Morgunblaðið - 11.01.1985, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.01.1985, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. JANtJAR 1985 Fagurkerar í snjókasti rynni upp eða hyrfi eins og hann hefði aldrei verið hluti af lífi hans frekar en vatnið sem strauk bökk- unum og var löngu horfið til hafs án þess það hefði sjálft hugmynd __u Bókmenntír Jóhann Hjálmarsson ANDVARI. Hundraðasta og níunda ár. Tímarit Bókaútgáfu Menningarsjóðs >g Þjóðvinafélagsins. Kristján Karlsson annaðist ritstjórn. 1984. Samkvæmt venju er aðalgrein Andvara ævisaga minnisstæðs ís- lendings. Að þessu sinni skrifar Benedikt Tómasson um Vilmund Jónsson. Vilmund höfum við lesið mikið um, ekki síst í bókum eftir Haga- lín og Þórberg og oft hefur hann borið á góma i umræðum manna. Benedikt Tómasson lýsir þess- um óvenjulega manni í langri rit- gerð; fáir embættismenn líkjast honum og ekki kappkostaði hann að fara troðnar slóðir heldur var hann einkennilegt sambland af umbótamanni og íhaldsmanni. Andvaragreinar um merka menn eru stundum innihaldslitlar. Þeim hættir til að vera litlaus lofgjörð. Benedikt Tómasson fell- ur ekki í slíka gryfju. Eftir fyrrverandi ritstjóra And- vara er birt erindið Gripið niður í íslendingasögu Sturlu Þórðarson- ar. Finnbogi Guðmundsson er meðal þeirra sem best hafa fjallað um Sturlungaöld og er fróðlegt að kynnast skoðunum hans og túlk- unum á íslendingasögu. Erindið er persónulegt, einkum þegar vikið er að frásögnum Sturlu af Þórði föður hans. Þorsteinn Antonsson skrifar grein sem nefnist Sjáandinn Joch- um M. Eggertsson. Jochum sem kallaði sig Skugga var einn af hin- um mörgu furðufuglum íslands, „samsettur maður" eins og Þor- steinn orðar það. Sjálfur skipar Þorsteinn Antonsson sér í sveit þeirra sem gaman hafa af tilgát- um og vilja jafnvel líta á þær sem sagnfræði. Það er einkum í hug- leiðingum Þorsteins um keltnesk- an og norrænan arf sem þetta kemur fram. Matthías Johannessen og Krist- ján Karlsson eiga ljóð í Andvara. Báðir eru þeir rómuð ljóðskáld, en svo vill til að annað efni eftir þá SUMIR VERSLA DÝRT AÐRIR VERSLA HJÁ OKKUR Lambakjöt í 1/1 skrokkum niðursagað AÐEINS Kjúklingar 5 Stk.í poka 178 .00 pr. kg. Bananar AÐEINS Mandarínur Ekta Marocco L00 pr.kg. .00 pr.kg. Ræik£r pb 48 aðeins Kvnnum 10Q°° ídag: Medister Bestu .00 pr.kg. pylsur Einfalt, og Ijúffengt ^veröui 'J stk. 4* AÐEINS Eldhúsrúllur 12wc%*ii4-M Opið til kl. 19 í Starmýri og Austurstræti, en til kl. 21 í Mjóddinni. 1/1 ds. STARMYRI 2 AUSTURSTRÆT117 MJODDINNI Kristján Karlsson, nýr rilstjóri And- vara. vekur meiri athygli en Ijóðin. Matthías birtir þrjár smásögur, Kristján eina. Að vísu eru ljóð hluti smásagna Matthíasar, Ijóð sem í náttúru- myndum sínum persónugerast: maður og náttúra renna saman i eitt. f Grasaferð á Jónsmessu brýst ljóðið inn í söguna, heimtar að koma eftirfarandi á framfæri: Andlit 'pitt himinn með sindrandi stjörnum sindrandi dagstjörnum i lognkyrrum hikandi vötnum Sjálf er sagan í anda prósaljóðs- ins eins og þessi tilvitnun sýnir: „Þannig leið dagurinn hægt og án þess hann hugsaði um þennan dag eða væri viðbúinn því hann um. Það er draumkennd stemmning í smásögum Matthíasar. Draumhygli hans veldur því að sögurnar The Sleeping and The Dead are but as Pictures og Eins og einfættur maður verða súrreal- ískar. Það er kannski ósanngjarnt að gera upp á milli þessara sagna, en áhrifameiri þykir mér síðar- nefnda sagan, einkum myndin af syni sem heldur á gamalli móður sinni eins og litlu barni. Þetta er mjög alvörugefin saga, í raun kvika. En túlkunin liggur í augum uppi án þess að veikja söguna. Kristján Karlsson hefur áður birt eftir sig smásögur í Nýju Helgafelli, sögur sem voru með þeim hætti að lesandinn vonaðist eftir framhaldi. Eftir margra ára þögn sem smásagnahöfundur sendir hann frá sér sögu sem hann kallar