Morgunblaðið - 11.01.1985, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.01.1985, Blaðsíða 40
ffgtHlMfllfrtfr ^óling Fyrr en þig grunar! SIADRST lÁNSTRAIIST en þig grunar! Tímapantanir í síma 11630 FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Tveir ákærðir í „skreiðarmálinu“: Gefið að sök að hafa falsað farmskírteini — og þannig fengið greiddar ábyrgðir umfram andvirði skreiðar sem flutt var til Nígeríu EMB/GTTI ríkissaksóknara hefur gefið út ákæru á hendur tveimur mönnum hjá útflutningsfyrirtæki með skreið í skreiðarmálinu svonefnda. Rannsóknarlögregla ríkisins bóf sumarið 1982 rannsókn málsins vegna kæru frá Eimskipafé- lagi íslands út af ætluðum Tölsunum á átta farmskírteinum útgefnum af félaginu um flutning á útfluttum sjáv- arafurðum frá Reykjavík til Nígeriu í Helgi Tómasson aðalstjórnandi í San Francisco? Su Krancwco 10. janéar. Frá Magnúsi brándi Þórtersyni, fréttariUra Morgunblateiiu. ALLGÓÐAR líkur eru nú taldar á því að Helgi Tómasson verði ráðinn . eftirmaður Lew Christensen sem aðalstjórnandi San Francisco- -balletsins en Christensen lést fyrr í vetur. Helgi var í San Francisco í vikunni en fór héðan í gær eftir viðræður við nefnd, sem hefur það hlutverk að ráða í starfið. Helgi kynnti sér jafnframt allar aðstæð- ur og stjórnaði æfingu með dönsur- unum í gærmorgun. Helgi fékk mjög hlýjar móttökur í San Francisco og var fullyrt i morgun, að meirihluti væri í ráðn- ingarnefndinni fyrir ráðningu hans. Honum mun þó ekki hafa verið boðið starfið ennþá og ekki fengist staðfest, hvort hann muni taka slíku boði. Ráðningarnefndin vill halda öllum leiðum opnum og hefur áhuga á tveimur öðrum, sem rætt verður við á næstunni. Auk þess sækist fyrrum aðstoðarmaður Christensen, Michael Smuin, mjög eftir starfinu en hann sagði upp starfi sínu síðastliðið sumar með miklum hávaða vegna misklíðar og launadeilna við stjórnina. nafni erlends verzlunarfyrirtækis, sem ýmist var skráð með heimilis- fang í París eða hér á landi. Akærðu er gefið að sök að hafa sameiginlega á árinu 1981 staðið að fölsunum á sex farmskírteinum út- gefnum af Eimskipafélagi Islands. Brot ákærðu eru talin varöa við skjalafals- og fjársvikaákvæði al- mennra hegningarlaga, annar sem aðalmaður, en hinn sem hlutdeild- armaður í brotinu. I ákæru eru mennirnir með fölsun farmskír- teina og útgáfu rangra vörureikn- inga í nafni hins erlenda firma taldir hafa skapað sér og eða við- semjenda sínum færi og aðstöðu til að hefja í erlendum bönkum greiðslu ábyrgða í samræmi við hin fölsuðu skjöl og því umfram and- virði þeirrar vöru sem út var flutt hverju sinni. Eimskipafélagi íslands barst sumarið 1982 krafa frá skreiðar- innflytjanda í Nígeríu að upphæð 1 milljón dollara, eða liðlega 40 milljónir króna vegna kaupa á skreið árið áður og kom í ljós að farmskjöl höfðu verið fölsuð. í framhaldi af kröfunni hófst rann- sókn málsins. Tíu íþróttamenn heiðraðir Morgunblaðið/ Júlíus. MORGUNBLAÐIÐ heiðraði í gær tíu íþróttamenn. Á myndinni eru í fremstu röð, frá vinstri: Anna Ásgeirsdóttir, eiginkona Bjarna Friðrikssonar júdómanns, en hún tók við viðurkenningunni fyrir hans hönd, Haraldur Sveinsson, framkvæmdastjóri Árvakurs, Guðmundur Steinsson, knattspyrnumaður. Miðröð, frá vinstri: Hreggviður Jónsson, formaður SKÍ, sem tók við viðurkenningunni fyrir hönd Einars Ólafssonar, skíðamanns frá ísafirði, Guðni Halldórsson, formaður