Morgunblaðið - 29.12.1984, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 29.12.1984, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1984 --------- — - -- C 1883 unlv.n.l Pr... Syndlc.t. „ hian>\ cc ck.ki ! GeJt éc) tekié ski' íabob f " Ast er... ... að byggja sér kofa úti í náttúrunni. TM R»g u.s. P»l. Off — all rlghts reswvtd •1984 Los Angtlts Tlmts Syndlcale Bíllinn minn er miklu fallegri eftir málninguna! HÖGNI HREKKVlSI Einfaldleikinn samrýmist jóla- boðskapnum Einar Eiríksson hringdi: Kæri Velvakandi. Mig langar að biðja þig fyrir nokkur orð til birtingar. Þar sem mikil hálka er á götum borgarinnar og ég orðinn aldraður treysti ég mér ekki til kirkju á annan í jólum en hlustaði í stað- inn á útvarpsguðsþjónustu frá Laufáskirkju við Eyjafjörð. En þar er prestur séra Bolli Gúst- avsson. Þetta var virðuleg messa og minnti mig svo notalega á há- tíðleik jólanna. Enda notaði hann blessað gamla messuformið. Þökk sé honum fyrir það. Ég get ómögu- lega fundið að breytt form sé til bóta nema síður sé og kann ég ekki að meta það. Ræða séra Bolla var ágæt: blátt áfram og vel flutt, og laus við heimspekilegar vanga- veltur, sem litla þýðingu hefur Einn sem hringdi tekur gamla messuformið fram yfir það nýja sem hann nefnir svo. þegar um boðskap fagnaðarerind- isins er að ræða. Einfaldleikinn samrýmist jólaboðskapnum, nærveru barnsins í jötunni. Stjarna jólanna lýsir upp skammdegið svo skuggarnir flýja. í vesturbænum Árni Bergþór skrifar: Það er ekki vanzalaust fyrir Reykvíkinga og yfirvöld, hve hægt miðar endurreisn og endurgerð mannvirkja og bústaða, er eiga sér fagurfræðilega og sögulega hefð í kvosinni, skuggahverfi og vestur- bænum, gömlu Reykjavík. Skora ég á borgaryfirvöld að gera fyrir sitt leyti myndarlegt átak á nýju ári í þessu efni. Vil ég nefna hús, sem enn er hægt að endurgera næst upprunalegu fari en það er Bjarnarborg, eitt elsta og á sínum tíma fallegasta sambýlishús í Reykjavík, enda á húsfriðun- arskrá. Hús Kveldúlfs við Skúla- götu eru enn reisulegar minjar um útgerð frá gömlu Reykjavík, sem má endurnýja og varðveita list- rænt útlit, innviði, og sérstakar veggskreytingar, sem með réttu lagi má við gera. Eigi er unnt a.m.k. um sinn, að færa til upprunalegs útlits síðasta hús Innréttinga Skúla fógeta. En það er þó merkilegt framtak, er stjórnvöld standa að, að endur- gera Viðeyjarstofu. Vonandi tekst að opna þessi hús til almenn- ingsskoðunar og nýrrar notkunar, eftir lífgun og viðgerð þeirra fyrir 200 ára afmæli Reykjavíkur 18. ágúst 1986. Ungt fólk, þ.e. undir fimmtugu, (því að meðalaldur íslendinga fer hækkandi, hátt í áttrætt, og all- nokkrir ná yfir 100 ára aldri) ætti að takast á við það verðuga verk- efni með aðstoð húsfriðunarsér- fræðinga að lífga gömul hús víðs vegar í Reykjavík! Takið þátt í að gera Grjótaþorpið og gömlu Reykjavík — sem fegurst fyrir ofangreind tímamót, félög, ein- staklingar sem og fyrirtæki. Nú þegar sjást merki þess, að slíkt framtak er hafið m.a. í Fisch- ersundi. Stefnum að varðveizlu merkra minja og lífgunar Reykja- víkur með svipmóti liðins tíma, en um leið nýrrar sköpunar í notkun, því ekki áttu forfeður okkar völ á mörgum þeim þægindum sem nú er hægt að viðhafa í þessum merkilegu húsum. Flettið upp í bókum þjóðskálds- ins Tómasar, sem orti fögur ljóð um Reykjavík. Finnið hve dásam- leg borgin getur verið fyrir sam- tímann og komandi kynslóðir, sé að hlúð. Átaks er þörf. Því særinn er veraldarsærinn og sjálfur er vesturbærinn heimur, sem kynslóðir hlóðu með sálir, sem syngja og gleðjast og sálir, sem hittast og kveðjast á strönd hinnar miklu móðu. T.G. Bréfritari gerir að umtalsefni verndun gamalla húsa í Reykjavík. A undanfbrnum árum hafa mörg gömul hús verið gerð upp í borginni með góðum árangri, eins og t.d. þetta hús sem tilheyrir BernhöfLstorfunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.