Morgunblaðið - 29.12.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.12.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1984 15 íslensk mannanöfn Bókmenntir Sveinbjörn I. Baldvinsson Sveinn Sæmundsson: Gudmundur skipherra Kjærnested, I 189 bls. Örn og Örlygur. Guðmundur Kjærnested er nú þegar kominn með að minnsta kosti annan fótinn inn í íslands- söguna. Það þarf því engan að undra að út séu komnar æviminn- ingar hans. Fyrir utan það, hvað slík bók á fyrirfram mikla mögu- leika á sölu, er ljóst að útgáfa æviminninga merkra manna á fullan rétt á sér. En það má þó ekki gleymast að það verður að gera vissar kröfur til slíkra verka. Kröfur sem varða efnistök, mál og stil. Kröfur um frásagnarlisL Það er ekki alltaf að mikilmenni sög- unnar eða samtíðarinnar eru sér- lega vel ritfær. Enda hefðu þau þá kannski fremur orðið rithöfundar en mikilmenni. En á síðari árum hefur uppgötv- ast aðferð til að búa til æviminn- ingabækur fólks sem ekki skrifar þær sjálft. Það eru svonefndar viðtals- eða samtalsbækur, þar sem ritfært fólk skráir minningar hinnar frægu persónu, líkt og um blaðaviðtal væri að ræða. Ætli Matthías Johannessen hafi ekki verið einna fyrstur til að beita þessari aðferð hér, í samtalsbók- unum um Þórberg Þórðarson, Tómas Guðmundsson og fleiri. Ekki þarf að fjölyrða um árangur- inn. Hann var góður. Ástæðan er einföld. Þeir sem rætt var við höfðu margt skemmtilegt og merkilegt að segja og höfundurinn var og er meðal helstu skálda okkar. Guðmundur skipherra Kjærne- sted er bók af viðtals- eða sam- talsgerðinni. En hún er fjarri því að komast nokkurs staðar nálægt þeim viðtalsbókum sem að var vikið hér að ofan, hvað varðar bókmenntalegt og sögulegt gildi. Hún virðist að mestu byggð á ein- hverskonar dagbókum Guðmund- ar, sem vissulega hafa visst heim- ildargildi, til dæmis fyrir mann er ætlaði að skrifa sögu Landhelgis- gæslunnar. En fyrir þann hluta lesenda sem ekki hefur það í huga og er ekki heldur nefndur á nafn í bókinni verður þetta heldur þurr lesning. Fyrir alla er einhvern tíma hafa leikið sér, siglt eða flog- ið með Guðmundi hlýtur hins veg- ar að vera ánægjulegt að lesa þessa bók, því þeir virðast allir Guðmundur Kjærnested vera nefndir í bókinni. Oftar en einu sinni fer nafnafjöldi á blað- síðu upp í þetta átta til tíu stk. og í einum kafla, sem er hálfönnur blaðsíða, eru nefnd ein þrjátiu og þrjú nöfn. Eins og áður sagði er þetta gott og gilt sem dagbókarfærslur en i frásögn af ævi og starfi merks manns er þetta aðeins lýjandi upptalning. Það er í verkahring skrásetjarans að vinna úr þeim efnivið sem viðmælandinn býr yf- ir. Það fer ekki hjá því við lestur Guðmundar skipherra að manni finnist nokkuð á skorta i efni. Það er engu líkara en mönnum hafi bráðlegið á þvi að koma verkinu út og að flýtirinn hafi komið niður á úrvinnslunni. Aftan á bókarkápu og i upphafi formála Sveins Sæmundssonar er varpað fram spurningu, ættaðri frá útlendingum á tímum 50 og síðar 200 mílna landhelgisdeilunn- ar. Spurningin er þessi: „Hver er eiginlega þessi commander Kjærnested?" Og önnur fylgir í kjölfarið: „Hver er þessi maður sem berst við ofureflið og gefst aldrei upp?“ Mér finnst þetta fyrra bindi æviminninga Guð- mundar ekki gefa nein viðhlítandi svör við þessum spurningum. Það eina sein bætist við þá stóru en grunnristu hetjumynd af comm- ander Kjærnested sem við þekkj- um, er það, að hann átti erfiða æsku. Það er líkt og skrásetjaran- um hafi ekki tekist að komast nógu nærri manninum Guðmundi Kjærnested. Eins og skipherrann hafi setið allan tímann í einkenn- isbúningnum meðan þeir ræddust við. Hold en ekki andi Nýja bíó: Monsignor -k'h Bandarísk. Árgerð 1982. Handrit: Abraham Polonski, Wendell Mayes. Leikstjóri: Frank Perry. Aðalhlut- verk: ('hristopher Reeve, Genevieve Itujold, Fernando Rey, Jason Miller. Christopher Reeve sómir sér prýðilega sem fljúgandi furðu- hlutur í Superman-myndunum. Stökkið yfir í kaþólskan klerk sem ánetjast veraldlegum gæðum meira en góðu hófi gegnir fyrir menn í þeirri stöðu ef of stórt fyrir hinn stæðilega leikara og veldur næstum því brotlendingu kvikmyndarinnar Monsignor. En ekki alveg. Þetta er viðamikið, bókmennta- legt drama með massífu handriti Polonskis og Meyes. Reeve er bandarískur herprestur sem lend- ir í lífsháska við innrás banda- manna á Ítalíu í annarri heims- styrjöldinni — og brestur þá kjark. Engu að síður tekur hann að bruna upp metorðastigann i Páfagarði og nýtur þar hagfræði- þekkingar sinnar ekki síður en guðfræði. Jafnhliða tekur hann að stunda svartamarkaðsbrask í ná- inni samvinnu við mafíuna. Þann- ig leikur klerkur tveimur skjöld- um innan stofnana guðs og glæpa, auk þess sem hann fellur fyrir holdsins lystisemdum í líki nunn- unnar Genevieve Bujold. Þótt þessi málatilbúnaður allur kunni að virðast æði fráleitur er hann framsettur af vandvirkni og dramatískum þunga sem dugir til að kveikja í áhorfanda. Veiki punkturinn sem veldur þvi að ekki tekst að viðhalda glóðinni er valið á leikaranum i aðalhlutverkinu. Reeve hefur að sönnu engilbjarta ásjónu sem vel getur blekkt sjálf- an páfann, en hann á hins vegar engan sjans í að gefa til kynna dýpt. Og því fer sem fer: Áhorf- andi gengur af trúnni á myndina Monsignor.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.