Morgunblaðið - 11.01.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.01.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 1985 Hækkun á byggingaráætlun íbúða verkamaimabústaða Kópavogs: Um hækkun á láns- kjaravísitölu að ræða — segir Magnús Bjarnason, varaformaöur verkamannabústaða Einar lóhannsson klarinettleikari og Philip Jenkins píanóleikari. Tónleikar Ein- ars og Philip ,,Vió sendum út bréf um áætlaðan byggingarkostnað og var þar um framreikning að ræða á eldri bygg- ingaráætlun. Hver endanlegur bygg- ingarkostnaöur verður liggur ekki fyrir, því það er ekki búið að gera upp byggingarreikninginn,“ sagði Magnús Bjarnason, varaformaður verkamannabústaða Kópavogs, en óánægja hefur komið fram með hækkun á kostnaðaráætluninni. Byggingaráætlunin sem um er að ræða er frá 7. júní 1983. Þá var lánskjaravisitalan 656 stig, en var orðin nú í desember 959 stig. Hús- næðismálastofnun ríkisins lánar 90% af verði hverrar íbúðar, eins og um er fyrir mælt hvað verka- mannabústaði snertir. „Allt verkið er boðið út og öll Davíð Oddsson „Útsölustað- ir eru of fáir“ — segir forstjóri ÁTVR „ÉG ER SAMMÁLA því að útsölu- staðir ÁTVR eru of fáir f Reykja- vík,“ sagði Jón Kjartansson, for- stjóri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, þegar hann var inntur álits á ummælum lesenda Morgunblaðs- ins í lesendadálki blaðsins að und- anfornu. Margir lesendur Morgunblaðs- ins hafa kvartað yfir þvi að nær ómögulegt væri að versla áfengi á útsölustöðum ÁTVR, því staðirnir önnuðu ekki þeim fjölda, sem þangað leitar. „Útsölustaðir eru of fáir,“ sagði Jón, „en nú er verið að reisa nýtt húsnæði í Mjóddinni, sem vonandi verður tilbúið á næsta ári. Búðin í Laugarásnum verður vonandi flutt í stærra hús- næði sem fyrst og ég tel einnig æskilegt að komið verði upp útsölu i Vesturbænum," sagði hann. Útsölustaðir ÁTVR eru nú þrír á Reykjavíkursvæðinu, en á lands- byggðinni eru þeir 9. Jón sagði, að þótt hann teldi nauðsynlegt að fjölga búðunum í Reykjavik þá væri slíkt viðkvæmt mál, því stór hópur manna teldi þrjár verslanir meira en nóg. verð í lágmarki. Það hefur ekkert farið úrskeiðis með bygginguna og maður vonar að um enga bak- reikninga verði að ræða. Hins veg- ar getur verið að það hafi verið ívið of lágt, sem við höfum látið fólk borga til þessa," sagði Magn- ús ennfremur. Það eru 24 íbúðir sem verka- mannabústaðir í Kópavogi eru nú að ganga frá og kvað Magnús kostnaðinn vera um 90% af kostn- aði staðalíbúðar. Á lóðinni sem þeir hefðu fengið úthlutað hefði orðið að reisa 2—3 hæða hús, sem væru dýrari í byggingu, en hærri hús. Til samanburðar hefðu íbúð- irnar við Ástún sem verkamanna- bústaðir í Kópavogi hefðu reist síðast kostað um 75% af staðal- Ómar Ragnarsson íbúðarverði, en þar hefði verið um ódýrai byggingu að ræða. Sagði hann að 2ja herbergja íbúð sam- kvæmt byggingaráætlun fram- reiknaðri kostaði um 2 milljónir. Magnús sagði að þeir reikningar sem þeir hefðu verið að senda út nú vegna byggingarframkvæmd- anna næmu um 100 þúsundum á 3—4ja herbergja íbúð. Þar innfal- ið væru stimpilgjöld að upphæð 30—40 þúsund krónur, en stimp- ilgjöld væru eðlilega há af jafn há- um lánum og um væri að ræða. Þingflokkur Framsóknarflokksins: Hörð and- staða gegn stjórnkerf- istillögum MJÖG hörð andstaöa er gegn til- lögum um stjórnkerfisbreytingar innan þingflokks Framsóknar- flokksins og telja viðmælendur Mbl. úr hópi þingmanna af og frá, að þingflokkurinn samþykki tillögur þær sem Jiggja fyrir þing- flokkunum þar að lútandi. Á þingflokksfundi Fram- sóknarflokksins, sem haldinn var á miðvikudag, kom þessi afstaða þingmanna fram. Mik- ill meirihluti þingmanna lýsti sig andvígan tillögunum og fann þeim flest til foráttu. INNLENT EINAR Jóhannesson, klnrinettleiknri, og Philip