Morgunblaðið - 22.12.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.12.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1984 Verkfærasett. Frá kr. 265.- Góö þokuljós. Frá kr. 1876.- (sett). Barnaöryggisstólar. Barnabílbelti. Barnabílpúöar. Burðarrúmsfestingar. Bílaryksugur 12V Bílamottuúrval. Spoiler framan. Spoiler aftan. Grill meö luktum. Speglar í úrvali. 'W9 Þvottakústaúrval, sköft, sápa. Frá kr. 64.- Sóllúgur. Ðremsuljós í glugga. Frá kr. 570.- Falleg og vönduö sætaáklæöi. Blá, grá og beige. Ennfremur: Hleöslutæki, verkfæraúrval, öryggisþríhyrningar, blikkluktir, mælar, grill merki, loftdælur, rafmagnsverkfæri, bílaviögerðarbækur, rallyspiliö og margt fleira. Airpress á hliðar- glugga. Frá kr. 795.- > # j 1 f \ Nýtt hjólkoppaúrval. Opiöídag MkLiaoa enau Síðumúla 7-9 sthf Sími 82722 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Sigur blasir við Congress I og Rajiv Gandhi unnar og hjarta hins svokallaða Hindubeltis í Indlandi. Þar er átt við sex norðurfylki en þau eiga um 40 prósent þingmanna á indverska þinginu. Maneka Gandhi, mágkona hans, sem hafði stofnað sinn eig- in flokk nokkrum mánuðum áður en Indira Gandhi lézt, hefur ekki látið af baráttu sinni. En hún hefur orðið að breyta málflutn- ingi sínum. Flokkur hennar var upprunalega byggður á því að gagnrýna Indiru Gandhi, per- sónulega og pólitískt og af eðli- legum ástæðum hafa flestir frambjóðendur talið hyggilegast að stilla þeirri gagnrýni í hóf nú. Maneka býður sig fram í sama rfki og Amethi, sem er bænda- kjördæmi í Uttar Pradesh. Þó svo að morðið á Indiru hefði ekki komið til, hugðu fáir sennilegt að Maneka myndi vinna sigur á Rajiv. Hins vegar voru menn sammála um, að vegna fjölskyld- unnar væri framboð Maneku ákaflega óþægilegt og atlögur hennar og árásir á Indiru höfðu i byrjun töluverð áhrif. Ekki hvað sízt meðal þeirra sem studdu Sanjay eiginmann hennar og töldu alveg sjálfsagt, að það yrði hún sem tæki við af tengdamóð- ur sinni í stað þess að hún leitaði til Rajivs, sem var óþekktur og ekki hneigður til stjórnmála- afskipa að flestra dómi. Þó svo að Rajiv Gandhi hafi rekið kosningabaráttu sem hefur um margt verið hófsamlegri og skynsamlegri en aðrir forystu- menn Indlands hafa gert fram til þessa segja stjórnmálaskýr- endur, að þeir geti ekki áttað sig á hvernig leiðtogi hann muni verða, þegar hann hefur fengið opinbert umboð kjósenda. Þær vikur sem eru liðnar frá láti móður hans hefur varla reynt á það. Og það hefur sýnt sig að vitsmunir og góður vilji dugir ekki til að stjórna þessu risa- stóra og fjölmenna landi, þar sem allt logar í trúar-, stétta- og þjóðfélagsdeilum. Spurningin er hvort Rajiv Gandhi hefur þann kjark sem þarf til að hreinsa til og endurskipuleggja allt póli- tískt starf sem gæti svo aftur stefnt til að Indland væri sam- einað land þar sem raunhæfar aðgerðir yrðu gerðar til úrbóta í þjóðfélagsmálum. Það væri tími til kominn. (Heimildir Far Eastern Eco- nomic Review, Newsweek o.fl). Jóhanna Kriatjónsdóttir er blm. í erlendri fréttadeild Mbl. Fáir draga í efa að Congressflokkur I muni bera sigur úr býtum í þingkosningunum í Indlandi á mánudag, og ekki er þar aðeins ástæðan