessum hópi. Þeir sem ekki eru þjóð sinni til sóma og sverta málstað hennar á alþjóðavettvangi eru þeir sem tala fyrir núverandi stefnu henn- ar, þegjandi undirlægjuhætti gagnvart kjarnorkustefnu NATO og Bandaríkjanna og hafa stuðlað að því að landinu hefur verið breytt í herstöð eða „ósökkvandi flugvélamóðurskip" svo notað sé líkingamál stríðspáfanna í Wash- ington, Brússel og Moskvu. 4. sept. 1984, Eftirmáli Eins og sjá má hefur þessi grein nú beðið birtingar í rúma þrjá mánuði. Þar sem ég var að bera af mér árás sem á mig var gerð í leiðara blaðsins og lesin var í út- varp yfir landslýð öllum, þá bar blaðinu samkvæmt skrifuðum jafnt sem óskrifuðum siðareglum að birta athugasemdir mínar um leið og þær bárust. Þótt stjórnmál séu hvorki at- vinna mín né aðaláhugamál, þá á ég allt eins von á því, að Mbl. eigi héðan í frá sem hingað til eftir að gagnrýna skoðanir mínar og skrif. Ékki er heldur ólíklegt að ég eigi eftir að senda ádeilupistla í blaðið. Ég vona að fullur drengskapur muni ríkja í þeim leik og mistök á borð við þau sem hér hafa átt sér stað endurtaki sig ekki. Arni Hjartarson er íormaður Sam- taka herstöðvaandstæðinga. Ath. ritstjóra Árni Hjartarson, formaður Samtaka herstöðvaandstæðinga, setti ráðstefnu þá sem hann gerir að umræðuefni í Kristalssal Hót- els Loftleiða 24. ágúst síðastiiðinn. Morgunblaðið biður ráðstefnu- gesti velvirðingar á því að það taldi Árna gera það í nafni her- stöðvaandstæðinga og samtaka þeirra. Einkenni á grein Árna Hjartar- sonar er hið sama og setur svip sinn á skrif allra þeirra sem telja varnir Vesturlanda hættulegri heimsfriðnum en vígtól Sovét- manna. Hvers vegna lætur hann hjá líða að geta þess að Sovét- menn hafa nú þegar komið fyrir að minnsta kosti 378 SS-20-eld- flaugum en hver þeirra getur bor- ið þrjár kjarnorkusprengjur? í apríl síðastliðnum var 243 þessara eldflauga, með alls 729 kjarnorku- sprengjur í trjónum sínum beint gegn NATO-ríkjum í Vestur-Evr- ópu, sem ákváðu í desember 1979 að svara þessari ógn með 572 — ekki 579 eins og Árni segir — eld- flaugum sem hver ber eina kjarn- orkusprengju. 1980 fjarlægðu NATO-ríkin 1.000 kjarnorku- sprengjur frá Evrópu, 1.983 ákváðu þau að fjarlægja 1400 kjarnorkusprengjur til viðbótar og auk þess eina fyrir hvern kjarnaodd í eldflaugunum 572. Niðurstaðan verður sú að fjöldi kjarnorkuvopna á vegum NATO í Evrópu verður hinn lægsti í 20 ár, þegar sovéskum kjarnorkuvopnum í álfunni fjölgar jafnt og þétt. Þessar staðreyndir vill Árni Hjartarson ekki ræða. Fullyrð- ingar hans um fjölgun á hafinu bera þess einnig merki að hann setur kíkinn á blinda augað þegar hann lítur á sovéska flotann. Orð hans um hin „vitfirrtu öfl“ vísa að sjálfsögðu til aðildarríkja Atl- antshafsbandalagsins. Ef upplýs- ingarnar um „4.000 kjarnorku- skeyti" í skipum, kafbátum og flugvélum „á hafsvæðinu kring um ísland" hafa verið forsendan fyrir ráðstefnunni á Hótel Loft- leiðum hefur hún byggst á mis- skilningi. Árni Hjartarson sýnist ekki átta sig á því að „APN“ er skammstöfun á sovésku frétta- stofunni NOVOSTI, sem starfar hér á landi í skjóli sovéska sendi- ráðsins og Maríu Þorsteinsdóttur, baráttumanni í Samtökum her- stöðvaandstæðinga. Skoðanakannanir sýna að 80% þjóðarinnar styðja þátttöku Is- lands í Atlantshafsbandalaginu og telja bandalagið vinna að friði og verndun hans. í því efni byggja þeir á 35 ára reynslu. Bandaríkjaher hefur ekki haft neinar áætlanir um að reisa eld- flaugastöðvar á íslandi. Atvikið sem Árni Hjartarson vísar til kom til álita á síðasta vetri vegna óljósra frétta um að einkarann- sóknastofa í Bandaríkjunum hefði kannað hvernig nýta mætti ófull- gerða stýriflaug. Danskir blaða- menn töldu umræður um þetta mál í sama dúr og Árni Hjartar- son stundar augljóst dæmi um lygaupplýsingamiðlun á vegum KGB. Morgunblaðið benti á að hefðu ráðstefnugestir í boði Árna Hjart- arsonar o.fl. ekki fengið nægilega vitneskju um varnar- og örygg- ismál íslands hlyti það að stafa af þekkingarskorti íslensku þátttak- endanna. Grein Árna Hjartarson- ar sýnir að sú ályktun Morgun- blaðsins á við rök að styðjast. Kodak byrjar fram- leiðslu myndbanda FYRR A þessu ári tilkynntí Kod- ak-fyrirtækið að það hygðist setja á markað yfir 50 gerðir af mynd- böndum fyrir áhuga- og atvinnu- menn. Hinn 1. október komu svo á markað hér Kodak myndbönd fyrir VHS- og Beta-heimilismynd- bandstæki, segir í fréttatilkynn- ingu frá Hans Petersen hf. Þar segir ennfremur: „í meira en 100 ár hefur Kod- ak-fyrirtækið séð alþýðu manna fyrir hagkvæmri leið til að „varðveita dýrmætustu minn- ingarnar" með ódýrum en vönd- uðum ljósmynda- og kvikmynda- vélum og filmum. Með nýrri tækni er sjónvarpið að bætast við sem miðill en ljær minning- unum líf og lit. Þetta er því að- eins byrjunin hjá Kodak. Innan skamms mun koma á markað á íslandi nýtt tæki frá Kodak, Kodavision, sem er sambyggð upptöku/sýningarvél og mynd- segulband. Þetta nýja tæki notar 8 mm breitt myndband sem er helmingi mjórra en venjuleg VHS- og Beta-myndbönd. Tækniframfarir sem átt hafa sér stað leyfa þessa minnkun á myndbandinu án þess að nokkuð glatist af mynd- og tóngæðum. Jafnframt því sem Kodak heldur inn á nýjar brautir mun fyrirtækið halda áfram að þróa og setja á markað nýjar vörur fyrir hinn hefðbundna ljós- myndavörumarkað."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.