Morgunblaðið - 11.01.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.01.1985, Blaðsíða 1
56 SIÐUR tfttmtlftftfeifr STOFNAÐ 1913 8. tbl. 72. árg. FOSTUDAGUR 11. JANUAR 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Karlskoga í Svíþjóð: Mikill viðbúnað- ur vegna gasleka Stokknólmi, 10. janúar. AP. GASLEKI vard í efnaverksmiðju í bænum Karlskoga í Svíþjóð í gær. Sænska sjónvarpið rauf sendingar sínar vegna þessa og var þeim til- mælum beint til fólks að það héldi sig Innan dyra og lokaði gluggum. Ný stjórn í Færeyjum Kaupmannahöfa. 10. janúar. Frá N ils Jörgen Bruun, rréttar. Mbl. LANGRI stjórnarkreppu í Færeyj- um er nú lokið. Atli Dam, formað- ur Sósíaldernókrataflokksins, hef- ur náð að mynda stjórn, sam- steypustjórn með þátttöku auk síns flokks, Repúblikana, Sjálf- stýriflokksins og öðrum af tveim- ur þingmönnum Fólkaflokksins. Þátttaka þess flokks varð til þess að hann klofnaði. Landstjórn Atla hefur nauman meirihluta á Lög- þinginu, 17 sæti af 32. Górillan Koko grét kettlinginn Woodside, Kiliromíu, 10. janúar. AP. GÓRILLAN Koko, sem er tólf vetra gömul, grét fögrum tárum þegar henni voru bornar þær sorglegu fregnir, að bíll hefði keyrt yfir kettlinginn hennar. Koko hafði lengi dreymt um að fá að eiga kettling og hefur nú beðið um að fá annan. Koko kann 500 tákn, svo að hún getur haldið uppi einföldum samræð- um og í siðasta hefti National Geographic Magazine var birt ítarleg frásögn og myndir um Koko og samskipti hennar við kettlinginn sinn. Penny Patt- erson sem kenndi Koko að tala sagði, að Koko hefði ekki brost- ið strax í grát þegar hún f ékk að vita að kettlingurinn væri dauð- ur. En skömmu síðar hefði hún farið afsíðis og starfsmaður við Gorilla-stofnunina í Woodside þar sem Koko býr, kom nokkru síðar að henni og sá að hún var grátandi. í fyrstu var reynt að hughreysta apann með þvf að rétta henni tuskukettlinga en hún sýndi þeim ekki áhuga og hefur nú óskað eftir að fá annan hið fyrsta. Vegum að bænum var lokað og neyð- arbækistöð sett á laggirnar, auk þess sem fjöldi hjálparliða með tæki beið í nágrenni bæjarins. Þangað hafði um tugur manna leitað, en enginn virtist alvarlega haldinn. Talið er að eiturgasið hafi lekið úr röri frá tanki með brenni- steinssýru í vopnaverksmiðju Bo- fors-fyrirtækisins. Rörið mun hafa sprungið er rafmagnslaust varð í frosthörkum nýverið. Talið var að hætta kynni að vera á ferð- um á um eins ferkílómetra svæði, en logn var á þessu svæði og þakti gasmökkurinn um þriggja ferkíló- metra svæði. Samkvæmt síðustu fréttum hafði ekki tekizt að kom- ast fyrir gaslekann á miðnætti. Ekki var talin hætta á sprengingu eða eldsvoða. |H HIl &1H á|bj:'-; SL*,, W ~%iM± * ¦¦¦¦¦ i wb^J*^^^^ rj^i 5H"f], M^».vZé, p w-* '^H 4j 1 m+ «* Jlfi nU *^^ LH 9 Ronald Reagan svarar spurningu fréttamanns á blaðamannafundi sínum. Simamynd AP. Afvopnunarmál í deiglunni: Bandaríkjamenn vilja sundurliða deilumálin Wasaington, Bonn, Moskvu og TÍoar. 