Morgunblaðið - 11.01.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.01.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 1985 5 Heimsmeistaraeinvígið: Karpov hélt jafn- tefli í erfiðri stöðu KARPOV og Kasparov tefldu f gær, miðvikudag. 40. skákina í heims- meistaraeinvíginu í Moskvu. Kasparov hafði hvítt og byrjunin var auðvit- að drottningarbragð. Karpov tefldi byrjunina ónákvæmt og lenti í erfið- leikum. Kasparov vann peð en fór í drottningakaup að óþörfu. Þegar skákin fór í bið sogðu fréttaskeyti frá Moskvu, að 75 % líkur væru á sigri Kasparovs. en þegar tekið var til við biðskákina í gær, kom í Ijós, að Karpov hafði fundið jafnteflisleið. Kasparov tefldi áfram þangað til leikn- ir höfðu verið 70 leikir, en þá var jafntefli samið. Þessi úrslit hljóta að vera áskorandanum mikil vonbrigði og hefur sennilega slæm áhrif á hann fyrir næstu skák, sem tefld verður í kvöld (fostudag). 40. skákin: Hvítt: Kasparov. Svart: Karpov. Drottningarbragð. 1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rf3 — d5, 4. Rc3 — Be7, 5. Bg5 — h6, 6. Bh4 0—0, 7. e3 — b6, 8. Be2 — Bb7, 9. Bxf6 — Bxf6, 10. cxd5 — exd5, 11. b4 — c5, 12. bxc5 — bxc5, 13. Hbl — Da5!? Segja má, að einvígi þetta sé námskeið í drottningarbragði, því þessi byrjun hefur komið upp í meirihluta þeirra 40 skáka, sem tefldar hafa verið. Síðasti leikur Karpovs er vafasamur, en í tveim síðustu skákum einvígis- ins lék svartur Bb7 — c6 og svar- aði 14. Bb5 með 14. — Dc7. 14. Dd2 — cxd4 1 þessari stöðu er 14. — Bc6 ekki gott, því eftir 15. Bb5 — stendur svarta drottningin ekki vel á a5, og 15. — Dc7 væri leik- tap miðað við 38. og 39. einvíg- isskákirnir. 15. Rxd4 — Bxd4,16. exd4 — Eftir 16. Dxd4 — leysir svart- ur vandamál sín með 16. — Rc6. 16. — Bc6 Eftir 16. - Ba6, 17. Rb5 - stendur hvítur mun betur. 17. Rb5 - Dd8 Svartur má ekki fara í drottn- ingakaup: 17. — Dxd2+, 18. Kxd2 — ásamt Hhl — cl eða Hhl — el og hvítur hefur mjög virka stöðu. 18. 0-0 a6, 19. Ra3 - He8, 20. Rc2 — Rb4 — svo að Karpov reynir að létta á stöðunni með uppskipt- um. 20. — Hxe2!?, 21. Dxe2 — Bb5, 22. Hxb5 — axb5, 23. Dxb5 — Hxa2, 24. Re3 — Ekki 24. Rb4 — vegna 24. — Hb2 o.s.frv. 24. — Ha5, 25. Db7 — De8 Nú er ljóst orðið, að svartur getur ekki valdað peðið á d5, því hvítur hótar einfaldlega 26. Hbl. 26. Rxd5 — Hb5, 27. Da8 — Dd7, 28. Rc3 — Hb4, 29. d5 — Dc7, 30. Rdl — Hb5, 31. Re3 — Betra hefði verið að forðast drottningakaup með 31. Da2. 31. — Da5! Ekki gengur 31. — Ha5, 32. d6 — Dd8, 33. De4 - Dxd6, 34. Hdl — Dc7, 35. Rd5 — og svarta drottningin á engan góðan reit (35. - Da7, 36. Re7 - Kf8, 37. Hd8 mát). 32. Dxa5 — Hxa5, 33. Hdl — Rd7 Loksins kemst þessi riddari út á borðið í 33. leik. 34. g4 — g6, 35. Kg2 — Ha4, 36. H3 - Kg7, 37. d6 - Ha6, 38. f4 — Hc6, 39. h4 - Kf8, 40. g5 — hxg5 Kasparov lék biðleík í þessari stöðu. Hann á peð yfir en Karpov tekst að finna jafnteflisleið í framhaldinu. 41. hxg5 — f5! Svartur verður að koma í veg fyrir R-g4-e5 (eða jafnvel f6). 42. Hd4. Hvítur getur ekki unnið með 42. gxf6 e.p., Kf7 43. Rg4 — Ke6, 44. Re5 (44. Hel+ Kf5 virðist glæfralegt fyrir svart, en ekki verður séð, að hvítur geti unnið), 44. — Hxd6 og svartur hangir á jafntefli. 42. - Kf7, 43. Rc4 — Ke6, 44. Kf3 - Hc5, 45. Ke3 - Hb5, 46. Kd2. Hvítur á enga betri leið, því eftir 46. Hdl - Hd5, 47. Hhl - Hd4 o.s.frv. 46. — Hd5, 47. Hxd5 — Kxd5, 48. Re5. Karpov er ekki í vandræðum með að halda þessari stöðu, því fáir menn eru eftir á borðinu. 48. — Kxd6, 49. Rxg6 — Rc5, 50. Rh4 — Ke6, 51. Ke3 — Re4, 52. Rf3 — Kf7, 53. Kd4 — Ke6, 54. Kc4 — Rf2, 55. Kd4 — Re4, 56. Rel. Hvítur getur ekki unnið þessa stöðu, þótt hann hafi peði meira, því ef hann fer með kóng sinn frá peðunum, getur svartur allt- af fórnað riddaranum fyrir bæði hvítu peðin. Lokin þarfnast ekki skýringa, enda vóru sérfræðingarnir hissa á Kasparov að tefla þessa stöðu lengi áfram. 