Morgunblaðið - 08.01.1985, Síða 1

Morgunblaðið - 08.01.1985, Síða 1
56 SÍÐUR MEÐ 12 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI STOFNAÐ 1913 5. tbl. 72. árg.________________________________ ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Fundur Shultz og Gromyko: Morgunbladið/RAX Fréttabann gefur von- ir um að árangur verði Genf, 7. janúar. Frá Önnu Bjarnadóttur. fréttaritara Mbl. AP. Eina vísbendingin um árangur í sex klukkustunda viðræðum George Shultz utanríkisráðherra Bandaríkj- anna og Andrei Gromyko utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna var léttlyndi þeirra í upphafi seinni viðneðufund- arins og í móttöku að fundunum loknum. Eina augljósa samkomulag- ið á fundunum virðist vera samstaða um að leka ekki til fjölmiðla fréttum af viðræðunum, þar sem hætt var við fyrirhugaðan fund bandarískra full- trúa með fréttamönnum eftir fund- ina í dag. Boðaður hafði verið fundur af þessu tagi, eins og venja er, en er Hundruð katta krókna Rómaborg, 7. jinúar. AP. Flækingskettir, hin óopinberu gæludýr Rómaborgar, féllu í hundruðatali í óvæntum hríðarbyl um helgina. Drápust kettirnir af vosbúð í fylgsnum sínum, sem er að finna í mörgum frægustu mannvirkjum borgarinnar. Talið er að 50 þúsund flæk- ingskettir reiki um Rómaborg og óttast menn að fjöldi þeirra eigi eftir að hrynja niður þar sem efnaskipti katta hægjast hættulega mikið í frosti. Sjá nánar: „Vestur-Evrópa í greipum kuldans" á bls. 20 á daginn leið var hann afboðaður. Varð þetta til að auka á vonir um að árangur kynni að nást af fundunum. Sovézkir fjölmiðlar fjölluðu ekki um viðræðurnar eða sögðu frá fundunum sem slíkum, heldur héldu uppteknum hætti og endur- birtu afstöðu Sovétmanna til áframhaldandi viðræðna, þar sem hart var deilt á stjórn Ronalds Reagan og ítrekað að áform henn- ar um smfði geimvopna stæðu i vegi samkomulags um takmörkun vígbúnaðar. Við komuna til Genfar sögðust Shultz og Gromyko vona að fundir þeirra myndu leiða til frekari samningafunda stórveldanna um afvopnunarmál. Báðir kváðust í friðarferð og tekið var eftir því að Gromyko sagði aðeins að afstýra yrði vopnakapphlaupi í geimnum en gerði það ekki að skilyrði fyrir frekari viðræðum, eins og aðrir sovézkir leiðtogar hafa gert að undanförnu. Evrópskir leiðtogar og bandarískir binda miklar vonir við Genfarviðræðurnar, en þar er vonast til að samkomulag náist um skipulag frekari funda, takmark þeirra og stefnu. Bandarískur full- trúi sagði það mikinn árangur ef viðræður Shultz og Gromyko leiddu til nýrra viðræðna um fækkun kjarnavopna. Konstantin Chernenko forseti Sovétríkjanna sagði Sovétmenn reiðubúna til „tafarlausra og skel- eggra“ aðgerða til að stöðva vfg- búnaðarkapphlaup stórveldanna, en skilyrði væri að Bandaríkja- menn hættu við smiði geimvopna. Búist er við að Reagan haldi blaða- mannafund á miðvikudag og skýri frá niðurstöðu Genfarviðræðn- anna. Sjá nánar: „l'tanríkisráðherrarn- ir léttir á brún eftir fyrstu fundina,“ á bls. 18 Gos í Bjarnar- fjalli á Jan Mayen Eldgos hófst í hlíðum Bjarn- arfjalls á nyrsta odda Jan May- en á sunnudag. Er Morgun- blaðsmenn flugu þar yfir laust eftir hádegi í gær var gosið ekki mikið, eldvirkni var í um 500 metra langri gígaröð og rann hraun í sjó. Gosmökkurinn steig upp í um eitt þúsund metra hæð. Ekki er fyrirhugað að fiytja 25 starfsmenn norskrar veðurat- hugunarstöðvar á brott, en eftir- litsskip hefur verið sent á vett- vang. Sjá nánar á blaðsíðum 14 og 15. Toran, 7. janúir. AP. Leynilögreglumaður, einn sakborninganna, sem ákærður er fyrir morðið á Jerzy Popieluszko, hélt því fram við yfirheyrzlur að Wladyslaw Ciaston, yfirmaður leynilögreglunnar og tveggja stjörnu hershöfðingi, hefði verið samþykkur og stutt áformin um að ræna prestinum. Lögreglumaðurinn, Waldemar Chmielewski, dró hins vegar fyrri ummæli til baka í dag, sagðist að- eins hafa ályktað að Ciaston hefði verið ráðabrugginu samþykkur og að yfirmaður sinn, Adam Pietr- uszka, hefði ekki nefnt nafn Ciast- on við þremenningana, eins og hann hafði áður sagt. Aðeins var leyft að skýra frá því í dag að Ci- aston hefði verið sagður í vitorði með morðingjunum, en Chmiel- ewski hélt því fram í fyrri viku. Chmielewski sagðist saklaus af sakargiftum í ákæruskjali, sagðist einungis hafa framkvæmt skipan- ir yfirmanna sinna. „Tilgangurinn var að veikja og koma á ringulreið 1 neðanjarðarhreyfingu Sam- stöðu,“ sagði Chmielewski, en Popieluszko var ákafur stuðnings- maður hinna frjálsu verkalýðsfé- laga, sem upprætt voru með her- lögum. Chmielewski lýsti fundum til- ræðismanna með sínum næsta yf- irmanni, Adam Pietruszka, sem sakaður er um að hafa hvatt til morðsins. Meðan á þeim stóð hringdi Pietruszka margsinnis til yfirmanna sinna og ráðfærði sig við þá um ránsáformin, að sögn Chmielewski.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.