Morgunblaðið - 23.12.1984, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 23.12.1984, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1984 Karpað um slemmu í skamm- deginu Kútmagi og yirðing að veði Vestur ♦ 74 ♦ - ♦ - Norður ♦ 8 ♦ - ♦ 10 ♦ - Suður ♦ Á ♦ 10 ♦ - ♦ - Austur ♦ 9 ♦ 8 ♦ - ♦ - „Stendur alltaf á borðinu.** Norður „Og ekki aldeilis." ♦ K8 „Alltaf, það er sama hvernig vörn- ♦ ÁG in spilast." ♦ 108754 „Hvað leggurðu á það?“ ♦ K1086 „Hvað sem er!“ Vestur Austur „Olræt, við leggjum þá rauðmaga ♦ D74 *109 undir; þú segir að spilið vinnist alltaf ♦ D95 ♦ 8762 en ég ætla að hnekkja því.“ ♦ ÁKD3 ♦ G962 „Höfum það frekar kútmaga svo ♦ G73 ♦ Á92 það telji." Suður „Samþykkt." ♦ ÁG6532 ♦ K1043 Þetta eru býsna algeng orða- ♦ — + D54 skipti við bridgeborðið. Tónninn er eins og í karpi andstæðinna í stjórnmálum, en að öðru leyti eiga þessar umræður lítið skylt við stjórnmálaþrætur. Það er nefni- lega hægt að komast að niður- stöðu um málið — meira að segja réttri niðurstöðu — með því einu að hugsa rökrétt. Jæja, þessir tveir menn sem áttu þarna í orðaskaki voru þekkt- ir fyrir annað frekar en láta hlut sinn fyrr en í fulla hnefana og viðstaddir bjuggu sig undir spenn- andi rökræður. Umræðuefnið voru eftirfarandi sex spaðar og þrætu- eplið var auðvitað hvort þeir „stæðu á borðinu" eða ekki. Það var mikið í húfi. Kútmaginn skipti engu máli, hann var aðeins um- búðapappír utan um brotthætta virðingu kappanna sem bridge- spilara. Báru þeir nafn með rentu? Spurningin stóð um það. Og fyrir- fram var vitað að annar gerði það ekki, því það er ekki til „bæði- og“ í bridge. Bara „annað-hvort-eða“. Annað hvort stendur spilið eða það stendur ekki. Þegar spilið kom upp vann sagnhafi reyndar spilið og var svo hissa að hann trúði ekki sínum eigin augum. Tígulásinn kom út og sagnhafi trompaði og spilaði vondaufur laufi á tíuna. Hann fékk að eiga þann slag og notaði innkomuna til að trompa tígul. Spilaði svo laufi aftur á kónginn, en í þetta sinn drap austur og spil- aði laufi um hæl. Inni á lauf- drottningu svínaði sagnhafi hjartagosa, trompaði tígul, fór inn á hjartaás og trompaði enn tígul. Tók svo hjartakónginn og þá var komin upp þessi staða: Norður ♦ K8 V- ♦ 10 ♦ - Vestur ♦ D74 ♦ - ♦ - ♦ ■ Austur ♦ 109 ♦ 8 ♦ - ♦ ■ Sagnhafi spilaði nú hjarta og gat ekki annað en fengið alla síð- ustu slagina. Hann hafði allan tímann ætlað sér að spila upp á trompdrottninguna í austur, en komst svo að því að 109 blankt dugði allt eins vel. Forkostulegt djöflabragð. Það var á þessu stigi sem vinir okkar tveir komu til sögunnar. Þeir höfðu fylgst með spilinu utan vallar og notað tímann til að velta því fyrir sér hvort einhver vörn væri til. Og komist að ólíkri niður- stöðu. „Jæja vinur rninn," sagði sá sem ætlaði að hnekkja spilinu, „ég spila trompi inni á laufás. Hvað segirðu um það?