Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1985 Sagan skrifaði, og 72 virtir vísindamenn undirrituðu, en það hófst með þessum orðum: „Mannkynið er nú í stakk búið til að eiga samskipti við önnur menningarsamfélög úti í geimn- um, ef þau eru þá til. Með því að nota tiltæka tækniþekkingu er unnt að nema boð frá menning- arsamfélögum sem eru í margra þúsunda ljósára fjarlægð frá jörðunni. Kostnaðurinn við slík- ar rannsóknir yrði ekki meiri en nokkrar milljónir dollara á ári, því að tölverðu leyti er hægt að fimm árin eða svo: þau munu að mestu leyti fara í að endurbæta tækin og koma kerfinu upp á stjörnuathugunarstöðvum viðs vegar um heim. En hvað kæmi í ljós tíu árin þar á eftir hlyti að teljast marktæk niðurstaða, á hvorn veginn sem hún yrði. Formúla Drakes Samhliða því að Frank Drake hóf rannsóknir sínar í kringum 1960, reyndi hann að finna að- ferð til að meta líkurnar á þvi að Útvarpssjónaukar eru notaðir til að hlusta eftir boðum utan úr geimnum. Á þessari mynd sjáum við einn slíkan sem er í Effeisberg- stöðinni í Vestur-Þýskalandi. Þvermálið er 100 metrar. unar á ári í sköpun Vetrarbraut- arinnar. (2) Fjölda stjarna sem hafa plánetur. (3) Fjölda pláneta i stjörnu- kerfi þar sem lifsskilyrði eru fyrir hendi. (4) Fjölda pláneta þar sem líf kviknar. (5) Fjölda pláneta þar sem líf þróast í hugsandi verur. (6) Fjölda samfélaga skyn- samra vera sem ná tökum á fjar- skiptum. (7) Líftima tæknivæddra sam- félaga. Niðurstaða Drakes og fleiri visindamanna (m.a. Carls Sag- an), er sú að fjöldi slikra samfé- laga sé einhvers staðar á milli 100 þúsund og einnar milljónar. í Vetrarbrautinni eru um 200 milljarðar stjarna, sem þýðir, að samkvæmt mati Drakes er á að giska eitt tæknivætt menning- arsamfélag á hverjar milljón stjörnur í okkar stjörnuþoku. Það eru 20 ár síðan Drake setti fram þessa niðurstöðu sina, en hann segir að rannsóknir á þessu 20 ára tímabili sem siðan er liðið hafi ekki breytt heildar- útkomunni, þrátt fyrir það að matið á vægi hvers einstaks þáttar hafi nokkuð breyst. „Sumar tölurnar hafa hækkað, aðrar lækkað," segir Drake. „Oft spyr ég mig þeirrar spurningar hvort óskhyggja min ráði mestu um það að ég fái sifellt sömu niðurstöðuna, en ég get ekki séð að svo sé. Þetta kemur einfald- lega út á þennan hátt.“ Hvar eru þess- ar verur? Margir visindamenn efast um gildi útreikninga Drakes. Grundvallarrökin gegn tilveru annarra vitsmunavera í Vetr- arbrautinni eru höfð eftir it- alska eðlingsfræðingnum Enrico Fermi. Fermi sagði sem svo: Ef það er rétt, að til séu á milli 100 geimnum að tæknilega þróuð menningarsamfélög haldi sig innan eigin sólkerfis. Þetta kem- ur til dæmis fram hjá Drake, en hann gefur sér, að engar verur, hve háþróaðar sem þær kynnu að vera, myndu láta sér detta i hug að leita út fyrir eigið sól- kerfi. Og ástæðurnar eru þrjár: sú mikla orka sem það kostaði, tíminn sem það tæki og loks áhættan sem slíkt brambolt hefði í för með sér. „Við hugsum ekki lengur eftir þessum nótum," segir Papa- giannis. „Þvi það er vel mögulegt að mjög stórt menningarsamfé- lag haldi úti sjálfbjarga „ný- lendubúum", þótt það kosti það að hluti stofnsins þurfi að eyða mörgum ættliðum í geimfari. Sú orka sem við höfum þegar náð valdi á gerir gjörlegt að ferðast með gífurlegum