Morgunblaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1985 9 'PÞINGHF O 6869 88 SPÖRUM OG LÁTUM ■'EXTTN/ VINNA! Átt þú 4ra herb. íbúð sem þú býrö ekki V? Ef þú selur íbúðina og kaupir verðtryggð skuldabréf getur þú fengið 300 þúsund kr. á ári í skattlausar tekjur og átt andvirði íbúðarinnar áfram. (Ekki þarf að mála bréfin né gera við þakið, þú getur gleymt fasteignagjöldum og þarft ekki að ffnna leigjendur). EIGENDUR SPARISKIRTEINA I975/1.FL. Kaupþing annast innlausn á spariskírteinum í Seðlabanka íslands þann 10.01.1985 yðurað kostnaðarlausu. o 2 1 1 . janúar 1985 & & Spariskirteini ríkissj0ðs:solugeogi mlAað vli 8,6% v«xtl umfr. v®fötr. pr 100 kr 1. FLOKKUR 2. FLOKKUR Sölugengi 8,6% Sölugengi 8,6% Útg. pr.100kr vextír gilda tíl pr 100 kr. vextír gilda tíl jjS 1971 17.619.18 15.09.’85 . 1972 15.928,52 25.01.’85 12.731.67 15.09'85. íít 1973 9369,81 15.09.’87 8 903,61 25.01 88 Hg 1974 5.705,06 15.09 '88 . 1975 4986,70 2 3593.80 25.01/85 05 1976 3.260,81 10.03/85 2.700,27 25.01 85 g® 1977 2.350,27 25.03/85 1 948,59 10.09/85 1978 1.593,53 25.03 85 1.244,85 10.09/85 W 1979 1091,12 25.02 85 792,90 1980 746,07 15.04/85 566,85 25.10/86 T& 1981 481.44 25.01/86 349,07 15.10/86 gg 1982 346,50 01 0385 252,16 01.10/85 Kl 1983 191,91 01 03 86 119.31 01.11 86 9M 1984 115,89 01.02.'87 110,54 10.09.'87 3« 1) Innlv Seðlabankans 15.09’84 2) Innlv. Seðlabankans 10.01 ’85. Veðskuldabréf Verðtryggð Óverdtrygoö Meó 2 gjalddögum á ári Meö 1 g/alddaga á ári Sölugengi Sölugengi Sölugengi i 14%áv. 16%áv. Léns- Nafn- umfr. umfr. 20% 20% j tími vextír verótr. verdtr. vextír HLV* vextir HLV' 1 4% 93,43 92,25 80 82 86 87,5 i 2 4% 89,52 87,68 73 73 76 78.5 3 5% 87,39 84,97 61,5 64 67 70,5 4 5% 84,42 81,53 54 57 60 63 5 5% 81,70 78,39 48 51 53 57 6 5% 79,19 75,54 7 5% 76,87 72,93 8 5% 74,74 70,54 9 10 5% 5% 72,76 68,36 70,94 66,36 1) hæstu leyfilegu vextir. AVOXTUNARFELAGIÐ Fyrsti verObréfasjóðurinn á íslandi. KAUPÞING HF Husi verzlunarinnar. simi 686988 Hafin sala á 4 tegundum ríkisskuldabréfa: Skírteini til 18 mánaða bera 50% hærri vexti en bankarnir bjóða Einnig hafin sala á skírteinum með vaxtamiðum — n,‘"m - „Ríkissjóður afsalar sér ákvörðunar- valdi um vexti af spariskírteinum“ segir Valur Valsson, bankastjóri Iðnaðarbankans SKM itiw nnu Mhrgli rr »ls- h»n- >»r h it»A » iih»«>fBh«r hihir nuna .fart-kir um -»nrr-hirl>-inji • lu II lil 1» manaAn IhiM vr hvrmu miklu fjárul- i-ymi |rrtt» vrldur ur honkunum við irrtm að athum n»l— Slagsmálin um takmarkaöan, innlendan sparnaö Þaö er aö bera í bakkafullan lækinn aö fjalla enn um erlenda skuldabyrði, sem skeröir útflutningstekjur þjóöarinnar um fjórö- ung — og rýrir kaupmátt þjóðartekna og lífskjör í landinu. Skuldastaöan er komin að hættumörkum og varpar kastljósi á nauðsyn almenns innlends sparnaöar og eiginfjármyndunar í