Morgunblaðið - 13.01.1985, Side 1

Morgunblaðið - 13.01.1985, Side 1
112SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 10. tbl. 72. árg. SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Nýja Kaledóníæ Neyðar- ástand NoMma, 12. juiw. AP. Landstjórnin í Nýju Kaledóníu lýsti yfir neyðarástandi í morgun eft- ir að lögreglumenn felldu tvo leið- toga innfæddra, sem berjast fyrir sjilfstæði eyjaklasans, eftir 16 stunda uppþot sem evrópskir inn- flytjendur sem fylgjandi eru áfram- haldandi yfirráðum Frakka stóðu fyrir. Bannaðar voru mótmælagöngur og fundir fleiri en fimm manna á almannafæri. Jafnframt var til- kynnt útgöngubann frá klukkan 19 til 6 á morgnana. Vopnaburður er og ólöglegur. Bakarinn slapp vegna brauðleysis Vndaenre, 12. juúr. AP. Bakarinn í Vendoeuvre á þorps- búum að þakka að þurfa ekki að dúsa vikum saman í fangelsi vegna vangreiddra meðlaga. „Ommurnar og mömmurnar föðmuðu mig að sér í dag,“ sagði Marc Fricaud bakari í dag, fyrsta vinnudaginn eftir vikulanga fang- elsisvist. Fengu þorpsbúar hann lausan úr prísundinni vegna brauðskorts í bænum. Fricaud voru þó ekki gefnar upp sakir og á hann eftir að afplána samtals 24 daga af refsivist sinni. En til að hægt verði að tryggja þorpsbúum nægar brauðbirgðir varð að samkomulagi að bakarinn sæti inni á fimmtudögum og sunnudögum, þegar bakarí hans væri hvort eð er lokað, og lyki þannig refsingunni. Fricaud var sendur í steininn 3. janúar fyrir að greiða ekki fyrrum konu sinni 700 franka á mánuði með tveimur dætrum þeirra. Fékk hann sex mánaða dóm, þar af fimm mánuði skilorðsbundna. Fricaud, sem þorpsbúar kalla Marco, naut vinsælda fyrir að færa mönnum brauðin heim, en þorpsbúar eru margir við háan aldur og eiga erfitt um vik í frost- unum og ófærðinni. Þá fannst þorpsbúum dómurinn óréttlátur þar sem dæturnar búa nú hjá föð- ur sínum. Símamynd/AP. I skautahlaupi á skurdunum Sama kuldatíðin er áfram í Evrópu og sjá veðurfræðingar ekki enn fyrir endann á þessum gjósti norðan frá Sfberiu. Margir reyna þó að gera gott úr öllu eins og t.d. þessir Amsterdambúar, sem skemmta sér hér við skautahlaup á skurðinum. Kuldakastið í Evrópu: Mannskæð umferðar- og sjóslys fylgifískar Frankfurt og víóar, 12. janúar. AP. EKKERT lát er á vetrarrfkinu um mest alla Evrópu, en þaö hefur nú staðið vikum saman. Á þriðja tug manna hefur látið lífið síðasta sólarhringinn fyrir beina eða óbeina tilstilli vet- urs konungs. Þá hafa um 180 manns látist. Umferðarslys á klakalögðum og þokumyrkum hraðbrautum Vestur Þýska- lands hafa einkum bætt við tölu látinna. Fjögur umferðarslys þar sem I urðu á hraðbrautinni milli alls 240 bifreiðir komu við sögu I Kölnar og Bonn, 9 manns létu Veldur aspirín stór- hættulegum sjúkdómi? WaxhirextoB, 12 janúar. AP. VÍSINDAMENN i Washington hafa lýst yfir að samkvæmt athugunum sínum kunni að vera tengsl á milli neyslu aspiríns gegn inflúensu og hlaupabólu annars vegar og stórhættulegri veiki sem nefnist „Reyes syndrome“ hins vegar. Vísindamennirnir segjast reyndar vera sannfærðir og segja athugunina benda til þess að taki börn með fyrrgreinda sjúkdóma asprín, séu 25 sinnum meiri líkur á því að þau fái Rey- es syndrome. Niðurstöður þeirra hafa orðið til þess að bandaríska heilbrigðisráðu- neytið mun skylda aspirínfram- leiðendur til að prenta varnar- orð á vöru sína. Talsmaður vísindamannanna sagði að það yrði aldrei sannað að tengslin væru fyrir hendi þó líkurnar væru yfirgnæfandi. Reyes syndrome er afar sjald- gæfur sjúkdómur sem börn taka helst í kjölfar inflúensu og hlaupabólu. Aðeins 190 tilfelli voru greind í Bandaríkjunum á síðasta ári og eitt af hverjum fjórum börnum lést af þess völdum, en mörg hinna hlutu varanlega heilaskaða. lífið og ónafngreindur lögreglu- maður sagði að þeir væru „hætt- ir að telja" alla hina slösuðu. Aðkoman var óhugnanleg, fjöldi bifreiða í ljósum logum og sum líkin svo brunnin að ómögulegt var að bera kennsl á þau. Þó þótti ganga kraftaverki næst að slysin urðu ekki fleirum að fjör- tjóni. Dauðsföllin urðu í sex lönd- um, m.a. Belgíu, Ítalíu, Júgó- slavíu og Ungverjalandi. Búist er við að tala látinna hækki til muna áður en yfir lýkur, því veðurspáin er ekki hagstæð. Af þeim sökum m.a. reikna Tyrkir ekki með því að 10 fiskibátar sem reru í fyrradag skili sér. Ekkert hefur til þeirra spurst, en 2 til 3 voru um borð í hverj- um. Veður var slæmt er sjó- mennirnir reru, stífir vindar og kuldi. Aðeins á Spáni kom glæta, snjókoman breyttist í regn og hinir miklu kuldar síðustu daga rénuðu. Um skeið voru þeir mestu kuldar sem mælst hafa á Spáni síðan árið 1956. 26 manns létu lífið og tjón á ávaxta- og grænmetisuppskeru er talið nema 117 milljónum dollara. Námamenn streyma til vinnu Londoú, 12 jnnúnr. AP. STJORN brezku kolanámanna til- kynnti að 2.336 námamenn hefðu snú- ið baki við verkfallinu og horfið til vinnu sinnar. Fleiri hafa ekki snúið til vinnu á einni viku frá í nóvember, er mikill fjöldi námamanna hætti verk- fallsþátttöku. Verkfall brezkra námamanna hefur staðið í 10 mánuði í dag. Alls eru í dag 71 þúsund námamenn af 189 þúsund að störfum. Um 50 þús- und námamenn tóku aldrei þátt í verkfallinu eða sneru til vinnu á fyrstu vikum þess, og frá því sið- asta samningalota fór út um þúfur í októberlok hafa 19.578 námamenn snúið baki við verkfallinu. Til átaka kom við námur í Wales og Skotlandi, einkum við Sexbjöllu í Wales þar sem 12 námamenn sneru til vinnu, hinir fyrstu frá því í marz í fyrra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.