hraða. Ef við gefum okkur að slíkar verur hafi yfir að ráða farartækjum sem geta ferðast með einum hundr- aðasta úr ljóshraðanum, tæki það þær „ekki nema“ 10 milljón ár að leggja undir sig alla stjörnuþokuna. Og 10 miljón ár eru litið brot af aldri stjörnu- þokunnar — en hún er 10 millj- arða gömul um þessar mundir! Papagiannis er þarna að draga fram dýptina i spurningu Ferm- is: Slik „nýstjörnuhyggja“ gæti hafa hafist einhvern tíma á sið- ustu 5 milljörðum ára (ef reikn- að er með 5 ármilljörðum í þróun), og líkindafræðin segir að líkurnar séu einn á móti þúsund á þvi að þetta ferli hafi hafist einhvern tíma siðustu 10 milljón árin, á móti "Viooo að það hafi byrjað fyrr. Samantekið: Ef til eru milli hundrað þúsund og milljón tæknivædd menningarsamfélög i Vetrarbrautinni, þá verður að teljast liklegt að eitthvert þeirra hafi tekið upp á því að „breiða úr sér“, og jafnvel leggja undir sig alla stjörnuþokuna. Þá eru yfir- gnæfandi líkur á þvi að þetta notast við þann tækjabúnað sem þegar er til. Niðurstaðan af slíkri rannsókn — hver sem hún yrði — hlyti að hafa mjög djúp áhrif á viðhorf okkar til al- heimsins og okkar sjálfra." í lok bréfsins er hvatt til sam- ræmdra, skipulegra aðgerða um allan hnöttinn til að fá sem fyrst svar við þeirri brennandi spurn- ingu hvort vitsmunalíf er til annars staðar í Vetrarbrautinni eða ekki. Þessi ótvíræði áhugi vísindamanna hefur meðal ann- ars skilað sér í því að strax í nóvember 1982 veitti bandaríska þingið NASA fjárveitingu upp á 1,5 miljónir dollara til að hefjast handa. Áætlun NASA Áætlun NASA er full af metn- aði. Fyrsta skrefinu er að nokkru lokið: smíði margrása litrófs- greiningartækis, tölvu sem hefur það hlutverk að sía og flokka út- varpsbylgjur. Tækið er tengt stjörnusjónauka sem nemur út- varpsbylgjur. í þessu fyrsta tæki eru 74 þúsund rásir, en þegar fram í sækir — á næstu 5—6 árum — standa vonir til að hægt verði að fjölga rásunum í átta milljónir eða meira. Greiningar- tækið er meira en lítið kröftug tölva, sem getur framkallað einn milljarð af upplýsingabitum á sekúndu, sem þýðir með öðrum orðum, að tækið getur á nokkr- um mínútum safnað og rannsak- að jafn mikinn fjölda gagna og menn hafa hingað til komist yfir að vinna úr í leit sinni að vit- væddu lífi í geimnum. Yfirmaður þessarar rannsókn- aráætlunar NASA, John Bill- ingham, segist ekki búast við marktækum niðurstöðum næstu vitsmunalíf væri til annars stað- ar í heiminum. Eftir nokkur ár setti hann fram eins konar form- úlu, sem „lífleitendur" hafa síð- an stuðst við og haft að leiðar- ljósi eins og kristnir menn boð- orðin tíu. Drake telur að fjöldi menning- arsamfélaga í Vetrarbrautinni, sem hafa yfir tækniþekkingu að ráða, sé fall af eftirfarandi sjö atriðum: (1) Meðalhraða stjörnumynd- Til eru þeir sem segjast hafa orðið varir við verur utan úr geimnum, oftast á farartækj- um þessum líkum, fljúgandi diskum. þúsund og milljón tæknivædd menningarsamfélög í stjörnu- þokunni, hvers vegna verðum við ekki vör við þau? Hvar eru þess- ar verur? Papagiannis útfærir þessi rök nánar: Það er forsenda í útreikn- ingi þeirra sem leita að lífi í hefði nú þegar átt sér stað (999/1000). Nú fyrst hefur spurning Fermis nægjanlegt vægi: Hvar eru þessar verur? Ef þær hafa dreift sér út um gjörvalla