Morgunblaðið - 11.01.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.01.1985, Blaðsíða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 1985 MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 1985 21 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, simi 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 25 kr. eintakiö. Bæjarútgerð — almenningshlutafélag Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti í fyrradag með tiu atkvæðum gegn einu að stofna almenningshlutafélag um rekstur Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar. Það hefði ein- hvern tíma þótt saga til næsta bæjar að fulltrúar Alþýðu- flokks, Framsóknarflokks, Óháðra borgara og Sjálfstæðis- flokks stæðu sameiginlega að því að leggja niður bæjarút- gerð eða breyta rekstri hennar í hlutafélagsform — sem og að þetta gerizt án mótstöðu verkalýðsfélaga á staðnum. Þetta þótti hins vegar nauð- synlegt til að koma hjólum þessarar atvinnustarfsemi af stað á nýjan leik og tryggja at- vinnuöryggi með útgerð og fiskvinnslu í þessu gamalgróna sjvarplássi. Það getur verið réttlætan- legt að ríki og sveitarfélög standi að atvinnurekstri þegar aðrar leiðir lokast til að tryggja atvinnu og afkomu fólks í einstökum byggðarlög- um. Það er hins vegar rangt að opinberir aðilar standi í sam- keppni við einstaklings- eða fé- lagsrekstur í skjóli skatt- heimtu og opinberra styrkja þegar einkaframtak er til stað- ar til að þjóna þörfum og eftir- spurn. í því tilfelli, sem hér um ræðir, var rekstrarformið kom- ið í þrot, og óhjákvæmilegt að fara nýjar leiðir til að tryggja veg þessarar frumgreinar at- vinnulífsins á staðnum. Víst er það mikilvægt að laða almennan sparnað, sem til verður í landinu, til þátttöku í atvinnustarfsemi og lífskjara- sókn þjóðarinnar. Það verður hins vegar ekki gert að neinu marki nema þessi sparnaður njóti hliðstæðrar ávöxtunar og skattalegrar meðferðar og sá, sem leitar annarra farvega. Það er því mjög mikilvægt að þannig sé búið að atvinnustarf- semi í landinu, að hún skili eð- lilegum arði. Ef þetta tekst, sem vonandi verður, vekur það hvata framfara og verðmæta- auka í þjóðarbúskapnum, sem endanlega kemur öllum til góða í betri lífskjörum. Ákvörðun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þess efnis, að standa að stofnun almenn- ingshlutafélags, sem leysi Bæj- arútgerð Hafnarfjarðar af hólmi, er tímanna tákn og vott- ur um breytt almenn viðhorf, sem lofa góðu. Það að bæjar- fulltrúi Alþýðubandalags skuli einn andæfa í þrjósku úreltra viðhorfa segir og sína aftur- haldssögu, sem óþarfi er að fjölyrða frekar um. Almenningshlutafélög eru hluti af þeirri framvindu að opna íslenzkt þjóðfélag, þróa það til kerfisbreytinga sem orðið hafa með öðrum þjóðum, sem lengst hafa náð í verðmæt- um, þjóðarframleiðslu á hvern vinnandi einstakling, kjörum almennings og afkomuöryggi. Það er mjög mikilvægt að þau viðhorf fái byr í segl, sem horfa til meira frjálsræðis og fram- taks í öllum greinum atvinnu- lífs og menningarstarfs hér sem annars staðar, ef við eig- um að halda hlut okkar sem velferðarríki — og búa börnum okkar jafn góða kosti og beztir