Morgunblaðið - 29.12.1984, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.12.1984, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1984 Singapore: Hættir í UNESCO Paris, 27. desember. AP. RÍKISSTJÓKN Singapore hefur ákveðid að hætta þátttöku í starfi UNESCO, Menningarmálastofn- unar Sameinuðu þjóðanna, að því er sendiherra ríkisins í París greindi frá í dag. Sendiherrann sagði að úr- sögnin fæli ekki í sér að tekið væri undir gagnrýni þá, sem stofnunin hefur sætt að undan- förnu, og ágreiningi milli Singapore og UNESCO væri heldur ekki til að dreifa. Ríkis- stjórnin hefði hins vegar tak- markað fé til utanríkissam- skipta og kysi að verja þeim til brýnni verkefna en aðildar að starfi UNESCO. Kína: Samkeppni innleidd í ferða- þjónustunni INking, 27. dea. AP. KÍNVERSK stjórnvöld hyggjast koma á fót samkeppni gagnvart ríkisstofnun þeirri, sem haft hefur einkaleyfi á allri ferðastarfsemi í landinu. Á þetta að vera einn þátturinn í efnahagsumbót- um þeim, sem kommúnistaflokkurinn beitir sér nú fyrir. „Þetta mun gerast smám saman með eðlilegum hætti," var haft eftir Han Kehua, aðsta yfir- manni ferðamála í Kína. Kehua sagði ennfremur, að þessi samkeppni ætti eftir að aukast stig af stigi og væri henni ætlað að ná til fólksHutninga, gistihúsa og mat- vælaframboðs. Samkvæmt efnahagsáformum þeim, sem kunngerð voru í október sl. á vegum miðstjórnar kommún- istaflokksins, er mörgum atvinnu- greinum í Kína ætlað að búa við samkeppni, „svo að aðeins þeir beztu lifi til frambúðar". Sviss: Sound of Music í stað Emmanuelle /úrirh, 27. desember. Frá Önnu Bjarnadóltur. rrétUritara Mbl. Yfirmenn svissneska sjónvarpsins gáfust upp fyrir þrýstingi kirkjunnar þjóna og stjórnmálamanna og ákváðu á úorláksmessu að sýna fjöl- skyldumyndina Sound of Music klukkan tvö á nýársnótt í stað kyn- lífsmyndarinnar Emmanuelle. Frönskumælandi sjónvarpsstöðin í Sviss ætlaði að sýna Emmanuelle, en ákvörðunin olli svo miklu fjaðra- foki, að hún var dregin til baka. Skoðanakönnun hafði sýnt að 70% aðspurðra höfðu hug á að sjá myndina. Útvarpsstjóri hafði lýst því yfir að utanaðkomandi þrýst- ingur myndi ekki koma í veg fyrir sýningu myndarinnar og sam- göngu- og útvarpsmálaráðherra hafði sagt að það skipti hann litlu máli, hvort Emmanuelle yrði sýnd eða ekki, hann væri svo ánægður með konuna sína, að hann hefði ekki áhuga á svona kvikmyndum. Julie Andrews leikur aðalhlut- verkið í söngvamyndinni Sound of Music. Hún þykir gera það ágæt- lega, en samt er talið hætt við að margir verði fyrir vonbrigðum þegar hún birtist á sjónvarps- skerminum í staðinn fyrir Sylviu Kristel í hlutverki Emmanuelle á nýársnótt. Sterkurog hagkvæmur auglýsingamióill! ÚTVARP / S JÓN VARP Þeir Gunnlaugur Helgason t.v. og Arnar Hákonarson verða á vakt á rás 2 í nótt. Næturvaktin í beinu sambandi við flugstjóra ■1 Stjórnendur 00 Næturvaktar á rás 2 í nótt verða þeir Arnar Hákon- arson og Gunnlaugur Helgason. Að sögn þeirra Arnars og Gunnlaugs verður fluttur fréttapistill frá fréttaritaranum í New York og mun hann fræða hlustendur um það hvern- ig íbúar þessarar stór- borgar eyða áramótunum og einnig um næturlíf al- mennt í þeirri borg. Einn- ig ætla þeir að vera í beinu sambandi við flug- stjóra á þotu Flugleiða, sem verður á leið frá New York til fslands á meðan á útsendingu þáttarins stendur. Þeir Gunnlaugur og Arnar sögðust