Morgunblaðið - 29.12.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.12.1984, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1984 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1984 25 fltargtiiiftbifrifr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. í lausasöiu 25 kr. eintakiö. Tekist á um grundvallar- atriði Idaglegum umræðum um ís- lensk þjóðmál gætir þess töluvert, að menn forðast að ræða um grundvallaratriði. Til dæmis bera deilur um kaup og kjör þess merki, að menn telji það sjálfgefið að íslenska þjóð- félagið geti haldið efnahags- legu sjálfstæði. í umræðum um alþjóðamál eru enn ýmsir rótfastir í þeirri skoðun, að ís- lendingar geti valið sér allt aðra leið en nágrannaríki og síst af öllu beri þeim að taka mið af sögulegri reynslu. Þeg- ar samvinnu við erlenda aðila um framtak í atvinnumálum ber á góma telja ýmsir að við þurfum alls ekki á henni að halda. Og þannig mætti áfram telja. A því ári sem nú er að kveðja hefur áhugi vaxið á grundvallaratriðum á öðrum sviðum. Fyrr á árinu urðu töluverðar umræður um sögu- kennslu í skólum. Óhætt er að fullyrða að þeim umræðum hafi lokið með víðtækri viður- kenningu á því, að í íslenskum grunnskólum eigi að hlú að fræðslu um grundvallaratriði í sögu þjóðarinnar en forðast að dreifa athygli nemenda með „samþættingu" og samfélags- legum vangaveltum. Undir þinglok í vor sameinuðust þingmenn um ályktun til stuðnings íslenskri tungu. Nýlega var gerð grein fyrir til- lögum um framkvæmd á ein- um þætti þess máls, það er að segja hvernig staðið skuli að vernd tungunnar með þátt- töku ríkisfjölmiðla. í hörðum verkfallsátökum á haustmánuðum var enn tekist á um grundvallaratriði. Efn- isleg niðurstaða verkfallsað- gerðanna og kjarasamninga í heild varð því miður ekki sú, að launþegar stæðu betur eftir en áður. Við samningsgerðina var ekki heldur beitt réttum aðferðum. Meiri áhersla var lögð á margar verðlitlar krón- ur en að velja þá leið sem skil- aði varanlegum kjarabótum. Hin hliðin á verkfalli opin- berra starfsmanna, sú er snerti framkvæmd verkfalls- ins sjálfs, er enn óuppgerð ef svo má að orði komast. Rétti- lega hefur verið leitað ásjár dómstóla til að fá niðurstöðu um ýmis atriði er tengdust framkvæmd verkfallsins. Að einu leyti hefur endanlegur úrskurður fengist: Borgaryfir- völdum í Reykjavík var ekki skylt að greiða laun fyrirfram eftir boðaðan verkfallsdag. Því miður sjást þess ekki merki á Alþingi að þar sé vilji til að beita sér fyrir lagasetningu er breytir því grundvallaratriði, að opinberir starfsmenn geti farið í verkfall. Menn forðast að ræða þá staðreynd, að kjör opinberra starfsmanna hafa síður en svo batnað síðan þeir fengu verkfallsréttinn. Það er ekki einsdæmi á ís- landi að í lýðræðisþjóðfélögum skjóti menn sér undan því í lengstu lög að takast á við grundvallaratriði og svara spurningum um þau. Víða um hinn frjálsa heim leitast menn við að komast hjá því uppgjöri sem því er samfara að hrinda í framkvæmd breytingum sem óhjákvæmilega leiða til nokk- urra átaka og deilna. Annað er uppi á teningnum þar sem lýð- ræði ríkir ekki, þar sem mann- réttindi eru fótum troðin og einstaklingarnir mega ekki um frjálst höfuð strjúka vegna ofríkis stjórnvalda. í þeim löndum er tekist á um grund- vallaratriði sem við þekkjum ekki sem daglegt vandamál, lýðfrjálsir menn. Nú eru hafin málaferli í Póllandi yfir fjórum foringj- um í öryggislögreglu landsins. