Morgunblaðið - 22.12.1984, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 22.12.1984, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1984 55 íþróttasamband íslands og íþróttablaðið tilkynntu í hófi A fimmtudaginn nöfn þeirra 18 íþróttamanna sem útnefndir höfðu verið íþróttamenn ársins 1984 í sinni íþróttagrein. Þetta er í 12. sinn sem þessi útnefn- ing fer fram og veitti Frjálst framtak veglega bikara sigur- vegurunum til handa. Meðfylgjandi mynd var tekin af íþróttafólkinu viö þetta tæki- færi, en þau eru, taliö frá vinstri: Einar Þorvaröarson, handknatt- leiksmaöur ársins, Siguröur Pét- ursson, golfmaöur ársins, Jón Árnason, blakmaöur ársins, Bjarni Sigurösson, knattspyrnu- maöur ársins, Hulda Ólafsdóttir fimleikamaöur ársins, Bjarni Friöriksson, júdómaöur ársins. Jónas Óskarsson, íþróttamaöur ársins úr rööum fatlaöra, Broddi Kristjánsson, badmintonmaöur ársins, , Tómas Guöjónsson, borötennismaöur ársins, Jón Ólafur Pétursson, siglingamaöur ársins, Carl J. Eiríksson, skot- maöur ársins og Eðvarö Þ. Eö- varösson, sundmaður ársins. A myndina vantar Pétur Yngvason, glímumann ársins, Einar Vil- hjálmsson, frjálsíþróttamann árs- ins, Val Ingimundarson, körfu- knattleiksmann ársins, Kára Elís- son, lyftingamann ársins, og Ein- ar Ólafsson, skíðamann ársins. Einnig vantar Gunnlaug Jónas- son en hann var kosinn siglinga- maöur ársins ásamt féiaga sín- um, Jóni Ólafi, en þeir félagar keppa á tveggja manna bátum. Naumur sigur KR KR-INGAR unnu nauman sigur á ÍS, 73—72, í úrvalsdeildinni ( körfubolta í gærkvöldi. í hálfleik var staðan 39—38 fyrir KR. Dóm- aramistök urðu stúdentum dýr- keypt, Siguröur Valur dæmdi leiktöf á stúdenta eftir 23 sek- úndna sókn er 53 sekúndur voru til leiksloka, en þá voru stúdentar yfir 72—71. Leikurinn var jafn og spennandi lengst af, en sveiflukenndur á köfl- um. Um miöjan fyrri hálfleik náöu KR-ingar 9 stiga forskoti, 29—20, en stuttu seinna var staöan 34—32 fyrir ÍS. Enn meiri barátta færöist í leikinn í seinni hálfleik er liöin skiptust meira á forystu. Stúdentar náöu sex stiga forystu, 69—62 er 4 mín. voru eftir, en KR-ingar jöfnuöu, 68—68, mínútu seinna, og eftir þaö var spennan í algleymingi. KR-ingar voru ekki eins sann- færandi og svo oft áöur, vörnin slök í fyrri hálfleik og hittnin ekki upp á þaö bezta í seinni hálfleik, en þá batnaöi vörnin. Beztir hjá KR voru Matthías, Ólafur og Þor- steinn. Stúdentar léku góöa vörn lengst af, en geröu of mikiö af villum und- ir lok leiksins og köstuöu þannig frá sér tækifæri til aö sigra. Árni Guömunds, Valdimar Guölaugs og Guömundur Jóhannsson voru langbeztir stúdenta. Stig KR: Ólafur Guömundsson 19, Matthias Einarsson 15, Þor- steinn Gunnarsson 15, Ástþór Ingason 12, Guöni Guöna 10 og Birgir Jóhanns 2. Stig ÍS: Árni Guömunds 18, Guömundur Jóhanns 17, Valdimar Guölaugs 17, Ragnar Bjartmars 12, Helgi Gústafs 4, Ágúst 2 og Eiríkur Jóhanns 2. — ágás. Stórmót í snooker STÓRMÓT í snooker verður haldið ( Billiardstofunni Ballskák í Ármúla 19, dagana 28., 29. og 30. þ.m. Skráningu lýkur þann 27. des. Peninga- verölaun eru í boði. Villibráðinni er snúið yfir glóðinni — SHARP örhylíijuofn með snúningsdiski gerir það líka. Þessi tækni gerir SHARP örbylgjuofn að mest selda örbylgjuofni í heimi. Verö á jólaafslætti — frá kr. 12300.- Hafir þú lítinn tíma, eða leiðist að standa lengi yfir matargerð er örbylgjuofninn frá SHARP svarið: Með örbylgjuhitun tekur örstund að hita, sjóða eða steikja matinn án þess að bragð eða ilmefni tapi sér Snúningsdiskur í ofninum tryggir jafna hitun. Sjálfvirk tölvustilling ákveður eldunaraðferð þar sem hægt er að samtengja fleiri eldunarstig. HLJÖMBÆR HLJOM*HEIMILIS*SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SIMI 25999 Komid þið sæl krakkar! Nú er loksins hægt að stofna jóla- lúðrasveitina. Við Hreinn höfum æft okkur mikið á Fisher Price lúðrana. Vinninosnúmer 180454 156509 158167 34362 196592 132724 216846 217897 160762 129454 94395 134239 140901 117478 159065 118626 128433 154107 167900 171347 42898 159955 Upplýsingar um afhendingu vinn- inga eru gefnar hjá SÁÁ i síma 91-82399. Ps. Síðasti möguleiki til að borga miða — og vinna Toyotu — er á mánudag, fyrir hádegi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.