bjóðast annars staðar í næstu framtíð. Samþykkt bæjarstjórnar Hafnarfjarðar er athyglisverð vegna straumhvarfa, sem hún markar, en ekki síður vegna þeirrar samstöðu, er um hana varð. Lánsfjár- stýring Velferð þjóða, mikil eða lítil eftir atvikum, er að megin- hluta heimagerð, þó að ytri áhrif komi óneitanlega einnig við sögu. Þegar eiginfjármagn og Iánsfjármagn er takmarkað skiptir meginmáli að fjárfesta þann veg að framkvæmdir og rekstur skili kostnaði sínum sem fyrst aftur, ásamt arði til að bera uppi viðunandi lífskjör í landinu. Fjárfestingarsam- tök, sem hvorugt gera, rýra hins vegar almenn lífskjör, jafnvel þó flokka megi undir „félagslegar framkvæmdir". Morgunblaðið greinir frá því í frétt í gær að eigendur jap- anskra skuttogara hér á landi standi nú frammi fyrir við- haldsframkvæmdum (klössun), sem engin lán fást til. Hins vegar standi lánareglur til rúmlega helmings lánsfjár- mögnunar breytinga á skipum, t.d. lengingar þeirra, þó kostn- aður við þær framkvæmdir sé margfaldur venjulegur „klöss- unarkostnaður". Svo er að sjá sem hin dýrari leið kunni í vissum tilfellum að vera sú eina færa til áframhaldandi úthalds vegna gildandi láns- fjárstýringar. Staða útgerðar er ekki sterk vegna aflatakmarkana, verð- falls sjávarvöru erlendis og skuldastöðu flestra fyrirtækja í þessari atvinnugrein. Það er því sýnt að ekki er á bætandi fjárfestingar- og skuldaklakk útgerðarfyrirtækja umfram það sem brýnasta nauðsyn krefur. Ef rétt er, að lánaregl- ur ýti undir hinir kostnaðar- samari viðhaldsleiðir, hjálpar það ekki til að ná endum sam- an í rekstrardæmi útvegsins, fremur hið gagnstæða. Lánsfjárstýring er ekki sízt hagstjórn sem máli skiptir hvern veg er beitt. Lánareglur þurfa viðvarandi endurskoðun- ar svo þær gagni sem bezt á hverri tíð og taki mið af breyti- legum aðstæðum. Finnbogi Jónsson varamaður f stjóm Landsvirkjunar: Umframorka Lands- vírkjunar alltof míkil „ÉG TEL ad það sé enn hægt að skera verulega niður á lánsfjáráætlun til Landsvirkjunar. Ég held að það sé hægt að skera að minnsta kosti niður í 800 millj. kr. úr þeim 1.200 millj. kr., sem nú eru áætlaðar," sagði Finnbogi Jónsson verkfræðingur og varamaður Ólafs Ragnars Grímssonar Alþýðubandalagi í stjórn Landsvirkjunar, en hann lagði fram greinargerð á fundi stjórnarinnar í gærmorgun þar sem hann deilir hart á stefnu stjómar Landsvirkjunar í virkj- unarframkvæmdum. Hann segir m.a., að fjárfestingar Landsvirkjunar undanfarin ár hafi verið alltof miklar og þar af leiðandi hafi kaupverð almennings á raforku á árinu 1984 verið um 40% hærra vegna vaxtakostnaðarins af umframork- unni. Finnbogi sagði m.a. í viðtali við Mbl., að hann hefði bent á það strax á miðju ári 1983, að umframorka Landsvirkjunar væri alltof mikil og of kostnaðarsöm. Hann sagði að nú næmi umframorka Landsvirkjunar á milli 700 til 750 gígawattstundum og ef reiknað væri með að hver gíga- wattstund kostaði 150 mill þá næmi kostnaður þessarar umframorku 4—4% milljarði króna. Finnbogi var spurður hvar hann vildi helst skera niður. Hann svaraði: „Ég held að það sé hægt að skera niður í að minnsta kosti 800 milljónir króna og jafnvel