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa myrt séra Jerzy Popieluszko, sem var kunnur og vinsæll málsvari Samstöðu, óháðu verkalýðshreyfingarinnar í Póllandi. í ákæruskjalinu, sem lesið var upp í réttinum, er upplýst að sakborningarnir kunni að hafa unnið ódæðið að fyrirskipan háttsettra manna í pólska innanríkisráðuneyt- inu. Séra Popieluszko er orð- inn að þjóðardýrlingi í Pól- landi, tákn samstarfs kirkju og alþýðu Póllands í barátt- unni fyrir því að grundvallar- atriði mannréttinda séu í heiðri höfð. Oft hefur verið á það minnst hér á þessum stað, að það sýni mestan veikleika hinna harð- svírðuðu stjórnkerfa kommún- ismans, að þar geti einstakl- ingar orðið slík ógn við vald- hafa sem ganga um gráir fyrir járnum að allt kerfið nötri og skjálfi þeirra vegna. Pólverjar ganga nú í gegnum slíkan reynslutíma. Styrkur lýðræð- isríkjanna felst í því að þar á að vera unnt að ná samstöðu einstaklinga með frjálsar skoðanir um grundvallaratriði er styrkja þá til frekari sóknar en grafa ekki undan frelsi þeirra sjálfra, samstöðu og efnahag. íslendingar mega ekki missa sjónar á þessari staðreynd. Svarar ekki kostnaði að bjarga Sæbjörgu — Segir Gunnar Felixson hjá Tryggingamiðstöðinni „VIÐ TELJUM að það svari ekki kostnaði að bjarga skipinu úr því sem komið er,“ sagði Gunnar Felixson, aðstoðarforstjóri Tryggingamiðstöðvar- innar hf., er hann var spurður um ástand mótorbátsins Sæbjargar VE 56, sem strandaði í Hornsvík, skammt austur af Stokksnesi, að morgni 17. desember síðastliðinn. Sæbjörgu rak upp í Hornsvík og tók niðri í sandfjöru um 150 metra frá landi og hefur skipið síðan velkst í fjörunni og eru göt komin á skrokkinn hér og þar. Gunnar Felixson að áhöld væru um, hvort takast mætti að bjarga einhverju úr skipinu, en af hálfu Tryggingamiðstöðvarinnar yrði ekki farið út í skipulagðar björg- unaraðgerðir að svo stöddu. „Það er eflaust hægt að bjarga skipinu með miklum tilkostnaði, en það er orðið svo illa farið að við teljum ekki ástæðu til að leggja út í slík- an kostnað," sagði Gunnar. Sæbjörg er 312 tonna stálskip, smíðað í Noregi árið 1965. Skipið var gert út til loðnuveiða og er það var statt um 2lk sjómílu suðaust- ur af Stokksnesi, aðfaranótt mánudagsins 17. desember sl. bil- aði aðalvél þess. Vonskuveður var er þetta gerðist og rak skipið þá stjórnlaust undan veðri í átt að landi og tók niðri í Hornsvík, eins og áður segir. Giftusamlega tókst til með björgun 14 manna áhafnar skipsins, en strax í upphafi voru taldar litlar líkur á takast mætti að bjarga sjálfu skipinu af strandstað. Tryggingamat Sæ- bjargar er 29 milljónir króna. Meðfylgjandi myndir tók Sigurður Ingibergsson, skoðunarmaður Tryggingamiðstöðvarinnar, á strandstað um síðustu helgi. Alls var dælt um 3000 lestum af vatni úr skipinu eftir það hafði verið þétt utan. Færa þurfti farm skipsins í lestum þess til að unnt væri að vinna að bráðabirgðaviðgerð innan frá. Ms. Akranes hefur nú tafíst í um 5 vikur á vatnaleiðinni Skipið væntanlegt til Grundartanga 9. til 11. janúar 9 9 Er Akranesið steytti á skerinu komst töluvert vatn í eina af lestum þess og seig það verulega án þess þó að vera í hættu. FLUTNINGASKIPINU ms Akra- nesi hefur nú seinkað á ferðum sín- um á vatnaleiðinni inn á Vötnin miklu um tæpar fimm vikur alls. Fyrst varð 17 daga töf vegna bilunar í lyftibrú við Montreal eins og áður hefur verið skýrt frá í Morgunblað- inu. Síðan lenti skipið á skeri á Vatnaleiðinni og skemmdist nokk- uð. Vegna þess seinkaði skipinu um það bil tvær vikur og varð að breyta áætlun þess verulega af þeim sök- um. Er skipið nú væntanlegt á Grundartanga fyrrihluta næsta mán- aðar, þar sem það mun lesta kísil- jirn og flytja það til Japan. Guðjón Armann Einarsson, einn starfsmanna Nesskip, sem gerir skipið út, sagði í samtali við Morgunblaðið, að síðdegis þann 12. desember síðastliðinn hefði það óhapp orðið er skipið var und- ir leiðsögn hafnsögumanns, að það