Morgunblaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1985 FRÉTTfl- BLAÐ T.R. Hrókurinn — fréttablað TR komið út FRÉTTABLAÐ TaHfélags Reykja- víkur, Hrókurinn, 1. tölublað 1984 er komið út, 72 blaðsíður að stærð. í blaðinu er fjölbreytt efni um skák, skýrt frá Norðurlandamóti grunn- skóla 1983, haustmóti TR, Norður- landamóti framhaldsskóla ’83, ungl- ingameistaramóti fslands ’83, bik- armóti TR, jólamóti grunnskóla 1983, firmakeppni í hraðskák, skák- þingi Reykjavíkur 1984, einstakl- ingskeppni í norrænni skólaskák 1984, skákkepni stofnana 1984, skákkeppni framhaldsskóla 1984, sveitakeppni grunnskóla 1984 boðsmóti TR 1984. Englands og í blaðinu er grein eft- ir Gunnar Gunnarsson, fyrrum forseta Skáksambands íslands, Að verða íslandsmeistari. Fjölmargir kunnir skákmenn skrifa í blaðið og skýra minnisstæðar skákir. Á forsíðunni er mynd af Hannesi H. Stefánssyni, Norðurlandameist- ara í flokki 11—12 ára. Ábyrgðarmaður blaðsins er Friðþjófur Max Karlsson, formað- ur Taflfélags Reykjavíkur. Rit- stjórar eru Olafur H. Ólafsson og Einar H. Guðmundsson. Helgarskákmót í Kópavogi HELGARNKÁKMÓT hefst í Kópavogi á fostudag. Tefldar verða sjö umferðir eftir svoköll- uðu monradkerfi. Tvær umferðir verða tefldar á fóstudag og er þá umhugsunartími styttri og fá óreyndir skákmenn tækifæri til að tefla við þekktari skákmenn landsins. I>riðja umferðin verður tefld á föstudagskvöldið og verð- ur umhugsunartími þá l'A klukkustund. Tvær umferðir verða tefldar á laugardag og tvær síðustu á sunnudag. 1. verðlaun á mótinu verða 15 þúsund krónur, 2. verðlaun 10 þúsund krónur og 3. verð- laun 7 þúsund krónur. Þá verða veitt fleiri verðlaun. Sérstök verðlaun verða veitt fyrir bezta frammistöðu í hverjum 5 mót- um að upphæð 40 þúsund krón- ur. Fram að þessu hefur sami maðurinn hreppt öll verðlaun- in, en það er alþjóðlegi meist- arinn Helgi Ólafsson. Helg- arskákmótið í Kópavogi er hið 28. í röðinni. Helgi Ólafsson hefur verið fremstur í flokki á helgar- skákmótunum til þessa. Elsku hjartans skrímslið mitt Fenjaveran má muna sinn fífil fegri í þessu atriði Swamp Thing. Kvikmyndír Árni Þórarinsson Tónabíó: Fenjaveran — Swamp Thing í< Vi Bandarísk. Árgerð 1982. Handrit og leikstjórn: Wes Craven. Aðal- hlutverk: Adrienne Barbeau, Louis Jourdan. Ekki er það vænlegt fyrir ný- byrjað ástarsamband að fljót- lega eftir fyrsta kossinn breytist ungi maðurinn í einhvers konar sköllóttan trjástofn í grænum leðurlíkissamfestingi. Þetta hendir unga parið í þessari kyndugu kvikmynd. Hann er vís- indamaður og hún er fulltrúi einhverrar ríkisstofnunar og saman eru þau stödd í rannsókn- arstöð í fenjalöndum Suðurríkj- anna við skrýtnar líffræðirann- sóknir. Árangur tilraunanna er formúla sem veldur gróskumikl- um stökkbreytingum á lífverum. Þegar vondu kallarnir gera áhlaup á rannsóknarstöðina til að komast yfir töfraformúluna springur hún í höndunum á unga manninum sem stekkur logandi oní síkin. Og hver kemur upp úr kafinu. Ekkert annað en hin óviðjafnanlega fenjavera — Swamp Thing, sem lýst var hér að ofan. Þannig byrjar ballið og heldur áfram með talsverðum sveiflum um fenin, þar sem unga konan og elskan hennar, skrímslið, eru til skiptis hundelt af vondu köll- unum sem ekki vissu fyrr en um seinan að töfraformúlan er þeirrar náttúru að hver sá sem tekur hana inn verður fyrir lík- amlegri ummyndun í samræmi við eigið innræti. Foringi þeirra breytist því fyrst í risavaxna