Vetr- arbrautina, hvers vegna verðum við jarðarbúar einskis varir? Sumir hafa svarað þessari spurningu með því að segja að þróaðar vitsmunaverur séu allt í kringum okkur, við einfaldlega sjáum þær ekki. Það er auðvitað til í dæminu: ef einhverjar verur eru nógu þróaðar tæknilega til að geta lagt undir sig gjörvallt stjörnukerfið, þá hljóta þær jafnframt að geta dulið sig fyrir okkur. Spurningin sem vaknar er hvers vegna? Af hverju ættu þessar þróuðu geimverur, sem eiga að vera á sveimi í kringum okkur, að ástunda slíkan felu- leik? Af hverju ekki að setja sig í samband við jarðarbúa? Líklegast er að „þær“ séu ekki til Það má stinga upp á ýmsum svörum við þessari spurningu: Það er hugsanlegt að geimver- urnar liti á jörðina sem athygiis- verðan „dýragarð", sem þær vilja vernda og láta þróast upp á eigin spýtur. Það er ennfremur mögulegt að það séu viðtekin siðalögmál í alheimssamfélaginu að láta ung tæknivædd samfélög í friði þar til þau hefja sjálf leit að öðru lífi. Eða að geimverurn- ar þori hreinlega ekki að taka þá áhættu að koma of nálægt okkur af hræðslu við að við séum hættulegir smitberar einhverrar alheimsplágu. „Þetta eru opnir möguleikar, en harla ólíklegir,“ segir Papa- giannis. „Líklegast er að „geim- verurnar“ hafi ekki gert vart við sig af þeirri einföldu ástæðu að „þær“ eru ekki til. Hvað er svona sér- stakt við jörðina? Þegar hér er komið sögu í rökfærslunni vaknar mjög þungvæg spurning: Hvað er svo sérstakt við jörðina, sem gerir það að verkum að hér þróast upp tæknivætt samfélag en hvergi annars staðar í stjörnuþokunni? Papagiannis segir að þessari spurningu megi svara á tvennan máta, og eru bæði svörin nokkuð uggvekjandi: Samfélag skynsamra vera leiðir óhjákvæmilega til tækni- þróunar og tæknivædd samfélög endast stutt: þau hafa m.ö.o. rfka tilhneigingu til sjálfstor- tímingar. Samkvæmt þessu þarf ekki að koma á óvart að tækni- samfélag hafi ekki náð því stigi að breiða úr sér í Vetrarbraut- inni, þvi áður en til þess kæmi hefði það tortfmt sjálfu sér. Hinn möguleikann telur Papa- giannis vera þann, að sakir þess hve langan tíma það tekur fyrir frumstætt lífsform að þróast upp í tæknivætt samfélag hugs- andi vera — 4 ármilljarða á jörðinni — sé hætt við því að lífsskilyrði á viðkomandi plánet- um breytist til hins verra á svo löngu tímabili. Sem þýðir að það er mjög sjaldgæft, ef ekki eins- dæmi, að líf nái að þroskast nægilega lengi til að geta af sér hugsandi verur og tæknivæð- ingu. Þær röksemdir sem hér hafa verið reifaðar eru á margan hátt loðnar og runglingslegar, en tfmi „spekúlasjóna" á þessu sviði er kannski senn á enda. Papagiann- is er í það minnsta sannfærður um að innan 20 ára iiggi mjög sennilegt svar á borðinu: „Ef þróuð menningarsamfélög eru til einhvers staðar „þarna úti" þá finnum við þau innan 20 ára,“ segir hann. „Ef við á hinn bóginn verðum ekki vör við nokkurn hlut, sem gæti verið af skynsemi sprottinn, þá ætti slík niður- staða einnig að vera okkur mjög þýðingarmikil. Þá þyrftum við að lifa við þá hugsun að við séum einu viti bornu verurnar í Vetr- arbrautinni. Kannski okkur skiljist þá að við erum of verð- mæt til að steypa okkur í glöt- un.“ (Bjion á p« f okL-befli Popalar Scfeace/GPA)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.