Fagurkerarnir. Þessi saga er bernskuminning úr þorpi, segir frá dreng sem verður vitni að því hvernig helstu snyrtimenni þorps- ins, menn á þrítugsaldri hegða sér eins og strákar, fara í snjókast. f þessu örlagaríka snjókasti flýtur blóðið. Meðan á snjókastinu stend- ur tekur móðir drengsins ákvörð- un sem sker úr um framtíð drengsins. Hún er staðráðin í að fara burt úr þorpinu. Skipið bíður. í Fagurkeranum er því lýst hvernig hið órólega, ruddafengna líf er allt í einu orðið hluti af skynjun og reynslu drengs. Sagan lætur fátt uppi, en gerir sínar kröfur til lesandans. Kristján Karlsson hefur nú tek- ið við ritstjórn Andvara og verður ekki annað sagt en hann velji far- sæla leið milli fræðimennsku og skáldskapar. Þetta sundurleita Andvarahefti gefur fyrirheit um að endurvekja megi þetta gamla rit. Hitaveita Selfoss kom- in í samt lag aftur Selfom, 8. juAar. ASTTAND hitaveitumála er nú komið aftur í fyrra horf eftir að starfsmenn Hitaveitu Selfoss luku við að tengja dælu holunnar sem hrun varð í 26. desember sl. Þrátt fyrir hrakspár gefur nolan nú svipað magn af vatni og áður. Starfsmenn Hitaveitunnar unnu við það alla síðastliðna nótt að setja dælu niður í holu 10 á vatnsöflunarsvæði veitunnar. Því verki lauk um klukkan 6 í morgun með því að vatni úr holunni var hleypt á kerfið. Holan gefur svipað magn af vatni og áður. Hitastig þess er 85°C en var áður 87°C. Vatns- magn það sem Hitaveitan hefur úr að spila er pví orðið svipað og það var áður en bilanahrinan skall yf- ir á annan í jólum. Þrátt fyrir það að hola 10 gefi svipað magn af vatni og áður er enn full þörf á því að bora hana upp á nýtt, bæði til að hreinsa úr henni hrunið sem varð og til að ná upp þeim lappa sem borunarmenn orkustofnunar skildu eftir í henni þegar hún var boruð. Náist sá tappi upp er gert ráð fyrir að hol- an geti gefið meira vatn og heit- ara. Báðar holurnar sem biluðu, hola 10 og 9, gefa nú svipað ef ekki örlítið meira vatn en áður, en sú er oftast raunin þegar holur hafa fengið „hvíld” og það mun taka nokkurn tíma að ná jafnvægi á svæðinu og þá sést hversu mikið magnið er í raun. Um ástæðuna fyrir hruninu í holu 10 og ástand hennar er lítið vitað en þó telja jarðfræðingar að jarðskjálftakippur sem varð í september geti hafa orsakað hrun- ið að einhverju leyti. I kjðlfar þeirra jarðhræringa urðu starfsmenn Hitaveitunnar varir við breytingar á holunni að því er snertir vatnsmagn og orkuþörf dælunnar í henni. Að sögn Jóns Arnar Arnarsonar veitustjóra er líklegt að þessi óhöpp verði til þess að farið verð- ur að huga nánar að því hvernig tryggja megi betur öryggi Hita- veitunnar þannig að óhöpp af því tagi sem hér hafa orðið verði áhrifaminni en ella. Sig. Jóns. Flugleiðir bjóða APEX innanlands FLUGLEIÐIR bjóða APEX fargjöld í innanlandsleióum frá og með morgundeginum. Með því að nota þennan möguleika fá farþegar 40% afslátL APEX-fargjaid verður ekki í boði til Akureyrar og frá, heldur mun HOPP-fargjald áfram verða í boði á flugleiðinni milli Akureyrar og Reykjavíkur. Bóka þarf far fram og til baka ef APEX-miðar eru notaðir og farseðil þarf að kaupa minnst sjö dögum fyrir brottför. Gildistími farseðils er 21 dagur frá upphafi ferðar, en lágmarksdvöl er fimm nætur. Hætti farþegi við flugferð eða mætir ekki til flugs er heimilt að endurgreiða 50% af andvirði farseðilsins. Ef veður hamlar flugi þá ferð sem APEX-farseðill gildir í má nota næsta flug á eftir eða fá 50% af andvirði farseðils endur- greidd. Sætafjöldi er takmarkaður og ekki er möguleiki á APEX í öllum ferðum. Sem dæmi um verð má nefna, að venjulegt fargjald til Reykjavíkur frá Egilsstöðum fram og til baka er kr. 4.622 en APEX-fargjald er kr. 2.773. Venjulegt fargjald frá ísafirði fram og til baka er kr. 3.232. en APEX kostar kr. 1.939.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.