Alþýðublaðið - 27.11.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.11.1931, Blaðsíða 2
2 ALPÝÐUBLAÐIÐ Atvinnubætur. — Eyðslukrðfur. Hvar er féð, sem bæjarsjóð vantar? Sigurjón Á. Ólafsson gat pess á fundinum í gær, a'ð hann hefði sama dag átt tal við lækni einn um ástandiö meðal allmennings. Kvaðst læknirinn aldrei fyr hafa orðið var við annað eins ástand, pví að rnörg alpýðuheimili séu þegar í nauð vegna atvinnuleysis. Fáir menn eru jafnkunnugir kjör- um almennings og aðstæöum á alpýðuheimilunum og læknar eru. Þarf pví ekki að efa, að lýsingj pessa læknis sé sönn og rétt. Enda er pað enginn nema kol- svartur Morgunblaðsmaðiur, sem ekki viðurkiennir hið afarslæma ástand og nauðsyn pess, að hin- um auðu höndum séu fengin verk í hönd til að vinna og lifa af. Er pað heldur ekki undarlegt pótt nú sé mönnurn ljósara en nokkru sinni fyr nauðsyn þess að komið sé til hjálpar peim fjöl- skyldum, sem vantar fæði, kiæði, ljós og hita. Menn heilsuðu sumr- Ínu í vor með tvær hendur tóm- ar eftir „dauðan vetur“, togara- stöðvun og litlar framkvæmdir. Sumarið var bágborið, lítil bygg- ingavinna, minkaðar opinberar framkvæmdir — ekkert upp úr sumrinu að hafa hvað síldarút- veginn snerti — og svo þegar 1 hausti'ð kom: gengisfall, vöru- hækkun og rneina atvinnuJeysi en nokkru sinni hefir áður þekst hér á Iandi. Svona byrjar veturinn, kuldinn og skammdegið. Kröfur atvinnuleysingjanna um vinnu, svo að þeir geti satt börn sín og konur, eru svo sjálfsagðar, að það lýsir úrkynjun hjá þeim mönnum, sem andmæla þeim og finst það ekki snerta sig hið minsta, þótt hundruð barna, kvenna og karla líði sáran skort. Morgunbfaðið í dag reynir sem það getur til að sverta verka- Fáir Ijúga meini en helmingnnm Áhætían og úfoerðormenn. Morgunblaðið 25. nóv. finnur hvöt hjá sér til að geta pess, að 4 togarar Kveldúlfsfélagsins hafi selt samanlagðan afla sinn fyrir 900 stpd. og tapað á þessu 80 þúsundum króna, en minnist ekkj á það, þegar Kveldúlfur lét þessj sömu sikip hætta í fiebrúar síðast- liðnum og batt pau fram á vertíð. Þá seldi Skallagrímur fyrir 1024 stpd., Þórólfur 1525, Snorri goði 1967 og Egill 2808 stpd., eða samanlagt 7324 stpd. — kr. 162 226,60. Nú hafa hásetar, sem gera út Andra og Ver, staöfest þau ummæli Alþýðublaðsins frá í vetur, að ekki sé yfir 800 stpd. kostnaður við ísfiskiferð. Ei'ns er það líka vitanlegt, að Egil) Skallagrimsson fiskaði að eins menn og hallmæla kröfum peirra. ÞaÖ er svo ósvífið í þessari við- leitni sinni, að það segir alger- Lega mngt frá fundi verkamanna í gær. Og skýrsla þess urn af- stöðu manna á fundinum er rang- ari en flest það rangt, er Morg- unblaðiÖ hefir skýrt frá/á sinni stuttu æfi„ og er þó langt til jafn- að. — Það kallar atvinnukröfur verkamanna eijdslukröfur, og hljóta allir sæmálega skynbornir menn að sjá hve fráleitt þetta er hjá blaðinu, en jafnframt svívirði- legt. En þessi afstaða blaðsins er skiljanleg pegar pess er gætt, að það er með henni að reyna að draga fjö,ður yfir það ófremdar- ástand, sem ríkir í stjórn pessia bæjar. Bæinn vantar 