meira með því að draga úr eða hefja ekki framkvæmdir við 5. áfanga kvíslaveitna. Það má byrja á þeim áfanga, þegar markaður er fyrir orkuna. Það er aftur á móti meiri spurning varðandi Blönduvirkj- un. Það er hugsanlegt að fresta henni eitthvað og skera þá enn frekar niður, en það er hins vegar erfiðara að fresta Frá framkvæmdum við Hrauneyjafossvirkjun fyrir nokkrum árum. slíkum framkvæmdum sem ná yfir langan tíma, eins og Blönduvirkjun. Það er hægara að ráðast í hinar fram- kvæmdirnar með stuttum fyrirvara." Finnbogi var spurður, hvort hann óttaðist ekki að til atvinnuleysis kæmi á Suðurlandi, ef framkvæmdum við kvíslaveitur yrði frestað. Hann svaraði því til að þeim 400 milljónum kr., sem spöruðust með þessum niður- skurði, mætti verja til nýsköpunar í atvinnulífi á Suðurlandi. Með því móti mætti skapa fleiri ný störf en væru nú við virkjunarframkvæmdirnar. Athugasemd forstjóra Landsvirkjunar: Alvarleg ásökun, byggð á órökstuddum fullyrðingum MORGUNBLAÐINU barst í gær athugasemd sem undirrituö er af for- stjórum Landsvirkjunar vegna greinar- gerðar Finnboga Jónssonar varamanns Olafs Ragnars Grímssonar í stjórn Landsvirkjunar, sem hann lagði fram á stjórnarfundi í gær. Fer athugasemdin hér á eftir. „Á fundi í stjórn Landsvirkjunar í dag var lögð fram greinargerð Finn- boga Jónssonar, varamanns ólafs Ragnars Grímssonar, í stjórn Lands- virkjunar, varðandi umframorkugetu Landsvirkjunarkerfisins og fram- kvæmdaáætlun Landsvirkjunar 1985. í greinargerð þessari koma fram ýms- ar rangar og villandi staðhæfingar um að fjárfestingar Landsvirkjunar í virkjanaframkvæmdum hafi á undan- förnum árum verið óeðlilega miklar og valdið hærra raforkuverði til al- mennings en ella. Þar sem greinar- gerðinni var komið á framfæri við alla þingflokkana áður en stjórnar- fundurinn var haldinn og er nú þegar í höndum fjölmiðla getum við ekki látið hjá líða að gera eftirfarandi athugasemdir, en stjórn Landsvirkj- unar veröur fljótlega gefin sérstök umsögn varðandi staðhæfingar Finn- boga f heild sinni. í greinargerðinni er því haldið fram að Landsvirkjun hafi fjárfest um of í orkuöflunarmannvirkjum sem nemi 4,0—4,5 milljörðum króna. Hér er um mjög alvarlega ásökun að ræða sem byggð er á órökstuddum fullyrðing- um. Ef staðhæfingar þessar væru réttar fæli það í sér að sú krafa væri gerð til Landsvirkjunar að hún virkj- aði í það smáum einingum á hverjum tíma að orkuframboð og eftirspurn væru ávallt jöfn frá ári til árs. Hér er um mikla meinloku að ræða þvi allir, sem við virkjanaáætlanir fást, vita að slíkt er hvorki framkvæmanlegt né arðvænlegt. Athuganir hafa sýnt að virkjunarkostir sem eru af stærðar- gráðunni 500—1000 GWst eru að jafn- aði hagkvæmastir miðað við okkar að- stæður til þess að mæta aukningu hins almenna markaðar. Fyrstu árin eftir að slíkir virkjunarkostir eru teknir f notkun er þvf óhjákvæmilega um mikla umframorku að ræða f orkukerfinu, ef eingöngu er virkjað fyrir hinn almenna markað. Það er þvf gjörsamlega út í hött að staðhæfa eins og gert er f umræddri greinar- gerð að orkuverð til almenningsveitna sé, nú á fyrstu árum Hrauneyjafoss- virkjunar, 