Morgunblaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 17
17 MQRGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1985 Hafrannsóknastofnun: Umfang botnfiskrannsókna þre- faldað með þátttöku sjómanna 5 togarar leigðir til rannsóknarstarfa um hálfsmánaðar skeið Hafrannsóknastofnun hefur nú fengið loforð frá eigendum 5 skut- togara þess efnis að stofnunin fái skipin leigð til rannsókna í vetur. Með þessari samvinnu við sjómenn er talið að þrefalda megi umfang rannsókna á botnfiski hér við land. Fyrirhugað er að rannsóknir þessar standi yfir í hálfan mánuð og verði 5 menn frá Hafrannsóknastofnun um borð í hverjum togara og gögn tölvu- unnin jafnóðum um borð. Verkefnis- stjóri verður Ólafur Karvel Pálsson fiskifræðingur. Jakob Jakobsson, forstöðumað- ur Hafrannsóknastofnunar, sagði í samtali við Morgunblaðið, að umræddir togarar væru Páll Pálsson ÍS, Arnar HU, Drangey SK, Hoffell SU og Vestmannaey VE. Þetta væru allt japanskir skuttogara og væru þeir valdir með tilliti til þess, að þeir væru allir eins til að reyna að fyrir- byggja mismun i niðurstöðum vegna vinnu á ólíkum skipum. Ennfremur hefði þótt gott vinnu- pláss um borð og nægar vistarver- ur. Haldinn hefði verið fundur með skipstjórum skipanna og þeir hefðu haft samband við kunnuga menn í hverjum landsfjórðungi og skipulag rannsóknanna hefði verið rætt ítarlega. Síðan yrði þetta kynnt viðkomandi skipshöfnum, en kynningu á stofnuninni væri þegar lokið. Þá væri verið að láta útbúa sérstakar vörpur til rann- sóknanna, sem væru klæddar til þess, að allir árgangar á viðkom- andi togsvæði kæmu með. Búið væri að skipta öllum mið- unum niður eftir áherzlu á hverja fiskislóð og það næsta væri, að stofnunin myndi velja 300 tog- stöðvar umhverfis landið og skip- ^ érdraumj§ við getum látið hann rætast. 15. janúar dregur til tíðinda. Breytist þín von í veruleika? HAPPDRÆTTI HASKÓLA ÍSLANDS milljón í hverjum mánuöi stjórarnir veldu síðan 300 til við- bótar, sem þeim litist vel á. Rann- sóknir hæfust 7. marz og ætti að ljúka á tveimur vikum. Þetta væri svokölluð stofnmæling á botnfisk- um með aðaláherzlu á þorskinn. Jakob sagði, að enn ætti eftir að ganga frá endanlegum samning- um um greiðslu. Gert væri ráð fyrir því, að sá afli, sem fengist, félli í hlut viðkomandi skips og síðan yrði þeim bætt það aflatjón, sem talið væri að hlytist af rann- sóknunum með tilliti til afla ann- arra skipa. Hann hefði trú á því, að samkomulag um þetta næðist án átaka. „Við búumst við því að fá miklu öruggari gögn með þessu móti en áður hefur verið og miklu víðf- eðmari. Áður höfum við verið að gera þetta með tveimur skipum og þá mest náð um 200 stöðvum, en nú er ætlunin að taka 600. Við er- um ennfremur að vonast eftir því, að sjómenn fái meira traust á niðurstöðum með því að taka þátt í rannsóknunum sjálfir, að meiri trúnaður myndist en verið hefur. Það er mjög mikilvægt. Þessi fundur, sem við áttum með skip- stjórunum, lofar mjög góðu, en það þarf að samræma þarna marga hluti," sagði Jakob. Norræni menn- ingarsjóðurinn styrkir 43 aðUa: Þrír styrkir til íslands NORRÆNI menningarsjóðurinn, sem hefur það hlutverk að efla sam- vinnu í sviði rannsókna, fræðslu- og menningarmála, hélt árlegan stjórn- arfund í Kaupmannahöfn dagana 3. og 4. desember sl. Þar var úthlutað 3.185.500. dönskum krónum til fjörutíu og þriggja samstarfsverk- efna af ýmsum toga. Þrír íslenskir aðilar hlutu styrki. Sigrún Einarsdóttir og Sören Larsen, sem reka glergerð- arverkstæði í Bergvík 2 á Kjalar- nesi, fengu styrk að upphæð 100.000 danskar krónur, vegna norrænnar glerlistarsýningar, Nordisk glas ’85 og ráðstefnu í tengslum við hana, sem halda á á Islandi í ár. Gísli Helgason, Reykjavík, fékk 100.000 d.kr. fyrir hönd félags- skaparins Vísnavinir á Íslandi, i tengslum við „Visland ’85“. Einnig fékk séra Rögnvaldur Finnboga- son á Staðastað styrk til náms- ferðar vegna rannsókna á áhrifum býzönsku kirkjunnar á islenska kirkjulist á miðöldum. Meðal annars, sem ákveðið var að styrkja, var timaritið Vise- versa, sem helgað er vísnatónlist, (150.000 d.kr.), höggmyndasýning- in Borealis 2, sem haldin verður i Heine-Onstad-safninu í Hövik- odden í Noregi, (100.000 d.kr.), samvinna norrænu fulltrúanna i Evrópska ungmennaráðinu 1985 (250.000 d.kr.) og danski tón- og leiklistarhópurinn Ragnarrok, sem hyggst vinna að sérstöku samstarfsverkefni meðal ungs leikhússfólks á Norðurlöndum (100.000 d.kr.) Stærri styrki hlutu einnig Ungmennasamtök norrænu félag- anna, (100.000 d.kr.), Norræna samaráðið (150.000 d.kr.) og sam- norrænt námskeið um menning- arstarfsemi eftirlaunafólks (160.000 d.kr.) 1 stjórn Norræna menningar- sjóðsins eru tiu manns, einn stjórnmálamaður og einn embætt- ismaður frá hverju hinna fimm sjálfstæðu Norðurlandaríkja. Á þessu ári hafði sjóðurinn um tiu milljónir danskra króna til um- ráða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.