Morgunblaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR10. JANÚAR1985 29 Hermálatímarit um stöðuna í Afganistan: Segja Sovétmenn hafa fækkað í liði sínu Lundúnura, 9. janúar. AP. HIÐ VIRTA hermálatímarit Janes Defence Weekly segir að Sovétmenn hafí fækkað talsvert í herliði sínu I Afganistan, úr rúmlega 100.000 og í um það bil 76.000 og af þeim fjölda séu 52.000 stríðsmenn, en hinir eru stjómarer- indrekar, ráðgjafar og varalið fyrir berinn. Franskir brunaliðsmenn áttu í erfiðleikum með brunaslöngur sínar er þeir börðust við bruna i Troyes, suðvestur af París í gær. Ástæðan var frostið, sem þarna mældist -i-28 stig á Celsíus. Eins og sjá má þá eru húsin klakasýld. Enginn slasaðist í þessum bruna, en 150 brunaliðsmenn áttu fullt i fangi með að slökkva eldinn sökum þess hve kuldinn gerði þeim erfítt fyrir. 25 fórust í miklum bruna á elliheimili Grandvilliere, 9.janúar. AP. AÐ MINNSTA KOSTTI 25 vistmenn á elliheimili í Grandvilliers, norðvestur af París, biðu bana í nétt í miklum eldsvoða, sem stafaði af því að vatn fraus í leiðslum. Rúmlega 150 gamalmenni, sum karlæg, flúðu út í kuldann. Greinarhöfundur í Janes er Mark L. Urban, kunnur sérfræð- ingur í sovéskum málefnum. Hann ritar að liðsfækkunin bendi til þeirrar staðfestu Sovétmanna að lenda ekki í „Víetnamfeni“ af því tagi sem Bandaríkjamenn ánetj- uðust, en til samanburðar og áréttingar orðum sínum rifjar hann upp að á fimm fyrstu árum íhlutunar Bandaríkjamanna í Vi- etnam hafi verið fjölgað í herlið- inu úr 9.000 í 449.000. En Sovétmenn standa frammi fyrir miklum vanda í Afganistan, því þótt þeir hafi ekki áhuga á því að heyja þar „Víetnamstríð", eru þeir undir það búnir að vera „marga kalda vetur" í baráttu við allt að 90.000 andspyrnumenn sem tilheyra 15 mismunandi fylking- um. óar Rússum við því hvað það gæti leitt af sér ef andspyrnan næði einhvers konar bandalagi, en það hefur einmitt verið gæfa Rússa í stríðinu hversu klofnir Afganir eru. Tókýó, 9. j»nú»r. AP. JAPANIR og Rússar hafa ákveðið að takmarka hrefnuveiðar sínar við Suðurskautsland á vertíðinni 1984—85 við sama magn og á síð- ustu vertíð. Hafa Rússar skammtað sér 3.028 dýr og Japanir 3.027. Japanir munu hins vegar ráð- færa sig við Bandaríkjamenn um þessar veiðar áður en þær hefjast, því Bandaríkjamenn hafa sagt að veiðar Japana í 200 mílna efna- hagslögsögu Bandaríkjanna verði stöðvaðar ef Japanir fara ekki eft- Þrátt fyrir þetta hafa Sovét- menn talið að þeir geti fækkað f liði sínu vegna þess að þeir hafa breytt um bardagaaðferðir og auk þess hafa þeir jafnan verið stjórn- arhernum til trausts og halds öðru fremur. Þá spilar einnig inn i, að andlegt ástand fjölmargra sov- éskra hermanna hefur verið afar bágborið, þeir hafa ornað sér við drykkjuskap og eiturlyfjaneyslu og jafnvel látið vopn sín fyrir eitr- ið. Þó hafa Rússar sótt fram og sérstaklega tvö síðustu árin hafa þeir gengið nærri stærsta and- spyrnuhópnum, „Mujahedeen", með miklum