50% of hátt vegna um- framgetu í kerfinu. Eins og kunnugt er var fyrsta vél Hrauneyjafossvirkjunar gangsett haustið 1981 og sú þriðja og síðsta í ársbyrjun 1983. Hrauneyjafossvirkj- un var örugglega ekki fyrr á ferðinni en tímabært var, sem orkuskorturinn á árunum 1979—1981 ber glöggt vitni um. Þegar Hrauneyjafossvirkjun var tekin í gagnið olli hún þvf að í stað orkuskorts myndaðist um 700 GWst árleg umframgeta. Var þetta f sam- ræmi við áætlanir. Hliðstæð um- framgeta myndaðist þegar Búrfells- virkjun og Sigölduvirkjun voru gang- settar. Árleg aukning á hinum inn- lenda markaði og orkueftirspurn stór- iðjufyrirtækja nýttu síðan smám saman alla orkugetu þessara virkj- ana. Tímasetning Blönduvirkjunar hef- ur miðast við það, að hún væri komin í rekstur haustið 1988. Samkvæmt þeirri orkuspá, sem lögð var til grundvallar tímasetningu virkjunar- innar, virtist einnig vera nauðsynlegt að ráðast í orkuaukandi aðgerðir á Þjórsársvæðinu svo sem Sultartanga- „í FYRNTA lagi verð ég að segja það að mér virðist að greinargerð Finnboga og meðferð hans á henni bendi til þess, að hann hafi meiri áhuga á að þyrla upp moldviðri út af þessu máli heldur en leita að skynsamlegustu og hagkvæm- ustu leið í orkumálum," sagði Jóhannes Nordal formaður stjórnar Landsvirkjun- ar, er hann var spurður álits á greinar- gerð Finnboga Jónssonar varamanns í stjórn Landsvirkjunar, sem hann lagði fram á stjórnarfundi í gærmorgun. Mbl. ræddi við Jóhannes vegna þessa máls og eins vegna nýrra frétta um endurskoðun á orkuþorf landsmanna. Jóhannes sagði ennfremur vegna greinargerðar Finnboga: „Það er í fyrsta lagi ljóst, að ef byggja á upp raforkukerfið i stórum áföngum þar sem taka verður fjárfestingarákvarð- anir löngu fyrirfram, þá er óhjá- kvæmilegt að á mörgum árum verði um að ræða meiri afkastagetu en markaður er fyrir á hverjum tíma. Meginástæðan fyrir þvf að nú er um að ræða umframorku er sú, að ennþá gætir áhrifa af þvf að Hrauneyja- fossvirkjun, sem er stórvirkjun, kom í gagnið árin 1981 til 1983 og úr því að ekki var um að ræða neina nýja stór- iðju hlýtur að taka þó nokkur ár að nýta þessa orku. í öðru lagi deilir Finnbogi mjög á Landsvirkjun fyrir það að hafa f sín- um orkunýtingaráætlunum ákveðið orkumagn til öryggis fyrir orkuskorti og áföllum, sem kerfið getur orðið fyrir. Það er skoðun Landsvirkjunar og hennar sérfræðinga að þetta ör- yggi sé nauðsynlegt og byggir það m.a. á reynslunni á árunum 1979 og 1982 en á þeim árum þurfti samtals stíflu og kvíslaveitur á tfmabilinu fram til gangsetningar Blönduvirkj- unar. Nú hafa hins vegar mál skipast þannig að sterkar líkur eru á að orkuspárnefnd muni gefa út nýja orkuspá sem geri ráð fyrir verulega minni aukningu á orkueftirspurn hins almenna markaðar. Af þessum ástæð- um og með tilliti til ríkjandi óvissu um aukningu orkufreks iðnaðar sam- þykkti stjórn Landsvirkjunar á fundi sínum hinn 6. desember sl. að leitast við að skera niður framkvæmda- og rannsóknaáætlun Landsvirkjunar fyrir árið 1985 um 200 milljónir króna. Var iðnaðarráðherra samdæg- urs gerð grein fyrir þessu í sérstöku að draga úr orkusölunni um 700 kfló- wattstundir