Morgunblaðið - 11.01.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.01.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 1985 + Eiginmaöur minn og faöir okkar, KARL GUÐMUNDSSON, Hjaröarhaga 44, Raykjavík, lést I Landakotsspitala fimmtudaginn 10. janúar. Markússlna S. Markúsdóttir, Guðmundur R. Karlsson, Ólafur R. Karlsson. Faöir okkar MAGNOS INGIMARSSON, Hllöarvegi 36, Kópavogi, lést þann 8. janúar sl. I Borgarspitalanum. Jaröarförin auglýst siöar. BAra Magnúsdóttir, Helga Magnúsdóttir, Ingimar Magnússon, Anna Magnúsdóttir, Steinunn Magnúsdóttir, Bjarki Magnússon. + Eiginmaöur minn, ADALSTEINN PÉTURSSON laaknir, Klettavlk 11, Borgarnesi, andaöist miövikudaginn 9. janúar. Jarðarförin auglýst siöar. Halldóra Karlsdóttir. + Eiginmaöur minn og faöir okkar, SIGURBJARNI TÓMASSON, Hólmgaröí 14, andaöist 9. þ.m. i Landakotsspitala. Gíslina Guömundsdóttir og börn. + Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, ÞÓRARINN VIGFÚSSON, Frostaskjóli 9, Reykjavlk, lést á heimili sínu miövikudaginn 2. janúar sl.Útför hans hefur farið fram. Þökkum auðsýnda samúö og vináttu. Klara Hallgrimsdóttir, Ragnhitdur Rósa Þórarinsdóttir, ívar H. Jónsson, Jóhann H. Þórarinsson, Ásdís Jónsdóttir, Þórarinn V. Þórarinsson, Ásdis Guðmundsdóttir, og barnabörn. + Eiginmaöur mlnn og faöir okkar, GISSUR GISSURARSON fyrrum bóndi og hreppstjóri Selkotí, Austur-Eyjafjöllum, veröur jarösunginn frá Eyvindarhólakirkju laugardaginn 12. janúar kl. 14.00. Ferö veröur frá BSÍ sama dag kl. 11.00 f.h. Gróa Sveinsdóttir og börn. + Útför eiginkonu minnar og móöur okkar, ÖNNU HALLDÓRU SNORRADÓTTUR, Kirkjugerði 7, Vogum, fer fram frá Kálfatjarnarkirkju laugardaginn 12. janúar kl. 14.00. Hreiöar Guömundsson, Magnús Hlynur Hreiðarsson, Snorri Hreióarsson. Hulda Victors- dóttir - Minning Fædd 9. maí 1926 Dáin 2. janúar 1985 „Gott er sjúkum að sofna, meðan sólin er aftanrjóð, og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð." (D.S.) Kallið er komið, strangri sjúkralegu er lokið, Hulda hefur kvatt þessa jarðvist, nú er hennar þjáningum lokið. Við vissum öll að hverju stefndi, en okkur setur samt hljóð, og við spyrjum þvi sumir þurfi að þjást svona mikið, en við fáum ekkert svar. Dugmikil sæmdarkona er fallin frá. Hulda Victorsdóttir vann mikið og gott starf í Kvd. SVFÍ um margra áratuga skeið, sem ritari og síðan formaður deildarinnar en hún tók við formennsku er Gróa Pétursdóttir lést og það var vandasamt verk svo ástsæl og mikill foringi sem Gróa heitin var. En Hulda var sínu starfi vaxin. Þetta var hennar hjartans mál, allt sem slysavarnamál snerti var henni hugleikið, í tæpan áratug var hún formaður Kvd. SVFÍ í Reykjavík og einnig átti hún sæti í aðalstjórn SVFÍ og var heiðursfé- lagi þess. Eg átti eina kvöldstund með henni í nýja húsinu í Birkihlíð í vor sem leið, og hún var svo ham- ingjusöm yfir húsinu og útsýninu yfir sjóinn og suður fjöllin. Hún hlakkaði til að gróðursetja og hlúa að lóðinni og henni var svo einkar lagið að fegra og laga í kringum sig, enda mjög listræn í sér, þess bar heimili hennar gleggstan vott. Hulda var gift Antoni Sigurðs- syni og áttu þau tvær dætur, önnu Eygló og Ernu Björk, sem báðar eru giftar og búsettar í Reykjavík, og barnabörnin eru þrjú og voru þau sólargeislar ömmu sinnar. Eg þakka Huldu að leiðarlokum góða og lærdómsríka kynningu og ég mun aldrei gleyma þeim hlýju orðum sem hún sagði við mig er ég sá hana í síðasta sinn á Landspít- alanum í desember sl. Góður guð styrki ástvini hennar. „Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (V.B.) „Far þú í friði, friður guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. (V.B.) Guðrún S. Guðmundsdóttir Merk slysavarnakona er fallin í valinn, langt um aldur fram. Þar hefur Kvennadeild SVFÍ í Reykja- vík misst eina af sínum dugmestu konum. Hulda var slysavarnakona af lífi og sál. Ung