Morgunblaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1985 Lending á kirkjuþaki? Skemmtileg mynd frá heimsbikarkeppninni í skíðastökki, en einn liður hennar var haldinn í Innsbruck í Austurríki fyrir skömmu. Það er engu líkara er að hinn ónafngreindi skíðastökkvari hafi í hyggju að lenda á þaki kirkjubyggingarinnar sem blasir við. Aðdráttarlinsa Ijósmyndarans hefur hins vegar að engu gert fjarlægð- arskynið og stökkvarinn kom niður á snævi þakinni braut sem sést ekkert í á myndinni. Lögbann á afhend- ingu „Baby Cotton“ til föðurins Lundúnum, 9. janúar. AP. FÉLAGSMALADÓMSTÓLL á vegum hæstaréttar í Bretlandi hefur tekið að sér 5 daga gamalt barn, „Baby Cotton“, en tilkoma barnsins í heiminn hefur valdið miklum úlfaþyt í landinu. Þannig er mál vexti, að móðir barnsins, Kim Cotton, gekk með barn fyrir hjón sem geta ekki eignast barn. Sæði eigin- mannsins var komið fyrir í legi frú Cotton og gegn gjaldi gekk hún með barnið. Engin lög banna slíkt í Bretlandi, en til stendur nú að athuga málið og jafnvel setja lög sem banni þvflíkt og koma með því móti í veg fyrir fordæmi. Kirkjunar menn í Bretlandi eru æfir út af þessu og hafa líkt því við vændi. Breska blaðið „The Guardian" hefur eftir ungfrú Leonie Cohen, lögfræðingi félagsmáladómstóls- ins, að ónafngreindur bandarískur faðir barnsins hafi engin réttindi í málinu þó auðvitað yrði umsókn frá honum um ættleiðingu tekin til greina. Sá bandaríski og eigin- kona hans, sem er ófær um að eiga börn, eru sögð vellauðug, en ungfrú Cohen taldi það myndi auka stórum líkurnar á því að fað- irinn fengi barnið ef það væri ekki ásetningur hans að flytjast með það úr landi. Bætti hún við að framtíð barnsins væri nú í hönd- um hæstaréttar. „Baby Cotton" er nú í vörslu dagmömmu, frú Cotton er haldin til síns heima, en hún fékk að sögn 6.500 pund fyrir viðvik sitt. Litla barnið dvelur með dagmömmu sinni á fæðingarheimili í Barnet. Bæjarfulltrúi einn á staðnum sem ekki vildi láta nafns getið sagði það fyrir bestu að faðir barnsins fengi það, síðan mætti semja lög og reglur, hann gæti ekki ímyndað sér að barnið væri betur sett ann- ars staðar en hjá öðru foreldri sínu úr því að svona væri í pottinn búið. Þá kom Kenneth Clarke, heil- brigðismálaráðherra, fram í sam- talsþætti BBC-útvarpsstöðvarinn- ar og sagði þar að ráðherrar myndu fljótlega ræða framvindu reglugerðar sem bannaði svona lagað. Hann gat þess þó sérstak- lega að það bæri að taka til alvar- legrar athugunar hvort að í þessu tilviki væri ekki best að hin ónafngreindu bandarísku hjón fengu „Baby Cotton" ef það sann- aðist að þau myndu bjóða barninu ástúðlegt heimili. Svo væri karl- maðurinn auðvitað faðir barnsins þó ekki hefði verið farið að eftir kúnstarinnar reglum. U-BIX 250REA MEÐALSTÚR UÓSRÍTUNARVÉL MEÐ SIDRKOSTLEGA BGINLEIKA! U-BKzsoku er sérstaklega fjölhæf Ijósritunarvél sem skilar frábærum Ijósritum á venjulegan pappir og glærur. Hún er m.a. með alsjálfvirkum frumritamatara, pappírsbökkum og afritaraðara — sem þýðir að hún skiptir um frumrit á réttum tíma, velur rétta afritastærð og flokkar síðan afritin í afritaraðarann. Vélin velur einnig bestu mögulega lýsingu í samræmi við hvert frumrit. U-BÍXisonu ar þvl frábær lausn fyrir þau fyrirtæki þar sem stöðugt tapast dýrmætur timi þegar grípa þarf inn (Ijósritavinnslu til að skipta um