og það þýddi verulegan kostnað fyrir viðskiptamenn Lands- virkj'unar og þar með olíukostnað." Jóhannes vísaði að öðru leyti til at- hugasemda forstjóra Landsvirkjunar við greinargerð Finnboga, sem birtar eru í heild hér á opnunni. Eins og fram kom í frétt f Morgun- blaðinu í gær vinnur stjórn Lands- virkjunar nú að endurskoðun á virkj- anaframkvæmdaáætlun þessa árs með hliðsjón af nýjum upplýsingum um minni þörf á raforku hérlendis á þessu og næstu árum, heldur en gert var ráð fyrir f áætlunum Orkuspár- nefndar sem birtar voru 1983. Endur- skoðun stjórnar Landsvirkjunar hófst í desembermánuði og er áætlað að henni Ijúki f febrúar. Jóhannes var beðinn að gera nokkra grein fyrir stöðu þessara mála. Hann sagði fyrst, að það hefði verið að koma í Ijós und- anfarið að vöxturinn í eftirspurn eftir orku hér innanlands hefði verið hæg- ari en fyrri orkuspár gerðu ráð fyrir. Orkuspáin sem síðast var endurskoð- uð árið 1983 hefði nú um tíma verið í endurskoðun. Þó henni væri ekki lokið væri þegar vitað, að hún gerði ráð fyrir minni vexti í orkunotkun næstu árin, sem bættist við það að minni vöxtur orkunotkunar hefði verið sfð- ustu tvö árin en áður var reiknað með. Þetta væru ástæður þess að stjórn Landsvirkjunar hefði talið nauðsyn- lega endurskoðun framkvæmdaáætl- ana. Jóhannes sagði sfðan: „Þegar lánsfjáráætlun var til meðferðar í haust var þetta mál til umræðu og áður en lánsfjáráætlun var lögð fram bréfi þar sem jafnframt var upplýst að fram múndi fara ítarleg endur- skoðun á framkvæmda- og rann- sóknaáætlun ársins 1985 að fengnum frekari upplýsingum um endurskoðun orkuspár og mat á öryggiskröfum. Þessi endurskoðun er nú f gangi og er áætlað að niðurstöður hennar liggi fyrir í byrjun næsta mánaðar. Síðan Hrauneyjafossvirkjun kom í rekstur hefur orkugeta Landsvirkjun- arkerfisins verið aukin nokkuð með tilkomu Sultartangastíflu, sem var tekin f notkun í ársbyrjun 1983. Stífl- an var hins vegar fyrst og fremst reist til að auka rekstraröryggi Búrfells- virkjunar. Þá hefur orkugetan einnig verið nokkuð aukin með fyrstu áföng- um kvíslaveituframkvæmdanna. Vegna þessa og þess að orkueftir- spurn hins almenna markaðar hefur aukist minna undanfarin ár en orkuspár gerðu ráð fyrir hefur um- framgetan staðið nokkurn veginn í stað. í umræddri greinargerð er deilt mjög á þá öryggiskröfu Landsvirkjun- ar, að ætíð skuli vera tiltækar 250 á Alþingi var ákveðið með samþykki stjórnar Landsvirkjunar að stefna að þvf að lækka fjárveitingar til fram- kvæmda um 200 millj. kr. frá fýrri áætlunum Landsvirkjunar, það er úr 1.400 millj. kr. í 1.200 millj. kr. Þegar stjórn Landsvirkjunar gekk frá því máli var ennfremur ákveðið að taka framkvæmdaáætlun þessa árs og reyndar næstu ára til gagngerrar endurskoðunar. Þeirri endurskoðun verður væntanlega lokið í næsta mán- uði, þó endanlegar niðurstöður frá Orkuspárnefnd verði ekki komnar fyrr en seinna í vetur. Við gerum ráð fyrir að vera búnir að endurskoða áætlunina fyrir árið 1985 í næsta mánuði. í viðbót við það að aukningin í raf- orkusölu virðist vera minni hér á landi eins og vfða annars staðar, með- al annars vegna orkusparnaðar, þá