Morgunblaðið - 11.01.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.01.1985, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 1985 Diisseldorf í fjárþrot Frá Jóhaaai laga Gaaaarasjai, fréttariUra MbL í ÞýakaUadL FORTUNA DÚSMldorf í fjérþrot. Allir aftrir en leikmenn vilja hjélpa félaginu. Miklir fjárhagsöröugleikar virö- ast vera í herbúðum Dusseldorf um þessar mundir og eru allir aörir en leikmenn liösins tilbúnir aö veita félaginu aöstoö. Borgin vill láta þá hafa 270.000 þús. mörk sem er mest tekjur þeirra af aug- lýsingum á vellinum. Gladbach og Dortmund gefa þeim eftir greiöslur sem þessi félög eiga inni fyrir leikmenn. Leikmenn eru ekki tilbúnir aö sleppa bónusnum sem er um 10.000 þús. DM á mann á ári. 29. janúar á aö koma ný stjórn og von- ast er til aö nýr formaöur finni pen- inga. THW Kiel sigraði franska landsliðið JÓHANN Ingi gerir þaö gott hjé KM. Liö hans lék í níu líða móti í síöuatu viku og varö í ööru sasti é eftir ungvarsku bikarmaisturun- um aftir tvöfalda vítakeppní. Kiel-liöiö sem Jóhann Ingi þjálf- ar i Þýskalandi tók þátt í stóru móti í síöustu viku sem níu liö tóku þátt í. Kiel vann 7 af 8 leikjum sínum í mótinu, m.a. franska landsliöiö meö sjö marka mun, Zagreb frá Júgóslavíu meö sex mörkum og Hofweir meö fjórum mörkum. Úr- slitaleikur mótsins var viö ung- versku bikarmeistarana og lauk honum með jafntefli, 15—15, og var því gripiö til vítakeppni og þurfti tvöfalda vítakeppni til aö úr- slit fengjust og voru þaö Ungverj- arnir sem fóru meö sigur úr henni. Kiel var meö besta markahlutfalliö t keppninni. Sannar þessi árangur Jóhanns Inga enn frekar hversu góöa hluti hann er aö gera meö Kiel-liöiö. Sigurliö MA í skólamótinu F.v. ofan: Hinrik Þórhallsson, þjálfari, Hjördis Úlfarsdóttir, Rut Magnúsdóttir, Vanda Sigurgeirsdóttir, Þóra Magnúsdóttir, Ólöf Atladóttir og Anna Einarsdóttir. Neóan f.v.: Hulda Pálsdóttir, Tinna Traustadóttir, Helga Erlendsdóttir, Díana Gunnarsdóttír og Linda Jack. Lið MA sigraði Skólamót Knattspyrnusambands íslands fór fram fyrir skömmu eins og skýrt hefur verið frá. Lið MA sigraói í kvennakeppninni eftir aó hafa sigrað í úrslitaleik mótsins á móti fjölbrautaskólanum á Akranesi. Leikió var á gervigrasvellinum í Laugardal. Leikurinn vannst meö einu marki, 1—0, og skoraöi Anna Einarsdóttir sigurmarkió. • Bára Bergmann Erlingsdóttir meö Sjómannabikarinn sem hún hlaut fyrir besta afrek mótsins. Nýárssundmót fatlaðra barna og unglinga: Bára Bergmann vann besta afrek mótsins NÝÁRSSUNDMÓT fatlaóra barna og unglinga var haldiö í Sundhöll Reykjavíkur sunnudaginn 6. janú- ar sl. 24 einstaklingar tóku þátt í mótinu, þar sem keppt var í flokkum blíndra- og sjónskertra, þroskaheftra og hreyfihamlaðra. Meöal gesta á mótinu voru m.a. menntamálaráöherra Ragnhildur Helgadóttir, íþróttafulltrúi ríkis- ins, forseti ÍSÍ auk fleiri gesta. Besta afrek mótsins samkvæmt stiga- og