að árum sótti hún fundi með móður sinni, Eygló Gísladóttur, en hún var ritari deildarinnar í 17 ár eða til ársins 1966, er Hulda tók við ritarastörf- um til ársins 1973. Formaður deildarinnar var hún kosin eftir lát frú Gróu Péturs- dóttur, sem verið hafði formaður í 25 ár. Hulda stjórnaði kvenna- deildinni af miklum dugnaði í 8 ár, eða til ársins 1981 að hún lét af stjórnarstörfum. Starfaði hún af krafti í mörgum nefndum og var alltaf boðin og búin til starfa, og lét ekki sitt eftir liggja, þó hún gengi ekki heil til skógar. Hulda var mjög söngelsk og söng með kór Kvennadeildarinnar í Reykjavík á meðan hann starf- aði. Seinasta verkefni fyrir okkur var undirbúningur fyrir afmælis- fund sl. vor og flutti hún okkur þar lokaorð kvöldsins. Hin dugmikla forystukona, sem nú er horfin okkur, skrifar í 50 ára afmælisrit Kvennadeildarinnar eftirfarandi: „Á ég þá ósk heit- asta, öllum kvennadeildum og öðr- um félögum Slysavarnafélagsins til handa, að starf þeirra einkenn- ist af sömu velvild, samhug og fórnfýsi, sem þar hefur setið í fyrirrúmi hingað til, munu þá störf félagsins blessast og bera ríkulegan ávöxt. Nú eru horfnar yfir móðuna miklu flestar af þeim konum, sem unnu brautryðjenda- starf kvennadeildarinnar af mik- illi elju og fórnfýsi. Minning þeirra og þakklæti mun lifa í hjörtum okkar allra nú og í fram- tíðinni. Merki þeirra munum við halda á lofti." Blessuð sé minning Huldu Vict- orsdóttur. F.h. Kvennadeildar Slysa- varnafélags íslands í Reykja- vík, Gréta María Sigurðardóttir. í dag verður lögð til hinstu hvíldar frú Hulda Victorsdóttir, er lést í Landspítalanum 2. janúar sl., langt um aldur fram, eða að- eins 58 ára að aldri. Hún hafði háð erfiða baráttu við sjúkdóm sinn og verið í sjúkrahúsi að mestu síð- ustu 5 mánuði, en samt kom and- lát hennar á óvart, ekki síst vegna þess, hve mikinn styrk og þrótt hún sýndi allt fram undir það síð- asta. Var það og einkennandi fyrir Huldu að berjast til þrautar og það var henni síst að skapi að beina athygli að sjálfri sér eða veikindum sínum. Við þau varð hún þó að berjast meira og minna síðustu 7 ár ævi sinnar. Hulda Victorsdóttir fæddist í Reykjavík 9. maí 1926 og var næstelsta barn foreldra sinna, hjónanna Victors Kr. Helgasonar, veggfóðurmeistara, og Pálínu Eyglóar Gísladóttur. Systkini Huldu eru Ingvi, húsgagnasmiður, Eygló, söngkona, Helgi, verslunar- maður, og Gísli, múrari, og eru þau öll á lífi. Á heimili foreldra þeirra var tónlist í hávegum höfð og mikið sungið og leikið á hljóð- færi. Það var því ekki að undra að Hulda tæki síðar mikinn þátt í sönglífi hér í borg. Lærði hún söng hjá Sigurði Dem. Franssyni og söng í ýmsum kórum um alllanga hríð, m.a. í Þjóðleikhúskórnum og Fríkirkjukórnum. Einnig voru þær systur, Hulda og Eygló, fremstar í flokki þegar stofnaður var kór kvennadeildar SVFÍ í Reykjavík, sem söng um árabil við miklar vinsældir. Kransar; kistuskreytingar BORGARBLOMÍÐ SKÍPHOLTÍ 35 SÍMÍ: 32213 + Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlót og útför fööur okkar, tengdafööur og afa, HELGA SIGURDAR EGGERTSSONAR. Jóhann Helgason, Eiríkur Helgason, Ellen Sveins, Ólafia Erlingsdóttir og barnabörn. + Viö þökkum af alhug samúö og vináttukveöjur og alla þá viröingu sem sýnd var minningu eiginkonu minnar, móöur okkar, dóttur, tengdamóöúr ömmu og langömmu, ELÍNAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Blönduhliö 22. Jóhannes Hannesson, Gyöný Guömundsdóttir, Hannes Jóhannesson, SvavarJóhannesson, Halldóra Svavarsdóttir, Már Karlsson, Elin Jóhanna Másdóttir, Stefania Maria Mésdóttir, Jónina Jóhannesdóttir, Elin Svavarsdóttir, Kristján Már Arnarson, Guöný Viktoria Másdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug vegna andláts og jaröarfarar JÓHANNESARÞORSTEINSJÓHANNESSONAR, Hellissandi. Svandis Elimundardóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.