Morgunblaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1985 mmm \0 Z?) © 1984 Umversal Press Syndicate „Hvar Ucr&ir þú ^ona. orbbraqb P" Ást er . . . ... að gera inn- kaupin þegar hún er illa fyrir kölluð TM Reg U S Pat Otf all rights reserved * 1979 Los Angeles Times Syndicate l*t-Cta var skiljanlega mjög dýr hattnr. HÖGNI HREKKVlSI „HAMM KREFST þESS APVÆKDA FBAAt- SeiPPR T7LAMNARS LAMPS." Bryndís hvetur menn til að virða hin nýju lög um tóbaksvarnir. Algjört virðingarleysi fyrir landsins lögum Bryndís skrifar: Velvakandi kær. Mikið er virðingarleysi íslend- inga fyrir landsins lögum! Sem kunnugt er tóku gildi um áramót ný lög um tóbaksvarnir, mér og vafalaust öðrum sem ekki reykja til óblandinnar ánægju. Samkvæmt þessum lögum er nú óheimilt að reykja á opinberum stofnunum og fyrirtækjum þar sem almenningur leitar eftir þjón- ustu og veitinga- og skemmtistöð- um ber skylda til að hafa afmark- aðan fjölda veitingaborða sem ekki má reykja við. Morgunblaðið gerði könnun í nokkrum fyrirtækjum og veit- ingastöðum skömmu eftir áramót og kom þá í ljós að flestir forráða- manna þeirra hundsuðu enn sem komið var þessi ákvæði laganna. Til dæmis var aðeins einn af veit- ingastöðunum sem Mbl. hafði samband við með merkt borð sem ekki má reykja við. Sjálf hef ég rekið mig á það að fáir forráöamanna veitingahúsa og fyrirtækja virðist gefa nýju lögunum nokkurn gaum, sem vit- anlega er alvarlegt brot svo ekki sé meira sagt. Þess væri nú óskandi að hlutað- eigandi aðilar létu til skarar skríða og settu upp skilti þar sem við á, til merkis um að þar megi ekki reykja. Og ekki sakaði ef Vinnueftirlit ríkisins og heilbrigð- isnefndir, sem eftirlit skulu hafa með því að lögin séu virt, fylgi málinu eftir. Þessir hringdu . . . Afslátturinn ekki skattaskjól Víglundur Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri BM Vallá hf., hringdi og vildi koma eftirfarandi á fram- færi: Vegna greinar Agnesar Ingva- dóttur, Akureyri, sem birtist í Velvakanda sl. þriðjudag undir yf- irskriftinni „Gjöf eða undirboð og skattaskjól", langar mig til að veita henni eftirfarandi upplýs- ingar vegna hugarangurs hennar út af 50% afslætti á steinsteypu sem BM Vallá hf. hefur veitt Hall- grímskirkju sl. 15 ár: BM Vallá hf. hefur aldrei tekið við neinum kvittunum frá Hall- grímskirkju um „gjafir" til kirkj- unnar og færði því engar slíkar „gjafir“ til frádráttar tekjum fyrirtækisins á umræddu tímabili. Og víst er að fyrirtækið var ekki að leita eftir skattaskjóli með því að veita kirkjunni þennan afslátt. Á þessum 15 árum hefur BM Vallá hf. bæði hagnast og tapað, óháð „gjöfum" til Hallgrímskirkju. Að endingu vil ég taka það fram að það var ekki að okkar undirlagi að frá þessu var skýrt í fjölmiðl- um, þar sem þetta þykir ekki stór- mál í okkar augum. Á 15 ára ferli BM Vallá hf. er afsláttur af þessu tagi ákaflega lítilvægur saman- borið við veltu fyrirtækisins, þó að hann komi Hallgrímskirkjusókn vonandi vel. Léleg þjónusta Hafliði Helgason, Hverfisgötu 123, hringdi og hafði eftirfarandi að segja: Ég get ekki orða bundist lengur yfir stofnun einni hér á landi sem nefnist Bifreiðaeftirlit ríkisins og er til húsa að Bíldshöfða 8. Þar er þjónustan svo skammarlega léleg að ég efast um að slíkt þekkist annars staðar. Sérstaklega virðist vera vandkvæðum bundið að fá endurskráningu og afgreiðslu á bílnúmerum. Eg veigra mér orðið við því að fara með bílinn þangað uppeftir til skoðunar og veit ég fyrir víst að þeir eru margir sem sammælast mér í þessum efnum. Vonum við nú að gerðar verði úr- bætur á þessu hið snarasta. Hópferð á Duran Duran Tóta Taylor hringdi: Ég er ein af fjölmörgum Duran Duran-aðdáendum hér á landi og þó að margir séu búnir að skrifa í Velvakanda um ágæti hljómsveit- arinnar má ég til með að láta í mér heyra. Laugardaginn 29. desember sl. birtist bréf í Velvakanda frá þeim Mrs. Rhodes og Mrs. Taylor þar sem þær óska þess að einhver af ferðaskrifstofum hér á landi efni til hópferðar á tónleika með Dur- an Duran. Vil ég nú eindregið taka undir þessi orð þeirra með von um að emhvet verði við ósk okkar. BM Vallá hefur sem kunnugt er sl. 15 ár veitt Hallgrímskirkjusókn 50% afslátt á steinsteypu til byggingar kirkjunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.