Morgunblaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 64
BTTNMTAIlSSnMR HmmtlMnlíÍlí ^óling >5Fyrr en þig grunar! en þig grunar! Tímapantanir í síma 11630 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Öllum ,japönsku“ skuttoguninum breytt?: Eini möguleikinn á áframhaldandi útgerð EIGENDUR japanskra skuttogara bér á landi standa nú frammi fyrir því, að verða að verja 60 til 80 miiljónum króna í breytingar á skipum sínum, eigi þeir að geta haldið útgerð áfram. Skipin eru komin til ára sinna og klössun framundan. Hún er áætluð kosta 20 til 24 milljónir. Lán fcst hins vegar ekki vegna viðhalds og útgerðirnar hafa ekki bolmagn til að greiða klössunina. Ekki hafa útgerðirnar heldur bolmagn til að kaupa ný skip í stað þeirra gömhi, en lán fást út á breytingarnar. Það er því eina færa leiðin. Bjarki Tryggvason, fram- yrðu lengd og útbúin þannig, að kvæmdastjóri Úgerðarfélags Skagfirðinga, sem gerir út jap- anska skuttogarann Drangey, sagði, að í þessu dæmi bæri að geta þess, að innifalið i breyting- unum væru vissar orkusparandi aðgerðir, sem miklum sparnaði skiluðu. Þá væri fyrirsjáanlegt að þær breytingar, sem um væri að ræða, lengdu endingartíma skip- anna um 15 til 20 ár. í þessum breytingum fælist einnig að skipin Krárnar selji aðeins matar- gestum áfengi ÞAÐ SKILYRÐI er sett veitinga- búsum, sem fengið hafa vínveit- ingaleyfi frá og með júní síðast- liðnum, að áfengir drykkir skuli aðeins bornir fram til matar- gesta og hefur embætti lögreglu- stjórans í Reykjavík nýlega áréttað þetta í bréfí til forráða- manna húsanna. Bannað er að selja gestum áfenga drykki ein- göngu. Húsin, sem fengið hafa vín- veitingaleyfi með þessum skil- yrðum, eru meðal annarra Hellirinn, Við sjávarsíðuna, Bixinn, Duus, Fógetinn, Hrafninn og Drekinn. Vínveit- ingaleyfi voru fyrir júní sið- astliöinn ekki bundin því skil- yrði, að áfengi sé einungis á boðstólum fyrir matargesti, þó skilyrt sé að matur skuli fram- reiddur í húsinu. Fólki er frjálst að fá áfengi eingöngu á veitingastöðum sem fengu vín- veitingaleyfi fyrir breyting- þau gætu fryst grálúðu og karfa um borð. Eins og málum væri nú háttað, fengjust ekki lán út á viðhald, en við breytingar og endurbætur fengist rúmlega helmingur kostn- aðar lánaður úr Fiskveiðasjóði. Ennfremur gæti þarna verið um kjörið verkefni fyrir innlendar skipasmíðastöðvar að ræða, svo möguleiki væri á láni frá iðnað- arráðuneytinu. Umræddir togarar eru Vest- mannaey VE, Páll Pálsson, ÍS, Arnar HU, Drangey SK, ólafur Bekkur ÓF, Rauðinúpur ÞH, Brettingur NS, Bjartur NK, Hof- fell SU og Ljósafell SU. Á skíðum í þoku Morgunblaðið/ÓI.K.M. Fjölmargir hafa notað blíðuna undanfarna daga til útiveru. Fjölmenni var í Bláfjöllum í gær þegar Ijósmyndari Mbl. var þar á fcrð enda skíðafæri ágætt. Þoka var í fjöllunum en menn létu hana þó ekki aftra sér frá íþróttaiðkunum. Nýrnaveiki greind í laxa- seiÖum Sjóeldis í Höfnum Grunur beinist að Kollafjarðarstöðinni, þar sem seiðin voru keypt Ekki hefur