hefði steytt á skeri í „Narrows- Channel" á St. Lawrence-svæðinu rétt neðan við Ontario-vatn. Við það hefðu orðið tölverðar skemmdir á síðu skipsins, margar smá rifur á um 10 metra kafla og hálfs metra-breiðum. Skipinu hefði þá verið lagt til hliðar í skurðinum og viðgerð hafin, en talsvert vatn hefði komizt í 1 lest skipsins af 4. Skipið hefði þá fyrst verið þétt utan með aðstoð kafara, síðan hefði um 3.000 lestum af vatni verið dælt úr því og loks hefði þurft að færa til farm skips- ins til að gera við skemmdirnar til bráðabirgða innan frá. Þá loks hefði fengizt leyfi til að færa skíp- ið til hafnar þann 19. desember. Farminum hefði síðan verið land- að öllum í Odensburg í stað Asht- abula eins og fyrirhugað hefði ver- ið. Loks hefði skipinu verið siglt til Montreal, þar sem endanlegri viðgerð hefði lokið á aðfangadag. Guðjón Ármann sagði, að vegna þessa hefði orðið að hverfa frá því að taka kolafarm fyrir Járn- blendifélagið í Toledo eins og fyrirhugað hefði verið. Þess í stað yrðu kolin tekin í Philadelphiu og væri Akranesið væntanlegt þang- að þann 30. desember. Loks væri áætlað að skipið yrði á Grundar- tanga 9. til 11. janúar og lestaði þá langþráðan farm af kísiljárni, sem fara ætti til Japan. Upphaflega hefði vereið fyrirhugað að lesta hann í öndverðum desembermán- uði. Guðjón Ármann sagði, að fjár- hagslegt tjón vegna þessara at- burða væri að sjálfsögðu verulegt. Áður hefði komið fram að tjón vegna fyrri seinkunarinnar næmi um 3 milljónum króna, en félagið hefði gert kröfu um skaðabætur vegna þess. Hvað varðaði síðara atriðið, væri það enn óuppgert og óljóst að hve miklu leyti það lenti á útgerð skipsins. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir TIM AHERN Æ nnjoi IflC Líkan af MX. Hver hefur forystuna í vígbúnaðar kapphlaupinu ? VIÐR/EÐUR risaveldanna um takmörkun vígbúnaðarkapphlaupsins hefjast 7. janúar og Ijóst er þau bæði ráða yfir gífurlega miklu magni kjarnorkuvopna og kunna tugi aðferða til að beita þeim — en ekkert áreiðanlegt svar er til við þeirri spurningu hvort þeirra hefur á hendi forystuna í þessu kapphlaupi. Erfitt er að reikna út hvort risaveldið hefur forystuna vegna þess að venjulegar aðferð- ir við samanburð á hernaðar- mætti og styrkleikamun vold- ugra ríkja — t.d. tölfræðilegar upplýsingar og samanburður á áhrifamætti vopna — eiga ekki alltaf við þegar kjarnorkuvopn eiga í hlut. William Arkin kjarnorku- vopnasérfræðingur, sem er einn af höfundum bókar um vopna- birgðir Bandaríkjamanna og höfundur fleiri athugana, hefur sagt að „Rússar kunni að eiga fleiri kjarnaodda, en við eigum meira en nóg. Fæling er að sumu leyti hugarástand — öryggis- kennd“. Styrkleiki risaveldanna er mismunandi eftir því um hvaða svið kjarnorkuvopna er að ræða. Þrír fjórðu langdrægra kjarn- orkuvopna Rússa eru í eldflaug- um, sem skjóta má heimsálfa á milli, en 25% langdrægra kjarnaodda Bandaríkjamanna eru í slíkum flaugum, 25% eru í flugvélum og helmingurinn um borð í kafbátum. Þegar Ronald Reagan forseti tók við embætti voru drög lögð að því að verja 1,8 trilljónum dala til hernaðaruppbyggingar á fimm árum og það er met. Þjóð- þingið hefur samþykkt þessa áætlun í aðalatriðum, þótt sums staðar hafi lítið eitt verið skorið niður. En fæst þeirra vopna, sem Reagan hefur lagt til að verði smíðuð, hafa enn verið gerð. Ástæðan er sú að smíði flestra þeirra kjarnorkuvopna, sem komið var fyrir á fyrra kjör- tímabili Reagans, var samþykkt á árunum 1970—1980, á hinum svokallaða „vanræksluáratug", sem Reagan og landvarnaráð- herra hans, Caspar Weinberger, tala oft um. Þótt margar upplýsingar um kjarnorkuvopn séu leynilegar sýnir samantekt á upplýsingum úr