Morgunblaðið - 22.12.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.12.1984, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1984 Reíkníngsskil í tilverunni — eftir Steingrím St.Th. Sigurðsson Ekki ein einasta manneskja get- ur sagt skilið við Bakkus og látið hann hverfa úr dýrmætu lífi sínu nema með því að ráðast fyrst á hugann og brjóta eða láta brjóta sig niður líkt og gerist í þjálfun i ströngum herskóla. Það er svoldið hart að þurfa að viðurkenna, að beita verði eigin- lega kjafti og klóm til þess að ná árangri (það er oft eina leiðin til _-»þess að skila af sér hrokanum). Sannast að segja verður alkinn að sýna af sér algert miskunnarleysi í sjálfskönnun sinni — ella sýnir hann hvorki guði né mönnum né sjálfum sér þann andlega heiðar- leik, sem þarf til að gera rækilega úttekt á sjálfum sér, sbr. tíunda reynslusporið af tólf í AA-pró- gramminu — ræktinni — sem hljóðar á þessa leið: „Vér iðkuðum stöðuga sjálfs- rannsókn, og þegar út af bar, við- urkenndum vér yfirsjónir vorar milliliðalaust." Hver alki (stytting úr orðinu alkóhólisti og á vissan hátt skond- ið orð) verður að byggja allt líf- ^kerfi sitt upp að nýju, þegar hann kemur að fjórða sporinu: „Vér gerðum rækilega og ótta- laust reikningsskil í lífi voru.“ Öll mannrækt í „prógramminu" hyggist á því að tileinka sér já- kvæða líflínu með því að gera reikningsskil í lífi sínu gegnum andlega leið. Allt þetta ofanskráða leitaði á hugann ásamt ótal öðrum lifandi þáttum, er varða andlega þjálfun, sem hver óvirkur alkóhólisti verð- ur að gangast undir, þá er bók Steinars Guðmundssonar, Furðu- heimar alkóhólismans, var lesin og rannsökuð og borin saman við eigin reynslu og lífbækur ýmissa annarra alkóhólista. Við lestur bókarinnar var eins og reynslusporin tólf plús erfða- venjurnar tólf skýrðust að mun og íklæddust holdi og blóði og tauga- kerfi og jafnvel hormónum (sem að sjálfsögðu gefa kraft) og fengju á sig mynd, þrungna lífi. Það er talað um hið lifandi orð — og Indverjinn talar um, að kraftur fylgi orðunum, sbr. bænir og hug- leiðingar jóganna, sem kallast mötrur. Þessar hugleiðingar Steinars um leyndardóma alkó- hólismans — þessa margslungnu heima alkóhólismans — minna einhvern veginn á töframátt þann, sem felst í mötrum Indverjans. Steinar Guðmundsson, sem er barn litlu stórborgarinnar Reykjavíkur, var alinn upp á Hót- el Heklu við Lækjartorg í hjarta borgarinnar, þar sem hann lifði og hrærðist mitt „í spillingunni" — í asfalt-frumskóginum steinsnar frá „Hólnum" — „Bowery" Reykjavíkur — þar sem utan- garðsmennirnir fóru með Ijóð og spaks manns spjarir og neyttu göróttra drykkja og voru kóngar í riki sínu, sbr. kaflann í bók Stein- ars, Gervikóngar. Steinar gefur þá játningu að hafa verið kominn í vandræði með drykkjuskap sinn 38 ára gamall, en honum tókst að hætta með AA-samtökin að bakhjarli og „ræktina" að leiðar- Ijósi. Síðan eru liðin hartnær 30 ár, sem er ámóta langur tími og hefði getað fallið í hlut undir- skráðs sem algert hvarf frá Bakk- usi konungi, ef vegna lífsklaufsku og vegna skorts á líftækni hefði ekki skapazt vítahringur, sem spannaði yfir sjö ár — með tölu- verðum ágjöfum á köflum. Það er önnur saga. Slíkt er hins vegar sönnun þess, að hver einasti al- kóhólisti verður fyrr eða síðar, ef hann á að teljast maður, að stíga það stóra spor að gefast upp í ein- lægni á að sanna fyrir sjálfum sér að geta sigrað hjálparlaust eigin alkóhólisma eins og Steinar segir um kunnan „leiðbeinanda" í bók sinni. Og með því aö skila af sér gorgeir — hrokanum — var leiðin að frelsinu vörðuð. Steinar á athyglisverðan feril að baki í mannúðarstarfi sínu. Hann er hóstalaust einn reyndasti og jafnframt kaldraunsæjasti leiðsögumaður í alkóhólmeðferð á landinu og telst hann til braut- ryðjenda á sviði ofdrykkjuvarna hérlendis. Hins vegar er hann um- deildur, af því að hann virðist ekki kunna listina að þóknast. Málefnalega er hann harðlínu- maður, en jafnframt víðsýnn og lætur sér ekkert mannlegt óvið- komandi sbr. það, sem hann segir í útgönguversi bókar