Morgunblaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1985 Fyrirkomulag útflutnings ferskfisks í gámum: Seir<x«i, 8. juúnr. Á SL. ári bófst rekstur tollhafnar á Selfossi. Fyrsta sendingin kom á Selfoss 18. júlí, en formleg opnun átti sér stað 28. september þegar Eimskipafélag íslands hf. og um- boðsaðili þess á Selfossi, Árfóss hf. kynntu starfsemi sína. Starfsemi tollhafnarinnar hefur aukist mjög á þessum tima og flutningar eru nú að meðal- tali 150 tonn á mánuði og fara vaxandi. 1 þessum flutningum eru fyrirferðamestar vörur til iðnaðar. Eftir aðeins 5 mánaða starfsemi námu flutningar á Selfoss alls um 550 tonnum. Starfsemi þessi hefur sýnt sig vera til mikil hagræðis fyrir inn- flytjendur sem losna við tíma- frekar ferðir til Reykjavíkur og umstang þar. Árni Sigursteins- son flytur vörunar fyrir Eimskip frá skipshlið austur fyrir fjall, þar sem innflytjendur leysa þær úr tolli. Flutningsgjöld eru greidd á skrifstofu Arfoss að Eyrarvegi 37 og fulltrúi sýslu- manns Árnessýslu annast toll- skoðun. SigJóns. flutnings ísfisks í gámum ekki skerzt á síðasta ári, en aflakvóti vegna siglinga verið skertur um 25%. Þar að auki hefði fiskur fluttur út í gámum fengið verð- uppbætur, en ekki fiskur, sem siglt hefði verið með. LIÚ hefði óskað eftir því við viðskiptaráðuneytið, að útflutn- ingur í gámum yrði skipulagður á líkan hátt og fsfisksölur skipanna, en við því hefði ráðuneytið ekki orðið. A þessu ári væri sjávarút- vegsráðuneytið búið að fella út- flutning í gámum og með fiski- skipum undir sama hatt, sem þýddi nauðsyn aukins eftirlits með gámaflutningunum. Því hefði óskin til viðskiptaráðuneytisins enn verið ítrekuð. Hraðfrystihúsi Grundarfjarðar veitt leyfi til skelfiskvinnslu Er á móti þessari úthlutun. Hún skerðir aðeins hlut þeirra sem fyrir eru, segir Valdimar Indriðason alþingismaður Vaxandi starfsemi tollhafnar á Selfossi Mistök í opin- berri stjórnsýslu Hafa kostað sjóðakerfi sjávarút- vegsins verulegar upphæðir „ÞAÐ HAFA átt sér stað mistök í opinberri stjórnsýslu varðandi útflutning á ferskum flski í gámum á síðasta ári. Þau hafa meðal annars kostað sjóða- kerfi sjávarútvegsins verulegar fjárupphæðir. Lítið sem ekkert skipuiag var á þessum flutningum og hefur það komið niður á markaðsverði erlendis. Hér er hins vegar hvorki neðanjarðarkerfí né svikamilla útflytjenda í gangi. Þeir hafa gert sín gjaldeyrisskil,** sagði Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, í samtali við Morgunblaðið. Við skráningu Hagstofunnar á verði á ferskum fiski, fluttum utan í gámum, hefur komið í ljós, að skráð verð meirihluta síðasta árs var að meðaltali 15,50 krónur á kíló. Meðalverð erlendis á árinu var hins vegar tæpar 30 krónur samkvæmt upplýsingum Péturs Björnssonar, starfsmanns J. Marr & Sons í Grimsby, sem meðal ann- ars hefur séð um að selja þar „gámafisk" héðan. í upphafi síðasta árs var ákveð- ið, að við útflutning þennan yrði skráð áætlað lágmarksverð fyrir fiskinn á tollskýrslum og við það miðað. Þessu var síðan breytt í kjölfar mikillar aukningar þessa útflutnings seint í haust. Var hið áætlaða lágmarksverð fyrst hækk- að