frumrit, ákveða lýsingu, velja pappírsstærðir og raða afritum. Og verðið ætti að koma á óvart, því eftir nýafstaðna erlenda verðlækkun kostar U-BÍXisoou nú 42.700 kr. minna en áður. SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. Hverfisgötu 33 — Simi 20560 Pósthólf 377 Blökkumenn gera hróp að Kennedy ióhonne8orborg, 9. jnnúnr. AP. EDWARD Kennedy öldungadeildar- þingmaður heimsótti í dag Winnie Mandela, eiginkonu blökkumanna- leiðtogans Nelson Mandela, sem setið befur í fangelsi í rúma tvo ára- tugi. Kennedy ræddi við frú Mandela í eina klukkustund á heimili henn- ar í Brandfort, þar sem hún dvelst í útlegð samkvæmt ákvörðun suður-afrískra stjórnvalda. Frú Mandela gerði lítið úr bolla- ieggingum blaða að undanförnu um að eiginmaður hennar kunni að verða leystur úr haldi með ströngum skilyrðum. Hún sagði að maður hennar mundi aldrei sætta sig við að verða sleppt skilorðs- bundið. Áður höfðu blökkumenn úr samtökum, sem berjast gegn hjálp hvítra manna og erlendra ríkja við baráttu svartra manna í Suður-Afríku, gert hróp að Kennedy öðru sinni síðan hann kom þangað. Lögregla varð að siga hundum á' mótmælafólkið, sem er úr samtökunum AZAPO. „Markmið okkar er sósíalíska verkamannalýðveldið Azanía (nafn róttækra blökkumanna í Suður-Afríku). Þess vegna höfn- um við amerískri heimvalda- stefnu," sögðu talsmenn fólksins sem hrópuðu að Kennedy. Kennedy hafði áður haldið því fram í aðalræðunni á níu daga ferð sinni að kaupsýslumenn ættu á hættu vaxandi einangrun í heiminum, ef þeir fengju ekki rík- isstjórn Suður-Afríku til þess að gera áþreifanlegar ráðstafanir í því skyni að afnema kynþátta- aðgreiningu, apartheid. Hugað að hjarta- og lungaígræðslu í barn Faðirinn reyndi að fjármagna aðgerðina með ráni Lttndúnum. 9. juúar. AP. FIMM ÁRA gamalt stúlkubarn, Brooke Matthews, sætir nú flóknum rannsóknum á því hvort þorandi sé aó skipta um hjarta og lungu í því I einni og sömu aðgerðinni. Barnið á skammt eftir ólifað vegna ónýts hjarta og faðir þess situr nú í fang- elsi í Sydney í Astralíu eftir að hafa rcnt McDonalds-hamborgarasjoppu til þess að fjármagna aðgerðina og ferðalagið frá Ástralíu til Englands. Náði maðurinn 1700 pundum, en lögreglan gómaði hann nær sam- stundis. Móðir Brooke litlu er með henni i Englandi og hefur ekki undan að opna heillaóskaskeyti og pen- ingagjafir frá samúðarfullu fólki og geræðislegt rán eiginmannsins hefur aukið samúðina heldur en hitt. Mæðgurnar hafa unnið með hjartasérfræðingnum Magdi Yac- oub sem græddi hjarta og lungu í hina 10 daga gömlu Holley Roffey. Holly litla dó nokkru síðar og hún þurfti í fleiri aðgerðir en eina. Hugmyndin er að ljúka við að- gerðina á Brooke á einu bretti. Hefur Brooke þrívegis verið skor- in upp í heimalandi sinu til að halda í henni lífinu. Lungu hennar eru heilbrigð, en sérfræðingar telja mun minni líkur á þvi að lik- amsvefir sjúklings hafni nýju hjarta ef lungun eru með sömu vefjabyggingu. Það er líka gífur- leg handavinna að tengja nýtt hjarta við lungu sem fyrir eru, það er þvi augljóst að áhættan er til muna minni að eitthvað færi úr- skeiðis. Séihœíð BETA myndbandaleiga Mlkiö úrval mynda — þar aí 150 splunkunýjcn. Leigjum einnig út myndsegulbönd VlWpnnrnf Bleikargróí 15, sími 83764 V liUZtKjyi KJl (í Biesugróíarhveríi)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.