Morgunblaðið - 11.01.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.01.1985, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 1985 lá hún í dái i hálft ár, en vélar og læknavísindin héldu lifinu í mæðgunum. Þegar barnið var tilbúið, fæddist það einfaldlega, að visu með hjálp lækna sem námu það brott með keisara- skurði. Barninu heilsaðist vel og unga móðirin var einnig á bata- vegi, en átti þó augljóslega fram- undan erfiða tima vegna meiðsla sinna. Loks fékk hún meðvitund og það fyrsta sem við henni blasti var eiginmaður hennar Steve og bar hann fallegt mey- barn. „Bara að við ættum svona fallegt barn,“ andvarpaði hún þá og gerði sér enga grein fyrir þvi að hún átti i raun barnið. Voru endurfundirnir þeim mun gleði- legri .... HENNÝ HERM ANNSDÓTTIR „Loks endaði ég með dansbakteríuna“ Eg ætlaði bara að fara i þennan danska dansskóla aftur og sjá hvað væri að gerast í dansi í dag, komast í smá þjálf- un og endurmennta mig aðeins. En þegar á staðinn kom breytt- ust ðll mín áform. Það er Henný Hermannsdóttur sem er að segja frá, en hún er nýkomin ásamt fjölskyldu sinni frá Danmörku þar sem hún stundaði dansnám. Blm. og ljósm. Mbl. heimsóttu hana í dansskóla Hermanns Ragnars og yfirheyrðu. Eg heillaðist gjörsamlega af barnajazzi, leikrænni tjáningu og fleiru i tengslum við börn. Dóttir mín fimm ára, Unnur Berglind, sem var með i förinni, þ.e.a.s. á sama aldri og ég var i fyrsta skipti þegar mamma og pabbi fóru út með mig. Hún varð afskaplega spennt fyrir jazzin- um og ég sá i huga mér að þetta myndi vanta gjörsamlega hér heima. Ég skellti mér þess vegna i stífa þjálfun og sótti námskeið bæði hér, i Sviþjóð og á fleiri stöðum. — Lærðu foreldrar þinir við þennan sama skóla? Já, þá hét hann Carlsens Insti- tut og þau voru alltaf þarna öðru hvoru. Ég var þar mikið sjálf, því auðvitað var maður alltaif að biða eftir mömmu og pabba og tók þá danstima i ýmsu, ballett, jazzi, steppi o.s.frv. og loks end- aði ég með dansbakteríuna. Auk þess að vera svo alltaf í dans- skólanum hjá þeim var ég í Þjóð- leikhúsinu. — Þið voruð að opna aftur dansskóla Hermanns Ragnars eftir að hann hafði verið lokaður í nokkurn tíma, ekki satt? Jú, skólinn opnaði i ágúst sl. og þá var ég ennþá erlendis. Hann hefur ekki verið starfandi i 5 ár sem heilsársskóli þó við pabbi höfum alltaf kennt af og til. Nú kennum við hér öll, pabbi og mamma samkvæmisdansa fyrir alla aldurshópa, en ég er með börnin i jazzinum og fleiru. Mér finnst mjög gaman að kenna börnum og hef f raun allt- if yerið mikil barnakona. Það er búið að vera svo mikið að að við höfum ekki getað t öllum beiðnum um barna- stfma. Þetta hefur verið mik- nna síðan við komum heim hef einnig stórt heimili og varla sest niður og slappað íðan í september fyrr en nú jólin að ég lagðist i dvala og mærðistírrirl Ertu í fyrirsætustörfq Nei, ég hef samasen kowRBjHÍ r þó ég áðsl^fe^i^TSfei'nein^ a sýninpi i Joan réð ekki ráðahagnum ein vf hefur verið gaumgæfilega gert skil, að hin eina og sanna Joan Collins sé í þann mund að ganga í heilagt hjónaband með myndarlegum sænskum vini sínum Peter Holm. Það segir ekki alla söguna og þvf fer fjarri að Joan hafi verið einráð er hún ákvað að taka bónorði Péturs. Manneskja númer eitt í lífi hennar er nefnilega dóttirin, hin 12 ára gamla Katy. Hún varð að leggja blessun sina yfir ráðahaginn og gerði það að lokum eftir nokkra umhugsun. Af hinni ráð- rfku Katy er það annars að segja að hún er ekki sögð hafa áhuga á þvi að feta í fótspor móður sinnar á ieiklistarbrautinni, nei, hún ætlar frek- ar að taka systur Jóan, Jackie Collins, til fyrir- myndar og gerast rithöfundur. Ekki einleikið með tengsl tvíbura Það sjá ailir, að þessar ungu fríðu stúlkur eru tvíburar, Ann og Kim Wil- son, og búa í Heyworth í Englandi. Stúlkubarnið sem þær halda á milli sín er dótt- ir Kim sem er til vinstri. En það fer mörgum sögum um sérkenni tvíbura, þeir eru stundum svo samrýndir að með ólíkindum má kalla. Þessi saga er öfgakennt dæmi um það. Kim varð ófrísk og bar öll einkenni sem því fylgir. En það furðulega var, að Ann gitdnaði einnig, barmur hennar stækkaði og ógleði þjáði hana vægðarlaust morgun hvern í margar vik- ur. Ekki stóðst það að Ann væri ófrísk og læknar stað- festu það, sögðu að hun kall- aði áhrifin fram með hugar- burði. Ann hafði mifelar áhyggjur af ástandi sínu og stal senunni gersamiega af systur sinni. Þær fylgdust gersamlega að, gildnuðu jafnt og þétt og martröð Ann lauk efeki fyrr en systir henn- ar varð léttari. Þá fór Ann að hríðgrennast, en þó ekki fyrr en hún hafði hrofekið skyndi- lega upp af værum blundi við að ferlegur sársauki læsti sig um aðra síðu hennar. Síðan var henni sagt að barnið hennar Kim hefði legið um hríð utan í taug sem olli henni miklum sársauka í síð- unni. Það var því geysilegur léttir i fjölskyldunni er Kim eignaðist fallegt stúlkubarn, hún varð léttari og Ann læknaðist af hugsýkinni. fclk í fréttum Enn gerast kraftaverk Unga konan á myndinni heit- ir Sheila Seppings og er að- eins hálfþrítug. Hún heldur þarna á fallegri, nokkurra mán- aða gamalli dóttur sinni, en það væri ekki í frásögur færandi nema vegna þess að fæðingin var allsöguleg. Þannig var mál með vexti, að Sheila var komin 6 mánuði á leið er hún lenti i ægilegu umferðar- slysi. Hún stórslasaðist og hvorki henni né fóstrinu var hugað líf. Hún var færð meira og minna brotin á gjörgæslu og þar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.