drulluköku og síðan í upprétt svín. Swamp Thing mun vera kunn amerísk hasarblaðafígúra á borð við Superman, Spiderman og Batman nema hvað hún er ekki jafn sæt. í þessari mynd er tekið mið af glaðbeittum húmor hefð- arinnar, jafnframt því sem höf- undurinn vísar æði oft í Frank- enstein og The Beauty and the Beast ekki síður en Skrímslið í Svarta lóni. Wes Craven, leik- stjóri og höfundur handrits, sendi frá sér fyrir fáum árum ansi groddalegan, blóðugan og æsifenginn óbyggðaþriller sem hét The Hills Have Eyes (Margt býr í fjöllunum). Þar mátti greina í bland við smekkleysurn- ar býsna kraftmikinn og uppá- fyndingasaman kvikmyndagerð- armann. Sömu hæfileikar eru til sýnis í einstökum köflum Swamp Thing, þar sem glúrin kímni og snarpur hasar vega salt. í heild verður myndin þó óburðugu efni að bráð og gervi og tæknibrellur eru óumræði- lega hallærisleg. Craven gæti vafalítið orðið framarlega í gerð B-þrillera eins og John Carpent- er hefur sérhæft sig í, og í Swamp Thing er það einmitt eig- inkona Carpænters, Adrienne Barbeau, sem er hvað skemmti- legust í hlutverki úrræðagóðrar kvenhetju. Louis Jourdan sem aðalskúrkurinn á hins vegar bet- ur heima syngjandi Gigi á búle- vörðum Parísarborgar. Glæpur og refsing Myndbönd Árni Þórarinsson Á síðustu vikum hefur talsvert af tiltölulega nýjum og í sumum tilvikum splunkunýjum bíómynd- um komið í hillur myndbandaleig- anna. Ekki er gott að sjá hvernig bíóeigendur geta brugðist við þessu, og hæpið að a.m.k. sumar þessara mynda standi undir sér á hvíta tjaldinu eftir að þúsundirn- ar hafa skoðað þær í stofunni heima. Sem dæmi má nefna að sú fræga mynd Sidney Lumets The Verdict með Paul Newman er búin að vera í umferð í u.þ.b. ár á myndbandaleigunum og virðist Nýja bíó sem á bíóréttinn hafa hætt við sýningar á henni af þeim sökum. Að minnsta kosti er hún ekki lengur kynnt í sýningarköss- um kvikmyndahússins. Margar af þessum nýju bíó- myndaspólum eru á merki CBS/FOX. Þetta merki, sem verð- ur æ meir áberandi á myndbanda- leigunum, býður bæði upp á nýjar myndir og eldri, eins og Twelve Chairs eftir Mel Brooks. Ofarlega á vinsældalistum vídeómarkaðar- ins hér undanfarið hefur verið efni af nýrri myndunum frá CBS/FOX. Hún heitir The Star Chamber og er gerð 1983. Þetta er einn af þessum bandarísku þriller- um með þjóðfélagslegu ívafi sem fjalla um vonbrigði með réttar- farskerfið. f þessari deild eru myndir eins og And Justice for All, Prince of the City og The Verdict. Michael Douglas leikur dómara í bandarískri stórborg og æ ofan í æ neyðist til að láta glæpamenn sleppa við refsingu vegna form- galla eða lagaklækja verjenda as að því að hann er ekki einn um að hafa misst trúna á það réttar- far sem hann starfar fyrir. Hópur velmetinna dómara hefur stofnað leynilegt refsikerfi sem tekur við þegar hið löggilta réttarfar bregst. Inn í þetta leynifélag geng- ur Douglas. Þar kemst hann að því að siðferðileg staða þeirra sem starfa utan laganna er sú sama hvort sem þeir eru dómarar eða bófar. Þetta er alls ekki eins fráleit efnishugmynd og kann að virðast í fljótu bragði. En Peter Hyams, höfundur og leikstjóri sem áður hefur sent frá sér greindarlegar afþreyingarmyndir eins og Capri- corn One og Outland, hefur ekki unnið nógu skipulega úr henni. Bygging sögunnar er frekar rugl- ingsleg og persónusköpun líka. En The Star Chamber er vel leikin og spennandi fyrir utan umhugsun- þeirra, lögin eru orðin