halda að slíkt hafi ekki verið gert í útvarpi hér á landi áður. Á Næturvaktinni verða leikin lög frá árinu sem er að líða og má búast við að eitthvað óvænt komi uppá í þættinum. Aðspurðir sögðust þeir félagarnir aðeins verða með þennan eina þátt að svo stöddu, en þeir hafa báðir unnið við útvarp áð- ur. Arnar hefur verið tæknimaður frá Ríkisút- varpinu og auk þess stjórnaði hann þættinum „Á rás“ á rás 2. Gunnlaug- ur hefur verið með vara- þætti, í hringnum, sem sendir hafa verið út á rás 2. Fjallað um líf og starf tónskáldsins Weyse ■■■■ Á dagskrá út- nn 35 varps í kvöld er Æiíá — þáttur sem nefnist „Weyse, gamall kunningi fslendinga". f þættinum segir Ánna María Þórisdóttir frá lífi og starfi þýsk-danska tónskáldsins Weyse og leikur nokkur lög eftir hann. „Ég kalla Weyse gaml- an kunningja fslendinga vegna þess að miðaldra og eldra fólk hér á landi kannast vel við hann og þeir sem yngri eru einn- ig,“ sagði Anna María. „Hver kann ekki „Hvað er svo glatt" eða „Nú er sumar“ og nú um hátíð- irnar má ekki gleyma lag- inu „Hvað boðar nýjárs blessuð sól“. Öll þessi lög eru eftir Weyse. Hann fæddist fyrir um 210 ár- um i Altona í Þýskalandi, en fluttist mjög ungur til Kaupmannahafnar. Hann var alla tíð piparsveinn og bjó mestan hluta ævi sinnar við sömu götuna, Krónprinsessugötu. En hann átti sína æskuást og reyndar gerði ég dálitla tónlistarlega uppgötvun í sambandi við þá stúlku. En það er ennþá leynd- armál sem hlustendur geta komist að í þættinum ef þeir vilja," sagði Anna María að lokum. Tónlistarkrossgátan ■i Á morgun, 00 sunnudag, er á dagskrá rásar 2 Tónlistarkrossgátan í um- sjá Jóns Gröndal. Hér með birtist krossgáta nr. 16 og ber að senda lausnir til Ríkisútvarpsins rás 2, Hvassaleiti 60, 108 Reykjavík merkt: Tónlist- arkrossgátan. Júlía ■■■■ f kvöld er á OO 40 dagskrá sjón- varpsins bandaríska kvikmyndin Júlía frá árinu 1977. Myndin er byggð á sögu Lillian Hellmann „Penti- mento“. Hún segir frá örlögum Júlíu, æskuvinkonu Lilli- an, sem elst upp við það að vinna gegn uppgangi nasismans rétt fyrir stríð- ið. Barátta hennar er meðal annars fólgin í því að smygla fólki út úr Þýskalandi, sem líklegt er talið að lendi í klónum á nasistum. Einnig er sagt frá því hvernig Lillian tengist síðar þessari starfsemi Júlíu. Með aðalhlutverk í myndinni fara þær Jane Fonda og Vanessa Red- grave, sem hlaut óskars- verðlaun fyrir leik sinn. Jane Fonda fer meó eitt af aðalhlutverkunum í mynd- inni Júlía sem er á dagskrá sjónvarpsins í kvöld. Auk þess hlaut myndin tvenn önnur óskarsverð- laun. f aðalhlutverkum eru einnig Jason Robards og Maximilian Schell. Leikstjóri er Fred Zinne- mann. Þýðandi er Krist- rún Þórðardóttir. ÚTVARP LAUGARDAGUR 29. desember 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 7.25 Leikfimi. Tónleikar. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurtregnir. Morgunorð — Þórhallur Heimisson talar. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir.) Óskalög sjúklinga, frh. 11.20 Eitthvaö fyrir alla Siguröur Helgason stjórnar þætti fyrir börn. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Frétfir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 14.00 Hér og nú Fréttaþáttur I vikulokin. 15.15 Úr blöndukútnum — Sverrir Páll Erlendsson. (RÚVAK) 16.00 Fréttir. Dagskrá 16.15 Veöurfregnir. 16.30 Bókaþáttur Umsjón: Njöröur P. Njarðvik. 