Morgunblaðið - 22.12.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.12.1984, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1984 lír borgarstjórn: Nýjar stjórnkerfis- reglur samþykktar Á FUNDI borgarstjórnar á fimmtudag voru samþykktar nýjar breytingar á stjórnkerfí borgarinnar og fundarsköpun borgarstjórnar. í upphafí seinni umræóu um breytingarnar sagði Davíð Oddsson borgar- stjóri að fallið væri frá þeirri tillögu að borgarstjóri boðaði til almennra funda með borgarbúum, þar sem borgarmálefni eru kynnt og rædd. Að hans mati væri eðlilegt að hafa siíkt ákvæði í samþykkt um stjórn borgarinnar, en þar sem eðlileg samstaða hefði ekki náðst um það mál væri fallið frá því. Minnihlutinn héldi því m.a. fram, að með slíku ákvæði mundi Sjálfstæðis- fíokkurinn boða til áróðursfunda með borgarbúum á kostnað þeirra. Fyrir tíð vinstri meirihlutans hefðu borgarstjórar Rvk. haldið kynningarfundi með borgarbúum og engin dæmi hefðu verið um misnotkun á einu né neinu í því sambandi. Það væri sjálfsögð kvöð á borgarstjóra hverju sinni að kynna borgarmálefni á fundum með borgarbúum og kvaðst Davíð innan tíðar halda slíka fundi í borginni. Borgarfulltrúar minnihlutans studdu tillögu um að borgarfull- trúar verði 21, borgarráðsmenn 7 og allar fastanefndir borgarinnar verði skipaðar sjö fulltrúum og sjö til vara. Fengu þær tillögur ekki stuðning. Samkvæmt eldri ákvörð- un borgarstjórnar verða borgar- fulltrúar aftur 15 frá og með nstu kosningum. Borgarráðsmenn verða áfram 5 og fjöldi fulltrúa í nefndum, sem borgarstjórn kýs, verður 5, • nema lög kveði á um annað. Svo sem áður hefur verið rakið i Mbl. verða íþróttaráð og æskulýðsráð sameinuð í íþrótta- * og tómstundaráð. Stofnuð verður menningarmálanefnd Reykjavík- urborgar, sem tekur við verkefn- um stjórna Kjarvalsstaða og Ás- mundarsafns, stjórnar Borgarbókasafns, umhverfismála- ráðs, að því er tekur til málefna Árbæjarsafns, stjórnar menningarmiðstöðvar við Gerðu- berg, stjórnar Reykjavíkurviku, og annist auk þess samskipti fyrir borgarinnar hönd við stjórn Sinfóníuhljómsveitar, Listahátíð- ar og Leikhúsráð LR. M.a. verða dagvistarmál sjálfstæður mála- flokkur, rekstur þeirra og upp- bygging, og aðgreindur frá félags- málum. Samkvæmt breytingunum, sem koma til framkvæmda eftir næstukosningar getur borgar- stjórn ákveðið að bera einstök mál undir atkvæði borgarbúa eða leit- að álits þeirra með öðrum hætti, þegar ástæða þykir til. Niðurstöð- ur slíkrar atkvæðagreiðslu eða skoðanakönnunar verða ekki bind- andi fyrir borgarfulltrúa. Við und- irbúning fjárhagsáætlunar hvert ár skal auglýsa eftir ábendingum og tillögum borgarbúa um mál, og nefndir borgarstjórna, geta ákveð- ið að efna til funda með borgar- búum, íbúum einstakra hverfa, fé- lögum eða hagsmunahópum öðr- um fyrir afgreiðslu mála í viðkom- andi nefnd. f borgarráði verða síðar af- greiddar tillögur um starfsemi upplýsingafulltrúa á vegum borg- arinnar um málefni hennar og starfsemi og tillögur m.a. um starfsaðstöðu borgarfulltrúa. Meðal tillagna sem ekki hlutu stuðning