Morgunblaðið - 29.12.1984, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.12.1984, Blaðsíða 13
Hugleiðingar um áramót MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1984 13 Fréttabréf frá Stykkishólmi Stykkisbólmi, 28. desember. NÚ VIÐ þessi áramót hlýtur hugur okkar hér í Hólminum að vera fullur þakklætis. Árið hefur verið okkur farsælt. Sjávarafli var með meira móti og vinnsla fiskvinnslustöðv- anna einnig meiri en áður. Þó voru bátar starfslausir í júní og júlí og sumir enn lengur, þar sem úthlutun kvóta til Stykkishóímsbáta var sára- lítil eða engin. Sem fyrr var skelveið- in aðallinn í farsæíu ári. Á árinu byrjaði hraðfrystihús Sig. Ágústsson- ar hf. að framleiða kola með sérstök- um hætti til útflutnings og virðist það gefa góða raun. Ýmislegt annað er þar á döfinni. Flest fólk hefir ver- ið í starfi hjá Rækjunesi hf. en þar er Sigurjón Helgason driffjöðrin. Byggingarframkvæmdir hafa verið í meira lagi. Trésmiðjan Ösp hefur byggt 26 íbúðarhús á árinu og Trésmiðja Stykkishólms hefur einnig staðið í miklum fram- kvæmdum. Af stórum byggingum má nefna að sjúkrahúsviðbygging- in komst undir þak og hluti einnar hæðar var tekin í notkun. Kirkju- byggingunni og nýja barnaskólan- um miðaöi vel og eins flugstöðv- arbyggingunni. Hjá Stykkis- hólmshreppi voru sem fyrr miklar framkvæmdir bæði við gatnagerð og fegrun bæjarins. Tjaldsvæði fyrir ferðafólk var endurbætt og lagður að því vegur og sett upp snyrtiaðstaða. Er tjaldsvæðið á góðum stað í útjaðri bæjarins. Þá var aðalskipulag bæjarins endurskoðað og gerðar breytingar og tvö ný hverfi skipulögð fyrir íbúðarbyggingar og er þá talið að nægar lóðir verði til næstu 5 til 10 árin. Við höfnina hafa einnig verið framkvæmdir, siglingarljós aukin, dráttarkrani tekin í notkun o.fl. Félagsheimilið hefur verið rekið með líkum hætti og áður og allir notið þess bæði ungir og aldnir. Þjónusta við aldraða hefir verið með mesta móti og félög séð um skemmtanir fyrir þá við góðan orðstír. Annað félagslíf hefur ver- ið með líkum hætti og er það vel þegar höfð er í huga öll þessi myndbandavæðing sem nú er að komast inn á flest heimili. Vel gekk á hótelinu á þessu ári. Þjónusta var meiri en áður og bryddað upp á ýmsu nýju til að gera ferðafólki dvölina fjölbreytt- ari og ánægjulegri en þó ódýra. Má þar nefna svokallaða „helgar- pakka" og ferðir hraðbáta með fólk um eyjasund og út á fjörð. Notuðu fjölmargir sér þær ferðir, þrátt fyrir votviðrasamt suraar og oft óhagstætt veður Mikill snjór var fyrri hluta árs- ins, en þó komust áætlunarbílar leiðar sinnar. Þjónusta þeirra er okkur ómetanleg og það eru dugn- aðarmenn sem að þeim ferðum standa. Haustið var aftur á móti gott, meiri stillur en áður og ekki snjór fyrr en komið var fram í desem- ber. Flug Arnarflugs var og mikil samgöngubót. Baldur sá um ferðir milli Stykkishólms og Brjánslækj- ar og mun sá rekstur hafa verið erfiður. Hagur manna hér virðist vera góður þegar á allt er litið. Utan- landsferðir fólks hafa líklega aldr- ei verið fleiri en í ár. Fyrir jólin er mikill annatími. Póstur og farþegar með meira móti hjá áætlunarbifreiðum. Enda margir burtfluttir Hólmarar, og þeirra fólk, sem hugsa heim. Skólafólk vill vera heima um jólin og margir heimsækja ættingja, það var því fjölmennt. Jólaundir- búningur byrjaði nokkuð snemma, Þú svalar lestnirþörf tlagsins ásúium Mo^gans! or. -í * i>A marglit ljós prýða bæinn og aldrei hafa verið fleiri jólatré við stofn- anir og á víðavangi. Hæst ber jóla- tré frá vinabæ okkar Drammen í Noregi. Sala var mikil fyrir þessi jól og á laugardag fyrir jól var salan mikil og jöfn allan daginn, eftir því sem verslunarfólk segir. Jólastjarnan á Bókhlöðuhöfða sendi ljós sitt yfir bæinn í 25. sinn, en nákvæmlega fyrir 25 árum gerði Hans J. Hansen þessa fal- legu stjörnu og valdi henni þennan sérstaka stað. tbúatala hefir aukist á árinu og er nú komin yfir 1.300 og hafa milli 10—20 fjölskyldur flutt í bæ- inn og 4—5 flutt í burtu. Ég spurði sveitarstjóra um inn- heimtu gjalda nú í árslok og sagði hann mér að sl. 10 ár hefði hún alltaf verið um 95 til 97% en nú ylli það honum miklum vonbrigð- um að hún hefði ekki náð 90% og gæti hann ekki gert sér grein fyrir af hverju þessi lélegi árangui staf- aði. Hefði þessi stöðvun í sumar haft einhver áhrif, en vonandi á þetta eftir að lagast aftur. Við fögnum nýju ári með bjartsýni og sendum landsmönnum öllum óskir héðan um sanna farsæld á kom- andi tímum. Árni. <7 i «n ivi ini£ AUSTURSTRÆT117 MJÓDDINNI Opið í dag frá kl. 9-16. Opið á mánudag gamlársdag frá kl. 9-12. . í dag kynnunPvio Reyktan úrbeinaðan Svínahnakka pr.kg. AÐEINS Oskum viðskiptavinum okkar gleðilegs nys árs og þökkum viðskiptin á liðnu ári SUMIR VERSLA DVRT-AÐRIR VERSLA HJÁ OKKUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.