10. janúar. AP. EFTIRHREYTUR fundar þeirra George Schultz og Andreis Gromyko í Genf í vikubyrjun eru nú sem óðast að koma í ljós. Ráðherrarnir ákváðu að Bandaríkin og Sovétríkin skyldu setj- ast að afvopnunarviðræðum á nýjan leik, en í dag sagði Robert McFarlane, öryggismálaráðgjafí Reagans, að útkoma ráðherra- fundarins breytti engu, NATO myndi halda áfram að koma fyrir þeim meðaldrægu kjarnorkuflaugum sem þegar er byrjað á og áætiað og á sama tíma sagði Paul Nitze, einn helsti ráðgjafi Reagans í afvopnunarmálum, að reynt yrði að semja um afvopnum í „þremur pökkum", meðaldrægum kjarnorku- vopnum, langdrægum og svo varðandi kjarnorkuvarnarkerfín í geimnum. Nitze undirstrikaði, að Sov- étmenn væru allt aðrir og sáttfúsari nú til markvissra viðræðna en nokkru sinni fyrr og því bæri að grípa gæsina. Sagði Nitze jafnframt, að allar aðildarþjóðir NATO hefðu fagnað mjög útkomu fundar Schultz og Gromykos. Á biaðamannafundi sem. Ronald Reagan hélt í gær- kvöldi sagði hann að ráðherra- fundurinn hefði verið „lítið Réttarhöldin í Torun: Ofurstinn þvær hendur sínar af undirmönnunum Torun, Póllandi. 10. janúar. AP. ADAM Pietruszka, ofursti ¦ pólsku leynilögregiunni, sem sakaður er um að hafa skipulagt ránið og morðið á pólska prestinum Popiet- uszko, bar vitni í réttarhöldunum í Torun í dag. Þar sagði hann meðal annars að hann væri saklaus af öllum ákærum, hann hefði aldrei fyrirskipað að Popieluszko skyldi rænt, misþyrmt eða myrtur, það hefðu undirtyllur hans gert upp á eigin spýtur og án sinnar íhlutun- ar. Pietruzska sagði, að þær einu fyrirskipanir sem hann gaf und- irmönnum sínum hefðu verið á þá leið að þeir fylgdust með Popieluszko og söfnuðu gögnum um hann, því „hann var einn af mörgum prestum í Póllandi sem faldi hatur í hjarta sínu á bak við krossinn. Við erum aldir upp í anda sósíalisma og mannúðar og teljum að berjast beri gegn óvinum kerfisins með orðum fremur en hnefum, þannig af- hjúpum við óvini okkar best," sagði Pietruszka. Höfuðsmaöurinn Piotrowski bar fyrir rétti áður, að Pietruszka hefði skipulagt ódæðið og látið í það skína að háttsettir embætt- ismenn legðu blessun sína yfir það og myndu vernda þá. Þetta sagði Pietruszka vera hugarburð einan. Hann sagði að Pietrowski hefði virst hafa sínar eigin hugmyndir um hvernig væri best að halda á málunum og oft hefði hann ekki tilkynnt sér þær fyrr en hann hafði framkvæmt þær. „Ég íhugaði oft að setja Pietr- owski af, hann var ekki góður stjórnandi," sagði ofurstinn. skref í rétta áttu og „framund- an væri ár skrafs og ráðagerða." Reagan sagði jafnframt að þeir fundir sem á næstunni yrðu haldnir gætu orðið til þess að sambúð risaveldanna myndi batna til muna ef vel væri á spilunum haldið. Andrei Gromyko hélt fund með stjórn- málaráði Sovétríkjanna í dag og reifaði þar fund sinn með Shultz og horfurnar. Var sam- þykkt einróma að leggja áherslu á að koma í veg fyrir „vígbúnaðarkapphlaup í geimnum". Reagan hefur sagt að áform um kjarnorkuvarn- arkerfi í geimnum séu „á teikniborðinu eins og önnur áform okkar". Sovéska fréttastofan Tass gagnrýndi Reagan mjög í dag fyrir að „víkja sér undan að svara" er fréttamenn spurðu hann um „geimstríðsáætlan- irnar". Sagði Tass það ekki benda til heilinda forsetans. í stjórnarmálgagni þriðja risaveldisins, Kína, var farið að hlutunum með varúð. „Afvopn- unarviðræður Rússa og Banda- ríkjamanna munu létta á spennunni í bili, en spurninga- merki hlýtur að hvíla á ein- lægni þeirra," las fréttastofan Xinhua úr stjórnaryfirlýsingu. Var því bætt við, að heimurinn myndi fordæma risaveldin tvö e'f þau brygðust þeirri ábyrgð sem þau bæru. Sjá nánar frétt á blaðsíðu 16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.