forgjafarútreikningi vann Bára Bergmann Erlingsdóttir, íþróttafélaginu Ösp (þroskaheft), hlaut 460 stig fyrir 50 m bringu- sund á 53,91 sek. i ööru sæti varö Sigrún Huld Hrafnsdóttir, íþrótta- félaginu Ösp (þroskaheft), hlaut 452 stig fyrir 50 m bringusund á 54,80 sek. í þriöja sæti varö Sigrún Pétursdóttir ÍFR, hlaut 432 stig fyrir 50 m baksund á 1:36,65. í mótslok afhenti Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra keppendum öllum viöurkenningar- skjöl fyrir þátttökuna og Báru Bergmann Erlingsdóttur Sjó- mannabikarinn, gefinn af Sigmari Ólasyni sjómanni Reyöarfiröi, fyrir besta afrek mótsins. i ræöu sem menntamálaráöherra Ragnhildur Helgadóttir hélt af þessu tilefni, sagöi menntamálaráöherra aö vel færi á því aö fyrsta mótiö sem haldiö væri á Alþjóöaári æskunn- ar, væri mót sem haldiö væri fyrir fötluö börn og ungmenni og óskaöi hún þeim öllum til hamingju meö þátttökuna í þessu móti. Urvalsdeildin: UMFN gegn ÍR EINN leíkur fer fram í úrvaladeild- inni í körfuknattleik { kvöld. UMFN leíkur gegn ÍR í Njaróvík og hefst leikur liöanna kl. 20.00. Njaróvík hefur forystu í úrvals- deildinni og er sigurstranglegri aöilinn í leiknum í kvöld. • Svissneska skíóakonan Michela Figini getur veriö ánægó, hún hefur unniö góöa sigra í heimsbikarkeppninni á síöustu dögum. f gær vann hún í bruni. mín. 1. Michela Figini, Sviss, 1:41,72 2. Brigitte Oertli, Sviss, 1:42,35 3. Maria Walliser, Sviss, 1:42,58 4. Elisab. Kirchler, Austurr. 1:42,89 5. Laurie Graham, Kanada 1:42,95 6. Liisa Sauijaerui, Kanada, 1:43,07 Forsala á leik FH EINS og skýrt hefur veriö frá þá leikur FH fyrri leik sinn í átta lióa úrslitum f Evrópukeppni meist- araliða í handknattleik hér á landi á sunnudagskvöldiö f Laugar- dalshöllinni. Leikurinn gegn hol- lensku meisturunum hefst kl. 20.30. Forsala á leikinn veröur í íþróttahúsínu í Hafnarfiröi á laug- ardag 12. janúar kl. 13.00 til 17.00 og í Laugardalshöllinni á sunnu- daginn frá kl. 18.00. Figini 7. Siegl. Winkler, Austurr. 1:43,15 8. Katr. Gutensohn, Austurr 1:43,23 9. Karen Stemmle, Kanada 1:43,26 10. Ariane Ehrat, Sviss, 1:43,27 Enn sigrar SEINNA brunið í heimsbikar- keppni kvenna í Bad Kleinkirch- heim í Austurríki fór fram í gssr. Þaö var svissneska stúlkan Mich- ela Figini sem sigraöi aftur og uröu svissneskar stúlkur í þrem efstu sætum eins og f fyrra brun- inu á miövikudag og viröist lítiö geta ógnaö veldi þeirra í bruninu nú um þessar mundir. Figini sagöi eftir keppnina aö hún heföi ekki keyrt eins vel og á miövikudaginn, hún heföi gert mis- tök í efstu portunum og eins á einni hengju er hún kom nirtur allt- of gleiö. Kanadísku stúlkurnar komu nokkuö á óvart í þessu bruni og voru í fimmta, sjötta og níunda sæti. Brautin var 2.670 metrar og var hitastigiö +5 gráöur og mun hlýrra en á miövikudag. Urslit í gær uröu sem hér segir: Handknattlelkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.