bandaríska varnamálaráðu- neytinu, Pentagon, að Banda- ríkjamenn ráða yfir álíka mörg- um eldflaugum sem draga milli heimsálfa — 2.100 — og þeir höfðu yfir að ráða 1980, sn slík- um kjarnorkueldflaugum Rússa hefur fjölgað úr um 5.200 í um 5.600. Bandaríkjamenn eiga fleiri sprengjuflugvélar, aðallega af gerðunum B-52 og FR-111, eða um 340. En Rússar eiga 290 og bilið hefur minnkað nokkuð á undanförnum fjórum árum. Bandaríkjamenn hafa enn töluvert forskot á hafinu og ráða yfir 5.700 kjarnaoddum, sem skjóta má frá kafbátum, miðað við 2.000, sem talið er að Rússar eigi. Þessar tölur ná aðeins yfir kjarnaodda á strategískum, eða langdrægum, vopnum. Ef allir kjarnaoddar eru taldir með eiga Bandaríkjamenn 25.000—26.000 í vopnabúri sínu samkvæmt ýmsum heimildum. Áætlað er að heildarfjöldi kjarnaodda Rússa sé einhvers staðar á bilinu 18.000 til 41.000 samkvæmt nýlegri skýrslu, sem Arkin átti þátt í að semja. Rússar hafa aldrei birt upp- lýsingar um kjarnorkuvopna- birgðir sínar og sá mikli munur, sem er á þessum tölum, stafar af því að menn hafa lagt misjafnt mat á birgðir þeirra. Hærri talan fæst með því að gera ráð fyrir að kjarnorkuvopn- um sé skotið með eldflaugum, sem hægt er að búa kjarnorku- vopnum eða ekki, og með því að gera ráð fyrir að sum vopnakerfi sé hægt að endurhlaða og hægt sé að skjóta með þeim aftur. Hver sem heildarfjöldinn er verja bæði risaveldin gífurlegum fjárupphæðum til smíði nýrra vopna af öllu tagi. Bandaríkjamenn reyna nú nýja eldflaug, sem skjóta má heimsálfa á milli, MX, og hyggj- ast bæta 100 af þessum 10-kjarnaodda-vopnum við 1.000 Minutemen-vopn sín. Eldri gerð Titan-vopna verður smám sam- an tekin úr umferð. Jafnframt reyna Bandaríkja- menn að treysta stöðu sína á hafinu. Fyrstu Trident-kafbátar Bandaríkjamanna verið teknir í notkun ásamt 24 Trident-eld- flaugum þeirra, sem hver um sig er með átta kjarnaodda. Á næstu árum verða þessar eldflaugar leystar af hólmi með Trident II-eldflaugum, sem draga lengra og eru nákvæmari en núverandi vopn. Bandaríski sjóherinn hyggst smíða allt að 20 Trident-kafbáta. Rússar reyna að mynda mót- vægi gegn skipum Bandaríkja- manna með kafbátum af Typh- oon-gerð, sem hver um sig getur skotið allt að 20 eldflaugum. Þessir bátar bætast við flota eldflaugakafbáta af þremur öðr- um gerðum, sem Rússar hafa tekið í notkun. Reagan-stjórnin beitir sér fyrir því af alefli að á landi verði . komið fyrir 100 nýjum vopnum, þrátt fyrir eindregnar mótbárur á þá leið að ekkert vit sé í því að koma þessum vopnum fyrir í síl- óum Minuteman-eldflauga, sem gætu orðið veikar fyrir „frum- árás.“ Bandariska þjóðþingið hefur þegar samþykkt smíði 21 MX-eldflaugar, en fjöldi lang- drægra eldflauga á landi verður um það bil sá sami og áður, þar sem flugherinn er að taka úr umferð Titan II-eldflaugina, sem er komin til ára sinna. Auk þess er flugherinn að koma fyrir nýj- um tegundum langdrægra eld- flauga, sem almennt eru kallað- ar „Midgetman". Rússar eiga 1.400 eldflaugar, sem skjóta má heimsálfa á milli, samkvæmt upplýsingum Penta- gon, en Bandaríkjamenn 1.024. í lofti eru Rússar einnig að treysta stöðu sína. Þeir vinna að smíði tveggja nýrra tegunda langfleygra sprengjuflugvéla, sem hefur verið gefið nafnið „Blackjack“. Þær verða notaðar ásamt „Backfire“-sprengjuflug- vélum, sem hafa ekki eins mikið flugþol. En Bandaríkjamenn eru að smíða tvær nýjar gerðir sprengjuflugvéla, sem eiga að koma í stað sprengjuflugvéla af gerðunum B-52 og F-lll, sem fara að verða of gamlar, en eru kjarni bandaríska sprengju- flugvélaflotans. (ireinarhöfundur er fréttamaður AP og sendi greinina frá Wash- ington.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.