Morgunblaðið - 22.12.1984, Side 44

Morgunblaðið - 22.12.1984, Side 44
 44 MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1984 Jólatrés- skemmtun hjá fötluðum Nú þegar jólin eru svona á næstu grösum eru jóla- trésskemmtanir haldnar út um alla borg. Fyrir nokkrum dögum var slík skemmtun fyrir fatlaða og leit ljósmyndari Mbl. inn og smellti af nokkrum myndum. Þar voru börn og fullorðnir m.a. að dansa í kringum jólatréð og að sjálfsögðu lét jólasveinninn ekki sitt eftir liggja og lék á als oddi. Villi rakari búinn að stækka við sig að eru eflaust margir sem hafa farið til Villa rakara á Miklubrautinni um árin. Villi hefur starfað þar lengstum einn, en undanfarið hafa þau unnið þar þrjú. Nýlega opnaði Wilhelm Ingólfsson, öðru nafni Villi rakari, nýja rakarastofu „Aristokrat" og mun hún veita báðum kynjum þjónustu. Blm. hitti Villa stundarkorn og spurði hvað hefði ollið því að hann fór allt í einu núna að stækka við sig og opna hár- snyrtistofu með fjöida starfs- fólks í vinnu. „Ætli það sé ekki aldurinn sem spilar þar inn í. Ég er að komast á breytingaraldurinn og þá tekur fólk að sögn upp á ýmsum uppátækjum. Þetta var ekki svo mikið fyrirtæki með aðstoð góðs fólks, og er ég opnaði hafði ég fjölda fólks til að velja úr í vinnu hjá mér. í augnablikinu erum við sex sem störfum hér, en komum tii með að verða átta er stundir líða. Ég er búinn að ætla mér út í þennan rekstur sl. fimm ár, en var alltaf að biða eftir húsnæði hérna í Austurbænum og einn- ig þar sem nóg bílastæði væru fyrir hendi. Það er einnig fleira sem kemur til. Ég hef verið með hártoppa á boðstólum í meira en fjórtán ár og rýmið sem ég hafði á Miklubrautinni til þess að sinna því var ekki nógu stórt eða 1 Vfe sinnum 2 metrar. Nú bætti ég úr því og hef undir það 15 fermetra auk þess að vera með rými sem ég get lok- að og þarf ekki að eiga það á hættu að vera truflaður í miðju kafi. íslenskur maður ráðinn til kristnisboðsstarfa af danska kristniboðsfélaginu Sjö trúboðar eru nýráðnir af danska kristniboðsfélaginu til kristniboðsstarfa. Þrír fara til Bahrein, fjórir til Bhutan og Bangladesh. Það sem kann að vekja athygli ýmissa íslendinga við þessa ráðningu er að einn þessara sendiboða er af íslensku bergi brotinn, Ólafur Ólafsson. Hann er fæddur í Eþíópíu þar sem foreldrarnir voru á sinni tíð trúboðar. Foreldrarnir eru Kristín og Sr. Felix Ólafsson, fyrrverandi prestur í Grensás- söfnuði, núverandi sóknarpestur í Danmörku. Ólafur hefur stund- að nám á íslandi, Noregi og í Danmörku og hefur lokið margra ára námi við lútherskan trúboðsskóla og læknanámi við háskólann í Árósum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.