Morgunblaðið - 29.12.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.12.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1984 5 Niðurstöður úr skoðanakönnun Hagvangs hf.: Útsýn nýtur mestra vinsælda FYRIR atbeina „Miðlunar" gckkst Hagvangur hf. fyrir al- mennri skoðanakönnun um ferða- viðskipti með spurningunni „Við hvaða ferðaskrifstofu myndir þú skipta, ef þú ætlaðir til útlanda á næstunni?" Könnunin fór fram á tímabilinu 25. sept. til 8. okt. ’84. Af svörum 664, sem tóku afstöðu, völdu 261 Ferðaskrifstofuna Útsýn eða 39,3%, en 128 tilgreindu Sam- vinnuferðir-Landsýn, sem lenii í 2. sæti með 19,3% og 79 völdu Úrval eða 11,9% sem lenti í 3. sæti. Könnun þessi náði um allt Úr Útsýnarferð til sólarlanda. landið og til fólks 18 ára og eldra. Stærð úrtaksins var 1000 manns en brúttó svarprósenta 79%. Hlutfall Útsýnar var hæst í öllum aldursflokkum og öllum landshlutum, á höfuðborgar- svæðinu, í þéttbýliskjörnum út um land og í dreifbýli og án til- lits til tekjuhlutfalls svarenda. Morgunblaðið leitaði fregna af annarri skoðanakönnun, sem Út- sýn gekkst sjálf fyrir í auglýs- ingablaði með Morgunblaðinu hinn 28. nóvember sl. Leitað var svara við ýmsum spurningum um ferðaval, ferðatíma, dval- arstað, lengd ferðar og ferða- kostnað. Úrvinnslan fór fram hjá Reiknistofnun Háskólans. Helstu niðurstöður könnunar- innar voru þessar: Langflestir kjósa að eyða 3 vik- um í sumarleyfi erlendis, eða 69,1% móti 11,4% í 2 vikur og 15,1% í 4 vikur. Vinsældir sólar- landaferða virðast enn aukast, og er það í samræmi við fleiri kannanir um þetta efni, því að af þeim sem svöruðu kusu samtals 78,3% ferð til sólarlanda og er Costa del Sol langvinsælastur af þeim sumarleyfisstöðum, sem tilnefndir voru, með 28,3% en næstir koma Lignano og Grikk- land með rúmlega 15% og Al- garve með 11,3%. 12,7% kjósa að ferðast til Þýzkalands eða Eng- lands í skipulögðum ferðum, með þjónustu fararstjóra, en 8,7% vilja kaupa ódýrt fargjald og leigja bíl á vegum ferðaskrifstof- unnar, en ráða ferð sinni sjálfir. Rúmlega 60% telja greiðslu- getu sína miðast við 20—25 þús- und krónur fyrir 2ja vikna ferð, og 80,1% eru reiðubúnir að bæta við 5—10 þúsund krónum fyrir þriðju vikuna. Sérstaka athygli vekur að 63,2% telja sig reiðu- búna að fljúga í kvöld- og nætur- flugi, með brottför frá Islandi kl. 18.00 eða seinna, ef það sparar allt að 4000 krónur í fargjaldi og 56,4% vilja fara utan vinsælasta ferðatímans, júlí og ágúst, ef það sparar þeim allt að 10 þúsund krónum. Tilgangur Útsýnar með könn- un þessari er að aðlaga sig eins og kostur er áhuga farþeganna, svo að hægt sé að sníða ferðirnar sem mest eftir óskum þeirra og kaupgetu, að sögn forstjórans, Ingólfs Guðbrandssonar. Gísli Guðmundsson yfirlögreglu- þjónn. Skipaður yfir- lögregluþjónn Gísli Guðmundsson hefur verið skipaður yfirlögregluþjónn í lögreglu ríkisins með aðsetri í dómsmálaráðu- neytinu frá 1. janúar 1985. Þetta er ný staða og er í því fólgin að auka tengsl ráðuneytisins og lögreglu um allt land. Gísli Guðmundsson hóf störf í iögreglunni í Reykjavík 1953. Hann hóf störf í rannsóknarlögreglunni í Reykjavík 1965 og varð aðstoðaryf- irlögregluþjónn við Rannsóknar- lögreglu ríkisins þegar hún var stofnuð 1. júlí Í977. Gísli hefur starfað í dómsmálaraðuneytinu frá 1. júní sl. Gísli Guðmundsson er 58 ára að aldri. Eiginkona hans er Margrét Árnadóttir og eiga þau þrjú börn. Þingmenn fengu jólabónus — Kjaradómur hefur enn ekki úrskurðað um laun þingmanna KJARADOMUR hefur enn ekki úr- skurðað um laun alþingismanna og fengu þingmenn því uppbót á laun sín skömmu fyrir jól, sem eins konar leiðréttingu vegna þess dráttar sem orðið hefur á launahækkunum þeim til handa. Nam uppbótin 25 þúsund krónum á mann. Benedikt Blöndal, formaður Kjaradóms, sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins að ekki hefði tek- ist að ganga frá úrskurði um launa- hækkun til handa þingmönnum og ýmissa annarra aðila í opinberri stjórnsýslu, enda væri hér um að ræða tímafrekt verk þar sem um svo marga ólíka aðila væri að ræða og fjölmörg atriði sem taka þyrfti tillit til. Því hefði þótt sanngjarnt að veita þingmönnum þessa launa- uppbót þar sem úrskurðurinn hefði dregist dregist svo á langinn, sem raun ber vitni. Stuðmenn &Oxsmáí Popminiasafninu ikvold. Hjarðmenn hins holdlega krafts spenna kroppa safngesta því að sjaldan verða norrænir menn glaðir af sjálfum sér. Ragnhildur Gísladottir og Runar Georgsson riia húsum. Popminjasafnið í gjórbreyttu Sigtúni KI.23-03

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.