Morgunblaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANUAR 1985 43 Keisarinn er allsber Hannesi Hólmsteini svarað eftir Jón óttar Ragnarsson Aumingja Hannes Hólmsteinn. Frjálshyggja hans er dauð sem þjóðfélagslegt afl nema í herbúð- um nokkurra öfgahópa á ysta út- jaðri stjórnmálalífsins. Hann jarðaði hana sjálfur í Mbl. í síð- ustu viku. Málflutningur hans var — eins og hans er von og vísa — mestan partinn billegt skítkast í ofanrit- aðan, enda löngum aðferð hans að láta níðið dynja þegar rökin bresta. En það skiptir ekki máli, heldur hitt að í línu hér og línu þar mátti finna brot í heillega mynd af þeirri öfgakreddu sem hann hefur helgað líf sitt. Hygg ég að margir hafi undrast. Flugan Flugan sem Hannes fékk í höf- uðið og gat aldrei losnað við var sú að enginn mætti hagnast á vinnu annarra (takið eftir skyldleikan- um við kenningar Karls heitins Marx). Maður sem fær svona dellu á heilann einangrast smám saman frá samfélaginu vegna þessa að kenningin passar hvergi inn í hinn margbrotna veruleika lýðræðis- ríkisins. í reynd er hér aðeins um eina útgáfu að ræða af mörgum kenn- ingum um lágmarksríkið svokall- aða. Samkvæmt túlkun Miltons Friedman er slíkt ríki lítið annað en löggan og herinn. Samkvæmt þessari afar sér- kennilegu kreddu má t.d. hvorki ríki né bær reka almenningssund- laug því þá gæti einhver verið óafvitandi að borga (með sköttum sínum) undir annars rass. Væri þessari kenningu einhvern tíma hrundið í framkvæmd þyrfti að leggja niður yfir 90% af allri þjónustu ríkisins, þar með flest það gagnlegasta sem það hefur upp á að bjóða. En skoðum nú gripinn eina fer- ðina enn svo ennþá fleiri geti litið kosti hans og galla. Heilsan Hannes segir að þeir „örfáu“ sem ekki hafi ráð á að kaupa sér al- hliða heilsutryggingu í einka- tryggingarfélögum framtíðarinn- ar geti vel treyst á örlæti peninga- fólksins. Um hvað er maðurinn að tala? Veit hann ekki að þessar „örfáu" sálir eru nokkur prósent hverrar þjóðar og fer sífellt fjölgandi eftir því sem meðalaldur fólks hækkar meira? Jafnvel í USA rekur ríkið risa- tryggingarfélag, Medicare, fyrir aldraða því einungis heilbrigt fólk undir 65 ára fær yfirleitt aðgang að tryggingarfélögum í einkaeign. Sú leið sem Hannes hefur í barnaskap sínum ánetjast mundi umsvifalaust hrekja stóran hluta öryrkja, gamalmenna og geð- veikra út í öngstræti stórborg- anna í klær dópsala og glæpa- hringa. Mengun Ekki tekur betra við þegar Hannes ræðir um mengunarmál. Dr. Jón Óttar Ragnarsson Sýnir myndir á Gallerf Borg FANNEY Jónsdóttir sýnir olíumál- verk og vatnslitamyndir í Gallerí Borg dagana 10.—21. janúar nk. Fanney er fædd í Reykjavík árið 1905. Hún hóf ung að teikna og mála. Nam fyrst hjá Ríkharði Jónssyni en sigldi til Kaupmanna- hafnar árið 1925. Þar stundaði hún frekara nám næstu 5—6 árin, aðallega við Teknisk Selskabs Skole, en lagði stund á málun hjá Rannow. Einnig lauk hún námi við Statens Tegnelærerkurser. Fanney hefur áður haldið tvær einkasýningar í Reykjavík og tek- ið þátt í samsýningum. Verkin á sýningunni eru unnin á síðasta áratug. Kassabfll eftir Fanneyju Jónsdóttur. Hann gefur sem sé í skyn að einkaeignarréttur og skaðabótask- ylda fyrirtækja nægi til að koma í veg fyrir að þau eitri fyrir sakl- aust fólk. Um hvað er maðurinn að tala? Veit hann ekki að allur hinn sið- menntaði heimur, með Banda- ríkjamenn í broddi fylkingar, tel- ur að ekkert dugi minna en tvöfalt eftirlitskerfi. Skv. þessu kerfi fylgjast opin- berar stofnanir með öryggisbún- aði allra eiturverksmiðja (yfir 10.000 á Vesturlöndum einum) svo hægt sé að fyrirbyggja slysin áður en þau verða. Vísindi En þyki einhverjum frammi- staða trúboðans slæleg á heil- brigðis- og mengunarsviðinu er rúsínan í pylsuendanum