um 30% á útflutningsskýrslum og útflytjendum síðan gert að skila endanlegu uppgjöri og við það miðað í opinberum skýrslum. Kristján Ragnarsson sagði, að öllum væri kunnugt um það, að verð fyrir gámafiskinn væri mun meira en 15,50 krónur, enda hefðu gjaldeyrisskil verið í samræmi við það. Hins vegar hefði hið skráða verð gilt frameftir ári við útreikn- ing gjalda í sameiginlega sjóði út- vegsins og við það tapazt verulegt fé. Þá hefði aflakvóti vegna út- ísfilm kaupir tæki ísmyndar ÍSFILM hefur fest kaup á tækjum og búnaói til gerðar sjónvarpsefnis af fsmynd hf. Indriði G. Þorsteinsson, stjórnarformaður fsfilm hf., sagði að ísfilm hefði verið að leita að heppi- legum tækjum til kaups erlendis, er tilboð hefði borist frá ísmynd og hefði orðið ofan á að kaupa tækin af þeim. „Við erum tilbúnir til að fara af stað þegar lög heimila. í okkar samningi eru ákvæði um þjónustu á sviði fjölmiðlunar og það tekur auð- vitað einnig til þeirra hluta,“ sagði Indriði aðspuröur um hvort þeir væru með sjónvarpssendingar í undirbúningi. „Það hefur ekkert verið samþykkt um þetta í stjórn- inni, en ég reikna með að það sé undirskilið," sagði Indriði ennfrem- Sjávarútvegsráðuneytið befur nú veitt Hraðfrystihúsi Grundafjarðar leyfi til skelfiskvinnslu, en við Breiðafjörð voru fyrir 6 skel- fiskvinnslustöðvar. Hefur úthlutun þessa valdið verulegri ólgu við Breiðafjörðinn. Valdimar Indriða- son, alþingismaður, segist vera á móti þessari úthlutun, hún hljóti að kalla á aukinn þrýsting fyrir fleiri leyfum á Nesinu og sé það illa farið. Að sögn Jóns B. Jónassonar, skrifstofustjóra sjávarútvegs- ráðuneytisins, er leyfisveitingin fyrst og fremst til þess að skapa bátum í Grundarfirði jafnstöðu við báta í öðrum verstöðvum við Breiðafjörðinn. Jón sagði, að þarna hefði verið komið upp visst vandamál vegna misræmis milli verstöðva. Vegna þess hefði það verið ætlunin að dreifa veiði- leyfum milli báta án þess að fjölga vinnsluleyfum á svæðinu. Það hefði ekki reynzt unnt og því hefði Hraðfrystihúsi Grundafjarðar verið veitt vinnsluleyfi. Valdimar Indriðason, alþingis- maður Vesturlandskjördæmis og formaður sjávarútvegsnefndar efri deildar, sagði í samtali við Morgunblaðið, að hann væri á móti þessari úthlutun vegna þess að hann teldi það mjög varasamt að „drita“ vinnsluleyfum út um allt þetta litla svæði. Það kæmi aðeins niður á þeim, sem fyrir væru og hefðu gert góða hluti. Það væri ekki ástæða til aö skerða hlut þeirra. Þingflokkur Framsóknarflokksins fundar: Rætt um efnahagsmálin og stjórnarsamstarfid Forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson, gerði þingflokki Framsóknarflokksins grein fyrir stöðu mála i viðræðum sínum við formann Sjálfstæðisflokksins á fundi í gær. Ekki voru lagðar fram Albert Guðmundsson um ráðningu forstjóra Flugieiða: Fráleitt að núverandi forstjóri skuli ráða „Að sjálfsögðu talaði ég við Kára. Eg talaði við fulltrúa fjármálaráðherra f stjórninni, en ég þvinga engan til þess að gera öðru vísi en samvizkan býður hon- um. Það myndi enginn fá mig tii þess að ganga gegn sannfæringu minni og því reyni ég heldur ekki að fá aðra til að gera