hefur efnahagsástandið og minni hag- vöxtur hérlendis einnig haft áhrif. Orkustaðan hefur auk þess verið sér- staklega hagstæð að undanförnu vegna þess að góður vatnsbúskapur er nú annað árið i röð vegna mikillar úrkomu. En eins og menn muna þá varð á árunum 1979 til 1982 að taka upp mjög mikinn niðurskurð á orku- sölu og skömmtun vegna slæms vatnsbúskapar. Einnig var þá mikiu fé varið til framleiðslu raforku f olfu- kyntum stöðvum. Þetta hefur breyst f bili en á það er að sjálfsögðu ekki að treysta. Við verðum að vera við því búnir að tryggja orku bæði í þurrum árum og votum og munurinn þarna á er geysilega mikill, eða allt að 500—600 gigavattstundir i fram- leiðslu milli slæmra og góðra vatns- ára.“ GWst á ári í orkuöflunarkerfinu um- fram það sem orkuspá gerir ráð fyrir. Þessi öryggisráðstöfun var ákveðin þegar sýnt þótti, svo sem í orkuskort- inum 1979—1981, að forsendur í orku- getuútreikningum væru ekki eins traustar og áður hafði verið talið. Við þess ákvörðun var m.a. höfð hliðsjón af hliðstæðum öryggiskröfum, sem gilda á Nýja-Sjálandi, þar sem að- stæður eru um margt svipaðar og hér. Jafnframt var ákveðið, að fram- kvæma ítarlega rannsókn á örygg- iskröfunum og skipuðu Landsvirkjun, Rafmagnsveitur ríkisins og Orku- stofnun sameiginlega nefnd sérfræð- inga í því skyni, sem hóf störf síðla árs 1982. Rannsókn þessi hefur orðið mun erfiðari og tímafrekari en gert var ráð fyrir og niðurstöður því ekki fengnar, en óhætt er að segja, að þær athuganir sem hafa þegar verið gerð- ar bendi til, að umrædd öryggiskrafa eigi rétt á sér. Reykjavík, 10. janúar 1985, Halldór Jónatansson forstjóri, Jóhann Már Maríusson aðst.for- stjóri. Jóhannes var spurður, hvaða áætl- aðar framkvæmdir kæmi helst til mála að hægja á eða fresta á árinu. Hann svaraði: „Það er fyrst og fremst um það að ræða á þessu stigi málsins að ákveða hversu hratt á að fara á árinu 1985 og gefa með því tíma til að meta betur hver framkvæmdaþörfin verður á síðari árum. Líklega verður helst um það að ræða að draga úr framkvæmdum við kvíslaveiturnar, sérstaklega 5. áfanga þeirra, svo og að fresta aukningu miðlunar í Þóris- vatni. Sömuleiðis verður að sjálfsögðu einnig að meta framkvæmdahraða við Blönduvirkjun. Allt er þetta ennþá í deiglunni og við teljum óskynsamlegt að tjá okkur um það á þessu stigi málsins hversu langt á að ganga, fyrr en búið er að endurskoða þessar áætl- anir betur. Við vonumst til að það gerist nægilega snemma þannig að það geti ráðið því hvaða framkvæmd- ir verða á þessu ári. Þá sagði Jóhannes að samdráttur- inn hefði einnig áhrif á rannsókna- störf, sem búast mætti við að yrðu minni vegna virkjana sem fyrirhug- aðar væru síðar. Þó væri ákaflega mikilvægt að allar ákvarðanir um frestanir yrðu teknar á þann hátt, að unnt yrði að hraða framkvæmdum aftur, ef þróun markaðarins breyttist eða ný iðnaðartækifæri kæmu upp, sem hagkvæmt væri að sinna og hefðu þjóðhagslega þýðingu. Formaður stjórnar Landsvirkjunar var í lokin spurður, hvað til þyrfti að koma til þess að ekki þyrfti að hægja á framkvæmdum miðað við þær upp- lýsingar sem nú lægju fyrir. Hann svaraði: „Það er nú þegar búið að taka ákvörðun um nokkra lækkun fjárveit- inga til framkvæmda á þessu ári. Það má segja að miðað við þær upplýs- ingar sem eru fyrirliggjandi þá þyrfti til að koma fullvissa um aukna sölu til iðnaöar mjög fljótlega til þess að ekki yrði skynsamlegt að draga enn frekar úr framkvæmdum allavega á árinu 1985.