FRÍ, sem tók við viðurkenningunni fyrir hönd Einars Vilhjálmssonar, frjálsíþróttamanns, Sigurður Pétursson, golfmaður. Efsta röð, frá vinstri: Valur Ingimundarson, körfuknattleiksmaður, Einar Þorvarðarson, handknattleiksmaður, og Kristján Arason, handknattleiksmaður. Sjá nánar á íþróttasíðu bls. 39. Lögfræðingar fiskyinnslunnan Ákvæði um afturvirkni gengistryggingar ólögmæt LÖGFRÆÐINGAR fiskvinnslunnar hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að afturvirkni gengistryggingar afurða- lána viðskiptabankanna, sem tók gildi frá og með 21. október síðast- liðnum, sé ólögmæt. Namband fisk- vinnslustöðvanna hefur af þessum sökum sent viðskiptabönkunum bréf, þar sem þessi niðurstaða er skýrð og lagfæringa óskað. Afurðalán fiskvinnslunnar voru með þeim hætti, að heimilt var að Slysaalda í umferðínni Banaslys á Elliðavogi ÞRJÚ alvarleg umferðarslys urðu í Reykjavík síðdegis í gær. Fertugur maður beið bana er hann varð fyrir bifreið á Elliðavogi, rétt norðan við brúna, laust fyrir klukkan 17,30. Maðurinn var á gangi á götunni er hann varð fyrir fólksbifreið sem kom norður Reykjanesbraut, undir brúna og inn á Elliðavog. Maðurinn var þegar fluttur á slysadeild Borgarspítalans en var látinn þegar þangað komið. Bif- reiðin skemmdist tðluvert. Skömmu síðar, eða rétt fyrir klukkan 18, varð annar gangandi vegfarandi fyrir bifreið á Kleppsvegi til móts við Laugarás- bíó. Var hann fluttur á slysadeild og reyndist vera fótbrotinn. Dimmt var orðið og skyggni slæmt þegar slysin urðu. Frá slysstað í Elliðavogi í gær. Um klukkan 20 i gærkvöldi slösuðust þrjú ungmenni í bílslysi á mótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Þau voru í lítilli fólksbifreið sem ekið var norður Kringlumýrarbraut og inn á Miklubraut til austurs. Hún náði ekki beygjunni, fór yfir litla um- ferðareyju, lenti á vörubíl sem var á leið eftir götunni og valt. Morgunblaðið/Júlfua. Ungmennin voru flutt á slysa- deild en meiðsli þeirra voru minni en á horfðist. Bifreiðin skemmdist mikið. lána út á birgðir upphæð, sem samsvarar 75% af andvirði þeirra. 40% þessara lána voru svokölluð viðbótarlán, hinn hlutinn endur- keyptur af Seðlabankanum. Endurkeyptu lánin hafa verið gengistryggð frá því í september 1983, en viðbótarlánin voru ekki gengistryggð fyrr en með ákvörð- un bankanna 21. október síðast- liðinn. Jafnframt var ákveðið að gengistryggingin skyldi virka aft- ur fyrir sig allt til 1. júní 1983. Þá var einnig ákveðið að öll afurðalán yrðu færð yfir til viðskiptabank- anna. Ólafur Björnsson, stjórnarfor- maður Skreiðarsamlagsins, sagði í samtali við Morgunblaðið, að það væri að fara aftan að mönnum að breyta gerðum samningum ein- hliða með afturvirkri gengistrygg- ingu. „Áður var gengismunurinn tekinn af einum og færður til ann- ars innan sjávarútvegsins. Nú var hann tekinn af öllum og færður til bankanna. Menn hafa því látið hafa það eftir sér, að þessi geng- isbreyting hafi verið til að bjarga bönkunum, en ekki sjávarútvegin- um,“ sagði Ólafur. Knútur Óskarsson, fram- kvæmdastjóri Sambands fisk- vinnslustöðvanna, staðfesti þessa niðurstöðu lögfræðinganna i sam- tali við Morgunblaðið. Hann vildi hins vegar ekki tjá sig nánar um málið, þar sem það væri nú í hönd- um bankanna, að öðru leyti en því, að afturvirkni gengistryggingar íþyngdi fiskvinnslunni verulega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.