Jenkins, pianóleikari, halda þrenna tónleika nú um helgina. Fyrstu tónleikar þeirra verða í Njarð- víkurkirkju f kvöld kl. 20.30, á morgun verða tónleikar í Gerðubergi kl. 17 og á sunnudag verða tónleikar í Norræna hús- inu kl. 17. Á efnisskránni verða verk eftir Carl Nielsen, Saint-Saéns, Þorkel Sigur- björnsson, Arthur Honegger, Alan Hov- anness ogJohannes Brahms. Sérstðk at- hygli skal vakin á, að Fantasistykke Carl Nieisen frumflytja þeir félagar nú á ís- landi og einnig frumflytja þeir nýtt verk „NEI, það get ég ekki séð. Þetta eru ekki sambærileg innlán. Þessi spari- skírteini okkar eru bundin til 18 mánaða en bera 50% hærri vexti en meðaltal bankanna af sex mánaða reikningum. Þau eru ekki seld í sam- keppni við skammtímainnlán bank- anna," sagði Albert Guðmundsson, fjármálaráðberra, þegar hann var Þorkels Sigurbjörnssonar, Rek. Þessi efn- isskrá er sú sama og þeir Einar og Philip hyggjast spila á tónleikum í Wigmore Hall í London hinn 4. febrúar nk. Einar Jóhannsson stundaði nám i Reykjavík og síðar i Royal College of Music í London. Hann starfar nú sem fyrsti klarinettleikari i Sinfóníuhljóm- sveit Islands. Philip Jenkins starfaði lengi sem sem píanókennari á Akureyri. Hann er nú prófessor við Royal Academy of Music i London. spurður að því hvort nýjar tegundir spariskírteina ríkissjóðs sem auglýst- ar hafa verið að undanförnu séu yfir- boð í sparifé landsmanna af hálfu rík- issjóðs. Albert sagði einnig um þetta: „Við erum með lánsfjárlög og alls- konar þjóðþrifafyrirtæki, svo sem aðstoð við húsbyggjendur, sem byggist á sölu spariskírteina. Við höfum okkar skyldur umfram bankana sem eru frjálsir að nota eins og þeir vilja það sparifé sem þeir ná inn. Þetta er innlend láns- fjáröflun sem ríkissjóður hefur notað í mörg ár og allaf verið með örlítið hærri vexti í boði en bank- arnir.“ Aðspurður taldi fjármálaráð- herra ekki að ríkissjóður væri að afsala sér ákvörðunarvaldi á vöxt- un spariskírteina sinna með því að setja vextina 50% hærri en vextir bankanna á 6 mánaða reikningum verða á hverjum tíma. Auglýsingar ríkissjóðs á spariskírteinunum hafa vakið nokkra athygli, Albert sagði aðspurður um auglýsingaað- ferðirnar: „Ég er mjög ánægður með að heyra það að vinnubrögð fjármálaráðuneytisins skuli vekja athygli fyrir að vera nýtískuleg. Það sýnir bara að starfsfólkið hérna er vel vakandi og vinnur á nútímalegan hátt og því ber að fagna.“ Bill Benediktsson látinn í Kanada BILL Benediktsson, öldungadeildar- þingmaður í Ottawa í Kanada, er látinn og var hann jarðsettur í kyrr- þey hinn 8. janúar síðastliðinn. Bill Benediktsson er annar tveggja Vestur-lslendinga sem setið hefur í ríkisstjórn Kanada. Spilakvöld Varðar Landsmálafélagið Vörður heldur áramótaspilakvöld sitt sunnudaginn 13. janúar í Súlnasal, Hótel Sögu. Húsið verður opnað kl. 20.00. Að loknum spilunum flytur Davíð Oddsson borgarstjóri ávarp. Ómar Ragnarsson skemmtir og hljómsveit Magnúsar Kjartans- sonar leikur fyrir dansi. Áð venju eru glæsilegir vinningar í boði. Kortið kostar 200 krónur. Sjálf- stæðismenn eru hvattir til að fjöl- menna. Ng götuljós í Kópavogi í lok desember voru ný götuljós tekin í notkun á mótum Nýbýlavegs, Ástúns og Þverbrekku. í samtali við Mbl. sagði Lárus Ragnarsson, aðstoðarvarðstjóri í Kópavogi, að það hefði verið nauðsyn að fá þessi ljós og þó fyrr hefði verið. Hornið sem um er að ræða hefði alla tíð verið slæmt blindhorn og heppni að engin meiriháttar slys hefðu orðið þar. Þess má geta, að verið er að breikka götuna á þessum stað og bæta, en þeim umbótum er ekki lokið. „Ríkissjóður alltaf verið með örlítið hærri vexti en bankarnir“ — segir Albert Guðmundsson fjármála- ráðherra um gagnrýni á sölu spariskírteina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.