við atkvæðagreiðslu á fimmtudag var tillaga Alþýðu- bandalagsins um að borgarstjóri, borgarritari, yfirmenn fjármála og verklegra framkvæmda, verði ráðnir til jafnlengdar kjörtímabils borgarstjórnar, þannig að þær stöður verði ætíð lausar við upp- haf kjörtímabils. Ennfremur að forstöðumenn stofnana borgar- innar verði ráðnir til 5—6 ára í senn í fyrsta sinn og endurráðn- ingar verði ekki til lengri tíma en 2—3 ára í senn. Tillaga Kvennaframboðsins um stofnun kvennaráðs, sem verði forsvars- og framkvæmdaaðili um þau málefni borgarinnar sem snerta konur sérstaklega og hefði jafnframt eftirlitsskyldu gagnvart öðrum ráðum borgarinnar, að samþykktir er bæta hag kvenna verði framkvæmdar, hlaut aðeins tvö atkvæði. Tillögur Kvenna- framboðsins í 10 liðum sem voru bornar til atkvæða í einu lagi, í samráði við borgarfulltrúa Kvennaframboðsins, fengu ekki stuðning. Tillaga borgarfulltrúa Alþýðu- flokksins um að borgarstjóri skuli annast samningaviðræður fyrir hönd borgarinnar með heimild borgarráðs eða borgarstjórnar náði ekki fram að ganga. Meðal tillagna borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, sem ekki náði fram að ganga, var að borg- arstjórn réði borgarstjóra. Væri borgarfulltrúi kjörinn borgar- stjóri skyldi hann láta af starfi sem borgarfulltrúi meðan hann gegndi embætti borgarstjóra. Kostnaður af byggingar- svæðinu norðan Grafarvogs HEILDARKOSTNAÐUR af gatna- gerð, holræsum og vegalagningu, þ.m.t. Gullinbrú í Grafarvogi, nemur nú tæplega 175 milljónum króna. Þetta kom fram í svari Davíðs Oddssonar borgarstjóra á fundi borgarstjórnar á fímmtudag við fyrirspurn Kristjáns Benediktsson- ar, borgarfulltrúa Framsóknar- fíokksins, um kostnað og fíeira varð- andi byggingarsvæðið norðan Graf- arvogs. Kostnaður af kaupum á löndum og mannvirkjum á þessu svæði nemur um einni milljón króna og af skipulagsvinnu tæpiega 6 millj- ónum króna. í heild hefur 542 ibúðum verið úthlutað á þessu svæði, 222 til Reykvíkinga, 62 til einstaklinga utan Reykjavíkur, 36 til bygg- ingarfélaga utan Reykjavíkur, 102 til byggingariðju og 120 til verka- mannabústaða. í svari Davíðs Oddssonar kom ennfremur fram að nú væri tíma- bært að hefja viðræður við Póst og síma um framtíð Gufunessradíós, en Kristján spurði hvort athugað hefði verið um flutning radíósins af núverandi svæði. Spurningu hans um hvort einhver starfsemi, sem fram fer á tilraunastöðinni á Keldum, gæti haft skaðleg áhrif á umhverfið svaraði Davíð á þann veg, að samkvæmt athugun sem gerð var 1983 væri ekki ástæða til að óttast neitt í því sambandi. Ef Fasteignagjöldin óbreytt 1985 — tillaga gerð til hækkunar og önnur til lækkunar gjaldanna Á NÆNTA ári verða fasteignagjöldin í Reykjavík 0,421 % eða óbreytt hlutfall frá þessu ári og árinu á undan. Árið 1983 voru fasteignagjoldin í Reykjavík lækkuð úr 0,5% í 0,421 % Við afgreiðslu málsins á fundi borgarstjórnar á fimmtudag gerði Kvennaframboðið tillögu um að fasteignagjöldin yrðu hækkuð í 0,5% með þeim rökum m.a. að til- laga sjálfstæðismanna um óbreytt hlutfall kæmi þeim fyrst og