56. — Kd6, 57. Rc2 — Rc5, 58. Ke3 — Re6, 59. Rd4 — Rg7, 60. Kd2 - Kc5, 61. Kd3 — Kd5, 62. Re2 - Rh5, 63. Ke3 - Rg7, 64. Rg3 - Kd6, 65. Kf3 - Ke7, 66. Re2 — Re6, 67. Rg3 — Rg7, 68. Rfl — KÍ7, 69. Re3 — Kg6, 70. Rd5 — Re6. og jafntefli var loks samið, því eftir 71. Re7+ — Kh5, 72. g6 (72. Rxf5 — Rxg5+ og bæði hvítu peðin falla) 72. — Kh6 ásamt K-g7-f6 getur hvítur ekki unnið. Einar Þ. Mathiesen: „Fagna þeim rekspöl er málefni BÚH eru komin á“ í UMFJÖLLUN Morgunblaðsins í gær um bæjarstjórnarfund í Hafn- arfirði á þriðjudag, þar sem tekin var ákvörðun um að stofna hlutafé- lag, er taka skal við rekstri Bæjar- útgerðar ilafnarfjarðar, urðu þau leiðu mistök, að útdráttur úr ræðu Einars Þ. Mathiesen, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, féll niður. Út- dráttur þcssi birtist hér með. Einar Þ. Mathiesen sagðist fagna mjög þeim rekspöl er mál- efni Bæjarútgerðarinnar væru komin á og þeirri víðtæku sam- stöðu, sem hefði náðst í bæjar- stjórn. Hann benti Rannveigu Traustadóttur, bæjarfulltrúa Al- þýðubandalagsins, sérstaklega á, að ekki væri hægt að halda því fram að bæjarfulltrúar hefðu að- eins haft 6 daga til umhugsunar, því það væru næstum því 6 ár, sem bæjarfulltrúar hefðu haft til að hugsa um þessi mál. Einar sagði, að betra hefði verið að tak- ast á við vandamálin strax á síð- asta kjörtímabili, þegar hann, ásamt fleiri bæjarfulltrúum, hefði verið að hreyfa þessu. Þá hefði hins vegar verið þyrlað upp moldviðri í sambandi við það og ekki unnist meirihluti í bæjar- stjórn til að hafast að. „Ég skil afstöðu Rannveigar, eða afstöðuleysi, því ég veit að talsverðar umræður hafa orðið í SKIPUÐ hefur verið nefnd af hálfu vióskiptaráðherra, Matthíasar Á. Mathiesen, í samráði við félagsmála- ráðherra og fjármálaráðherra, til að gera tillögur um hvernig taka megi upp samningsbundin innlán við banka og sparisjóði til þess að fjár- magna lán til íbúðarhúsnæðis. í því sambandi er nefndinni falið að íhuga með hvaða hætti löggjafinn geti veitt skattaívilnanir aðilum er taka upp slíkan sámningsbundinn sparnað. Alþýðubandalaginu um það, hvaða afstöðu á að taka í þessu máli. Alþýðubandalagið hefur einfaldlega ekki lagt henni lín- urnar," sagði Einar Þ. Mathiesen að lokum. í nefndinni eiga sæti: Halldór Blöndal, alþingismaður, sem jafn- framt er formaður nefndarinnar, Árni Kolbeinsson, skrifstofustjóri, Eiríkur Guðnason, forstöðumaður, Haraldur Ólafsson, alþingismaður og Þórður ólafsson, forstöðumað- ur. Nefndinni er ætlað að skila til- lögum sínum til viðskiptaráðu- neytisins fyrir lok mars 1985. Nefnd til að athuga íbúðalán frá bönk- um og sparisjóðum Cóðkaun 5.S. Heimilissalami 5.5. Paradísarsalami 5.5. Piparsalami S.S. spægipy»sa sn. Ali spægipylsa sn- Kiötmiöstöövar- spægipy'sa Kjötmiöstöövar- salami bitar Bjórskinka Svínarúllupylsa Reykt medister Óöalspylsa Kjötbúöingur Tröllabjúgu paprikupylsa Hangiálegg sneiöar Túllupylsa sneiöar 3acon í stykkjum Bacon í sneiöum kr. kg. 489.00 kr. kg. 509.00 kr. kg. 489.00 kr. kg. 610.00 kr. kg. 570.00 kr. kg. 320.00 kr. kg. 290.00 kr. kg. 295.00 kr. kg. 250.00 kr. kg. 140 00 kr. kg. 130-®° kr. kg. 130.90 kr. kg. 153.00 kr. kg-130.90 kr. kg. 495.00 kr. kg. 265.00 kr. kg. 125.00 kr. kg. 135.00 kr. kg. 290.00 kr. kg. 375.00 acun i — alska gullaschiö ^ Kg ðl ÍíaulahakK 10 kflóapakkning 175Æ0 Opiö til klukkan 8 í kvöld. Opiö til klukkan 4 laugardag. Visa & Eurocard 9\ot' l, 1 oW'00 öibooa' mmamm n V/SA P ■ÉH- EUROCAPD KJOTMIÐSTÖÐIN Laugalæk 2. s. 686511

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.