Morgunblaðið - 12.12.1984, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 12.12.1984, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1984 Minning: Lára Thoraren- sen frá Kotvogi Fædd 29. september 1913 Dáin 28. september 1984 Fyrir u.þ.b. 40 árum bundumst við nokkrar vinkonur á Vífils- staðahæli og í félagsskap SÍBS í Reykjavík vináttuböndum, em aldrei hafa rofnað, nema af því eina óhjákvæmiiega að deyja. Kölluðum við vinahópinn „saumaklúbb" og hittumst reglu- lega a.m.k. mánaðariega að vetrin- um, til skrafs um dægurmál auk mála SÍBS, sem við bárum mjög fyrir brjósti. Á síðastliðnum árum höfum við misst þrjár úr okkar hópi og nú síðast þá sem við kveðjum með þessum fáu orðum, frú Láru Thor- arensen, sem andaðist 28. sept. sl. Ekki viijum við láta hjá líða að senda þessari vinkonu okkar kveðju og bestu þakkir fyrir sam- fylgdina, þó síðbúnar séu vegna verkfalls og veikinda í okkar hópi. Lára fæddist vestur í Dölum 29. sept. 1913, en missti föður sinn, Boga Thorarensen, á unga aldri. Ur Dölum er Lára flutt, þá kornabarn, til föðursystur sinnar Hildar Thorarenssen í Kotvogi í Höfnum og manns hennar Ketils Ketilssonar. Þar var hennar heimili sem hún talaði um og vitnaði til við ýmis tækifæri. En það fór eins fyrir Láru og fleirum að þegar lífið og framtíðin virtist blasa björt við, hún nýgift og sonur fæddur, að hún veiktist af berklaveikinni, sem í einu vet- fangi kippti burtu öllum framtíð- aráætlunum um ókominn tíma, ef bata var að fá, sem einnig gat ver- ið tvísýnt um á þessum árum. Einkasonurinn Björn var tekinn fóstri hjá Hildi frænku, sem gerð- ist amma hans og fóstra, en Láru biðu mörg ár á hælum og sjúkra- húsum. Lára var strax virkur félagi í samtökum berklasjúklinga og gerðist sölustjóri Reykjalundar í Reykjavík þar sem hún starfaði í mörg ár. Enn hrakar heilsu Láru og bregður hún þá á það ráð að leita iækninga á heilsuhæli í Noregi Mesnalien, nálægt Lillehammer, en þar höfðu nokkrir berkiasjúkl- ingar héðan náð bata. Innrömmun Innrömmun Gests Bergmanns auglýsir: Tek aö mér hvers konar innrömmun. Tilvaliö tækifæri til aö láta ranna inn myndir fyrir jólin. Hristu rykiö af rammalausu myndunum og líttu inn, ódýr og góö þjónusta. Ramma einnig inn útsaums- myndir. Innrömmun Gests Bermanns Týsgötu 3, sími 12286. Gunnar Guömundsson læknamiöill Þú ert vinsamlegast beöinn um aö leggja inn síma- númeriö þitt strax á auglýsingadeild Mbl. merkt: „A — 1000“. Dansk-íslenska félagið hefur samið viö Feröamiöstööina um áramótaferö til Kaupmannahafnar. Gist á SAS Royal. Verö kr. 12.490,- fyrir sex daga ferö. Veisla á gamlárskvöld. Verö kr. 560,- dkr. Brottför 28. des. Allar frekari upplýsingar hjá Feröamiöstööinni, s. 28133. Bladburóarfólk óskast! „i l & Austurbær Lindargata 40—63 Bergstaðastræti 1—57. Grettisgata 37—98 Hverfisgata 63 120. Miöbær I JflorjpmMíiíuíi Það gerði Lára einnig og tók til starfa á ný, fyrst hjá Reykjalundi og síðan við einkarekstur. Hvar sem Lára fór eða dvaldi varð henni vel til vina enda fór svo að stóri vinahópurinn frá hælis- dvölinni í Noregi hvatti hana óspart til utanfarar og heimsókn- ar sem varð til þess að hún átti tíðar ferðir til Noregs og Dan- merkur þar sem hún einnig starf- aði um skeið. Síðasta ferðin til Danmerkur varð skemmri en til stóð, en þá ætlaði Lára að heimsækja góða vini sína í Silkeborg. Dvölin varð að þessu sinni styttri þar sem hún veiktist skyndilega í Kaupmanna- höfn og var sótt af syni og tengda- dóttur og flutt á Landspitalann þar sem lokastríðið hófst og lauk því þann 28. sept. sl. sem fyrr seg- ir. Þrátt fyrir áratuga veikinda- sögu með sjúkrahúsvistum á hæl- um hér á landi og erlendis var kjarkur, dugnaður og lífsgleði Láru slíkað við vinkonurnar mátt- um hafa okkur allar við með að fylgjast með framtíðaráformum hennar um sjálfa sig og félags- starfsemi okkar í SÍBS. Þrátt fyrir veikindi sín var Lára hamingjusöm með sitt hlutskipti og stóri ljósgeislinn hennar var sonurinn, tengdadóttirin