Morgunblaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1985 15 Alþjóðleg danskeppni á Hótel Sögu í febrúar: íslenskir dansarar verða með í fyrsta skipti Morgunblaðið/E.G. Fri æfíngu íslensku dansaranna. Á rayndinni eru Kristín Vilhjálmsdóttir og Guðmundur Hjörtur Einarsson og Kristín Skjaldardóttir'og Hilmar Sveinbjörnsson. Á bakvið er Níels Einarsson þjálfari, en i myndina vantar Rakel Guðmundsdóttur þjálfara. Vogum, 4. janúar. ALÞJÓÐLEG danskeppni verður haldin á Hótel Sögu í byrjun febrú- ar. Það eru Dance news alþjóðlegt tímarit um dans, Gildi hf. og Nýi dansskólinn sem standa fyrir keppninni. Tvö íslensk danspör verða með að þessu sinni, en það er í fyrsta skipti sem íslenskir dansarar verða með í alþjóðlegri keppni í suður-amerískum döns- um. Fréttaritari Mbl. ræddi við Brian Webster sem er Englend- ingur, atvinnudanskennari og dansari, en hann hefur tekið þátt í mörgum danskeppnum ásamt dansdömu sinni Judith Markquist. Brian sér um skipu- lagningu á danskeppninni á veg- um Dance news, en það tímarit stendur fyrir keppni í öllum heimsálfum. Brian annaðist einnig undirbúning á fyrstu al- þjóðlegu danskeppninni, sem haldin var hér á landi í sam- vinnu við Níels Einarsson hjá Nýja dansskólanum. Brian er mikill íslandsvinur og hann hef- ur komið hingað fjórum sinnum. Brian var fyrst spurður, hvert væri helsta markmiðið með því að halda alþjóðlega danskeppni á íslandi? „Helsta markmiðið er að fræða almenning á íslandi um hvað alþjóðleg danskeppni er og fá ísland til að vera þátttakandi í alþjóðlegum dansmálum." — Nú hefur þú séð til íslensku þátttakendanna. Hvernig finnst þér þeir standa sig? „fslensku þátttakendurnir hafa margt til að bera, en Is- lendingar þurfa miklu meira samband við erlenda dansara til að ná betri árangri á alþjóðleg- um vettvangi, t.d. með þvi að bjóða erlendum danskennurum að koma og halda fyrirlestra og kennslu og að senda dansáhuga- menn í keppni erlendis. Þar sem ég hef heimsótt Island fjórum sinnum tel ég að íslenskir kenn- arar þurfi að koma saman og leysa sín deilumál. Fyrr er varla hægt að ætlast til þess að nægi- legur árangur náist, þar sem ís- lenskir danskennarar hafa ekki skipulagt keppnir innanlands." — Hver er helsti munurinn á danskennslu hér á landi og er- lendis? „Mismuninn má t.d. rekja til þess að í Englandi er svo til öll danskennsla einkakennsla, en hér á landi svo til eingöngu hópkennsla. Það er meiri áhersla lögð á merkjapróf í Englandi en MorgunblaöiÖ/E.G. Brian Webster skipuleggjandi keppninnar fyrir Dance news. á Islandi, en í Englandi fer próf fram þannig að það er prófdóm- ari, sem dæmir eitt par í einu, en það sem hér virðist vera er að kennari frá viðkomandi skóla dæmir allan hópinn saman. Það er ekki nógu gott.“ — Hverjir verða þátttakend- ur? „Geir Bakke og Trine Dehli frá Noregi, Bo Loft Jensen og Helle Poulsen frá Danmörku, James McKechan og Jane Lyttleton frá Englandi og John Byrne og Bev- erley Garner frá Astralíu. ís- lensku þátttakendurnir eru Hilmar Sveinbjörnsson og Krist- ín Skjaldardóttir og Guðmundur Hjörtur Einarsson og Kristín Vilhjálmsdóttir öll frá Nýja dansskólanum, Vogum.“ — Hvaða dansar verða dans- aðir í keppninni? „Dansarnir eru cha cha cha, samba, paso doble, rumba og jive.“ E.G. Samgönguráðuneytið flutt í Hafnarhúsið Hjálparstofnun kirkjunnar: 42 tonn af vörum til Eþíópíu í lok janúar — fjórir þegar komnir til starfa NÚ ERU fjórir íslendingar komnir til starfa f Eþfópíu á vegum Hjálparstofn- unar kirkjunnar. Sjö manns, hjúkrunarfræðingar og björgunarsveitamenn, fara væntanlega til Eþíópíu á tímabilinum 20.