það,“ sagði Albert Guðmundsson fjármála- ráðherra, er hann var spurður, hvort hann hefði rætt við Kára Einarsson fulltrúa ríkisins í stjórn Fhigleiða um ákvörðun stjórnar- innar um ráðningu nýs forstjóra Flugleiða, sem samkvæmt heimild- um verður tekin í dag, eins og fram kemur í frétt á baksíðu Mbl. ídag. Albert var þá spurður hvort hann æskti þess að Sigurgeir Jónsson aðstoðarbankastjóri í Seðlabankanum tæki sæti for- stjóra Flugleiða. Hann svaraði: „Eg segi ekkert um það. Ég á ekki sæti i stjórninni, en ég tel fráleitt að Sigurður Helgason núverandi forstjóri, sem hefur ekki neinna persónulegra hags- muna að gæta sem hluthafi, skuli ráða hverjir eru æðstu embættismenn fyrirtækisins, sem ríkið þarf að fjármagna að því verulega leyti sem það gerir. Ríkið á mesta peningalega hags- muni í Flugleiðum þar sem það er í stórum ábyrgðum fyrir fyrirtækið. Það hlýtur í þessu fyrirtæki eins og öðrum hluta- félögum, að vera þeirra, sem mestra hagsmuna hafa að gæta, að taka ákvarðanir f stórum málum, en ekki áhrifamanna með sama og enga ábyrgð að baki.“ neinar tillögur af hálfu forsætisráð- berra. Fundurinn snerist að mestu um efnahagsmál, en einnig var rætt um stöðu ríkisstjórnarinnar og sam- starfið við Sjálfstæðisflokkinn. Fundinum, sem hófst kl. 14, lauk ekki fyrr en laust fyrir kl. 19. Steingrímur gerði þingflokki sínum grein fyrir stöðu efnahags- mála og mun hafa lýst því yfir samkvæmt heimildum Mbl., að megjnvandi ríkisstjórnarinnar væri nú viðskiptahallinn og er- lendar skuldir, sem alls ekki mætti auka. Tvær leiðir í efna- hagsmálum væru því efst á blaði, þ.e. annars vegar að skera enn frekar niður opinberar fram- kvæmdir eða hækka skatta. Mikl- ar umræður urðu um efnahags- málin og sýndist sitt hverjum. Engar ákvarðanir eða niðurstöður lágu fyrir í lok fundarins. Þingflokkur Framsóknar kemur saman á ný n.k. mánudag. Þá kemur ennfremur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins til fundar. Verða efnahagsmálin þá væntan- lega til umræðu í báðum þing- flokkunum. Að sögn viðmælenda Mbl. úr hópi þingmanna fram- sóknar reikna þeir með að fá þá í hendur ákveðnar tillögur for- mannanna. Stjóm Landsvirkjunar: Framkvæmdir í endurskoðun STJÓRN Landsvirkjunar ákvað í byrjun desember sl. að endurskoda ástlanir um virkjanaframkvæmdir ársins 1985 og nsstu ára með hliðsjón af upplýsingum um minni raforkuþörf á næstu árum en reiknað hafði veríð með f fyrri orkuspám. Að sögn Jóhannesar Nordal formanns stjórnar Landsvirkjunar munu niðurstöður endurskoðunar stjórnarinnar um framkvsmdir þessa árs liggja fyrir í nssta mánuði. Eins og Mbl. skýrði frá í gær getur niðurstaða nýrrar orkuspár, sem er í vinnslu hjá Orkuspárnefnd, þýtt að til frestunar virkjunarframkvæmda þurfi að koma á þessu ári og næstu. Að sögn Jóhannesar Nordal er mál þetta í endurskoðun hjá stjórn Landsvirkjunar í ljósi þessara nýju upplýsinga og er niðurstaðna að vænta í næsta mánuði. Jóhannes sagði þó ljóst vera, að ef ekki kæmi til breytinga á stöðu mála, eins og þau lægju nú fyrir, yrði að hægja á og fresta framkvæmdum á árinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.