300 pús. krónur til að leggja fram gegn tiHlagi ríkisins til atvinnubóta, en pó er enn á aðra milljón kr, óina- heímt af útsvörum. Og menn furðar á þessu því meir, þegar pað kemur í ljós, að stærstur hluti pessarar upp- hæðar liggur hjá sumum tekju- og eigna-mestu mönnum pessa bæjar, og sumir, t. d. Helgi Magn- ússon & Co. og Hallgr. Ben. & Co., sem verzla við bæinn og fá reikninga sína greidda, peir skulda stórar útsvarsupphæðir — og á sama tíma sem Mgbl. og í- haldsliðið lætur eignamenn bæj- arins komast upp með petta og annað eins, pá spyrnir það gegn því, að bærinn gæti þeirrar skyldu sinnar að reyna að varna því, að fátæk alþýðubeimili, ör- yggislaus, eignalaus, tekjulaus, allslaus, svelti. Þetta er víst menning sú, sem „sjálfstæðismienn" og betri borg- arar telja samboðna siðuðum mönnum. ** nokkra daga og lét afla sinn í Snorra, en fór ekki til útlandaj með fiskinn. Ætti það því eklti að vera nema hálfur kostnaður á við hin skipin, svo að sarnan- lagður kostnaður við þessi 4 skip ætti ekki að fara fram úr 2800 stpd. og þar frá dragast 900 stpd., sem þeir seldu fyrir. Tapið af þessari ferð skipanna er þá 1900 stpd. — kr. 42 085,00, en ágóð- inn af þessum 2 ferðum allra skipanna verður þá (með því að gera aðra ferðina 3200 stpd., en hina 2800 stpd.) 1324 stpd. eða kr. 29 326,60. SjómctnmféLagi. Vœringjar halda skemtun á morgun kl. 8V2 í samkomuhús- inu við Laufásveg 13 (Betaníu). Fandnrinn í gær. Um atvinnnleysismálin. Fundurinn um atvinnulieysis- málin, sem verkamannafélagið Dagsbrún boðaði til í gær í Iðnó, hófst kl. 2, og stýrði formaður Dagsbrúnar, Héðinn Valdimars- son, honum. Héðinn talaði fyrstur og snéri sér eingöngu að því að lýsa nauðsyn aukinnar atvinnu í bænum1, og útiiti fyrir því, að ht- vinnubótavinna yrði framkvæmd. Lýsti hann baráttu verkamanna gegn atvinnuleysinu og fyrir at- vinnubótum og gangi þess máls innan bæjarstjórnarinnar. Lagði hann og ýmsar fyrirspurnir fyrir forsætisráðherra, sem einn var mættur á fundinum úr ríkisstjóm- inni, um afstöðu ríkisstjórnarinn- ar til framkvæmda á þeim at- vinnubótum, er þing síðast liöið sumiar veitti fé til. Til máls tóku á eftir Héðni Sig- urjön Á. Ólafsson, Ólafur Frið- riksson, Stefán Jóhann Stef- ánsson, Guðjón Benediktsson, Sigurjón Gunnarsson, Ágúst Jós- efsson, Einar Olgeirsson, Þor- steinn Pétursison og Jens Páls-son, Tryggvi forsætiisráðherra svar- aði fyrirspurnum þeim, er Héðinn lagði fyrir hann, og auk þess ýmsum öðrum fyrirspurnum, er ræðumenn höfðu beint að honum; en mörgurn þótti forsætisráðherra ©kki skýr í svörumi. Mátti þó á honum skilja, að hann myndi flýta fyrir því, að neglugerðin um atvinnubótiaviinn- una væri samin, og lofaði því, að hann skyldi leggja fram at- vinnubótafé á móti tillagi bæjar- ins, jafnskjótt og bæjarstjórnilni lýsti yfir því, að hún hefði féð að sinni háífu. Kvað hann og sjálf- sagt, að fjölskyldumenn gengju fyrir um að fá vinnuna. — En forsætisráðherra kvað það mjög sienniliegt, að hann léti einhver skllyrði fylgja þeirri reglugerð, sem samin verði um