Morgunblaðið - 29.12.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.12.1984, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1984 Odd Didriksen Minnisvert ár í sögu Norðmanna og Islendinga Ekki má árið 1984 líða alveg hjá án þess minnst sé í íslenskum fjólmiðlum á merkan atburð í sögu Norðurlanda, atburð sem markaði einnig spor í íslandssögunni. Átt er hér við það sem gerðist í Noregi í'yrir hundrað árum, þegar Vinstriflokkurinn kom til valda og ruddi með því brautina til þingræðis. Með þeim sigri þingræðiskröfunnar var fyrst komið á stjórnarháttum á Norðurlöndum sem — þegar fram liðu stundir — urðu ofaná hjá þeim öllum og mörkuðu þáttaskil í lýðræðisþróun þessara landa. Embættismannaveld i Þegar Norðmenn gerðu upp- reisn árið 1814 gegn stórveldapóli- tíkinni í kjölfar Napóleonsstyrj- aldanna sem m.a. gerði ráð fyrir að Noregur sameinaðist Svíþjóð í stað pess að vera áfram hluti Danaveldis, þá settu þeir sér stjórnarskrá — grundvallarlögin frá 17. maí 1814 — sem lengi var talin ein sú frjálslyndasta í heimi. Ákvörðun stórveldanna varð samt ekki umflúin — Svíar fengu upp- bót sína fyrir Finnland, sem þeir höfðu misst í hendur Rússa, og launin fyrir frammistöðu sína gegn Napóleoni. En Norðmennirn- ir fengu að halda grundvallarlög- um sínum, með nokkrum breyt- ingum sem leiddu af ríkjasam- bandinu. Eins og Bandaríkjamenn tæp- um tuttugu árum áður kusu „feð- ur" grundvallarlaganna að fylgja kenningu Frakkans Montesquieu um valdaskiptingu í ríkinu, þ.e. aðgreiningu ríkisvaldsins í þrjá þætti: framkvæmdavald, löggjaf- arvald og dómsvald. Frelsi þegn- anna ætti samkvæmt kenningunni að vera best tryggt með því að þessi þrjú valdsvið væru sem óháðust hvert öðru. Bandaríkin hafa haldið fast við þessa kenn- ingu í stjórnarháttum sínum fram á þennan dag, og lítið bendir til að þau muni breyta þar um. Flest önnur lýðræðisríki hafa tekið upp stjórnarhætti sem höfðu verið að þróast í Englandi þegar á 18. öld. Þeir stjórnarhættir gerðu fram- kvæmdavaldið — ríkisstjórnina — háð löggjafarvaldinu að því leyti að stjórnin þurfti að njóta trausts fulltrúaþingsins; missti stjórnin traust þingsins, yrði hún að segja af sér. Þannig er þá þingræðið (parlamentarisminn), sem slíkir stjórnarhættir eru kallaðir, oftast skilgreint, semsé neikvætt: ríkis- stjórn verður að víkja fyrir van- trausti, en eins og þingræðið þró- aðist á 19. öld í Englandi, þar sem tveggja flokka kerfi ríkti, má al- veg eins skilgreina það jákvætt, þ.e. sem meirihlutastjórn: meiri- hluti þings myndar ríkisstjórn. Og þannig hugsuðu einmitt lýðræðis- sinnarnir á 19. öld sér það þegar þeir tóku kröfuna um þingræði upp á stefnuskrá sína og gerðu að baráttumáli: Krafan var að þjóð- arviljinn ætti að geta rutt sér braut alla leið, alveg að fram- kvæmdavaldinu. Stjórnlagasmiðirnir í Noregi byggðu semsé á fyrrnefndri kenn- ingu Montesquieus, sem gekk í berhögg við þingræðishugmynd- ina. Þeim var svo umhugað að framkvæmdavaldið og löggjafar- valdið væru hvort öðru óháð að þeir bönnuðu jafnvel í stjórn- arskránni ráðherrum aðgang að Stórþinginu, eins og fulltrúaþing Norðmanna er kallað. Ástæða þessa banns var aðallega sú að óttast var að ráðherrarnir fengju annars ótilhlýðilega mikil áhrif á starf og ályktanir þingsins, sem sé að framkvæmdavaldið yrði lög- gjafarvaldinu yfirsterkari. Raunin varð því sú að stjórn landsins var áfram í höndum embættismanna, sem reyndar var engin furða þar sem grundvallarlogin frá 1814 voru fyrst og fremst verk þeirra. Munurinn var helst sá að fyrir 1814 stjórnuð þeir í nafni konungs, eftir 1814 í nafni þjóðarinnar, eins og þessu hefur verið lýst. Sam- kvæmt grundvallarlögunum valdi konungurinn sjálfur ráðgjafa sína, en það var reyndar aðeins að nafninu til, því raunin varð að ríkisráðið fyllti sjálft í skarðið þegar einhver ráðherranna var orðinn svo gamall og grár að hann varð að hætta í starfi — það var oft ekki fyrr en viðkomandi var orðinn 75, jafnvel 80 ára. Að vísu kom fyrir að ráðherra varð að víkja fyrr, vegna ágreinings við konung — eða starfsbræður sína. Hins vegar var álitið alveg utan verkahrings Stórþingsins að skipta sér af því hverjir yrðu ráðherrar. Þeir litu sjálfir á sig sem embættismenn sem höfðu náð hámarki embættisframa, en ekki sem stjórnmálamenn. Og ævi- ráðning embættismanna var regl- an. Jafnvel á Stórþinginu voru emb- ættismenn lengi vel ríkjandi stétt, m.a. vegna þess að bændur nýttu ekki kosningarétt sinn til að senda á þing menn úr eigin hópi, heldur kusu þeir