Morgunblaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1985 Rauðu skórnir w Aður en lengra er haldið, vil ég leiðrétta smá mishermi, í grein minni frá í gær um Rúvakið. Þar stóð: Þar er jarðstæði óvenju fagurt ... Átti að standa ... bæj- arstæði óvenju fagurt. En víkjum nú að sólskinsblett- um í heiði, barna- og unglinga- leikritinu: Kata þorir ekki heim er Guðrún Ásmundsdóttir færði okkur á rás 1, á þriðjudagskveldið var á útsendingartíma sjónvarps- frétta. Leikrit þetta fjallaði um litla telpu, Kötu að nafni, er fær ofurást á rauðum skóm. Kata býr með pabba sínum og getur sá lítt sinnt henni, sökum óhóflegrar yf- irvinnu. Neitar hann Kötu um skókaupin. Sú litla reikar þá út í stórmarkað, og lætur þar eftir löngun sinni að máta skóna. Skiptir engum togum, aö hún er sökuð um þjófnað, og fær hún i hendur skilaboð að færa pabban- um. En Kata þorir ekki heim. Ráf- ar hún sakbitin um götur Stokk- hólmsborgar, og hafnar að lokum hjá skilningsríkum „afa“, sem er reyndar lögregluþjónn á eftirlaun- um. Leiðir hann Kötu litlu heim til sín og leysist ljúflega úr málum hennar. Dýrmœtt efni Leikrit sem þetta er býsna dýrmætt útvarpsefni. Þar er tekið á vandamáli, er mörg börn standa frammi fyrir, sum sé því að langa óstjórnlega í einhvern hlut. Slíkt kann að virðast smálegt í augum okkar vinnudýranna, en hugur barnsins starfar öðruvísi. Þar er hið smáa oft stórt og hið stóra oft smátt. Er annars nokkuð dýrmæt- ara en sætta heima barnsins og hinna fullorðnu, þannig að skiln- ingsljós kvikni, og menn geti leyst vandamálin í sameiningu? í leik- riti Maritu Lindquist af henni Kötu er smíðuö svolftil brú, er ferjar útvarpshlustandann inní heim litlu stúlkunnar. Kannski geta litlar Kötur útí bæ áttað sig svolítið betur á eigin hugarheimi, eftir að hafa farið yfir þá brú, og sömuleiðis pabbar og mömmur, afar og ömmur, frændur og frænkur og raunar allir þeir er hafa með börn að gera. Sœði hins illa Ég hef þá trú, að verk sem þetta geti sáð agnarögn af góðu sæði í barnssálina. Það verður náttúru- lega trauðla sannað, að slíkt sæði beri ávöxt, en þó hafa menn um aldir gefið gaum að áhrifum frá- sagna og myndvcrka á barnssál- ina. Þannig leggur Platón, fyrir 2500 árum, eftirfarandi orðræðu í munn Sókratesar í Ríkinu (bók II): Upphafsskerfið er mikilvægasti áfangi hvers verks, sérstaklega þegar um er að ræða ungviði, því þá hefst mótun persónuleikans og sálin er móttækilegust fyrir hverskyns áhrifum. Og samt lof- um við börnum okkar að hlýða á hvaða frásögn sem er, af munni hvaða flækings sem er, er þetta nokkurt vit? Þessi ummæli stór- fenglegasta hugsuðar fornaldar leiddu huga minn að þeirri van- virðu er íslensk börn og unglingar búa við af hálfu yfirvalda og for- eldra, er líða myndbandaleigum og myndbandasjoppum þá ósvinnu að hafa ofbeldismyndir í hillum. Hvað segðu menn, ef kaupmaður- inn á horninu hefði eitraðan barnamat í hillum? Myndbandið er og verður sameign fjölskyld- unnar og því verður löggjafinn að gæta þess að myndbandaleigur virði friðhelgi fjölskyldulífsins, ekki síður en ríkisfjölmiðlarnir, svo hliðstætt dæmi sé tekið. Ólafur M. Jóhannesson. ÚTVARP/SJÓNVARP „HVÍSKUR" — fjallað um stjörnuspeki og -spádóma ■■ I kvöld veröur á 00 dagskrá út- varps þátturinn „Hvískur" í umsjá Harðar Sigurðarsonar. Þátturinn, sem er ætl- aður fyrir ungt fólk, verð- ur að þessu sinni um stjörnuspeki og stjörnu- spádóma. Hörður fær í heimsókn til sín einn af starfsmönnum Stjörnu- spekimiðstöðvarinnar og mun hann væntanlega upplýsa hlustendur um ýmsa leyndardóma him- inhvolfanna. Þá fer Hörður út á göt- ur borgarinnar og spjallar við vegfarendur um stjörnuspeki og trú þeirra á henni. Inn á milli atriða verður leikin ýmiskonar tónlist sem að einhverju leyti höfðar til efnisins. Þá má bæta því við að Hörður er nú á höttunum eftir ungu fólki, á aldrin- um 16 til 22 ára, sem feng- ist hefur við að yrkja ljóð og smásögur í frístundum sínum. Hefur Hörður full- an hug á að koma ein- hverju slíku efni á fram,- færi í þáttum sínum og er þeim sem áhuga hafa bent á að skrifa honum. Fimmtudagsumræðan — kjaramálin í brennidepli ■■ 1 kvöld verður 35 fimmtudags- *~~ umræðan á dagskrá útvarps að venju, umsjónarmaður er Jón Ormur Halldórsson. Að þessu sinni verða í brennidepli kjaramálin á nýbyrjuðu ári. Verður reynt að varpa ljósi á hvers menn mega vænta um kjör sín á árinu sem fer í hönd. í því sambandi ræðir Jón Ormur við fjölda fólks, s.s. hagfræð- inga og fulltrúa verka- lýðssamtaka. Þátturinn í kvöld verð- ur ekki opinn fyrir hlust- endur en leitað verður til þeim mun fleiri aðila eftir ýmsum upplýsingum. Jón Ormur Halldórsson er umsjónarmaður