þó óétin. Stóra bomban eru vísindin sem verðmætasköpun íslendinga velt- ur á. „Rök“ Hannesar eru þau að auðveldara sé að sannfæra at- vinnurekendur um nýmæli í rann- sóknum en stjórnmálamenn. Um hvað er maðurinn að tala? Veit hann ekki að jafnvel í USA fer obbinn af öllu fé til rannsókna um hendur opinberra stofnana (og sjálfseignarstofnana), ekki stjórn- málamanna? Veit maðurinn ekki að fáar hag- nýtar rannsóknir og ennþá færri grunnrannsóknir eru þess eðlis að fyritæki borgi brúsann? Þau hafa einfaldlega öðrum hnöppum að hneppa. Sú leið sem Hannes hefur valið er sú fljótlegasta til að koma allri vísindastarfsemi fyrir kattarnef í eitt skipti fyrir öll og þjóðfélaginu á kaldan klaka. Lokaorð Frjálshyggja Hannesar Hólm- steins verður að teljast eitthvert aumasta hnoð sem hugmynda- fræðingur stjórnmálahreyfingar hefur látið frá sér fara. En það kemur mér ekki á óvart, persónulega, að keisarinn er alls- ber. Það sem kom mér hins vegar á óvart er hvernig Hannes lítur út þegar hann hefur verið afhjúpað- ur. En það sem mér blöskraði mest var þó ekki kenningin sjálf (við hana verður hann jú að standa héðan í frá), heldur fáfræðin á þeim þrem sviðum sem um var rætt. Til gamans er hér svo að lokum yfirlit yfir þær stofnanir sem eru á svarta lista Hannesar Hólm- steins. Mundi aðeins brot af þjón- ustu þeirra rísa á ný í höndum einkaaðila. Látum vera þótt einhver einangruð og kjarklítil sál teygi sjálfa sig á flærðir. En að hópur af hugsandi og ábyrgu fólki skuli hafa látið blekkjast af þessu rugli. Það er óskiljanlegt. Dæmi um opinberar stofnan- ir á svörtum lista Hannesar Þjóðkirkjan Öll heilbrigðisþjónusta Allt menntakerfið Allar vísindastofnanir Allar listastofnanir Öll bókasöfn sem önnur söfn Allar eftirlitsstofnanir AUar almenningssundlaugar Með þökk fyrir birtinguna. Dr. Jón Óttar Kagnarsson er mat- rælafræðingur og dósent rið HÍ. Þrettándafjör und- ir fullu tungli Ólafsrík, 7. janúar 1985. JÓLIN voru kvödd í gærkvöldi með blysför, flugeldasýningu og brennu sem JC-félagar í Ólafsvík stóðu fyrir. Um 200 manns voru í blysför- inni og fleiri við brennuna sem hald- in var í björtu og lygnu veðri undir fullu tungli. Gengið var í gegnum bæinn niður á hafnarsvæðið og fóru álfa- kóngur og drottning fyrir undir takti frá lúðrablæstri og söng, jólasveinar, leppalúðar og grýlur, flestar grettar en ein og ein hafði þó stolist til að vera sæt í tungls- ljósinu. Var þetta hin besta skemmtun. Eftir brennuna tóku við hinar vanabundnu heimsóknir smávaxinna álfa sem sníkja sér góðgæti. Þeir svara eftir bestu getu spurningum sem fyrir þá eru lagðar. En þeim yngstu getur þó vafist tunga um tönn. Þannig sagði mér einn litill að hann ætti heima í blokkinni og annar að mamma hans héti Inga. Það eru fjölmörg ár síðan álf- arnir hafa fengið jafngott veður sem nú á þrettándakvöld, því frostlaust var í heiðríkjunni. Helgi Kamýccfa* Fellagörðum - Breiðholti III (í dansskóla HEIÐARS) Konur á öllum aldri! öðlist sjálfstraust í lífi og starfi Almenn námskeið Karon-skólinn kennir ykkur: • rétta líkamsstöðu • rétt göngulag • fallegan fótaburð. Karon-skólinn leiðbeinir ykkur um: • andlits- og handsnyrtingu • hárgreiðslu • fataval • mataræöi • hina ýmsu borðsiði og alla al- menna framkomu o.fl. Öll kennsla í höndum færustu sór- fræðinga. Allir tímar óþvingaöir og frjálslegir. Ekkert kynslóöabil fyrirfinnst í Karon-skólanum. Model námskeið Karon-skólinn kennir ykkur: • rétta líkamsstööu • rétt göngulag • fallegan fótaburö • sviösframkomu • unnið meö Ijósmyndara • látbragö og annað sem tilheyrir sýninga- störfum. Innritun og upplýsingar í sima 18.00—20.00. Kennsla hefst þriðjudaginn 15. janúar. Hanna Frímannsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.