yfirleitt fulltrúa sína meðal embættismanna. Veruleg breyting á þessu varð ekki fyrr en á 4. áratugnum, þegar bænda- fulltrúum fjölgaði svo að talað er um stórþingin þá sem „bænda- þing". Aðgangur ráðherra að þingi Á 4. og 5. áratugnum fór að bera á gagnrýni á þessu stjórnkerfi meðal yngri embættismanna og annarra menntamanna, vegna þess að stjórnkerfið eins og það var hefti uppbyggingu atvinnu- lífsins í landinu. Þeir vildu sterkari stjórn sem gæti haft frumkvæði og forystu um þróun efnahagslífsins. En það þyrfti þá að koma á betri samvinnu milli Stórþings og ríkisstjórnar, og því vildu þeir breyta stjórnarskránni þannig að ráðherrarnir fengju að- gang að þinginu og mættu þar. Kröfuna um aðgang ráðherra að þingi settu þeir semsé fram í því skyni að fá sterka stjórn, sem yrði hreyfiaflið í þjóðfélaginu og leiddi Stórþingið á framfarabraut. En málið náði ekki fram að ganga á 5. áratugnum, aðallega vegna þess að bændafulltrúarnir óttuðust af- leiðingu breytingarinnar. Sterk ríkisstjórn þýddi í þeirra augum meiri útgjöld, en sparnaður var fyrsta boðorð bændafulltrúanna á þingi. Verkefni ríkisins væri að halda lögum og reglu í landinu og verja það gegn fjandmönnum. Bændur höfðu yfirleitt lítinn áhuga á ríkinu; þeir vildu fyrst og fremst fá að lifa og starfa án Sören Jaabæk í Stórþinginu Frederik Stang forsætisráðherra íhlutunar annarra í sínum byggð- arlögum, sem óháðastir öðrum. 1 reynd var frá upphafi mikill ágreiningur um hvað það myndi leiða af sér að ráðherrarnir fengju aðgang að þinginu. Flestir voru sammála um að það myndi skapa meira samlyndi og betri samvinnu milli valdastofnana, og talsmenn þessarar stjórnarskrárbreytingar lögðu áherslu á að á því væri brýn þörf. En hvor stofnunin myndi leiða hina? Um það voru menn ekki á einu máli. Flestir voru lík- lega þeirrar skoðunar að afleið- ingin yrði aukið vald ríkisstjórn- arinnar, semsé aukið embættis- mannavald. En aðrir voru fylgj- endur þessarar stjórnarskrár- breytingar vegna þess að þeir vildu gera ríkisstjórnina að tæki í höndum Stórþingsins. Barátta gegn embættismannaveldinu Um 1870 urðu að mörgu leyti þáttaskil í stjórnmálasögu Nor- egs. Á tímabilinu 1840—1870 hafði dregið talsvert úr persónulegu valdi konungs. Það hafði á stund- um skapað spennu milli fram- kvæmdavaldsins og Stórþingsins á fyrstu áratugunum eftir 1814. í staðinn höfðu bæði Stórþingið og Styttaaf Johan Sverdrup á Wesselstorgi við Stórþingsbygginguna. ráðherrarnir á þessum árum auk- ið völd sín, eh lítil spenna varð samt milli þings og ríkisstjórnar vegna þess að embættismenn ríktu enn í báðum stofnunum. En um 1870 misstu embættismenn tökin á Stórþinginu. Bændur fóru fyrir alvöru að kjósa menn úr sín- um hópi eða menn sem stóðu þeim nær, svo sem kennara, á þing í stað embættismanna, og embætt- ismönnum fækkaði eftir því sem bændahópurinn stækkaði á þingi. Um leið fór að bera á stjórnar- andstöðu frjálslyndra borgara- legra fulltrúa undir forystu stjórnmálaskörungsins Johans Sverdrup, sem um þessar mundir var að verða aðalandstæðingur ríkisstjórnarinnar og gamla valdakerfisins. Hann efldi kerfis- bundna stjórnarandstöðu m.a. með því að nálgast bændaflokkinn á þingi sem var undir forystu Sör- ens Jaabæks. Tímabilið 1870— 1884, síðasta skeið embætt- ismannaveldisins, einkenndist af sívaxandi spennu milli ríkis- stjórnar og Stórþings, þar sem meirihluti þings réðst harkalega móti stjórninni og embættis- mönnum yfirleitt sem sérréttinda- hópi á stjórnmálasviðinu. Slagkrafturinn í stjórnarand- stöðunni efldist mjög um þessar mundir m.a. vegna þess að 1871 varð sú breyting á að Stórþingið kom saman árlega í stað á þriggja ára fresti — breyting sem eigin- lega var að sænskri fyrirmynd. í Svíþjóð varð þingið árlegt nokkr- um árum áður. Hér var því um samræmingu að ræða. Um þessar mundir fengu menn einnig dálítinn forsmekk af þvi sem var í deiglunni: Einn ráðherr- anna varð að segja af sér eftir harða gagnrýni í Sórþinginu árið 1869. Þar birtist vísir að þingræð- isháttum — ríkisstjórn og/eða einstakir ráðherrar voru beinlín- ins háðir því að njóta trausts þingmeirihlutans. f sömu átt benti einnig sú staðreynd að sá maður sem tók við ráðherraembættinu, var einmitt sá er Stórþingið vildi helst hafa þar. Það gerðist einnig 1871 að ríkis- stjórnin beið rnikinn ósigur þegar frumvarp hennar um breytingu á tilhögun sambandsins við Svíþjóð var fellt með miklum meirihluta á þinginu. Ósigurinn leiddi til þess

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.