Morgunblaðið - 29.12.1984, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 29.12.1984, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1984 43 Jólamynd ársins 1984 Ásdís hringdi: Útvarpsráð er kjörið á Alþingi íslendinga til að hafa umsjón með og ráða efnisvali einokunarfjöl- miðla þjóðarinnar, m.a. sjón- varpsins. Þess vegna kemur til álita að störf útvarpsráðs megi skoða sem spegilmynd af siðgæð- ismati meirihluta Alþingis, meðal annars í því augnamiði að hlúa að kristilegri menningu þjóðarinnar. Ég spyr: Hvað heita starfskraftar sjónvarpsráðs og hvaða einstakl- ingar útvarpsráðs greiddu at- kvæði með því að kvikmynd Ing- mars Bergmann, Fanny og Alex- ander, var gerð að jólamynd árs- ins 1984. Ég vil fá skýr svör við beiðni minni og helst myndir af starfsliði útvarpsráðs. Kærar þakkir. Frítt far með strætis- vögnunum iNirarinn Björnsson Laugarnes- tanga 9b hringdi: Eg vil koma á framfæri þökkum til borgarstjórans fyrir að hafa boðið borgarbúum upp á ókeypis far með strætisvögnunum síðustu dagana fyrir jól. Ekki tel ég eftir mér að greiða fargjaldið, en ég held að þessi ákvörðun hafi hvatt fólk til að skilja bílana sína eftir Ingmar Bergmann leikstýrði mynd- inni Fanny og Alexander. heima og nota frekar strætisvagn- ana. Þetta hefur vafalaust komið í veg fyrir marga árekstra og slys. Hópferð á Duran Duran Mrs. Rhodes og Mrs. Taylor hringdu: Kæri Velvakandi: Við erum hér tveir Duran Duran aðdáendur eins og svo margir fleiri hér á landi. Við viljum vinsamlegast koma á framfæri þeim tilmælum til ein- hverrar ferðaskrifstofu hér á landi að efna til hópferða á tón- leika með hinni frábæru súkku- laðistrákahljómsveit Duran Dur- an sem er án efa ein vinsælasta hljómsveit í heiminum í dag. Þar sem Duran Duran virðast ekki vera á leiðinni til Islands á næst- unni þætti mörgum Duran Duran aðdáendum þetta góð tillaga þar sem þeir eiga ekki kost á að berja goðin augum annars. Við vonumst til að aðdáendur hljómsveitarinnar taki undir þessa tillögu. „Afi María“ Frænka hringdi: Mig langar að segja svolítið sniðuga sögu af litilli frænku minni, sem nýlega er orðin þriggja ára gömul. Hún á tvo afa sú stutta, afa Jón og afa Guðmund. Á jólunum var hún að hlusta á út- varpið og segir hún þá allt í einu upp úr þurru: „Mikið eru þeir vit- lausir hjá útvarpinu, þeir segja afi María. Eins og það sé nokkur afi sem heitir María.“ Óáprentuð jólakort hjá Amnesty International Lesandi hringdi: Sunnudaginn 23. desember kom fram í bréfi í Velvakanda kvörtun vegna þess að ekki fengust óáprentuð íslensk jólakort. Af þessu tilefni vil ég koma því á framfæri að Amnesty Internat- ional gaf út jólakort núna fyrir jólin og voru engar kveðjur prent- aðar á þau. Bréfritari spyr hvort ekki sé orðið tímabært að útrýma þeim ófögnuði sem eiturlyfin eru og bjarga æskufólki lslands frá glötun. Hvíti dauðinn — svarti dauðinn Hugsandi húsmóðir skrifar: Nú er það í tísku hér á íslandi að ganga um hvítur á húð og svartur í augum. Þeir sem ekki tolla i tískunni halda augunum bláum, brúnum eða grænum eftir því sem guð gaf þeim. Við gefum og reynum að hjálpa sveltandi börnum í þriðja heimin- um og kveljumst