Morgunblaðið - 23.12.1984, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 23.12.1984, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1984 57 Jónas Gunnarsson kaupmaður sextugur Jónas Gunnarsson kaupmaður er sextugur á morgun, þann 24. desember. Jónas er maður ekki hár í lofti, en frá honum stafar hlýja og bjartsýni. Hann vex við kynni, maður finnur hans innri mann. Traustur með velvild til manna og málefna. Jónas er fæddur á Helluvaði á Rangárvöllum, á sögustöðum Njálu. Kannski rekur hann ættir sínar til hins forna spekings, enda er Jónas greindur, orðhagur og fróður og kann vel að beita penna á blað. Lund hans er létt og lipur og oft geislar frá augum hans, sem fylgir eftir hnitmiðuðu skopskyni. Jónas Gunnarsson er fæddur í byrjun kreppunnar miklu. Hann kynntist henni lítið af eigin raun, nema það sem eyra hans og auga man. En hugur Jónasar stóð til mennta. Hann fann að þangað er mátt að sækja. Jónas lauk námi úr Verslunarskóla íslands með góð- um vitnisburði. Fljótlega að loknu námi lá leið hans til afgreiðslustarfa hjá Síld og fisk. Hugur Jónasar stefndi hærra en að vera eilífur þjónn annarra. Hann vildi verða sjálf- stæður kaupmaður, eigin hús- bóndi og þræll! Árið 1956 stofnar Jónas mat- vöruverslun sem hann hefir rekið síðan undir nafninu Kjötborg. I kringum Jónas er alltaf þrifalegt og allt í reglu. Loftið er létt og bjart og viðskiptavinirnir laðast að honum. Jónas er að eðlisfari félagslynd- ur maður, það kom því af sjálfu sér að slíkur kostamaður komst ekki undan því að taka að sér ábyrgðarstöður, bæði fyrir stétt sína og fleiri og félagsstörfin hafa hlaðist á Jónas. Hann hefur bæði verið formaður Félags matvöru- kaupmanna og kjötverslana og er enn í ýmsum félagsstörfum. Jónas er góður málafylgjumaður, bæði í sókn og vörn. Jónas Gunnarsson er giftur Sigríði Þórarinsdóttur frá Þernuvík við ísafjarðardjúp. Myndarkonu sem ekki fer mikið fyrir, en er þeim kostum búin að standa vel fyrir sínu, bæði í blíðu og stríðu. Hún hefir staðið þétt við hlið manns síns í gegnum árin. Þau hjónin eiga 4 mannvænleg börn. 60 ár er ekki hár aldur í dag, enda Jónas eins og unglingur bæði kvikur í spori og hress, og þannig viljum við vinir Jónasar hafa hann áfram. Jónas! „Heill þér sextugum". Guðlaugur Guðmundsson Jónas tekur á móti gestum í félags- heimili Víkings við Hæðargarð á annan jóladag milli kl. 16.00 og 18.00. Dr. Charles Francis Potter ÁRIN ÞÖGLU ÍÆVI JESÚ Dr. Charles Francis Potter Árin þöglu í ævi Jesú Öldum saman hafa unnendur bibjíunnar velt fyrir sér þeirri spurningu hvar Jesús hafi veriö og hvaö hann hafi haft fyrir stafni hin svonefndu „átján þöglu ár“ í œvi sinni, frá tólf ára aldri til þrítugs. Hiö mikla handritasafn, bókasafn Essena, sem fannst í Kúmran hellunum viö Dauöahaf 1945 og næstu ár á eftir, hefur loks gefiö svar viö þessari spumingu. Þaö veröur æ Ijósara, eftir því sem rannsóknum handritanna miöar áfram, aö Jesús hefur á þessum árum setiö viö hinn mikla menntabrunn sem bókasafn Essena var og haft náin kynni af háþróuöu samfélagi þeirra. Glðggt má greina náinn skyldleika meö kenningum Jesú og Essena, jafnvel oröalagiö i boðskap Jesú ber ótvíræöan essenskan svip. Fágaö og fagurt verk. Páfeaötgáfenjjóööaga Flugeldar Við höfum séö landsmönnum fyrir áramótaflugeldum og neyöarmerkjum frá 1916. Aöeins 1. flokks vörur. Reynsla okkar tryggir gæöin. — Mjög góö kaup í fjölskyldupokum á kr. 600, kr. 1.000 og kr. 1.500. Til skipa Pains Wessex línubyssur — Svifblys og handblys — vörur meö gæöastimpli. \USQ2QJDa ÖaSQJiQaQðaQ SJÍ ÁNANAUSTUM GRANDAGARÐI. SÍMAR 28855 — 13605. OPIO 27.12. TIL KL. 18.30. 28.12. tll kl. 21.00. 30.12. til kl. 16.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.