“ Hann sagði aðspurður að þær upplýsingar yrðu að liggja fyrir strax á fyrri hluta þessa árs. „Við viljum byggja á sem traustustum grunni,“ voru lokaorð hans. Jóhannes Nordal formaður stjómar Landsvirkjunar: Líklega verður framkvæmd um við kvíslaveitur frestað — Aukning miðlunar í Þórisvatn AF ERLENDUM VETTVANGI eftir STEPHEN R. WILSON Nýjar aðstæður í ind- verskum stjórnmálum vekja umtal og óvissu AFHROÐ ÞAÐ sem stjórnarandstaðan í Indlandi galt í nýafstöðnum þingkosningum hefur orðið til þess að ýmsir óttast að í raun taki við hálfgildings eins flokks kerfi, sem ekki kunni góðri lukku að stýra. Stjórnmálasérfræðingar eru flestir sammála um að hinir öldnu stjórnar- andstöðuleiðtogar Indlands geti sjálfum sér um kennt öðrum fremur hversu gersigraðir þeir voru. Sömu sérfræðingar vara hins vegar hinn lítt reynda Rajiv Ghandi við því að líta á úrslitin sem grænt Ijós til hroka- fullrar stjórnsýslu. Einn mikils metinn og virtur stjómmálasérfræðingur, H.K Dua, ritaði nýlega í „Inde- pendant Indian Express", að svo mikill kosningasigur, sem Ghandi státaði nú af, gæti auð- veldlega orðið til þess að stjórn- völd myndu vart sinna kjósend- um, „slíkur sigur getur orðið til þess að stjórnmálamennirnir gleymi kosningaloforðum sin- um“. Annað blað sem gjarnan er haft í hávegum, „India Today,“ sagði að slíkur sigur gæti gert þátttöku þingsins i stjórn lands- að breyting þessi verði að veru- leika og ekki að ástæðulausu, aldrei hefur það verið trúlegra né auðveldara viðfangs fyrir for- sætisráðherra landsins. Þeir sem mesta afhroðið guldu voru flokkar sem sótt hafa fylgi um ríkið allt. Saman unnu þeir aðeins 47 þingsæti og leiðtogar tveggja þessara flokka, A.B. Vaijpayee, leiðtogi Baratiya Janata-flokksins, og Chandra Chekar, leiðtogi Janata-flokks- ins, voru hinir sigruðu. Báðir þóttu eigi ólíkleg forsætisráð- Kongres-flokknum, síðan með því að lofa þjóðinni samsteypu- stjórn. Það var hins vegar eins og ausa olíu á eld, því of stutt er síðan að slíkt var reynt án árangurs undir forystu Janata- flokksins árin 1977—79 og fólk hafði áhuga á slíku á ný. Auk þess lá það allt of mikið i augum uppi að úr því að stjórnarand- stöðuflokkarnir gátu ekki komið sér saman um kosningabandalag var engin ástæða til að ætla að þeir gætu dregið sig saman i eina sæng í samsteypustjórn. Einn stjórnmálafréttaskýrandi, sem ritar í vinstrisinnað blað, komst svo að orði um þessa frammistöðu, að stjórnarand- staðan minnti nú einna helst á ömurlegt sýnishorn fornaldar- dýrs eða nátttrölls sem dagað hefði uppi. Önnur meginástæða Rajiv Gandhi forsætisráðherra Indlands. ins að engu og komið í veg fyrir eðlilega þróun stjórnmála i land- inu. Aldrei í 37 ára sögu lýðræðis í Indlandi hefur stjórnarandstað- an verið jafn fáliðuð á þinginu. Af þeim 507 sætum neðri deild- arinnar, sem