Morgunblaðið - 29.12.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.12.1984, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1984 „Hlakka til aö leika með landsliöinu“ — segir ívar Webster sem er fyrsti þeldökki maðurinn til að keppa fyrir íslands hönd „Landsleikirnir leggjast vel í mig og þaö er óneitanlega gaman ad vera aó fara keppa fyrir ís- lands hönd. Ég hlakka til þess aö leika undir merkjum íslands og vona ég standi mig vel,“ sagöi körfuboltamaðurinn ívar Webster í samtali viö Morgunblaöiö. Strax eftir áramót leikur Webster í landsliöi íslands í körfuknattleik, sem keppir viö Norömenn ytra. Blaö verður þá brotiö í íslenzkri íþróttasögu þar sem Webster mun fyrsti þeldökki maðurinn til aö keppa fyrir íslands hönd í íþróttum. Webster, sem er frá borginn Fíladelfíu í Pennsylvaníuríki Bandaríkjunum, kom til íslands september 1979 gagngert til aö leika körfuknattleik meö íslenzkum liðum, einn fjölmargra Bandaríkja- manna sem komiö hafa hingaö til lands í því skyni, en sá eini sem hefur ilenzt hér. Lék hann um tíma meö KR, síöan í tvö ár meö UMSB í Borgarnesi og síöar Haukum í Hafnarfiröi þar sem hann er nú búsettur ásamt konu sinni, Sigur- björgu Halldórsdóttur, og tveimur börnum þeirra hjóna, Pálma ívari og Halldóru Janet. Starfar ivar Webster hjá Glerborg hf. i Hafnar- firöi. „Ég tók mér íslenzkan ríkisborg- ararétt baeöi vegna þess aö hér var ég búinn aö stofna fjölskyldu svo og vegna breytinga á reglum körfuboltamanna, sem útilokuöu utlendinga í fyrra. Mig langaöi aö leika körfuknattleik áfram og kaus því að gerast íslenzkur ríkisborgari þar sem ég er seztur hér aö fremur en ríghalda í stolt mitt og hætta í körfunni. Ég hef veriö á kafi í körfuboltanum frá því ég man eftir mér og verö meöan ég er nógu góöur til aö fá aö vera meö," sagöi ívar Webster. Webster leikur miöherja með Haukaliöinu og er engin honum fremri hér á landi í þvi hlutverki. Er hann stoö og stytta liösins, sem annars er skipaö mörgum okkar frambærilegustu körfuknattleiks- mönnum. Mun hann og eflaust styrkja landsliöiö í leikjum þeim sem framundan eru. „Hér eru margir mjög góöir framveröir og bakveröir, en ekki margir miöherjar. Og íslenzkir körfuknattleiksmenn eru í mikilli sókn, þeim hefur farið mikiö fram á siöustu árum. Ég tel aö margir þessara pilta eigi mikla framtíö Morgunblaðiö/Júlíua. • ívar Webster ásamt tjölskyldu sinni, eiginkonunni Sigurbjörgu Halldórsdóttur og börnunum Halldóru Janet og Pálma ívari, á heimili þeirra hjóna í Hafnarfiröi. ívar hefur verið valinn til aö keppa fyrir hönd íslands er landsliöiö í körfuknattleik mætir Norömönnum í næstu viku í Noregi. Hefur hann verið búsettur hór á landi frá því í september 1979 og í sumar tók hann sér íslenzkan ríkisborgararétt. fyrir sér. Ég hlakka til aö fá aö leika með þeim í landsliöinu, er hálfgeröur gamlingi i þeim hópi þar sem ég er orðinn 29 ára, en von- andi njóta þeir og landsliöið reynslu minnar. Þegar útlendingar voru hór í hverju liði þá báru þeir hitann og þungann í öllum leik viökomandi liöa og sáu um stigaskorunina. En brotthvarf þeirra hefur ekki oröið til aö veikja liöin, þvert á móti, því ég tel aö geta liðanna sé meiri nú en þá, sérstaklega