verið tekin ákvörðun um niðurskurð NÝRNASJÚKDÓMS hefur orðið vart í laxaseiðum í laxeldisstöðinni Sjóeldi hf. í Höfnum á Reykjanesi. Varð sjúkdómsins fyrst vart rétt fyrir áramótin í einu eldiskeri með um 3.000 eins árs seiðum og hafa nokkur þeirra drepist. Þessa sjúkdóms hefur tvisvar áður orðið vart hér á landi, í laxeldisstöðvunum á Laxalóni og við Elliðaár. í báðum stöðvunum var beitt niðurskurði við útrýmingu veikinnar. ins í Kollafirði í ágúst í fyrra. Ef svo er getur það haft alvarlegar afleiðingar fyrir laxeldi hér á landi því seiði frá Kollafjarðar- stöðinni hafa verið seld til margra Ekki er enn vitað hvernig veikin barst í laxinn hjá Sjóeldi, en grun- ur leikur á að seiðin hafi verið bú- in að taka veikina áður en þau voru keypt frá Laxeldisstöð ríkis- Átök í stjórn Flug- leiða um forstjóra stöðva. Verið er að leita að sýklin- um sem veldur veikinni í Kolla- fjarðarstöðinni og i fleiri stöðvum en enn hefur ekkert fundist sem staðfestir að hún sé þar. Jón G. Gunnlaugsson, fram- kvæmdastjóri Sjóeldis hf., sagði í samtali við blaðamann Mbl. í gær, að hann biði eftir ákvörðun land- búnaðarráðherra um aðgerðir vegna veikinnar, fyrr en þær lægju fyrir gæti hann ekki metið stöðuna. Fisksjúkdómanefnd hef- ur fjallað um málið og samþykkt tillögur um aðgerðir, sem að öllum líkindum verða afhentar ráðherra í dag. Jón sagði að i raun væri um tvo kosti að ræða. Það væri að slátra öllum fiski í stöðinni eða slátra einungis laxinum i sýkta kerinu. Jón sagði að ef öllu yrði slátrað væri það margra milljóna kr. tjón, auk tekjutaps i heilt ár. Ef hinsvegar yrði aðeins hreinsað út úr kerinu með sýktu seiðunum þýddi það að stöðin fengi á sig stimpil sem stöð sem nýrnaveiki hefði orðið vart i og gæti ekki starfað nema með miklum tak- mörkunum og aukakostnaði. Eins og áður sagði höfðu tillög- ur fisksjúkdómanefndar ekki bor- ist landbúnaðarráðuneytinu i gærkvöldi og er landbúnaðarráð- herra því ekki búinn að ákveða til hvaða ráða verður gripið. Eftir því sem Mbl. komst næst i gærkvöldi gerir fisksjúkdómanefnd, að svo komnu máli, ekki tillögur um að allur fiskur í stöðinni verði skor- inn niður. Sjá viðtal við Sigurð Helgason, físksjúkdómafræðing á bls. 4: „Knýr á um aukið eftirlit og ná- kvæmari athugun í stöðvunum." Fulltrúi ríkisins í oddaaðstöðu um hver hreppir stöðuna á fundi í dag STJÓRN Flugleiða tekur væntanlega í dag ákvörðun um hver verður næsti forstjóri félagsins. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins verða á stjórnarfundi, sem hefst kl. 11 í dag, greidd atkvæði um tvo menn: Sigurð Helgason yngri, fyrrv. fjármálastjóra Flugleiða og núverandi framkvæmdastjóra starfsemi félagsins í New York, og Sigurgeir Jóns- son, aðstoðarbankastjóra í Seðlabankanum, sem sæti á í stjórn Flug- leiða. Eftir því sem næst verður kom- ist skiptust atkvæði stjórnar- manna nokkuð jafnt milli þeirra Sigurðar og Sigurgeirs þegar óformleg könnun var gerð á af- stöðu þeirra til forstjóraefnanna. Kom í ljós, að