atvinnulífinu. Ein hliöin á þessu máli er samkeppni ríkisbúskapar- ins og atvinnulífsins um minnkandi innlendan sparnaö. Stak- steinar glugga lítillega í þessi mál í dag. Aðdragandi vandans Þannig hefur verið búið að íslenzkum atvinnu- rekstri, ekki sízt fram- leiðshiatvinnuvegum, um langt árabil, að þeir hafa verið reknir með tapi, eytt eigin fé og safnað skuld- um. Vinstri áróður hefur gegnsýrt almenn viðhorf svo að hugtakið gróði, þ.e. hagnaður til að mæta vexti og tæknivæðingu fyrir- tækja, hefúr verið litinn hornauga. Afleiðing: eig- infjármyndun er nánast engin í atvinnulífínu. A tíma óðaverðbólgu, 1971—1983, sem jafnframt var timi neikvæðra vaxta, brann sparnaður fólks á báli verðbólgunnar — inn- an bankakerfísins. Verð- bólgan ýtti og undir al- menna eyðslu, enda minnkaði kaupgildi krón- unnar nánast dag frá degi. Afíeiðing: lánsfjárþörf at- vinnuveganna, jafnvel al- mennrar eyðslu, beindist til erlendra sparenda; til ríkja þar sem verðlag er stöðugt og sparnaður vit- ræn athöfn hins almenna borgara til að tryggja ör- yggi sitL Ríkisbúskap- urinn og inn- lendi láns- fjármarkaður- inn Kíkisbúskapurinn hefur I vaxandi mæli seilzt til takmarkaðs innlends sparnaðar — í samkeppni við atvinnuh'fíð. Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra, sagði í fjárlagaræðu að innlausn spariskírteina ríkissjóðs, sem seld vóru á almennum lánsfjármarkaði og fallið geti á rikissjóð frá 27. nóv- ember sl til ársloka 1985, nemi alls 3,8 milljörðum króna. Þessum greiðslu- kvöðum verður að hluta til mætt með framlagi á fjár- lögum en að drjúgum hhita með söhi nýrra spariskír- teina. Innlcndur lánsfjármark- aður er þröngur vegna þess hvern veg hefur verið búið að sparnaði fólks og eigin- fjármyndun fyrirtækja. Ríkissjóður hefur því neyðst til að grípa til boða, sem sumir bankamenn telja utan eðlilegra sam- keppnismarka. Þetta getur þrengt að æskilegri fjár- mögnun bankakerfisins í þágu atvinnulífsins, rekstr- ar þess og uppbyggingar. ,^Afar óvenju- legt“ „Það sem vekur mesta athygli," segir Valur Vals- son bankastjóri Iðnaðar- bankans, „er að ríkissjóður býður núna spariskírteini tÚ 18 mánaða sem beinlín- is er ætlað að keppa við bankana og bera 50% hærri vexti en bankarnir bjóða á hverjum tíma. Með þessu er ríkissjóður að af- sala sér ákvörðunarvaldi um vexti af þessum spari- skírteinum sem verður að teljast afar óheppilegL" „Þegar svona er í pott- inn búið óttast ég að allt tal um vaxtafrelsi sé að verða orðin tóm og stjórnvöld hugsi sér eitthvað annað í þessum efnum," segir bankastjórinn ennfremur. Hvað sem þessum sjón- armiðum liður hefur þó margt breytzt til hins betra varðandi það að plægja ak- urinn fyrir innlendan sparnað, skattalega, vaxta- lega og síðast en ekki sízt með hjöðnun veröbólgu. Slæmur afturkippur hefur að vísu gert vart við sig og verðbólguvarnir