fremst til góða sem eiga dýrasta og stærsta íbúðarhúsnæðið. Með þessu væri verið að færa hinum betur stæðu fjármuni á kostnað þeirra sem minna mega sín. Ljóst væri að meirihlutinn hygðist hækka þjónustugjöld borgarinnar verulega á næsta ári og verja þeim hækkunum að hluta til í fjár- mögnun á tekjutapi vegna Iágra fasteignagjala. Kristján Benediktsson, borgar- fulltrúi Framsóknarflokksins, gerði tillögu um að fasteignagjöld- in yrðu lækkuð í 0,380% 80 til 85% fjölskyldna í Reykjavík byggju í eigin húsnæði og samkvæmt úr- taki hjá Verslunarmannafélagi Reykjavíkur væri hlutfallið rúm- lega 90%. sem byggju í eigin hús- næði. Margar þessar fjölskyldur hefðu lágar tekjur og ættu í erfið- leikum með að greiða fasteigna- gjöldin. Á næsta ári væri spáð minnkandi kaupmætti og þyrfti borgin að taka tillit til þess. Eigin fjárstaða borgarinnar væri mjög góð og skuldir hennar að stórum hluta greiddar. Á þessu ári hefði verið áætlað að tekjur borgarinn- ar yrðu 400 milljónir umfram út- gjöld og virtist sem sú áætlun hefði staðist. Svo góð staða ætti að þýða að slakað verði á gjöldunum á næsta ári. Davíð Oddsson, borgarstjóri sagði m.a. að því væri oft haldið fram að virðing almennings fyrir stjórnmálamönnum færi minnk- andi. Þegar reyndir stjórnmála- menn eins og Kristján Benedikts- son töluðu í sitt hvora áttina ár frá ári heyktust menn á að trúa stjórnmálamönnum. Kristján hefði sjálfur mælt fyrir hækkun fasteignagjaldanna í 0,5% úr 0,421% aðeins hálfu ári eftir að vinstrimeirihlutinn tók við völd- um í borginni 1978. Hefði hann orðað þá hækkun sem „dálitla athugunin hefði leitt annað í ljós, hefði þurft að flytja tilraunastöð- ina langt út fyrir borgarmörkin. Um nálægð byggðar við Áburðar- verksmiðjuna, með tilliti til sprengihættu sagði Davíð að í at- hugun 1983 á ammoníakgeymi verksmiðjunnar hefðu komið fram nokkrar sprungur á honum, sem gert hefði verið við. Samkvæmt nýjum upplýsingum hefðu engar nýjar sprungur fundist á geymin- um. Væri verksmiðjan undir stöð- ugu eftirliti í öllu tilliti. * * Markús Orn kveð- ur borgarstjórn hækkun“ á þeim tíma. Fyrir einu ári hefði Kristján borið fram sam- svarandi tillögu um lækkun gjald- anna og nú, — og á sama tíma ritað í blaðagrein að fjárhags- staða borgarinnar væri svo slæm að taka þyrfti verulega á til að koma honum á réttan kjöl. Nú tal- aði hann um að fjárhagsstaðan væri mjög góð, eins og honum lit- ist ekkert á það. Vissulega hefði grynnkað á skuldum borgarinnar, en sjóðirnir væru eftir sem áður ekki gildir og óþrjótandi. Kristján héldi því fram að vinstri meiri- hlutinn hefði tekið við vondu búi, — engin ný stjórn teldi sig taka við góðu búi. Á hverju ári hefði vinstri meirihlutinn hækkað álög- ur sínar á borgarbúa, — miðað við orð Kristjáns hefðu þær álögur þeirra átt að Iækka með batnandi búi er leið á valdatíma þeirra. Sjálfstæðismenn mundu halda áfram að vinda ofan af álögum vinstri meirihlutans og gerði Davíð tillögu um hækkunartillögu Kvennaframboðsins og lækkun- artillögu Framsóknarflokksins yrði vísað frá og var það samþykkt