gatasigti, arefnið sem að vísu er orðið býsna sem betur þjónar bófum og mis- kunnuglegt. yndismönnum en fórnarlömbum þeirra. Þegar á líður kemst Dougl- The Star Chamber ☆ ☆ Tvær fyllibyttur Áfengisbölið verður að fá að hafa sinn gang, sagði skáldið. Eins og við vitum eru ekki allir sam- mála skáldinu. En hvort heldur menn vilja hafa frið eða stríð við áfengisbölið má ljóst vera að það er í fimm efstu sætum vinsælda- listans yfir áhugamál íslendinga ásamt veðrinu, fasteignaauglýs- ingum Morgunblaðsins, fiskveið- um og húsgagnahönnun Stein- gríms Hermannssonar. Áfengisneysla í kvikmyndum og sjónvarpi er böl út af fyrir sig: Það lærir fólkið sem fyrir því er haft. Og sannarlega virðast persónur í kvikmyndum, einkum engilsaxn- eskum, fá sér í glas þegar leik- stjóranum dettur ekkert annað í hug til að láta í hendurnar á þeim. Ef samtalsatriði er orðið of kyrrstætt er ekkert sjálfsagðara en persónur gangi að barnum og fái sér skvettu. Áfengisneysla er þar fyrir utan eitt elsta skemmti- atriði kvikmyndasögunnar. Alveg síðan í þöglu myndunum er fylli- byttan dettur á rassinn og gerir skandala í fínu umhverfi vinsæl og viðtekin trúðstegund. Sumir leikarar hafa jafnvel haft það að aðalatvinnu að vera fullir og hafa þá gjarnan átt erfitt með að losa sig úr hlutverkinu í raunverunni, eins og Buster Keaton eða Dean Martin. Alkóhólismi í kvikmyndum og leiklist er í sjálfu sér verðugt at- hugunarefni, ekki síst hérlendis. Hafa menn til dæmis hugleitt hversu algengt það er í íslenskum nútímaleikritum að drykkjupartí sé burðarásinn? Við slíkar kring- umstæður virðast höfundar okkar helst geta opnað þessa lokuðu þjóð; þar losnar um málbein og hegðun. En sú athugun er ekki viðfangsefni þessa pistils. Tilefni þessa langa formála er bandarísk sjónvarpsmynd sem hér er komin á myndbandaleigurnar og fjallar um vímusjúkt fólk. Hún heitir Addiction eða Vímusýki. Það hljómar eins og titill vandamála- myndar, ef ekki hreinlega fræðslumyndar. Og þótt Addiction virki meðfram á báðum þessum sviðum er hún fyrst og fremst sýn- ishorn úrvalsleiks, rétt eins og tvær frægustu útgáfur Hollywood af drykkjudramanu, — The Lost Weekend með Ray Milland (1945) og Days of Wine and Roses með Jack Lemmon og Lee Remick (1962). Susan Blakely, sem íslenskir sjónvarpsáhorfendur muna eink- um eftir fyrir Rich Man, Poor Man leikur fráskilda móður með tvö börn sem er að basla við að vera rithöfundur en hefur útvarpsþátt að aðaltekjulind. Áhigið er of mik- ið og hún grípur æ meir til pilluáts og áfengis til að komast gegnum hvunndaginn. Þegar hún kynnist ungum drykkjusjúkum vísinda- manni, leiknum af Powers Boothe sem við þekkjum einkum sem Marlowe einkaspæjara úr sjón- varpinu, hefst fyrir alvöru ferða- lag niður í andlegt helvíti. Þetta er grípandi drama um tvær manneskjur sem í senn eru lífgjafi og tortíming hvar annarr- ar. Blakely og Boothe sýna fyrsta flokks leik, einkum Blakely á seinni stigum helferðarinnar. Handritið skrifa tveir kunnir am- erískir karakterleikarar, Joseph Bologna og Renee Taylor, og leik- stjórinn Paul Wendkos er fjölhæf- ur atvinnumaður. Fyrir utan slitr- ótta byrjun, snubbóttan endi og vanhugsað atriði þar sem Blakely brotnar saman í beinni útsend- ingu í útvarpinu er Addiction dramatískt lóð á vogarskálina fyrir málstað þeirra sem ekki vilja leyfa áfengisbölinu að hafa sinn gang. Stjörnugjöf: Addiction ☆☆'/2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.