Morgunblaðið - 29.12.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.12.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1984 Selfoss: Aðalhola hitaveit- unnar hrundi saman — neyðarástand skapast ef kólnar í veðri Selfossi, 28. desember. AÐALHOLA hitaveitu Selfoss, hola 10 sem gefur 40% af vatnsþörf hitaveit- unnar lagðist saman í fyrradvg og er onothsf þar til geröar hafa verið ráöstafanir til að bora hana upp á ný. Holan gaf 50 sekúndulítra af heitu vatni og er hér um miK>3 tión að ræða. Ekki hefur skapast neyðarástand af þessum sökum, en vatnsskorl'ir er fyrirsjáanlegur hjá hitaveitunni ef kólnar i veðn. Samkvæmt upplýsingum hjá veitustjóranum á Selfossi, Jóni Erni Arnarssyni, komu fram breytingar á holu 10 á þessu hausti í kjölfar jarðhræringa sem þá urðu. Holan hrundi síðan endanlega saman í fyrradag og lokaðist á 400 metra dýpi. Starfsmenn hitaveitunnar unnu við það í alla fyrrinótt aö taka dæluna upp úr holunni og luku því verki kl. 9.30 í gærmorgun. Dýpt umræddrar holu er 1.830 metrar, en þegar hún var boruð á sínum tíma varð eftir í henni tappi á 1.100 metra dýpi sem þarf að fjar- iægja. Holan hefur gefið 50 sekúndu- lítra af vatni og er sú hola sem mest er notuð á veitusvæðinu. Hitaveita Selfoss þjónar um 2.000 notendum á Selfossi og hjá hita- veitu Eyra og er hámarksþörf hennar á vetrum eru 130 sekúndu- lítrar. Til þess að mæta vatnstap- inu hafa tvær nýjustu hoiurnar, númer 11 og 12, verið tengdar veitukerfinu, en þær holur eru mjög óvirkar. Önnur gefur 14 sek- úndulítra af 60 gráðu heitu vatni og í henni er mikil úrfelling, en hin aðeins 6 sekúndulítra af 118 gráðu heitu vatni. Með þessari viðbót hefur veitan nú yfir að ráða vatni sem svarar til 75% af hámarksþörf að vetri til. Hjá hitaveitu Selfoss verða gerðar ráðstafanir til þess að fá bor sem getur borað holu 10 út og jafnframt náð niður á 1.100 metra og tappanum úr sem þar er. Tak- ist það mun holan batna til muna að sögn veitustjóra. Það er borinn Narfi sem veitustjóri sagði að þeir gerðu sér vonir um að fá. Sá bor hefur verið við boranir á ísafirði að undanförnu og er ekki alveg víst hvenær hann fæst, en það mun skýrast upp úr áramótum. Kostnaður við borun á holunni sem hrundi er áætlaður um 2 milljónir króna, en hann fer eftir því hvað verkið tekur langan tíma. Gera má ráð fyrir að það taki allt upp í mánuð að koma holunni í lag þannig að fyrir- sjáanlegt er að óvissuástand mun ríkja í hitaveitumálum á Selfossi næstkomandi mánuð. Fólk verður hvatt til að fara sparlega með heita vatnið og lok- að hefur verið fyrir sundhöll Sel- foss og minnkað við stærstu not- endur á Selfossi. Jón Örn veitu- stjóri sagöist hvetja fólk til að minnka hita í húsum sínum, það munaði um hverja gráðu. Á með- an þetta ástand varaði sagði hann að lítið annað væri að gera en vonast eftir góðu veðri og að not- endur heita vatnsins brygðust vel við þannig að komist yrði hjá neyðarástandi. Sig. Jóns. Morgunblaðið/Haukur Gíslason. Jón Orn Arnason hitaveitustjóri við borholuna. Fárviðri á Akureyri: Gríðarlegt tjón á Súlunni í höfninni Akureyri, 28. desember, frá