með 12 atkvæðum. Borgarfulltrú- ar Alþýðubandalagsins og Alþýðu- flokksins sátu hjá við afgreiðslu málsins. í LOK borgarstjórnarfundar á fímmtudag lagöi Markús Örn Ant- onsson, forseti borgarstjórnar, fram beiðni um lausn frá störfum í borg- arstjórn Reykjavíkur, en hann tekur yið starfí útvarpsstjóra 1. janúar nk. Óskaði Markús eftir því að sitja áfram í nefnd þeirri, sem annast undirbúning að 200 ára afmæli borg- arinnar 1986 og ennfremur sem varamaður í stjórn Landsvirkjunar. Markús Örn hefur verið borg- arfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokk- inn frá 1970. Hann átti sæti í borgarráði 1974—1978 og frá 1982. Hann hefur átt sæti í mörgum nefndum og ráðum borgarinnar, m.a. var hann formaður félags- málaráðs 1974—1978 og frá 1982, jafnframt hefur hann verið for- maður fræðsluráðs frá þeim tíma. Hann hefur verið forseti borgar- stjórnar frá 1983. Markús þakkaði borgarfull- trúum ánægjulegt samstarf og ennfremur embættismönnum borgarinnar. Óskaði hann Páli Gíslasyni velfarnaðar í starfi for- seta borgarstjórnar, en hann hef- ur gegnt starfi fyrsta varaforseta. Sigurjón Pétursson, borgar- fulltrúi Alþýðubandalagsins, var kjörinn í borgarstjórn fyrst í sömu kosningum og Markús 1970. Þakkaði hann Markúsi góð kynni þennan tíma og samstarfið fyrir Markús Örn Antonsson hönd minnihlutans. Sérstaklega fyrir störf i forsetastóli, sem væri vandasamt starf, en Markús hefði notið trausts bæði minnihluta og meirihluta til þess starfs. Þá óskaði Sigurjón honum velfarnað- ar í nýju starfi. Davíð Oddsson borgarstjóri tók undir orð Sigurjóns og þakkaði samstarfið í borgarstjórn. Lagði hann til að Markús gengi frá fund- argerðum þessa síðasta fundar, sem lauk undir klukkan tvö um nóttina. Fargjaldshækkun hjá SVR 1. janúar KV RSTA janúar nk. hækka fargjöld strætisvagna Reykjav'kur um tæp 20% að meðaltali. Fargjöld SVR voru síðast hækkuð 4. maí í vor og þá um 14%, þar áður voru fargjöldin hækkuð 16. maí 1983. Hækkunin um áramót var samþykkt á fundi borgarstjórnar á fímmtudag með atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins, gegn 6 atkvæðum borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins og Kvenna- framboðsins. Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur sátu hjá við afgreiðslu máls- ins. Áætlað er að launakostnaður SVR á næsta ári hækki um 32% hráolía um 38% og varahlutir um 32% Áætlað er að niðurgreiðslur á fargjöldunum úr borgarsjóði nemi um 30 milljónum á næsta ári, sem er sambærileg tala frá þessu ári og því næsta á undan. Einstök fargjöld fullorðinna hækka úr 15 krónum í 18 krónur og einstök fargjöld barna innan 12 ára úr fjórum krónum i fimm krónur. Stór farmiðaspjöld fyrir fullorðna hækka úr 200 kr. fyrir 16 miða á 300 kr. fyrir 20 miða. Lítil farmiða- spjöld hækka úr 100 kr. fyrir 7 miða í 100 kr. fyrir 6 miða. Farmiðaspjöld aldraðra hækka úr 100 kr. fyrir 16 miða í 150 kr. fyrir 20 miða. Farmiðaspjöld barna innan 12 ára hækka úr 60 krónum fyrir 20 miða í 80 kr. fyrir 20 miða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.