Morgunblaðið - 29.12.1984, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.12.1984, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1984 íslenska hljómsveitin: „Hörpuleikur“ í Bústaðakirkju á morgun Anna Guðný Ásdís Valdimarsdóttir Elísabet Waage Guðmundsdóttir lllíf Sigurjónsdóttir Martial Nardeau Sigurður I. Snorrason Sjöundu tónleikar íslensku hljómsveitarinnar á þessu starfsári fara fram í Bústaðakirkju sunnudaginn 30. desember kl. 17.00 síðdegis, og bera þeir yfirskriftina „Hörpuleikur“. Kammertónleikar þessir eru jafnframt fjórðu áskriftartónleikar hljómsveitarinnar í Reykjavík. Frönsk kammertónlist er meginviðfangsefnið að þessu sinni, en að auki verða flutt tvö verk samin hér á landi. Á tónleikunum koma sex félagar úr hljómsveitinni fram í viðamiklum einleiks- og samleikshlutverkum. í lok síðustu aldar má segja að endurreisn hafi átt sér stað í franskri tónlist. Menn vildu losna undan þýskum áhrifum og finna latneskan anda á ný. Með mönrum eins og Debussy og Milhaud varð sérstök frönsk tónlist til á nýjan leik, og áhrif hennar urðu víðtæk. Harpan á impressjónismanum mikið að þakka, en tónn hennar féll vel að ljóðrænni innsýn hans. Sérstak- ur gestur tónleikanna er hörpu- leikarinn Elísabet Waage, sem leikur einleiksverk eftir John Herne auk hörpuraddar í sónötu Debussy og í nýju verki Atla Heimis Sveinssonar. Þar koma einnig við sögu stöllurnar Hlíf Sigurjónsdóttir, Ásdís Valdi- marsdóttir og Anna Guðný Guð- mundsdóttir. Sigurður I. Snorra- son og Martial Nardeau leika saman Sónatínu Jolivet sem sprottin er úr plógfari impres- sjónismans þótt einstök standi. Tónleikunum lýkur með hinu þekkta tríói Milhaud fyrir fiðlu, píanó og klarinett. Efnisskráin er sem hér segir: Atli Heimir Sveinsson: Kliður fyrir flautu, klarinett, fiðlu, lág- fiðlu, píanó og hörpu. Samleikur: Martial Nardeau, Sigurður I. Snorrason, Hlíf Sig- urjónsdóttir, Ásdís Valdimars- dóttir, Anna Guðný Guðmunds- dóttir og Elísabet Waage. Claude Debussy: Sónata fyrir flautu, víólu og hörpu. Samleikur: Elísabet Waage, Martial Nardeau og Ásdís Vald- imarsdóttir. André Jolivet: Sónatína fyrir flautu og klarinett. Samleikur: Martial Nardeau og Sigurður I. Snorrason. John Herne: Frá Eyjafirði, fyrir hörpu. Einleikur: EHsabet Waage. Darius Milhaud: Svíta fyrir klar- inett, fiðlu og píanó. Samleikur: Sigurður I. Snorra- son, Hlíf Sigurjónsdóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir. Elísabet Waage nam hörpu- leik hjá Moniku Abendroth. Árið 1982 hélt hún til Hollands þar sem hún stundar nú nám hjá hörpuleikaranum Edward Wits- enburg. Elísabet, sem einnig hef- ur lokið píanókennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík, hefur komið fram á tónleikum hér heima og erlendis, og er skemmst að minnast leiks henn- ar á jólatónleikum fslensku hljómsveitarinnar í fyrra. Elísa- bet hefur leikið mörg viðamikil hörpuverk, m.a. hörpuhlutverkið í Ceremony of Carols eftir Britt- en. Elísabet lýkur kennaraprófi frá Konunglega Tónlistarháskól- anum í Haag I vor. Flautuleikarinn Martial Nardeau brautskráðist sem ein- leikari frá tónlistarskóla Vers- ala árið 1976. Aðalkennarar hans voru Raymond Pouchet, Fernand Caratgé og Roger Bourdin. Hann var fastráðinn við Lamoureux-hljómsveitina f París árið 1979, var einleikari með Juventia-kammersveitinni og hefur komið fram á fjölda tónleika bæði í heimalandi sínu og víðar, m.a. í Hollandi, Þýska- landi og Rússlandi. Hann er nú búsettur í Reykjavík. Hlíf Sigurjónsdóttir hóf fiðlu- nám hjá Gígju Jóhannsdóttur í Barnamúsíkskóla Reykjavíkur. Hún var nemandi Björns ólafs- sonar í Tónlistarskólanum í Reykjavík frá 1966 og lauk ein- leikaraprófi 1974. Hún sótti framhaldsnám við tónlistar- háskólann í Indiana hjá Frano Gulli 1975—77 og við háskólann í Toronto hjá Lorand Fenyves 1977—79. Hlíf var á fullum styrk frá listaskólanum í Banff (A1- berta) 1979—81. Naut hún þar tilsagnar William Primrose, Ruggiero Ricci, Igor Oistrach, Zoltan Szekely, Gyorgy Sebok, Menachem Pressler o.fl. Hlíf er annar tveggja konsertmeistara íslensku hljómsveitarinnar. Sigurður I. Snorrason (1950) lauk prófi í klarinettleik frá tónlistarháskóla Vínarborgar, þar sem aðalkennari hans var Rudolf Jettel. Hann starfaði í tvö ár með Wiener Bláseren- semble, en tók sæti í Sinfón- íuhljómsveit Islands árið 1973. Hann er nú skólastjóri Tónlist- arskóla FÍH og kennari við Tón- listarskólann í Reykjavík. Hann hefur komið víða við í flutningi kammertónlistar auk þess að leika einleik með lslensku hljómsveitinni og Sinfóníu- hljómsveit íslands á tónleikum og við upptökur. Hann hefur átt sæti í stjórn Islensku hljóm- sveitarinnar frá upphafi. Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík, síðast hjá Margréti Eiríksdótt- ur, og lauk burtfararprófi vorið 1979. Þá lá leiðin til Lundúna þar sem hún nam við Guildhall School of Music and Drama hjá James Gibb og Gordon Back. Lagði hún einkum áherslu á kammertónlist, og lauk Post Graduate Diploma vorið 1981. Anna hefur verið afkastamikil, starfað sem undirleikari, meðal annars hjá Söngsveitinni Fíl- harmóníu, Islensku óperunni, Tónlistarskólanum í Reykjavík og Islensku hljómsveitinni, auk þess sem hún hefur leikið fjölda kammerverka á tónleikum hljómsveitarinnar. Ásdís Valdimarsdóttir (1962) hóf nám í Barnamúsíkskólanum með fiðlu sem aðalhljóðfæri undir handleiðslu Gígju Jó- hannsdóttur, og síðar í Tónlistarskólanum í Reykjavík þar sem Rut Ingólfsdóttir var aðalkennari hennar. Árið 1979 skipti Ásdís alfarið um hljóðfæri og snéri sér að lágfiðlunni. Árið eftir hóf hún nám við Juill- ard-tónlistarháskólann í New York, þar sem dr. Paul Doktor var aðalkennari hennar. Hún lauk BM-prófi í vor en í fyrra- vetur var dr. William Lincer leiðbeinandi hennar. Ásdís hefur sótt fjölda sumarnámskeiða I tónlist, 1979 í Interlocken í Illi- nois og 1980 í Vermont. Sumarið 1982 var hún á námskeiði í Fontainebleu í Frakklandi, 1983 í Siena á Ítalíu hjá Ulrich Koch og 1984 i Aspen í Colorado. Hef- ur Ásdís notið styrkja til þess að sækja öll þessi námskeið svo og til að stunda nám í Juitlard. Næsta vetur hyggst Ásdís ljúka meistaragráðu frá Juillard, auk þess að gegna stöðu 1. lágfiðlu- leikara í stærstu hljómsveit þessa skóla. (Krf-tutilkynning) Sjóður Ásu G. Wright: Olafur Bjarnason heiðraður fyrir rannsóknarstörf í læknisfræði Dr. Olafur Bjarnason, prófess- or, hlaut í gær heiðursverðlaun að upphæð kr. 100.000 úr sjóði Ásu (íuömundsdóttur Wright. Hlaut Ólafur verðlaunin fyrir rannsóknarstörf á sviði læknis- fræði og þá sérstaklega braut- ryðjendastörf í skipulagningu krabbameinsrannsókna. Sjóður Ásu Guðmundsdóttur Wright starfar í tengslum við Vísindafélag íslands og eru veitt- ar úr honum viðurkenningar til Islendinga, sem hafa unnið veigamikið vísindalegt afrek á íslandi eða fyrir ísland. Stjórn sjóðsins skipa nú þeir Ármann Snævarr, prófessor, dr. Jóhannes Nordal og dr. Sturla Friðriksson. Ólafur Bjarnason er fæddur á Akranesi 2. mars 1914. í greinar- gerð, sem dr. Sturla Friðriksson flutti fyrir hönd sjóðstjórnar við afhendinguna, kom m.a. fram, að dr. Ólafur hefur um árabil lagt mikilvægan skerf til læknis- MorgunblaðiA/Árni Sœberg. Dr. Sturla Friðriksson afhendir dr. Ólafi Bjarnasyni heiðursskjal Verðlauna- sjóðs Ásu Guðmundsdóttur WrighL fræðilegra rannsókna á íslandi og víðar. En hann varð sérfræð- ingur í meinafræði árið 1953 og doktorsritgerð hans, árið 1963, fjallaði um legkrabbamein á ís- landi, tegundir og tíðni. Ólafur veitti lengi forstöðu Rannsóknarstofnun Háskóla ís- lands í meina- og sýklafræði og hefur einnig lagt stund á réttar- læknisfræði. Sturla gat þess einnig að Ólaf- ur hefði lagt grunninn að krabbameinsskránni á íslandi og þar með að mikilvægum faralds- fræðilegum rannsóknum, sem hægt hefur verið að framkvæma á grundvelli hennar. Þá var ólafur Bjarnason fyrst- ur til þess að hefja frumuleit við rannsóknir á legkrabbameini á byrjunarstigi, eftir að hann kom heim frá námi í Svíþjóð og Bandaríkjunum. Var þar um að ræða undanfara Leitarstöðvar Krabbameinsfélags íslands, sem vakið hefur heimsathygli og stuðlað að mikilli lækkun á tíðni dauðsfalla af völdum þessa sjúkdóms hér á landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.