SkapU Hallgrímasyni, blaöamanni Mbl. GÍFURLEGT tjón varð á loönubátn- um Súlunni EA 300 í höfninni hér á Akureyri eftir hádegi í dag, er fár- viðri gekk yfir Norðurland. Núpur BA 4 lá utan á Súlunni, fuliur af fiski, og veðrið skall svo snöggt á að ekki gafst tími til að fara með Núp burtu. í um klukkustund lömdust skipin saman við bryggjuna og er stór hluti bakborðssíðu Súlunnar ónýtur. Miklar skemmdir urðu í eldhúsi skipsins, einnig í íbúðarklef- um og vélarrúmi. Vindhraðinn fór í 66 hnúta er mest var og vantaði því ekki nema tvo hnúta í 13 vindstig. Sýnt er, að um milljónatjón er að ræða á Súlunni en ekki er hægt að nefna neinar ákveðnari tölur í því sambandi fyrr en skemmdir hafa verið metnar á morgun. Núp- urinn skemmdist mun minna en fresta varð siglingu hans til Hull, sem átti að leggja í kl. 18 í dag. „Náttúruöflin hafa leikið okkur grátt í dag og nú tekur veik mannshöndin við til að reyna að bæta úr. Við erum máttvana þegar náttúruöflin reisa sig,“ sagði Sverrir Leósson, hjá útgerð Súl- unnar, í samtali við fréttamann Mbl. í dag. Sverrir sagði það nú vera keppikefli útgerðarinnar að bráðabirgðaviðgerð færi fram sem fyrst, svo skipið gæti veitt þau 2.200 tonn, sem eftir væru af loðnukvóta þess. „Bráðabirgðavið- gerð ætti ekki að þurfa að taka mjög langan tíma en það fer auð- vitað eftir hve miklar kröfur skoð- unarmennirnir gera,“ sagði hann. „Skipið átti að fara til veiða strax eftir áramót en það dregst aug- ljóslega eitthvað." í morgun var hér blíðuveður en um kl. 13 skall á fárviðri. Að sögn Bjarna Bjarnasonar, skipstjóra á Súlunni, var ekkert hægt að gera annað en að horfa á skipin tvö lemjast saman. „Við settum hlið- arskrúfurnar á fullt — reyndum að ýta Núpi frá okkur en það þýddi ekkert. Sem betur fer komst hann loks í burtu er veðrið skán- aði — hefði hann verið við hliðina á okkur í 15—30 mínútur í viðbót hefði örugglega opnast gat á vél- arrúmið hjá okkur og þá hefðum við allt eins getað sokkið hér i höfninni," sagði Bjarni. Hann kvaðst vera mjög óánægð- ur með þær breytingar, sem gerð- ar hafa verið á Torfunefsbryggj- unni hér undanfarin ár, sem m.a. fólust í því að fyllt var upp í hluta hafnarinnar og Glerárgatan breikkuð. „Það er búið að eyði- leggja bryggjuna," sagði Bjarni skipstjóri. „Hliðina hefði ekki vantað í þetta skip nú ef það hefði legið á sínum gamla stað hérna uppi í horninu." Sjór gekk yfir Glerárgötuna á meðan veðrið var verst og var henni lokað um tima. Sjórinn gróf undan uppfyllingu við Torfunefið með þeim afleiðingum að umferð- arljós hvarf í sjóinn. Einnig grófst undan ljósastaur, sem féll á hlið- ina. Svo óheppilega vildi til, að er hann datt 6k vörubifreið framhjá og lenti staurinn á þaki bifreiðar- innar. Ökumanninn sakaði ekki. Fárviðri gekk yfír landið: Bílar fuku út af vegum ILLVIÐRI gekk yfir landið í gær og nótt, suðve.stan rok með mikilli úrkomu, sem truflaði umferð í lofti, á láði og legi. Hundruð manna biðu eftir flugfari til og frá Reykjavík en aðeins tókst að fijúga einu sinni milli höfuðborgarinnar og Akureyrar. Mest varð rokið í norðlenska höfuð- staðnum, 