atvinnubóta- vinnuna, Mintist hann í því saim- bandi á lægra kaupgjald eða styttri vinnutíma. Forsætisráðherra talaði tviisvar. Reyndi hann í bæði skiftin að sýnast sem velviljiaðastur í garð verkamanna, en hvort sem menn trúðu vingjarnlegum orðum hans eða ekki, þá varð það öllum ljóst, að hann vissi engin sköpuð ráð í því hallærisástandi, sem nú ríkir og virðist fara versn- andi. Hann stóð uppi algerliega ráðalaus og sló því fram ýmsuml barnalegum ráðlieggingum til verkamanna og sjómanna um að gæta þess, að vera ekki um of kröfuharðir við í hönd farandi kaupdeilur eða samningaumleit- anir. Virtist maðurinn óneitanlega vera að hvetja verkamenn og sjó- menn til að taka þegjandi við kauplækkunartilraun vinnukaup- enda. Ekki er það álit þess, er þetta ritar, að þetta hafi veriðí lævísleg tilraun til að vinna vinnukaupendum í hag á kostnað alþýðuheimilanna, heldur mun Tryggva Þórhaílssyni hrjósa hug- ur við því sem forsætisráðherra og áhorfanda í stéttabaráttunini, sem hann trúir sjálfur, að hann, taki ekki þátt í með atvinnurek- endum að horfia upp á pað í vetur, að langvarandi verkbann' bætist við þau vandræði, er fyr- ir eru. Nokkrar tillögur voru samþykt- ;ar á fundinum. Þar á meðal voru þessar: Fundurinn samþykkir að skora á ríkisstjórnina að staðfesta 10 °/o framhaldsniðurjöfnun bæjar- stjórnar Reykjavíkur og jafnframt leggja fram nú þegar að þriðj- ungi fé til atvinnubóta á móts við bæjarsjóð.“ Og enn fremur: Fundurinn skorar á ríkisstjórn- ina að ganga svo frá reglugerð viðvíkjandi atvinnubótum, að verklýðsfélögin skipi þá, ef ráða menn í vinnuna. Voru allar tillögurnar samþykt- ar í einu hljóði. Allir bæjarfulltrúar Alþýðu- flokksins mættu á fundinium. Að- albjörg Sigurðardóttir, bæjarfull- trúi „litla íhaldsins", mætti þar og — en talaði ekki neitt um þau mál, sem fyrir lágu. Aug- lýsti hún að eins kvennafund. Enginn mætti af bæjarfulltrúum stóra íhaldsins nema Hjalti Jóns- son, en hann fór á miðjum fundi,. og ekki .mætti Knútur Zimsen. Kosin var þriggja manna nefnd til að fara með tillögur þær, sem stílaðar voru til bæjarstjórnar, til borgaxstjóra að fundi loknum, o.g voru þrír atvinhuleysingjar kosn- ir. Fóru þeir svo að fundintum loknum til borgarstjóra, og fylgdu þeim allir fundarmenn, sem munu hafa verið tæplega 500 að tölu. Náðu atvin'nuleys- ingjarnir tali af Knúti í skrif- stofu hans, og lofaði hann að leggja tillögurnar fyrir fjárhags- nefndarfund, sem mun haldinn í kvöld. Síðan skýrði Guðjón B. Bald- vinsson (en ekki Guðjón Bene- diktsson, eins og Mgbl. siegir í dag) fundarmönnum, sem biðu svars úti fyrir, frá undirtektumj. borgarstjóra. ** Mansjúríudeilan að lagast? Eftir því sem Stimson utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna og Da- wes sendiherra Bandarikjanna í Lundúnum hafa skýrt frá, mun Bandaríkjastjórnin styðja Þjóða- bandalagið í því að leysa Man- sjúríudeiluna. Virðist svo sem bæði Japanar og Kínverjar ætli að fallast á tillögur, sem nefnd frá Þjóðabandalaginu hefir komið fram með.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.