fimmtu- dagsumræðunnar. „Stríðið við ofninn“ — smásaga eftirÓlaf Jóhann Sigurðsson ■i { kvöld les 40 Knútur R. “ Magnússon smásöguna „Stríðið við ofninn", eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson. Ólafur skrifaði söguna árið 1959 og að sögn hans er hún nokkurs konar furðusaga. Fjallar hún um stríð manns við ein- kennilegan ofn og er hún á hálfgerðu táknmáli. Ólafur hefur sem kunn- ugt er gefið út fjölda ljóða- og smásagnasafna og árið 1976 hlaut hann verðlaun Norðurlanda- ráðs fyrir samstætt kvæðasafn. Smásagan „Stríðið við ofninn", sem lesin verður í útvarpinu í kvöld, birtist fyrst á prenti í Vikunni árið 1940 Ólafur Jóhann Sigurðsson en kom síðan út árið 1972 í smásagnasafninu „Seint á ferð“. ÚTVARP FIMMTUDAGUR 10. janúar 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. A virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Sigurðar G. Tómas- sonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð: — Sigurjón Heiðarsson talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: .Elsku barn." Andrés Ind- riðason les sðgu slna (4). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 11.00 „Ég man þá tlö." Lög frá liðnum árum. Umsjón: Her- mann Ftagnar Stefánsson. 11JO „Það skiptir ekki máli", smásaga eftir Marianne Larsen. Kristin Bjarnadóttir les þýðingu sfna. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12J0 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 13.20 Barnagaman. Umsjón: Heiðdfs Norðfjðrð. (RUVAK.) 13.30 Tónleikar. 14.00 „Þættir af kristniboðum um vlða verðld" eftir Clar- ence Hall. Kynþáttavanda- mál i Suöur-Afrlku. Barátta Trevors Huddleston. Astráö- ur Sigursteindórsson les þýðingu slna (7). 14.30 A frfvaktinni. Sigrún Sig- urðardóttir kynnir óskalög sjómanna. (RÚVAK.) 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Slödegistónleikar: Tónlist eftir Wolvgang Amadeus Mozart. a. Divertimento I F-dúr, K. 253. Hollenska blásarasveit- in leikur; Edo de Waart stjórnar. 19.15 A döfinni. Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 19.25 Krakkarnir i hverfinu. 4. Nonni fær sér föt. Kan- adlskur myndaflokkur I þretl- án þáttum um atvik i llfi nokkurra borgarbarna. Þýðandi Kristrún Þórðar- dóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáll. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Kastljós. b. Kvintett I A-dúr fyrir klar- inettu og strengjakvartett, K. 581. Karl Leister og einleik- arar úr Fllharmónlusveit Berl- inar leika. 17.10 Slðdegisútvarp Tilkynningar 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvðldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Daglegt mál. Sigurður G. Tómasson flytur þáttinn. 20.00 Hviskur. Umsjón: Hðrður Sigurðsson. 20.30 Weyse, gamall kunningi Islendinga. Endurtekinn þáttur Önnu Marlu Þórisdótt- 11. janúar Þáttur um innlend málefni. Umsjón Páll Magnússon. 21.10 Grlnmyndasafnið. Skopmyndir frá árum þðglu myndanna. 2125 Hláturinn lengir Iffiö. Nlundi þáttur. Breskur myndaflokkur I þréttán þátt- um um gamansemi og gam- anleikara I fjðlmiölum fyrr og slöar. Þýöandi Guðni Kolbeinsson. 21.55 Kaldhæöni örlaganna. (L'ironie du sort). Frönsk blómynd frá 1973. Leikstjóri: ur frí 29. des. sl. um llf og starf þýsk-danska tónskálds- ins Weyse og leikin nokkur lög eftir hann. 21.10 Samleikur I útvarpssal. Jón Aðalgeir Þorgeirsson og Guðný Asgeirsdóttir leika saman á klarinettu og planó. a. Dans-prelúdlur eftir Witold Lutoslawski. b. Klarinettusónata eftir Francis Poulenc. 21.40 „Strlðið við ofninn", smásaga eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson. Knútur R. Magnússon les. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Edouard Molinaro. Aðalhlut- verk: Pierre Clementi, Jacques Spiesser, Jean Desailly, Pierre Vaneck, Hans Verner, Marie-Helen Breillat. Myndin gerist I slðari heims- styrjöld og er um þrjú ung- menni I frönsku andspyrnu- hreyfingunni. Hún sýnir hvernig lltil atvik ráöa örlög- um þeirra á einn eða annan veg. Þýðandi Olöf Pétursdóttir. 23.15 Fréttir I dagskrárlok. Dagskrá morgundagsins. Orö kvöldsins. 22.35 Fimmtudagsumræðan. Umsjón: Jón Ormur Hall- dórsson. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. 10.00-12.00 Morgunþátt- ur Stjórnendur: Kristján Sigur- jónsson og Siguröur Sverr- isson. 14.00—15.00 Dægurflugur Nýjustu dægurlögin. 15.00—16.00 I gegnum tlöina Stjórnandi: Þorgeir Ast- valdsson. 16.00—17.00 Bylgjur Framsækin rokktónlist. Stjórnendur: Asmundur Jónsson og Arni Danlel Júll- usson. 174)0—18.00 Einu sinni áöur var Vinsæl lög frá 1955 til 1962 rokktlmabiliö. Stjórnandi: Bertram Möller. 20.00—24.00 Kvöldútvarp. SJÓNVARP FÖSTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.