brostið um sinn. Ovarlcgt er að spá um framhaldið, svo oft sem við höfum hnotið um sömu skammsýnina I þessum efnum. Innlendur sparnaður Það er mjög mikilvægt að búa í haginn fyrir stór- aukinn innlendan sparnað. Það er mikilvægt að láns- fjárkostnaður verði í ríkari mæli kjur I landinu, en komi ekki fram í fjármuna- tilfærslu til erlendra spar- enda. Greiðshibyrði er- lendra skulda rýrir veru- lega bæði útfíutningstekjur og kaupmátt þjóðartekna. Innlendur sparnaður styrkir efnahagslegt sjálf- stæði okkar sem þjóðar. Þeir fjármunir sem þannig verða til eru nauðsynleg vinnutæki í þjóðarbú- skapnum, rekstri og upp- byggingu atvinnuvega. Helzta forsenda sparn- aðar er stööugleiki I efna- hagslífí; það að hið sparaöa haldi verðgildi sínu og njóti eðlilegrar ávöxtunar. Sá árangur sem náðist í verð- bólguhjöðnun á síðari árs- helmingi 1983 og fyrri árs- helmingi 1984 var mjög mikilvægur; stór spor í þá átt að tryggja samkeppnis- stöðu okkar gagnvart um- heiminum. Því miður hröktumst við af leið síðar á liðnu ári, vegna pólitískr- ar og efnahagslegrar sjón- skekkju undirróðursafla, sem sífelh hnjóta um sömu þúfuna. Sterkan brennisteinsfnyk lagði víða yfir Austfirði STERKAN brennisteinsfnyk lagði yfir Austfirði undan suð- vestanátt í fyrrakvöld og gær- morgun. „Megnan brennisteins- fnyk lagði yfir Vopnafjörð í fyrrakvöld og lagði bláa móðu yfir landið,“ sagði Björn Björnsson, fréttaritari Mbl. í Vopnafirði í samtali við Mbl. í gær. Sðmu sögu höfðu menn að segja víðar á Austfjörðum. Séra Sverrir Haraldsson, fréttaritari Mbl. í Borgarfirði eystra, sagði að sterka lykt hefði lagt af suð-vestri, en horfið þegar leið á daginn. í sama streng tók Ævar Auðbjörnsson á Eskifirði. Menn urðu varir við lyktina suð- ur með fjörðum. „Þegar menn fóru til vinnu í morgun urðu þeir varir við sterka brennisteinslykt og blá móða var til fjalla. Ýmsir töldu sig verða vara við öskufall, töldu hafa fallið á bfla en líklega hefur það verið á misskilningi byggt. Lyktin minnkaði þegar leið á daginn,“ sagði Ingimar Sveinsson, frétta- ritari Mbl. á Djúpavogi. Líklegt þykir og raunar víst, að brennisteinsfnykinn hafi lagt af Vatnajökli. Engrar skjálftavirkni hefur orðið vart í Vatnajökli eða nágrenni, þannig að litlar líkur eru taldar á eldgosi. Menn hafa velt fyrir sér hvort jökulhlaup sé í aðsigi, en ekkert hefur enn komið fram sem bendir til þess. Vatna- vaxtar hefur ekki orðið vart í Skaftá né Skeiðará. Þá má benda á, að vangaveltur hafa verið uppi um hvort brenni- steinsfnykinn leggi frá eldgosinu á Jan Mayen, sem hófst á sunnudag en litlar likur eru taldar á að svo sé. Skjalaskápar NOB0 ★ Norsk gæðavara ★ Ótal möguleikar ★ Vönduð hönnun ★ Ráðgjöf við skipulagningu E. TH. MATHIESEN H.F. DALSHRAUNI 5 — HAFNARFIROI — SIMI 51888
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.