sinnar — í tveim allra síðustu línunum: „Ekk- ert er varðar alkóhólisma er svo ómerkilegt, að við höfum efni á að veita því minna en fulla athygli." Steinar segir sína sögu í megin- dráttum í bók sinni. A nýársdag 1956 sofnaði hann drukkinn í skjóli Bláabandsins, áfengismála- félagsins, en það félag hóf fyrst tilraunir hér á landi við að nýta AA-stefnuna innan stofnana. Hann segir orðrétt: „Eftir viku dvöl á Bláabandinu fór ég þaðan hress og frískur en svolítið feiminn við sjálfan mig. Fimm dögum síðar fór ég á minn Afmæli: Hún Þórdís aðalbókari hjá rík- isspítölunum er sjötug í dag. Þór- dís er ein af átta börnum hjón- anna Aðalbjörns Bjarnasonar, skipstjóra og bókbindara, og Þor- gerðar Kristínar Jónsdóttur, kennara á Hvaleyri við Hafnar- fjörð, sem ættuð voru úr Breiða- firði. Foreldrar Aðalbjörns voru hjónin Bjarni Jónsson í Knarrar- höfn í Hvammssveit og kona hans Þórdís Björnsdóttir, er Þorgerður var frá Efri-HIíð í Helgafellssveit. Eftir nám í Flensborg fór Þór- dís í Verslunarskólann og útskrif- aðist þaðan vorið 1935, þá 21 árs gömul, enda hafði hún þurft að vinna fyrir sér með náminu. Hún var bókhaldari hjá heild- verslun Stefáns Thorarensen í nokkur ár en gerðist bókari hjá ríkisspítölum 1. mars 1946. Þá voru starfsmenn á skrifstofu ríkisspítala átta og enn eru þrír þeirra þar við störf. Nú eru starfsmenn skrifstofunnar 50. Aukningu í umsvifum ríkisspítala má meðal annars merkja af því að Hugleiðing um hug- leiðingar Steinars Guðmundssonar, „Furðuheimar alkóhólismans" fvrsta AA-fund. Þar ílentist ég. Arum saman sótti ég minn föstu- dagsfund reglulega og enn sit ég mína AA-fundi án mikilla for- falla." Og svo bætir Steinar við þessu, sem orkar eins og hnefahögg framan í andlitið vegna hrein- skilninnar og hræsnisleysisins: „Þótt ég hafi verið búinn að sulla meira og minna með áfengi um tveggja áratuga skeið kynntist ég drykkjuskap ekki fyrr en eftir að ég var hættur að drekka. Smám saman, hægt og bítandi seytluðu til mín staðreyndir um eðli drykkjuskapar og mér fór að skilj- ast að Bakkus hefði ekki átt óskipta sök á vandræðum mínum. Þegar af mér rann eftir þessa vikudvöl á Bláabandinu taldi ég mig hafa sigrað flöskuna. En eftir eins eða tveggja ára veru í AA- samtökunum fór ég að skilja, að til lítils væri barizt ef ég ekki sigraði sjálfan mig. Það tók mig mörg ár að skilja, að flaskan var saklaus, en ég sá seki.“ (Leturbreyting mín — stgr.) Og þetta var galdurinn eins og hann lýsir honum: Einn dag í einu, einn dag í einu, engar áætlanir, engar heitstreng- ingar, bara einn dag í einu — hver dagur er perla og festin lengist og þú átt festina — þú ert festin.“ (Let- urbreyting mín — stgr.) Steinar hefur ?vo sannlega starfsmannafjöldinn hefur vaxið úr 400 árið 1946 í yfir 2.000 árið 1984. Þegar Þórdís hóf störf var bók- hald ríkisspítala handfært, en vélabókhald var síðan tekið upp. Árið 1976 hélt tölvuvæðing innreið sína og um síðustu áramót varð ný tölvubylting í ríkisbókhaldinu. Þórdís hefur tekið þátt í öllum þessum breytingum. Þegar tölvu- væðingin hófst þá kynnti hún sér einfaldlega þau mál til að geta tekið þátt í undirbúningnum. Þórdís hefur hins vegar ekki alltaf verið ánægð með breyt- ingarnar og spurt til hvers að breyta ef ekkert sparast? Hagsýni Þórdísar tekur langt fram hrifn- ingunni af tækninni en hún er fyrst til að taka tæknina í þjón- ustu sína ef hún veit að hún er gagnleg. Þórdís er mjög ákveðinn verk- stjóri og það liggur vel fyrir henni að skipuleggja verk þannig að það sé í föstum skorðum. Hjá henni geta hlutir ekki farið í handaskol- um. glætt þessar hugleiðingar sínar um alkóhólisma galdri, talsvert seigum undir tönn á köflum, svo seigum, að ýmislegt í bókinni kann að vera sem bögglað roð fyrir brjósti sumra lesenda, sem hafa ekki löngun til að margrýna í og lesa suma kaflana, aftur og aft- ur, einkum og sér í lagi þá fræði- legu. En þegar betur er að gáð og við nánari skoðun er það góðs viti. Að kynnast bók Steinars og láta mér þykja vænt um þessi skrif hans er svipað og kynnast