sóknarlotum í Panshjerdalnum. Sigrar Rússa geta þó reynst þeim tvieggjaðir, því það er ekki víst að það reynist Rússum betur að hafa tvístrað hinum herskáu andspyrnumönn- um, þá þurfa þeir einfaldlega að glíma við þá á fleiri vigstöðvum og hernaður í Afganistan er ekkert grín, í þessu fjöllótta landi. ir fyrirmælum Alþjóðahvalveiði- ráðsins. Ráðið samþykkti á fundi f Buen- os Aires í júní sl. að ekki mætti veiða fleiri hrefnur við suður- skautið en 4.224. Japanir og Rúss- ar hafa nú hins vegar ákveðið að veiða rúmlega sex þúsund dýr. Mótmæltu Japanir, Rússar og Brasilíumenn samþykkt ráðsins og eru þar með ekki bundnir af henni. Sóknarpresturinn, séra Pierre Mabilotte, kallaði þetta „skelf- ingarnótt*. Francois Mitterrand forseti frestaði ríkisstjórnarfundi til þess að fara til Grandvilliers í þyrlu og tók þrjá ráðherra með sér. Eldur læsti sig um þak elliheim- ilisins í miðri sambyggingu ríkis- sjúkrahússins i Grandvilliers skömmu eftir miðnætti og skömmu síðar hrundi þakið og önnur hæðin. Slökkviliðsbflar frá nálægum bæjum brunuðu á vett- vang og fólk sem af komst var flutt í sjúkrabilum til Beauvais, rúmlega 20 km suður af Grand- villiers. ára f næsta mánuði, vaknaði eins og aðrir við hróp og köll á göngun- um. „Ég reyndi að klæða mig og ég skalf,“ sagði hún. „Þakið stóð í björtu báli. Við gengum út 'í snjó- inn, en þetta gerðist allt svo fljótt. Þetta var eins og vondur draum- ur.“ Hún sagði að björgunarsveit- armenn hefðu fundið teppi og skó handa vistmönnunum sem komust út. Þeir fleygðu ábreiðum út um glugga til gamalmennanna svo að þau gætu hvílt sig þar sem þeim stafaði ekki hætta frá eldslogun- um. „Þeir hefðu ekki getað staðið sig betur," sagði hún. Marie-Therese Mille, sem er 75 ára gömul og blind, heyrði hrópin. „Nábúi minn reyndi að hjálpa mér, en hann átti erfitt um gang. Siðan komu tveir menn og fóru með okkur út. Þeir stóðu sig frá- bærlega vel,“ sagði hún. „Ef ekki hefði verið langur gangur milli tveggja álma bygg- ingar okkar værum við ekki hér,“ sagði Jean Delarche, 64 ára gam- all vistmaður. Hjúkrunarkonur, læknar og björgunarsveitarmenn söfnuðu öllum sem þau fundu saman í öruggu horni sambyggingarinnar. Fjölskyldur sóttu nokkur gamal- mennanna og það olli þvi að seinna var ekki fullljóst hve margra væri saknað. Margir voru fluttir í önnur sjúkrahús og aðrir voru fluttir aftur i herbergi, sem ekki voru lengur í hættu. Elta Haudiquer, sem verður 89 Japanir og Rússar semja um veiðikvóta Tengcl verö- tiyggingu Há og örugg ávöxtun. Kjörbókin gefur 35% ársvexti strax frá innleggsdegi. Verðtrygging. Til aö tryggja öryggi Kjörbókarinnar er ávöxtun hennar borin saman við ávöxtun 6 mánaða vísitölutryggðra reikninga í árslok. Ef vísitölutryggðu reikningarnir ávaxta bet- ur fær Kjörbókareigandi verðtryggingar- uppbót að viðbættum gildandi ársvöxtum 6 mánaða vísitölutryggðra reikninga. LANDSBANKINN Græddur er geymdur eyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.