yfir því að sjá og vita af þessum hörmungum. En kveljumst við eins mikið yfir okkar eigin neyðarástandi, sem ríkir hér út af eiturefnaflóðinu sem kemur einmitt frá vanþróuð- um ríkjum. Við getum ekki eyði- lagt akrana, þar sem eitrið er ræktað. Við erum svo lítil. En er- um við svo lítil að geta ekki bjarg- að okkar æskufólki frá glötun. Þegar berklarnir geisuðu hér fyrr á árum voru gerðar hóp- rannsóknir til þess að útrýma „hvita dauðanum“. Það tókst á skömmum tíma. Nú ganga hér á landi um hópar fólks með „svartan dauðann" í augunum. Er ekki orðið tímabært að útrýma þessum ófögnuði og bjarga þeim sem bjargað verður? Ég spyr ríkisstjórn, lögreglu og lækna. SVFÍ hvetur unga jafnt sem aldna að sýna fyllstu varúð í meðferð flugelda, stjörnuljósa og blysa. Sérstaklega eru foreldrar hvattir til að hafa vakandi auga með börnum og unglingum og vara þau við hættum þeim, sem fylgja ógæti- legri meðferð þessara hluta. Höldum gleðileg áramót með slysalausum dögum. GROHE Ladylux - Ladyline: Nýtt fjölhæft helmlllstæki I eldhúsiö B.B.BYGGINGAVÖIUJR HF Dyngjan þakkar viötökurnar á liönu ári og vonast eftir áframhaldandi góöu sambandi viö lesendur á komandi ári. Œeðilegt nýár Geymið \ valhnetu- > skurnina Börnin eru oft eirðarlaus og þaö mætti nú alveg gefa þeim 1 til 2 tíma, sitja saman og föndra, til dæmis viö aö búa til eina litla sæta músafjölskyldu úr valhnetuskurn. Efni: Brúnt, hvítt og svart filt (eöa leöurlíki ef þiö eigiö). Litlaust föndurlím. Eyru og hali eru í brúnu og límd á skurnina. Eyrun eru sniöin sem þrí- hyrningur, límið boriö á og látiö hálf- þorna, síöan sett á. Halinn límdur neðst á kantinn. Augun gerö úr hvítu meö smá kringlóttri doppu úr svörtu. Trýniö er kringlótt úr brúnu. Borðmotta með stjörnum Skreytið nýárs- boröiö meö skraut- legri borömottu. Klippa má mottu úr pappírsdúk (sbr. mynd) og hafa sam- litar servíettur. Skreytiö meö silfur- eða gullitum stjörnum i mismunandi stæröum úr sjálflimandi glans- pappír (fæst yfirleitt í tómstundabúöum). Tveir freistandi réttirmeð appelsínum Gott í áramótaveizluna Salat Charmaine: Efni: Um fjóröungur af litlu hvít- kálshöfði, fínt saxaö, 1—2 litlar appelsínur, lófafylli af valhnetu- kjörnum og álíka af grænum vín- berjum. j löginn eru notaöir 4—5 matskeiöar af olíu, 1—2 mat- skeiðar sítrónusafi, örlítiö salt og hvítur pipar. Blandiö salat- inu saman í skál og helliö leginum yfir, látiö þaö standa í um 10 mínútur, og snúiö því vel áöur en snætt er. Efni: 1 eggjahvíta, 4 matsk. rifiö súkkul- aöi, V4 lítri vanilluís, 1 appelsína, 4—5 dl appelsínusafi. Þvoiö appelsínuna úr volgu vatni, skol- iö hana og þurrkiö. Skeriö 4 sneiöar (þunnar) úr miöj- unni, og kreistiö safann úr afgangin- um. Dýfiö börmum fjögurra stórra glasa niöur í ópískaöa eggjahvítuna, og síöan í rifna súkkulaöiö. Setjiö glösin svo í ísskápinn. Þegar glösin eru oröin vel köld, skafiö þá vanilluísinn niöur í þau og hellið kreistu appelsínunni og safanum yfir. Festiö appelsínusneiö á barm hvers glass. Boriö fram með röri og skeiö meö löngu skafti. Báöar uppskriftirnar eru fyrir fjóra. Appelsínu- ís:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.