Morgunblaðið - 23.12.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.12.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1984 7 Mikill fjöldi ólöglegra lampa á markaðnum Við sendum viðskiptavinum okkar, samstarfsfólki og landsmönnum öllum bestu óskir um GLEÐILEG JÓL Starfsfólk Samvinnuferda -Landsýnar Sá ( ljós hefur komið, í kjölfar könn- unar Rafmagnseftirlits ríkisins á ýmsum tegundum loft- og vegglampa sem hér eru seldir, að þeirra á meðal eru lampar sem jafnvel við eðlilega notkun geta reynst stórhættulegir. Er hér um að raeða 12 tegundir af lokuðum, vatnsvörðum, glóperu- lömpum með hlífðargrind sem festir eru beint á vegg eða loft. Reyndust lamparnir allir vera framleiddir á ít- alíu. Frá þessu var skýrt á fundi sem RER hélt með blaðamönnum í vik- unni. Bergur Jónsson rafmagns- eftirlitsstjóri sagði á fundinum að úrvalið hér af lömpum hefði aldrei verið eins mikið og nú. Væri það lagaleg skylda allra innflytjenda og seljenda lampa hér á landi að láta þá í skoðun til RER sem sker úr um hvort þeir eru löglegir eða ekki. Hins vegar virtust margir innflytjendur virða þessi lög að vettugi. Við prófun á lömpunum kom í ljós að margir þeirra hitna of mik- ið við notkun, þó að ekki séu not- aðar stærri perur en til er ætlast og merking á lampa sýnir. Mest er hættan af ofhituninni ef lampinn hefur lítð rúmtak, umgerð er úr plasti og fellur þétt að undirlag- inu. Getur lampinn þá hæglega eyðilagst og íkveikjuhætta skap- ast. Sumir lampar leyna þó meira á sér og skemmast ekki sjálfir en hins vegar verður hitinn svo mik- ill á aðtaugum sem liggja að þeim að af geta hlotist skemmdir í raf- lögnum. Bergur sagði að fjöldi ólöglegra lampa í verslunum væri ótrúlegur og brýnt væri að fólk hefði augun opin við lampakaup. Sagði hann að lampi væri ólöglegur ef ekki væri tilgreind á honum leyfileg stærð peru í wöttum enda hættu- legt að nota stærri peru en lamp- inn þyldi. Fólk ætti að varast að kaupa lampa sem ekki eru merktir með perustærð, nafni framleið- anda o.fl. Sýni lampi merki um ofhitun s.s. litarbreytingu, sviðn- un eða aflögun þó að perustærð hafi ekki verið meiri en leyfilegt er, má gera ráð fyrir að lampinn sé ósamþykktur og ólöglegur. Sagði Bergur að það væri góð regla að nota minni peru en af leyfðri hámarksstærð auk þess sem það yki líkur á iangri endingu peru og lampa. Mun Rafmagnseftirlitið beita sér fyrir því að allir ólöglegir lampar sem hér eru á markaði verði teknir úr umferð og innflytj- endum þeirra verður gert skylt að kalla inn selda lampa af þessu tagi. MorKunblaðið/Bjarni F.v. Bergur Jónsson, rafmagnseftirlitsstjóri ríkisins, Hreinn Jóhannsson, deildarstjóri reglugerðardeildar RER, og Jón D. Þorsteinsson, verkfræðing- ur, með hluta af ólöglegu lömpunum. Gáfu 200 þúsund til Eþíópíu FYRIRTÆKIN Sól hf. og Smjörlíki hf. hafa afhent Rauða krossi íslands 200 þúsund krónur til hjálparstarfs- ins í Eþíópíu. „Davíð Scheving Thorsteinsson hringdi í mig og spurði hve mikið ríkisstjórnin hefði gefið til söfn- unarinnar. Ég sagði honum upphæðina og kvaðst hann þá ætla að senda mér peninga í söfnunina og hann myndi ekki verða eftirbátur stjórnarinnar. Stuttu síðar bárust 200 þúsund krónur frá fyrirtækj- um Davíðs," sagði Jón Ásgeirsson framkvæmdastjóri Rauða kross- ins í samtali við Mbl. í gær. MÓTMÆLASTAÐA viö sovéska sendiráöiö á Túngötu fimmtudaginn 27. des. kl. 17.30 vegna 5 ára hernáms Sovétríkjanna í Afganistan. SÝNUM AFGÖNSKU ÞJÓÐINNI STUÐNING HEIMDALLUR, VARBERG, TÝR, STEFNIR, FRIÐARHREYFING FRAMHALDSSKOLANNA, AFGANISTANEFNDIN.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.