og barnabörnin, sem öll voru svo kær ömmu sinni. Sérstaklega var kært með þeim nöfnunum Láru og sonardóttur- inni sem oft bjó hjá ömmu sinni og urðum við oft varar við þann kærleika sem var milli þeirra ekki hvað síst nú í lokin. Um leið og við þökkum Láru Thorarensen fyrir langa og hug- ljúfa samfylgd sendum við einka- syninum og fjölskyldu hans inni- legustu samúðarkveðjur. Saumaklúbbur SÍBS. Elskuleg frænka mín, Boghildur Lára lézt þ. 28. sept. sl. eftir stutt veikindi, sem þó höfðu haft langan aðdraganda. Margar minningar koma upp í hugann við lát hennar. Lára var fínleg og ungleg kona og samsvaraði sér vel og var ávallt í góðu skapi. Hún kunni að gleð- jast í vinahópi, hafði alltaf frá mörgu að segja og fjölfróð um ólíklegustu efni. Oft kom Lára í heimsókn til okkar. Henni fylgdi alltaf hress- andi blær, þrátt fyrir að heilsa hennar væri upp og niður. Alltaf fannst mér gaman að heyra á tal hennar og föður míns, en þau eru bræðrabörn, er þau rifjuðu upp bernsku sína og unglingsár í Kot- vogi. Lára var alltaf góð við mig og gerði mér margan greiða, sem ég minnist með þakklæti. Hún var mikill ferðagarpur og fór oft til Noregs og Danmerkur, en þessi lönd voru í miklu uppáhaldi hjá henni, og átti hún þar marga góða vini, enda dvaldi hún í báðum þessum löndum lengur eða skemur og starfaði hún í því síðarnefnda í nokkur ár við hótelstörf. Á síðari árum fór hún að jafnaði einu sinni á ári til Danmerkur, þar sem hún dvaldi 2—3 mánuði í senn. f eina slíka för hafði hún lagt, er hún veiktist skyndilega og kom heim til að leggjast á spítala hér, þaðan sem hún átti ekki afturkvæmt. Hún hafði sagt okkur fyrir um það bil 10 árum, að hún yrði ekki eldri en sjötug, og enda þótt við tækjum það ekki trúanlegt, stóð það heima, að hún lézt daginn fyrir afmælisdaginn sinn. Eftir að Lára hætti sölustjóra- starfi hjá SÍBS og dvöl erlendis, rak hún um tveggja ára skeið litla vefnaðarvöruverzlun á Hagamel. Var þá stutt að líta inn til hennar þar. Var þá stundum Lára yngri, sonardóttir hennar og yngst af sonardætrum hennar, að aðstoða hana við verzlunarstörfin og fórst það vel úr hendi. Hún er nú út- lærður mublusmiður og vinnur hjá Kristjáni Siggeirssyni hf. Hin- ar sonardætur hennar, Hildur og Díana, eru húsmæður, önnur f Reykjavík og hin í Mallorca á Spáni. Yngsta ömmubarnið, Gunnar Friðrik, er enn í foreldra- húsum. Við, fjölskyldan, kveðjum Láru með söknuði og þakklæti. Hennar verður sárt sakað af ömmubörn- um, ættingjum og vinum, en heim- koman verður henni góð. Þar verð- ur henni vel fagnað. Á nýjum ævi- brautum fylgja henni okkar hlýj- ustu kveðjur frá öllum hér. Birni Helgasyni, syni hennar og fjöl- skyldu, hans vottum við innilega samúð. Elín Karitas Thorarensen Lára, eins og hún var kölluð daglega, frænka og fóstursystir, andaðist í Landspítalanum að morgni hins 28. sept. síðastliðinn. Boghildur Lára Thorarensen, eins og hún hét fullu nafni, var fædd 29. sept. 1913 í Hvammsdal í Saurbæ í Dalasýslu. Foreldrar hennar voru Bogi Thorarensen, búfræðingur frá Olafsdal og bóndi í Hvammsdal, og kona hans Guð- rún Guðmundsdóttir. Ári 1913, 24. febrúar, andaðist faðir hennar af slysförum, en Lára fæddist í september það ár. Ástæður voru því erfiðar á Hvammsdalsheimilinu, fyrirvinn- an farin, horfin, en börnin fjögur og ung fyrir, en Lára nýfædd og það fimmta. Hjónin í Kotvogi í Höfnum, Hildur og Ketill maður hennar, tóku þess vegna Láru svo að segja nýfædda og ólu hana upp. Hildur var föðursystir nýfæddu telpunn- ar og Ketill maður hennar ávallt hinn göfugi og hjartahlýi vakandi Elma Björk Guö- jónsdóttir - Minning Fædd 28. maí 1935 Dáin 4. desember 1984 Ég kynntist Elmu síðastliðið sumar á hvíldarheimilinu að Varmalandi í Borgarfirði. Hún bjó í næsta herbergi við mig, svo ég kynntist henni kannski meira fyrir það. Það var ótrúlegt hversu miklu hún fékk áorkað í starfi sínu þarna yfir daginn, þessi litla netta kona, sem var jafnaldra mín og við áttum svo margt