—25. janúar og þrír til viðbótar SamgönguráðuneytiA flutti þann 1. nóvember sl. úr Arnarhváli i Hafnarhúsið við Tryggvagötu. Hús- næðið, sem ráðuneytið leigir af Reykjavíkurhöfn, er rúmir 500 fer- metrar að flatarmáli og er í vestur- enda hússins á 4. hæð. Áður var Rafmagnsveita Reykjavíkur þarna til húsa. Að sögn Ólafs Steinars Valdi- marssonar, ráðuneytisstjóra, er mikill munur á þessu húsnæði og f TILEFNI af ári æskunnar býður Revíuleikhúsið upp á fímmtíu prósent afslátt af miðaverði á barnaleikritið Litli Kláus og Stóri Kláus næstkom- andi laugardag og sunnudag, segir í frétt frá leikhúsinu. Leikritið hefur verið sýnt við mjög góðar undirtektir að undan- förnu í Bæjarbíói f Hafnarfirði og uppselt hefur verið á flestallar sýn- ingarnar, en þær eru orðnar 13. því sem ráðuneytið hafði áður í Arnarhváli. Þar var búið afar þröngt í herbergjum sem voru allt niður í 8 fermetrar. Engin aðstaða var fyrir ráðherra, aðstoðarmann ráðherra né ráðherraritara og ekkert fundarherbergi var þar. Búið var að leita að húsnæði fyrir samgönguráðuneytið i tvö til þrjú ár, en ákvörðun um Hafnar- húsið var tekin síðastliðið vor. I ráðuneytinu starfa 9 manns auk ráðherra. I helstu hlutverkum eru Júlíus Brjánsson og Þórir Steingrímsson. Leikstjóri er Saga Jónsdóttir og leikmynd gerði Baldvin Björnsson. Ný tónlist var samin fyrir þessa sýningu og er hún eftir Jón Olafs- son og söngtextar eru eftir Karl Ágúst Úlfsson. Þessar sýningar í tilefni af ári æskunnar verða laugardaginn 12. og sunnudaginn 13. janúar kl. 14:00 í Bæjarbíói í Hafnarfirði. stuttu síðar. Boeing 727-þota frá Arnarflugi flýgur beint til Eþfópfu þann 27. janúar með 42 tonn af vörum. Að- aluppistaðan i þeirri sendingu er mjólkurduft og þar með talin þau 16 tonn sem safnað var fyrir á Þrettándatónleikunum i Laugar- dalshöllinni á sunnudaginn. Einn- ig verða send ullarteppi, veiðar- færi og annar fiskveiðiútbúnaður sem á að fara til Massawa, þar sem starfsmenn Hjálparstofnun- arinnar eru. Auk þess verður sent töluvert magn af matarkexi, sem reynst hefur vel við þurrkaað- stæður. Kexið geymist vel, það þolir mikinn hita og hnjask og er auk þess bætiefna- og próteinríkt. Að sögn Guðmundar Einarssonar, framkvæmdastjóra Hjálparstofn- unar kirkjunnar, verður þessi ferð mjög ódýr fyrir stofnunina og er unnið að því að lækka kostnað við hana enn frekar. Ferðin er fram- lag Arnarflugs til söfnunarinnar. „Upp úr mánaðamótum verða sendar um 100 lestir af veiðarfær- um, matvælum og öðrum búnaði með skipi til Massawa, en þar sjá hjúkrunarfræðingar og björgun- arsveitamenn um dreifingu og störf í hjálparbúðum," sagði Guð- mundur. „Á næstunni þarf að fylla fleiri stöður svo sem stöður bifvéla- virkja, tölvustarfsmanna og hjúkrunarfræðings í mjög erfitt og sérstakt verkefni til fimm eða sex mánaða. Alls eru þetta fimm stöður og eru þær til athugunar hjá okkur.“ Guðmundur sagði að enn streymdu að framlög. Bæði væri mikið lagt inn á gíróreikning þeirra, en auk þess væru enn að koma inn gíróseðlar sem sendir voru heim til fólks svo og söfnun- arbaukar. Póstpokinn var frá Olafsfirði PÓSTPOKINN, sem fannst á Reykjanesbraut sl. fóstudag, og greint var frá í frétt Morgunblaðsins á laugardag, reyndist vera frá Ólafsfirði og voru í honum þrjú ábyrgðarbréf ásamt almennum póstsendingum. Flugleiðir fíuttu póstinn frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur, en ekki hefur fengist viðhlítandi skýring á, hvers vegna pokinn fannst þarna. Að sögn Björns Björnssonar, Keflavíkurflugvelli vegna þess ao póstmeistara í Reykjavík, vakti frétt Morgunblaðsins mikla at- hygli og hafa Póststofunni borist margar fyrirspurnir vegna þessa máls. Póststofan í Reykjavík taldi því rétt að senda frá sér eftirfar- andi tilkynningu vegna þessa máls: „Föstudaginn 4.1. klukkan 11.55 fannst bréfapóstpoki á Reykja- nesbraut á móts við Vogaafleggj- ara. Poki þessi var frá Ólafsfirði til Reykjavíkur og um þrjú kg að þyngd og voru í honum þrjú ábyrgðarbréf ásamt almennum póstsendingum. Pokinn kom að kvöldi 3.1. með flugvél Flugleiða frá Akureyri, sem varð að lenda á Reykjavíkurflugvöllur var lokað- ur sökum hálku. Flugleiðir fluttu allan póst og farangur úr vélinni til Reykjavík- ur og hefur ekki fengist viðhlít- andi skýring á því hvers vegna pokinn fannst þarna. Logreglan skilaði pokanum í Póstmiðstöðina klukkan 15.20. Hann var að vísu nokkuð blautur þegar hann fannst en innsigli voru órofin og send- ingar óskemmdar. Póststofan harmar atvik þetta og vill nota tækifærið til að áminna póstflytj- endur um að gæta fyllstu var- kárni við allan póstflutning," eins og segir í tilkynningunni frá Póst- stofunni. Reyíuleikhúsið: 50 % afsláttur um helgina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.