úrslitatkvæðið var í höndum Kára Einarssonar verk- fræðings, sem er fulltrúi ríkisins i stjórn félagsins. Kári sagðist i samtali við blaða- mann Mbl. i gær telja heppilegra, að forstjóri félagsins væri úr hópi starfsmanna félagsins. Samkvæmt upplýsingum blaðs- ins mun stjórnin skiptast í afstöð- unni til þess, hvort rétt sé að nýi forstjórinn sé „innanbúðarmaður" eða komi utanfrá. Munu fjórir stjórnarmenn af níu styðja Sigur- geir Jónsson til forstjórastarfans: báðir fulltrúar Eimskipafélags ís- lands, þeir Hörður Sigurgestsson forstjóri og Halldór H. Jónsson, stjórnarformaður, ólafur 0. John- son, forstjóri O. Johnson & Kaab- er og loks Sigurgeir sjálfur, en hann er annar tveggja fulltrúa ríkisins i stjórn félagsins, hinn er Kári, eins og áður segir. Stuðn- ingsmenn Sigurðar Helgasonar yngri eru hinsvegar taldir vera gamli Loftleiðaarmurinn: Sigurð- ur Helgason forstjóri Flugleiða, Kristinn Olsen, Kristjana Milla Thorsteinsson, Grétar B. Krist- jánsson og að auki Kári Einars- son. Skv. heimildum Morgunblaðsins hafði Albert Guðmundsson fjár- málaráðherra áhuga á að fulltrúi ríkisins í stjórn Flugleiða styddi Sigurgeir Jónsson til forstjóra- starfsins. Lét hann þann áhuga mjög ákveðið í ljós við Kára Ein- arsson í gærmorgun. „Ég vil ekki tala fyrir munn fjármálaráð- herra," sagði Kári í samtali við blaðamann Mbl. í gær, „en ég lít ekki á mig sem embættismann ríkisins í stjórninni og get ekki farið eftir öðru en minni eigin sannfæringu um hvað er félaginu fyrir bestu." Sjá ummæli fjármálaráðherra á bls. 2: „Fráleitt að núverandi forstjóri skuli ráða.“ Ónýt sfld til Sovét fannst í Lagarfossi RÍKISMAT sjvarafurða hefur afturkallað útfíutningsleyfí söltunarstöðvarinn- ar Sólborgar á Fáskrúðsfirði, því síld til Sovétríkjanna sem lestuð hafði veriö um borð í Lagarfoss fullnægði ekki þeim kröfum, sem gerðar eru til sfldar til útflutnings. Að minnsta kosti 58 tunnur, sem dæmdar höfðu verið óhæfar til útflutnings af starfsmönnum ríkismatsins, báru gæðastimpil stofnunarinnar. Ævar Auðbjörnsson, fréttaritari Mbl. á Eskifirði, sendi eftirfarandi: 1 ljós kom þegar farið var yfir farmgögn, að í skipinu var 172 síld- artunnum of mikið. Of margar tunnur höfðu komið um borð á Fá- skrúðsfirði frá söltunarstöðinni Sólborgu. Voru þar komnar tunn- ur, sem sildarmatið hafði ekki gef- ið leyfi til útflutnings á vegna þess að síldin fullnægði ekki útflutn- ingskröfum. Síldartunnurnar máttu ekki fara með skipinu og þurfti þvi að leita þeirra um borð. Nokkurn veginn var vitað hvar um 70 þeirra voru, en eitt hundrað tunnur voru dreifðar um lestar skipsins. Þegar tunnurnar fundust var búið að taka úr skipinu 1513 tunnur að auki og þurfti þvi að skipa þeim út aftur. A tunnunum var gæða- stimpill Ríkismats sjávarafurða, þrátt fyrir að matsmenn hefðu ekki gefið leyfi til útflutnings. Ljóst er að kostnaður sem skipt- ir hundruðum þúsunda hlýst af þessu, en Lagarfoss tafðist i um sólarhring.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.