Morgunblaðið - 22.12.1984, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 22.12.1984, Blaðsíða 43
MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1984 43 Um réttarfar á íslandi — eftir Kristjönu Guðmundsdóttur Hvað er verið að kenna í lög- fræðideild Háskólans í 6 ár? Eru menn þar að læra lög eða eru þeir að læra hvernig eigi að fara í kringum lög? Eða er það kannski svo að það gildi tvenn lög í landinu — ein sett af Alþingi og þeim eigi hinn almenni borgari að hlýða og svo önnur sem sett eru af bönkum og einstökum lögmönnum handa sjálfum sér og öðrum lögum þurfi þeir ekki að lúta. Ég nefni sem dæmi lög sem sett voru á Alþingi í apríl 1979 (sbr. 1. málsgrein 39. gr. VII kafla) og tilskipun konungs síðan 1798 (1. gr.). Þessi lög eru ekki virt. Það er að segja: Ef banki lánar peninga, þá gilda þessi lög en í öðrum tilvikum gilda þessi lög ekki, t.d. hjá verðbréfamörkuðun- um. Ég gaf út bréf á nafn sem þau voru verðtryggð fyrir hlut sem ég var að kaupa en fékk ekki: Þessi bréf voru ekki framseld á annað nafn af viðkomandi aðila og þvi hans eign lögum samkvæmt. En þá bregður svo við að ólafslögin gilda ekki fyrir mig og það má gera þau að handhafabréfum. Ráðamenn þjóðarinnar, forsætis- ráðherrann og dómsmálaráðherr- ann, segja að lögin gildi og þeir viti ekki annað en þaö sé farið eft- ir þeim þótt þeim séu rétt sönnun- argögn. Sem sagt, allir vita það en enginn sér það. Erum við kannski komin hér að brotalöm þjóðarinnar? Allir vita það en enginn sér það. T.d. veit ég um mann sem keypti bréf að höfuðstól ein milljón króna. Fyrir þessi bréf greiðir hann 550.000 til 750.000, — miðað við markaðsverð. Bréfin eru verð- tryggð. Á einu ári fær hann í vexti og verðbætur kr. 280.000. Tekjur af þessari einu milljón eru sam- anlagt kr. 530 þúsund að minnsta kosti og geta verið 730 þúsund! Af þessum tekjum þarf hann ekki að greiða neina skatta eða annað þannig að þessir peningar eru „Erum við kannski komin hér að brotalöm þjóðarinnar? Allir vita það en enginn sér það.“ óvirkir í þjóðfélaginu og ríkið verður að taka erlend lán til að fylla upp í það gat sem myndast á þennan hátt. Ef tekið væri á þess- um vanda væri hægt að greiða 30% hærri laun án þess að breyta nokkru um tekjur ríkisins. Ég hefi talað við alla þá menn sem sitja í æðstu stöðum landsins og allir segja þeir sömu setning- una: „Það er misskilningur hjá hinum almenna borgara að ég ráði einhverju" Því vill ég nú spyrja: Til hvers er verið að eyða fjár- munum þjóðarinnar í kosningar fyrst Alþingi ræður hvort eð er engu? En hvers vegna ræður Al- þingi engu? Er það vegna þess að þeir sem eru ráðnir í embætti eru aviráðnir þannig að það séu orðnir eintómir æviráðnir smákóngar í hinum og þessum stofnunum og því sé allt vald Alþingis rokiö út i veður og vind? Hvernig væri nú að hinn almenni borgari stæði nú saman i næstu kosningum og styddi þann flokk sem sýnir að hann vili breyta þessu i raun þannig að allir borgarar sitji við sama borð gagnvart lögum og reglum sem Alþingi setur og þess- um? Smákóngabisniss og mamm- ondýrkun verði settar einhverjar skorður. Ég legg til að hinir almennu borgarar taki höndum saman og krefjist þess að einhverjum flokknum (ekki stofna enn einn) að hann setji á stefnuskrá sína raunhæfar leiðréttingar á lögum og reglum landsins og hinn al- menni borgari fylgi því síðan eftir að stefnunni sé fylgt eftir kosn- ingar. Þetta er hægt ef samstaða er. Kristjana Gudmundsdóttir er hús- móðir í Rejkjavík. angórapeysur angóratreflar angórasokkahlífar blússur skyrtur tveedbuxur ullarbuxur mokkasíur, rauöar, bláar, gráar ítölsk leðurstígvél samkvæmis- kjólar dagkjólar og margt margt fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.