vegna mikilla framfara ungu mannanna. Hvað sjálfan mig snertir þá er ég ekki fyllilega sáttur viö frammi- stööu mína í sóknarleiknum, hef oft á tíöum átt erfitt uppdráttar á því sviöi, enda hefur varnarleikur- Iþróttahátíö í Njarðvík ÍÞFiÓTTAHÁTÍÐ hjá Ungmenna- félagi Njarövíkur í tilefni af fjöru- tíu ára afmæli félagsins verður á sunnudag i íþróttahúsi Njarövík- ur og hefst kl. 13.00. Gullaldarliö FH leikur gegn 3. deildar liöi Njarövíkur í handknatt- leik og 4. fl. kvenna í Njarðvík gegn ÍR. I körfubolta leikur Njarövík gegn ÍBK en liöin veröa þannig skipuö aö einn leikmaöur úr hverjum ald- ursflokki spilar. Fá allir að vera meö. Allt frá meistaraflokki niöur i mini-boltaflokk. Stöan verðui keppni í blindskotum í körfubolta meöal áhorfenda og aö lokum veröur Val Ingimundarsyni veitt viöurkenning. i knattspyrnu keppa þrjú liö, Viöir, IBK og Njarövík, síöan kepp- ir fjóröi flokkur gegn feörum sín- um. Heiöursgestur veröur forseti ÍSÍ, Sveinn Björnsson, og þá verö- ur stofnaður afrekssjóöur sund- deildar UMFN. Þá sýnir kraftlyft- ingamaöurinn Jón Páll og á eftir býður Axel Jónsson, veitingamaö- ur á Glóöinni, Jóni i mat og má hann boröa eins og hann getur í sig látiö. Síðan mun Axel afhenda honum peningagjöf aö andviröi þess sem hann gat boröað. Bjart- mar Guölaugsson söngvari skemmtir. Aögangur er ókeypis. Morgunblaóiö/Julíus. • ívar Webster í essinu sínu, aó skora körfu í leik Hauka og Njarövík- ingaá dögunum. inn og fráköstin jafnan veriö sér- grein mín og uppáhald. Þaö er nauösyn hverju liði aö hafa í sínum rööum leikmenn sem eru sterkir í fráköstum og ekki sízt landsliði, þar sem mótherjarnir veröa örugg- lega sterkir á því svellinu. En Haukaliöiö tel ég eiga eftir aö sýna meira en þaö hefur gert. Viö getum oröiö nokkuö góöir og Haukavörn- in er sú bezta hér á landi í dag,“ sagöi ívar Webster. Webster kvaöst vilja taka þaö fram aö auk framfara leikmanna þá væri dómgæzlan betri í dag en nokkru sinni á undanförnum fimm árum. Um þá staðreynd aö fremur fáir sækja kappleiki körfubolta- manna sagöi hann aö hugsanlega mætti laða fleiri áhorfendur aö meö því aö gera meiri skemmtun úr hverjum kappleik, eins og t.d. í Bandaríkjunum, þar sem efnt yröi til einhverrar uppákomu í hálfleik og fyrir og eftir leik. j samtali okkar barst taliö aö llt- arhætti ívars og spuröi ég hvort hann heföi veriö honum hindrun í samskiptum viö islendinga. Hann var fljótur til svars: „Nei, litarháttur er engin hindrun hér á landi, sem betur fer. Islendingar hafa tekiö mér vel. Ég get ekki sagt aö ég hafi orðið fyrir aökasti vegna litarháttar míns, þó kannski örlítiö fyrstu árin, en síöustu tvö árin hef ég algjör- lega veriö laus viö slíkt og maöur gleymir svona löguöu meö tíman- um. Og íslenzkir íþróttamenn og þeir sem aö félögunum standa hafa tekiö mér mjög vel og ég met þá mikils. Það finnst mér og stór- kostlegt viö íslenzka íþróttamenn aö þeir leggja sig virkilega fram i keppni og eru þá harðir og erfiöir andstæöingar, en aö leik loknum eru allir vinir á ný. Þaö er sérein- kenni hér á landi og þaö kann ég mjög vel aö meta,“ sagði ívar Webster aö lokum. — ágás.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.