kosið hefur verið um, tilheyrir minna en fimmt- ungur andstöðunni. Alls eru sæt- in 542 talsins og stjórnmálasér- fræðingar telja ekki ástæðu til að ætla annað en að stjórnin haldi vel sínu þar sem enn hefur ekki verið kosið og jafnvel þó að andstaðan vinni þar aðeins á er meirihluti stjórnarinnar of alger til að það breyti miklu. Það er í Assam og Punjab-ríkjum sem fresta varð kosningunum á dög- unum vegna snjókomu, dauða frambjóðenda og iðnaðarslyssins í Bhopal. Það sem þykir mest um vert er að Rajiv Ghandi forsætisráð- herra hefur nú stuðning meira en tveggja þriðju hluta þing- manna og með slíkan stuðning á bak við sig getur hann gert breytingar á stjórnarskránni og ein breyting, sem búist er við að hann geri, er sú sem lengi hefur verið skeggrædd og mikið rifist um á Indlandi, en hún felur í sér meiri völd til forseta á kostnað ríkisstjórnar. Aldrei hefur stjórnarandstaðan óttast meira herraefni fyrir kosningarnar, en nú hangir spurningarmerki yfir frekari þátttöku þeirra í ind- verskum stjórnmálum. Nokkrir stjórnarandstöðuleið- togar telja sig ekki hafa komið svo ýkja illa frá öllu saman og má þar nefna hinn 83 ára gamla Charan Singh, leiðtoga Verka- manna- og bændaflokksins. Þó er flokkur hans pínulítill og hef- ur aðeins yfir 3 þingsætum að ráða. Tveir flokkar, sem eru mjög staðbundnir, eru nú aðal- öflin í stjórnarandstöðunni og má þá fyrst nefna Telegu Des- am-flokkinn, stjórnarflokkinn i Ándra Pradesh-ríki, en leiðtogi hans er fyrrum kvikmynda- stjarna, Rama Rao. Flokkur þessi fékk 28 þingsæti, öll i Andra Pradesh. Síðan má nefna Kommúnistaflokkinn, sem sækir nær allt sitt fylgi til Vestur- Bengal, en flokkur þessi hreppti 22 þingsæti. Það kom fleira en eitt til þegar stjórnarandstaðan hrundi í Ind- landi. 1 fyrstu má nefna eilifar erjur og flokkadrætti, rifrildi og ósamstöðu andstöðuleiðtoganna, en það framferði hefur stórlega rýrt traust þeirra i augum al- þýðunnar. Þrátt fyrir það reyndu þeir að lokka kjósendur, fyrst með því að freista þess að stofna kosningabandalag gegn fyrir sigri Kongres var morðið á Indiru Ghandi sem fyllti marga Indverja samúð i garð Rajivs Ghandi. En eitt geta andstöðuflokk- arnir huggað sig við og það er, að þrátt fyrir hinn mikla kosn- ingasigur Kongres-flokksins féll mikið magn atkvæða andstöðu- flokkunum í té. Spurning hvort þeir geti fært sér það i nyt við það stjórnkerfi, sem rikir i Ind- íandi, svo ekki sé minnst á það sem kann að vera i uppsiglingu i kjölfar kosningasigursins. Ýmsir eru þeirrar skoðunar að andstað- an eigi sér aldrei viðreisnar von úr þessu vegna þess að yfirburð- ir Kongres á þinginu séu nægir til að bæla og breyta eftir geð- þótta. Það skyldi þó aldrei vera að málin fari með öðrum hætti, forsætisráðherrann Rajiv Ghandi virðist hógvær og ró- lyndur maður. Hann hefur ekk- ert gert enn sem bendir til að hann muni misnota það vald sem hann hefur náð. Og hann hefur fullyrt að hann muni ráðfæra sig stjórnarandstöðuna um innan- ríkismál Indlands. Er beðið átekta eftir að sjá hvert fram- haldið verður. Stepben Wilson er frétiaskfnndi bji AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.