sameigin- legt. Hún var tónlistarunnandi og hafði samið mörg lög. Einu sinni heyrði ég hana leika á píanóið og hún gerði það með tilþrifum, en seinna frétti ég að hún hafði aldr- ei lært nótnalestur. Ég vissi að hún bar sjúkdóm, sem hún hlaut af bifreiðaslysi og sem gat hrifið hana burtu hvenær sem var. Ék kom aftur aö Varmalandi seinna í sumar með vinkonu minni og kynntist hún Elmu þar. Vinkona mín komst lengra en ég. Hún kom til hennar á heimili hennar síð- astliðið haust og hafði Elma leikið lög sín fyrir hana. Ég hafði við hana símasamband og ætlaði að koma til hennar þegar hún væri búin að láta máia íbúðina hjá sér, en þá ætlaði ég að fara út með henni, því hún mátti aldrei fara ein út. Hún var glöð síðast þegar ég talaði við hana. Hún var nýbúin að fá bréf frá frú Hambling, sem hafði glatt hana mjög og nú var íbúðin máluð og fín, við ætluðum að hittast bráðlega. Nú er hún öll, en við vitum það vinir hennar frá Varmalandi að nú liður henni vel og eins og Jón Sigurgeirsson sagði maður í því að gjöra gott. í Kot- vogi ólst því Lára upp á mann- mörgu og merku stórheimili og við allsnægtir er óhætt að segja. Heimilið og uppeldið mótaði hana og okkur öll, fósturbörnin á marg- an hátt, meir og lengur en hér verður talið. Lára giftist þann 17. nóvember 1934 Helga Helgasyni, sjómanni i Höfnum á þeirri tíð. Þau hjónin eignuðust einn son, Björn, sem lif- ir og er kvæntur og búsettur hér í Reykjavík og starfsmaður Hjálp- artækjabankans. Þau hjónin slitu síðar samvistir. Þær Lára og Hild- ur föðursystir hennar og fóstur- móðir okkar bjuggu saman alla tíð og mörg síðustu árin hér í Reykja- vík. Hér í Reykjavík byrjaði Lára snemma störf hjá SÍBS og vann hjá því félagi svo að segja alla tíð að undanteknum tveimur árum er hún stundaði sjálfstæð verzlun- arstörf. Þegar litið er yfir lífsferil Láru, þá er þar margt bjart, sem blasir við, en líka sárt og erfitt. Þar á ég við baráttu henna við langvinn veikindi lengst af. I uppvextinum naut hún alls þess bezta, sem völ var á, hún bæði lærði og kynntist þeim mörgu störfum, sem voru á stóru útvegsheimili. Slík reynsla og þekking er ómetanlegur skóli fyrir lífið og árin, sem framundan eru. Uppvaxtarárin mótuðu hana. Hún var traust, dugleg og áreið- anleg við öll störf, sem henni voru falin. 1 löngu starfi hjá SÍBS naut hún viðurkenningar og þakklætis sem trúr, traustur og vel gerður starfsmaður, sem vildi hag og heill félagsins í einu og öllu. Og starf hennar hjá SÍBS er ekki síður merkilegt vegna þess, að sjálf átti hún við skerta starfskrafta að stríða og við- kvæma heilsu. Hún varð snemma að fara á Vífilsstaði vegna veik- inda og ganga undir erfiðar lækn- isaðgerðir, en hún náði sér alltaf upp aftur. Það var ekki sízt vegna þess, að hún hafði óbilandi kjark og lífsþrótt í hverju, sem á gekk. Bjartsýni hennar og von um bjart- ari lífsstundir voru hennar leið- arljós alla tíð, sem sköpuðu henni upprisu og sigur eftir hverja raun og sjúkdómslegu. Ég hefi ekki þekkt neinn, sem gerði eins lítið úr veikindum sínum og sjúkdómsleg- um og hafði um slíkt jafn fá orð. í þrálátum veikdinum og mót- læti sigraði hún stöðugt með fá- dæma kjarki og bjartsýni og svo miklu sálarþreki, að hún loks virt- ist hafin yfir þetta allt og þekkti þetta ekki lengur. Hún gat tekið undir orð stór- skáldsins: „Mér þótti sem hefði ég þolað allt stríð allt sem þola má skjálfandi reyr, og mér fannst sem ég þekkti ekki háska [né hríð, og að hjarta mitt bifðist ei meir.“ Syni sínum og fjölskyldu hans, ömmubörnunum, ættfólki og vin- um og okkur fóstursystkinum verður Lára ætíð fordæmi um trausta og vandaða konu, sem með hetjulund barðist gegn óblíðu and- streymi til hinztu stundar. Blessuð sé minning hennar. Jón Thorarensen við mig í símann: „Hún hefur skil- að góðu dagsverki og á því góða heimkomu." Börnum hennar, föð- ur hennar og öðrum aðstandend- um sendi ég samúðarkveðjur mfn- ar. Aldís Ragnarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.