töluvert torskilinni manneskju — heið- ursmanneskju — sem er seintekin eins og svo margt gott og traust fólk er. Það útheimtir skap og vilja og brjóstvit að vera góður maður og láta gott af sér leiða. Ef til vill koma sumir kaflar bókarinnar óþyrmilega við kaunin í sjálfselskufullu fólki, þessu alkó- hólíseraða fólki, sem skortir mannmennsku til að gera upp sín- ar sakir við tilveruna — þessu fólki, sem skortir virðingu gagn- vart tilverunni og vill ekkert á sig leggja vegna annarra í kringum sig. Nægir að benda á kaflann Hvað er sjúkdómur? á bls. 49. Þann kafla ætti öll íslenzka þjóðin að kynna sér — líka reglufólkið svo- kallaða, en margir hverjir úr þeim hópi eru jafn andlega bágbornir og virkir alkar. Úr því að minnzt var á galdur dettur manni í hug sagan af Galdra-Lopti og Gottskálki bisk- upinum grimma, sem var raunar forfaðir Stephánunganna — Stephensenættarinnar, en Gott- skálk var hinn mesti galdramaður á sinni tíð. Það var hann, sem skrásetti galdrabók þá, er kallað- ist Rauðskinna. Segir sagan, að Galdra-Loptur hafi freistað þess að reyna að vekja upp Gottskálk í Hóladómkirkju til þess að ná Starfið hefur verið Þórdísi mik- ils virði og hefur hún oft lagt mik- ið á sig til að ljúka uppgjöri á tilsettum tíma og hún væri sjálf viss um að rétt væri gert. Oft hef- ur það valdið Þórdísi áhyggjum hve hár rekstrarkostnaður ríkis- spítalanna er og borið hefur við að hann væri umfram áætlun og fjár- lög. Hún hefur stundum haft áhyggjur af því að kröfur á ríkis- sjóð væru meiri en góðu hófi Steingrímur Sigurðsson tangarhaldi á Rauðskinnu hans, sem biskupinn hafði látið grafa með sér. Hermir sagan, að Galdra-Loptur hafi ásælzt galdra- bókina til þess að læra af henni og kunna nógu mikið (í göldrum) „því að ef svo væri, gæti djöfullinn ekki lengur haft vald yfir mannin- um ..." „Furðuheimur alkóhólismans" eftir hann Steinar er eins konar nútíma Rauðskinna, sem geymir gífurlegan fróðleik um þetta sjúklega ástand, sem nefnist alkó- hólismi — og í bók hans finnast lykilorð — ellegar lausnarsteinn, ef svo mætti kalla, sem verður til vegna yfirnáttúrlegrar kunnáttu í þessum hálfgerðu „djöflafræðum — þ.e. alkóhólisma. Galdra- Loptur sagði: „... en kunni maður nógu mikið, þá hefur djöfullinn ekki lengur vald yfir manninum." Að Hæðardragi, Rvík. stgr Steingrímur SL Th. Sigurðsson er rithöfundur og listmálsri í Reykjs- vík. gegndi. Þess vegna á hann Albert, sem einu sinni var sendill hjá henni, alla hennar samúð í því að ná endum saman. Þórdís er af þeirri kynsióð sem taldi það fé- lagshyggju að hver hjálpaði öðr- um en ekki að allir fái opinber framlög. Þrátt fyrir annir við bókhald hefur Þórdís haft tíma til að gera samstarfsfólki sínu dagamun og eru ófá skiptin sem hún hefur komið með að heiman eitthvað til að gæða starfsfólki á með kaffinu og ég veit að hún ætlar að hella á könnuna fyrir kunningjana í Sóknarsalnum við Freyjugötu í dag. Þórdís er gift Kristjáni Theo- dórssyni sem síðast var starfs- maður íslenska álfélagsins. Kristján er sonur Theodórs Frið- rikssonar rithöfundar Jónssonar úr Flatey og konu hans, Sigur- laugar Jónasdóttur frá Hróarsdal Jónssonar. Kristján er nýlega hættur störfum. Um leið og ég sendi ykkur hjón- unum bestu kveðjur og hamingju- óskir, ætla ég að biðja þig Krist- ján, að sjá af Þórdísi eins og hálf- an daginn á næstunni til að segja verkfræðingum til í bókhaldi. Símon Steingrímsson ★ Afmælisbarnið ætlar að taka á móti gestum í dag milli kl. 15.30 og 20.30 í Sóknarsalnum á Freyju- götu 27 (Njarðargötumegin). Þórdís Aðalbjörns- dóttir aðalbókari RAUÐA BOKIN— LEYNISKYRSLUR SIA AFTUR FAANLEG Skýrslurnar sem Einar Olgeirsson krafðist aö yröu brenndar. SIA var leyni- félag nokkurra Islendinga sem Sósíalistaflokkurinn, fyrirrennari Alþýöu- bandalagsins, sendi til náms austur fyrir járntjald. Skýrslurnar sem birtast í þessari bók eru óhrekjanleg gögn um störf og stefnu þessa félagsskapar. samtök ungra sjálfstaaöismanna i Reykjavík Bókin er til sölu i bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.