13 vindstig, og í Vestmannaeyjum en þar mældust 12 vindstig á Stórhöföa. Bílar fuku út af gierhálum vegum á Norður- og Vesturlandi en ekki var vitað um slys á fólki. Undir kvöldið fór að lægja sunn- aniands og vestan en jafnframt versnaði veður á norðaustur- horninu. Tiltölulega hlýtt var um allt land í gær, 3—7 stiga hiti skv. upplýsingum Veðurstof- unnar. Dæmi voru um allt að 30 mm úrkomu á Suðurlandi. Þar fengust og þær upplýs- ingar, að veðurofsinn hefði orsakast af skilum, sem komu vestan úr hafi í tengslum við mjög djúpa lægð, sem gekk yfir landið í gær og í nótt. Þegar skil- in færðust yfir kólnaði jafn- framt og dró úr vindi. Gert er ráð fyrir að hitastig um land allt í dag verði nærri frostmarki. Mikill vatnselgur var á götum Reykjavíkur og fljúgandi hálka á gangstéttum. Árekstrar urðu á milli 20 og 30 en ekki urðu telj- andi slys á fólki. Menntamálaráðuneytið: Afkoma náms- manna tryggð með sama hætti og annarra FRÁ OG með áramótum fylgja lánsfjárhæðir vegna náms á íslandi þróun meðaltals ráðstöfunartekna samkvæmt útreikningi Þjóðhags- stofnunar. Fram til þessa hafa náms- lán tekið breytingum í samræmi við breytingu á vísitölu framfærslu- kostnaðar en eftirleiðis verður af- koma námsmanna tryggð með sama hætti og afkoma almennings í land- inu. Þetta kemur fram í fréttatil- kynningu frá menntamálaráðu- neytinu, þar sem greint er frá því að lán til námsmanna hækki um áramótin upp í 100% af lánsfjár- þörf skv. lögum. Segir þar að með afgreiðslu fjárlaga nú fyrir jól hafi Lánasjóði íslenskra náms- manna verið „gert kleift að standa við skuldbinóingar sínar lögum samkvæmt". í fréttatilkynningunni 3egir einnig: „Vegna mikillar umfjöll- unar um lánamál námsmanna er rétt að taka fram, að allt þetta ár hefur verið greitt 95% af lánsfjár- þörf eins og alltaf var að stefnt. Þetta hefur tekist m.a. með ýms- um hagræðingaraðgerðum. Þeir fyrsta árs nemar, sem hafa fengið víxillán í bönkum þetta haust, munu fá sín haustlán af- greidd hjá sjóðnum nú eftir ára- mót eins og lög gera ráð fyrir.“ Haraldur Gísla- son á Húsa- yík er látinn LÁTINN er Haraldur Gíslason, mjólkurbússtjóri á Húsavík, 69 ára gamall, eftir skamma sjúkdómslegu á Akureyri. Hann fæddist 28. apríl 1915 að Haugi í Gaulverjabæjar- hreppi, sonur Gísla Brynjólfssonar bónda þar og konu hans Kristínar Jónsdóttur. Haraldur stundaði verklegt nám í Mjólkurbúi Flóamanna 1934—’36 og í Danmörku ’36—’38. Iðnpróf tók hann frá Ladelund Mælkeri og Landbrugsskole vorið 1939. Hann stundaði nám í Þýska- landi 1939 og fór til Svíþjóðar og Danmerkur til að kynna sér mjólkuriðn 1945—’46. Hann var mjólkurfræðingur hjá Mjólkurbúi Flóamanna 1940—’47 en gerðist mjólkurbússtjóri hjá nýstofnuðu Mjólkursamlagi Kaupfélags Þing- eyinga á Húsavík 1947 og gegndi því starfi til dauðadags. Hann sat í bæjarstjórn Húsa- víkur 1966—’70, fyrsti varamaður þar 1970—’74 og aftur í bæjar- stjórn 1974—’78. Haraldur var forseti bæjarstjórnar Húsavíkur 1976—’78. Eftirlifandi kona hans er Valgerður Sigfúsdóttir frá Vog- um í Mývatnssveit.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.