“ „Ekki annað en það að þú skuld- ar mér þúsundkall," var svarið og rökin fylgdu í kjölfarið: „Ég legg gosann á og þá kemur upp þessi staða: Norður ♦ 8 ♦ ÁG ♦ 1087 ♦ 86 Vestur Austur ♦ M5 llllll ♦ 8762 ♦ KD ♦ G9 ♦ G ♦ 9 Suður ♦ Á65 ♦ K1043 ♦ - ♦ D Ég er inni í blindum og trompa næst tígul heim. Svína svo hjarta- gosa og trompa aftur tígul, fer inn „Já, ég verð víst að viðurkenna að þetta er rétt hjá þér. en spilið stendur samt aldrei með bestu vörn. Fæ ég annað tækifæri?" „Allt í þessu fína, ef þú mátt missa annan þúsundkall." „Jæja þá. Vinningsleiðin bygg- ist greinilega á því að sagnhafi geti stytt sig fjórum sinnum heima í trompinu með því að stinga tígul. Og til þess á hann ekki nema þrjár innkomur sjálfur, en fær þá fjórðu með tígulútspil- inu. Því spila ég einfaldlega út hjarta og þá á sagnhafi ekki glætu! Og við erum kvittir, ekki satt?“ „Nei, bíddu nú hægur karl minn. Ég held þú vanmetir hjartatíuna svolítið. Sjáðu nú til. Ég fæ fyrsta slag á hjartagosa og trompa tígul á öðrum slag. Spila svo laufi á tí- una. Hvað ætlarðu að gera við því?“ „Ég drep og spila aftur laufi.“ „Allt í þessu fína. Það tek ég heima á drottningu og spila spaðagosa! Þú leggur á ekki satt, því annars pikka ég bara af þér trompin í rólegheitum og á rest- ina.“ „Auðvitað legg ég á.“ „Fínt, þá er innkoman mætt sem ég þurfti til fullkomna stytt- inginn. Til viðbótar við spaða- kónginn á ég hjartaás og laufkóng eftir til að trompa tíglana og loka- staðan verður nákvæmlega sú sama og við skoðuðum síðast." „Bíddu, bíddu, byrjum aftur. Þetta getur ekki verið satt. Ég gef þér slaginn á lauftíuna. Þá lend- Suður á hjartaás og trompa einn tígulinn irðu í samgangserfiðleikum. Er Jæja, þá er það alvaran. Þorir ♦ ÁG enn. Tek laufdrottningu og hjarta- það ekki?“ lesandinn að leggja sjálfsvirðingu ♦ 7 kóng og spila svo síðasta hjartanu. „Eitthvað ertu nú farinn að sína að veði með því að taka af- ♦ - Nákvæmlega sama djöflabragðið guggna á þeirri sannfæringu að stöðu? ♦ - kemur upp: hægt sé að hnekkja spilinu. Én það er rétt hjá þér, það er besta vörnin að gefa lauftíuna. En það dugir ekki til, vegna hjartatíunn- ar, eins og ég sagði þér áðan. Ég fæ sem sagt slaginn á lauftí- una og trompa þá tígul að vanda. Spila svo laufdrottningu. Þú verð- ur að sjálfsögðu að gefa þann slag líka ef það á ekki að koma upp nákvæmlega sama staðan. En þá tek ég einfaldlega hjartakóng og tíu og kasta laufum í borðinu. Þú ræður hvort þú trompar hjartatí- una eða ekki, vörnin fær aldrei nema einn slag.“ „Já, það er nefnilega það. Ég skulda þér víst tvö þúsundkall." „Þrjú.“ „Þrjú? Jú, það er víst alveg rétt. Tekurðu Visa?“ - O - Látum þetta gott heita um karp þeirra kumpána og snúum okkur að nokkrum spilaþrautum til að glíma við yfir hátíðirnar. Lausn- irnar birtast síðan í áramótablað- 1. Norður ♦ 862 ♦ D109C32 ♦ K54 ♦ 6 Suður ♦ K95 ♦ ÁKG4 ♦ Á876 ♦ Á10 Vetriur Norður Auntur I — — — I hjarU 1 tipuAi 2 hjörtu l'autt 3 Krond Patn 4 hjörtu Allir patw Vestur spilar út laufkóng. Hvernig viltu spila? 2. Norður ♦ D3 ♦ ÁD942 ♦ 53 ♦ 10652 Suður ♦ ÁKG10984 ♦ - ♦ ÁK862 ♦ Á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.