17.10 Tónleikar I útvarpssal a. „Chaconna" I d-moll eftir Johann Sebastian Bach. Hllf Sigurjónsdóttir leikur á fiðlu. b. Sex lög úr lagaflokknum „Helgu jarlsdóttur" eftir Jón Björnsson. Elin Sigurvins- dóttir og Snæbjörg Snæ- bjarnardóttir syngja. Ólafur Vignir Albertsson leikur á pl- anó. c. „Fimm stykki" eftir Haf- liða Hallgrlmsson. og „Hans", tilbrigði um Islenskt þjóðlag eftir Þorkel Sigur- björnsson. Edda Erlends- dóttir leikur á planó. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 16.00 Hildur. Nlundi þáttur. — Endursýning. Dönskunám- skeið f tlu þáttum. 16.30 Iþróttir. Umsjónarmaður Ingólfur Hannesson. 18.30 Enska knattspyrnan. Umsjónarmaður Bjarni Fel- ixson. 19.25 Kærastan kemur I höfn. Fjórði þáttur. Danskur myndaflokkur I sjö þáttum ætlaður börnum. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. (Nordvision — Danska sjón- varpið.) 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veöur. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Dave Allen lætur móðan mása um jólin. Breskur 19.00 Kvöldtréttir. Tilkynningar. 19.35 Veistu svarið? Umsjón: Unnur Ólatsdóttir. Dómari: Hrafnhildur Jóns- dóttir. (RUVAK) 20.00 Útvarpssaga barnanna: „Ævintýri úr Eyjum" eftir Jón Sveinsson. Gunnar Stefáns- son les þýöingu Freysteins Gunnarssonar (12). 20.20 Harmonikuþáttur Umsjón: Sigurður Alfonsson. LAUGARDAGUR 29. desember skemmtiþáttur. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 21.30 Gestrisni. (Our Hospital- ity.) Þögul bandarlsk skop- mynd frá 1923. S/h. Leik- stjóri Buster Keaton. Aðal- hlutverk: Buster Keaton, Natalie Talmadge, Joe Keat- on og Buster Keaton yngri. A öldinni sem leið snýr ungur Suðurrlkjamaður heim til át- thaganna eftir langa fjarveru. Þar verður hann leiksoppur i hatrömmum ættaerjum. Þyðandi Guðni Kolbeinsson. 22.40 Júlla. Bandarlsk bló- mynd frá 1977 byggð á bók- inni „Pentimento" eftir Lillian Hellmari. Leikstjóri Fred Zinnemann. Aðalhlutverk: 20.50 „Löngum er ég einn á gangi“ Dagskrá um Örn Arnarson skáld á aldarafmæli hans. Helgi Már Barðason tók saman. Lesari ásamt honum Gyða Ragnarsdóttir. 21.30 Kvöldtónleikar Þættir úr sfgildum tónverk- um. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. Jane Fonda, Vanessa Red- grave, Jason Robards og Maximilian Schell. Bandarlsk skáldkona lýsir örlögum Júllu, æskuvinkonu sinnar. Hún leggur stund á læknis- fræði, tyrst I Oxford og slðan I Vinarborg. Jafnframt fyllist hún áhuga á stjórnmálum og mannréttindamálum. Þegar fundum þeirra stallna ber saman slðar kemst skáld- konan að þvl að Júlla tekur virkan þátt I baráttu gegn uppgangi nasismans. Mynd- in hlaut þrenn Óskarsverð- laun áriö 1978. Þýðandi Kristrún Þóröardóttir. 00.40 Dagskrárlok. 22.35 Weyse, gamall kunningi islendinga. Þáttur um llf og starf þýsk-danska tónskálds- ins Weyse og leikin nokkur lög eftir hann. Umsjón: Anna Maria Þórisdóttir. 23.15 Hljómskálamúslk Guðmundur Gilsson kynnir. 24.00 Miönæturtónleikar Umsjón: Jón Orn Marinós- son. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá rás 2 til kl. 03.00. 14.00—16.00 Léttur laugard- agur Stjórnandi: Asgeir Tómas- son. 16.00—18.00 Milli mála Stjórnandi: Helgi Már Baröa- son. Hlé 24.00—03.00 Næturvaktin Stjórnendur: Arnar Hákon- arson og Gunnlaugur Helga- son. Rásirnar samtengdar að lok- inni dagskrá Rásar 1. SJÓNVARP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.