frammistaða Rajivs Gandhi forsætisráðherra í kosningabarátt- unni, heldur og líka er skýringin sundruö og klofin í smábrot. í sumum ríkjum eru allt að tíu frambjóðendur um hvert eitt þingsæti og í krafti hefðar, langra valda og fjármuna hyllist kjósandi til að óttast ringulreið sem gæti fylgt í kjölfar of mikill- ar dreifingar atkvæða, væntan- lega til að veita Congressflokkn- um I brautargengi. Það kosn- ingabandalag þriggja flokka sem var sett á laggirnar nokkru áður en Indira Gandhi var myrt þann 31. október hefur reynzt sjálfu sér sundurþykkt og því hefur fjarri tekizt að vekja tiltrú hins almenna kjósanda á stefnumál- um sínum. Málflutningur stjórn- arandstæðinga um spillingu inn- an Congressflokksins I hefur heldur ekki fengið eins mikinn hljómgrunn og oft áður, einfald- lega vegna þess hreina skjölds sem Rajiv Gandhi hefur hvað slíkt snertir. Væri móðir hans að heyja kosningabaráttu myndi þetta mál án efa vera ofar á baugi en nú. Því eru Rajiv og menn hans nokkurn veginn vissir um að ná nokkuð bærilegum meirihluta. Fyrir morðið á Indiru höfðu hneykslismál skekið Congress- flokkinn og ýmsir stuðnings- menn, margir virtir og þekktir, snöruðust undan merkjum hans vegna andstöðu við Indiru Gandhi. Því var málum svo kom- ið að um það leyti sem hún lézt voru ýmsar raddir á kreiki, sem spáðu því að hún myndi eiga erf- itt uppdráttar í kosningabarátt- unni sem var þá nýhafin. Fáir efuðust að vísu um að Congress- flokkur I myndi eftir sem áður vera stærstur og öflugasti flokk- ur landsins, en fylgistap þóttust menn sjá fyrir. Á kjörskrá eru um 390 millj- ónir. Rajiv Gandhi hefur verið á ferðinni óþreytandi að því er virðist og fundir hans hafa dreg- ið til sín tugþúsundir. Rajiv Gandhi hefur þótt hófsamur í málflutningi og traustvekjandi, en hann hefur skiljanlega ekki hikað við að færa sér í nyt lát móður sinnar og það verður varla láð honum. Hann hefur hamrað á því að Congressflokk- ur I sé einn megnugur að fara með stjórn á Indlandi vegna sundrungar stjórnarandstöð- unnar og því hefur varla verið hægt að mótmæla. Hann hefur einnig ótvírætt gefið í skyn að að stjórnarandstaðan er sem fyrr sikharnir tveir sem skutu Indiru til bana hafi aðeins verið einn hlekkur í stórri samsæriskeðju öfgaafla sem hafi stefnt að því einu að auka á sundrunguna i landinu sem er svo sem ærin fyrir. Kosningabaráttur á Indlandi hafa aldrei farið fram með friði og svo hefur heldur ekki verið nú, þótt hún sé með öðrum brag en áður. Ýmsum frambjóðend- um, stjórnarflokks sem stjórnar- Þessi mynd var tekin daginn fyrir lát Indiru. andstöðu, hefur verið hótað og nokkur atvik gerzt sem þykja heldur grunsamleg. í Gwalior varð einn frambjóðandi stjórn- arandstöðunnar Á.B. Vajpaynee að fara á sjúkrahús vegna sára sem honum voru veitt. Og í AIl- ahabad slapp H.N. Bahuguna naumlega, þegar gríðarmikill vöruflutningabíll ók beint fram- an á bíl hans. í Uttar Pradesh var verkamaður nokkur kunnur að andstöðu við Congress I brenndur til bana. Rajiv Gandhi hefur upp á síð- kastið einbeitt sér að ríkinu Utt- ar Pradesh, heimaríki fjölskyld- Maneka á kosningafundi. Rajiv Gandhi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.